Morgunblaðið - 16.02.2007, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 13
FRÉTTIR
NÆSTU þrjár vikurnar mega
landsmenn búast við heimsóknum
grunnskólabarna með söfn-
unarbauka ABC-barnahjálpar.
Söfnunin hófst formlega í gær
þegar vænn hópur úr 5. bekk C í
Melaskóla bankaði upp á hjá
borgarstjóra á miðjum borg-
arráðsfundi í Ráðhúsinu og varð
hann fyrstur landsmanna til að
setja þúsundkall í einn bauk og
bætti síðan við fimm hundruð
krónum í annan bauk. Því næst
fengu krakkarnir að fara inn í
fundarsalinn og var þeim vel tek-
ið af borgarráðsfulltrúum sem
gáfu í söfnunina.
Söfnunin fer fram undir slag-
orðinu Börn hjálpa börnum.
Markmiðið með söfnuninni að
þessu sinni er að byggja heima-
vist fyrir skólabörn í Pakistan en
þar eru 500 skólabörn á biðlista
eftir plássi svo þau geti stundað
skólann. Stefnt er að því að
kaupa land undir byggingarnar
og reisa þær fyrir söfnunarféð.
Söfnunarátak ABC er eina stóra
söfnun samtakanna hérlendis ár-
lega og í fyrra söfnuðust 14 millj-
ónir króna og 10 milljónir í hitti-
fyrra, að sögn Guðrúnar
Margrétar Pálsdóttur, formanns
ABC-barnahjálpar.
Þrír nýir skólar í fyrra
Í Pakistan voru í fyrra vígðir
þrír ABC-skólar í desember og er
fjórði skólinn í byggingu og verið
er að kaupa land undir fimmta
skólann. Nálægt 1.000 börn eru
komin í ABC-skólana í Pakistan,
þar af yfir 200 börn í heimavist,
en innan við tvö ár eru síðan
ABC-samtökin fengu fyrst beiðni
um að koma að hjálparstarfi þar í
landi. Mikil áform eru í Pakistan
og fleiri löndum og áætla ABC að
geta hjálpað þúsundum barna til
viðbótar með menntun og helstu
nauðsynjar á næstu árum.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson
borgarstjóri hrósaði krökkunum
fyrir framtak sitt í gær og hvatti
alla grunnskóla til að taka þátt í
verkefninu. „Ég vil lýsa aðdáun
minni á dugnaði ykkar og hvet
ykkur til átaka í þessu. Söfnum
eins miklu og við mögulega get-
um,“ sagði hann og studdi síðan
söfnunina.
Styðja skólabörn í Pakistan
Morgunblaðið/Sverrir
Stuðningur Krakkarnir í 5. bekk C í Melaskóla voru ánægðir með viðtökur borgarstjórans í upphafi söfnunar.
Söfnun fyrir ABC-
barnahjálp hafin
VIÐTAKENDUR pósts í nokkrum
götum Mosfellsbæjar og Grafar-
vogs fengu nýlega stór umslög með
bréfum sem póststimpluð voru í
upphafi ársins. Morgunblaðinu er
kunnugt um viðtakanda sem hafði
saknað launaseðils, bankayfirlita
og annars glaðnings í ársbyrjun.
Hann hafði talið að heimilisfólk
hefði óvart fargað póstinum og
kvaðst hafa gert nokkurt veður út
af því – en allir borið við sakleysi
sínu.
Í fyrradag barst honum stórt
umslag frá Íslandspósti og þar
voru bréfin sem hafði verið saknað
svo sárt eftir áramótin. Með fylgdi
afsökunarbeiðni frá Íslandspósti
þar sem sagði m.a. að af óviðráð-
anlegum ástæðum hefði ekki verið
hægt að koma meðfylgjandi pósti
til skila fyrr.
„Starfsmaður okkar brást
starfsskyldum sínum við útburð en
pósturinn fannst óskemmdur fyrir
nokkrum dögum,“ sagði m.a. í
bréfi Íslandspósts.
Ingibjörg Sigrún Stefánsdóttir,
forstöðumaður þjónustudeildar Ís-
landspósts, sagði að sem betur fer
væri þetta algjör undantekning.
Viðkomandi bréfberi hefði hætt
störfum skyndilega og haft póstinn
í sinni vörslu, án þess að koma
honum til skila. Ekki hefði verið
um mikið magn af pósti að ræða.
Gamall
póstur
borinn út
Bréfberi brást
skyldum sínum