Morgunblaðið - 16.02.2007, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 16.02.2007, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Hann læddist léttur á tá. ÁNetinu er haldið uppi útgáfu ásvonefndum Vef-Þjóðvilja. Þar segir m.a.: „Við gerum okkar bezta til að blaðið sé eins ólíkt Þjóðviljanum heitnum og mögulegt er.“     Útgefendum Vef-Þjóðviljans tekstekki vel að standa við þetta fyr- irheit. Lengst af mátti ætla að Þjóð- viljanum, málgagni sósíalista á Ís- landi væri haldið úti til þess að hreyta skætingi í Morgunblaðið. Aðrir fengu sinn skammt og þá ekki sízt for- ystumenn Sjálf- stæðisflokksins.     Vef-Þjóðviljinnhefur tekið við þessu hlutverki Þjóðviljans. Á síðum Vef-Þjóðvilj- ans er haldið uppi reglulegum skæt- ingi í garð Morgunblaðsins.     Ef einhverjir vita ekki hvað Vef-Þjóðviljinn er skal þess getið að hann er eins konar málgagn hægri- manna í Sjálfstæðisflokknum.     Forráðamönnum hans er eitthvaðuppsigað við Morgunblaðið. Þeir halda því fram, að skrif Morg- unblaðsins einkennist af „tilfinn- ingaklámi“. Hvað skyldi felast í því orði? Hvernig væri að Vef- Þjóðviljinn útskýri það svo að fyrir liggi um hvað ásakanir þessara að- ila í garð Morgunblaðsins snúast?     Skætingurinn, sem sendur er út ávegum Vef-Þjóðviljans á ekkert skylt við konservatisma sem þjóð- málapólitík.     Konservatismi er merkileg þjóð-málapólitík. Vef-Þjóðviljamenn ættu að kynna sér sögu hans. Góð byrjun fyrir þá er að lesa bók Barry Goldwaters, The Conscience of a Conservative. STAKSTEINAR Barry Goldwater Skætingur                   !   "# $! %!!  !  &' ( ) * ! -. -- -/ -0 -' -- 1-2 1-3 1/ 1-- -0 4! 4! 4! 5 4! 4! 5 4! ) %      )*4! 5 4! 4!  )# + !  ,- .  ' / ! ! 0     +-  ! !   1- 1. 2 -6 2 3 3 / 7 3 12 4!  ! 4!    5 4! 4! ) % 4! 4! 4!  ! "1 2  !     1  3    2- 2  4! 1! & 5# )67! 8 !!) . 0 0 - 7 13 ' 1-6 ( - 0 4! 85   *%      4! 4! 9  4! 4! 9  4! 9! : ;                      #   : #  !* )        !  <2   < #  <2   < #  <2   !   :;    = 7- >         :!    *     8<      - .  !!   1   *  -61-/:  <    ) - .     <9      /   %  *  =  5!< 9     >   6 .  ?8 *4  *@    "3(4? ?<4@"AB" C./B<4@"AB" ,4D0C*.B" -00 072 6<' 6<7 /76 370 2// 06' -'6- -762 -.'6 2-' -(66 '66- ''7' -/6/ 2'- 20. 2-2 (/0 -(67 -3/2 -37- -30-'--- 0<( '<- -<0 -<2 6<. 6<- 6<- 6<7 0<. -<2 -<' -<3 6<-            VEÐUR SIGMUND Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Sigmar Guðmundsson | 15. febrúar Svo það sé á hreinu… Af því að ég hef verið svo duglegur að sanka að mér krökkum í gegnum tíðina með hefð- bundnum og óhefð- bundnum aðferðum og vegna þess hjarðeðlis sem gripið hefur um sig meðal fjölmargra karlmanna síðustu daga finnst mér bæði rétt og nauðsynlegt að taka skýrt fram, að ég á ekkert í barninu hennar Önnu Nicole Smith. Meira: sigmarg.blog.is Guðríður Haraldsdóttir | 15. febrúar Taktlausar samræður Ásta hætti ekki að skamma mig fyrr en í Mosó en þá voru hræðsluöskur farin að heyrast víða um rút- una, aðallega frá Kjal- nesingum (þeir eru snöggtum kjarkminni í raunveruleikanum en þeim er lýst í Íslendingasögunum), en … maður talar víst ekki um rútu- slys í rútu. Meira: gurrihar.blog.is Árni Helgason | 14. febrúar 2007 Alvarleg loftmengun En það kemur líka á óvart að umhverfisnefnd borgarinnar á ár- unum 1998–2005 hafi ekki sinnt þess- um fréttum þegar þær bárust og þau hljóma nú ekki trú- verðug svör Hrannars Björns Arnarssonar að borgaryfirvöld hafi barist við vindmyllur í mörg ár við að vekja athygli almenn- ings á loftmengun. Meira: arnih.blog.is Anna K. Kristjánsdóttir | 15. febrúar Ekki þessa hugmynd, Mörður! Í viðtali í síðdegisútvarpi Rásar 2 á þriðjudag minntist Mörður Árnason á þá hugmynd að breyta Perlunni í Náttúruminjasafn og fannst hugmyndin góð. Ég veit ekki hver átti þessa hugmynd í upp- hafi, hvort það var Mörður sjálfur eða eitthvert annað gáfumenni. Mér finnst hugmyndin slæm. Mjög slæm. Fyrir nokkrum árum síðan var einn tankurinn í Öskjuhlíð tekinn undir brúðu- eða sögusafn. Með því minnkaði heitavatnsöryggi vesturbæjar og miðbæjar Reykja- víkur að meðtöldu Hlíðahverfi um fjórðung. Einhver kann nú að mótmæla mér og benda á að tankarnir séu sex, en ekki fjórir sem er alveg satt. Tankarnir eru sex, en tveir tankanna eru bak- vatnstankar og því ekki eiginlegir hitaveitutankar. Fjórir tankanna voru notaðir undir 80°C heitt vatn en tveir voru notaðir fyrir bak- vatn til uppblöndunar sem og til notkunar fyrir ylströndina í Nauthólsvík. Allt að 130°C heitt vatn kemur frá dælustöðinni í Bolholti að lokahúsi í Öskjuhlíð, blandast þar með bakvatni ásamt með um 90°C heitu vatni frá borholum í Mosfellsbæ og er geymt 80°C heitt í hitaveitutönk- unum áður en því er dælt til fólksins í miðbæ og vesturbæ Reykjavíkur. Með því að einn tankurinn var tekinn undir brúðusafn er ein- ungis rými fyrir 12.000 tonn af heitu vatni eftir í tönkunum. Á köldum vetrardögum erum við kannski að dæla 2.500 tonnum á klukkutímann út til íbúanna. Ef alvarleg bilun verður, t.d. nokkurra tíma rafmagnsleysi eða þá að báðar flutningsæðarnar frá Grafarholti bila, eru þessi 12.000 tonn fljót að klárast. Ef önnur flutningsæðin frá Grafarholti bilar í kulda, verður að gera við hana á mettíma sökum þess að ein flutningsæð er tæplega nógu afkastamikil við þær aðstæður. Meira: velstyran.blog.is BLOG.IS PARKET & GÓLF • ÁRMÚLA 23 SÍMI: 568 1888 • FAX: 568 1866 WWW.PARKETGOLF.IS PARKET@PARKETGOLF.IS ÁRATUGA ÞEKKING, ÞJÓNUSTA OG RÁÐGJÖF ClickBoard BYLTINGARKENNDAR VEGG- OG LOFTPLÖTUR Parket & Gólf býður einstaka lausn fyrir vegg- og loftplötur frá þýska framleiðandanum Parador HDF plöturnar frá Parador hafa nær engin sýnileg samskeyti og eru einstaklega auðveldar í uppsetningu. KOSTIRNIR ERU AUGLJÓSIR Hagkvæm og ódýr lausn • einföld uppsetning - 50% fljótlegra höggþolið • auðvelt að þrífa • lítil eða engin sparslvinna losnar við allt ryk • 50 kg. burðarþol á skrúfu stílhreint og nútímalegt útlit • 10 ára ábyrgð Komdu við í verslun okkar og kynntu þér þessa einstöku lausn - við tökum vel á móti þér ka ld al jó s 20 06
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.