Morgunblaðið - 16.02.2007, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 19
LANGAFASTA hefst í næstu viku, á öskudegi, en hér
áður var hún tími íhugunar og góðrar breytni. Þá átti
fólk að neita sér um ýmsar lystisemdir, t.d. kjötát, og
því var efnt til ýmissa ærsla, svokallaðra kjötkveðju-
hátíða, áður en fastan gekk í garð. Öskudagurinn heitir
svo vegna þess að þá var siður að kasta ösku yfir
kirkjugesti en askan táknar hið forgengilega auk þess
að búa yfir heilnæmum krafti. Víða um heim, einkum í
kaþólskum löndum, eru kjötkveðjuhátíðirnar að hefjast
en þessi mynd var tekin í Köln í gær.
Reuters
Kjötið kvatt á hátíð í Kölnarborg
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
RÉTTARHÖLD hófust í Madríd í
gær yfir 29 manns sem sakaðir eru
um aðild að mannskæðum sprengju-
tilræðum í járnbrautarlestum í mars
2004. Sprengjurnar, sem voru faldar
í bakpokum, sundruðu vögnum í
fjórum jarðlestum. Einn af fjórum
mönnum sem taldir eru hafa verið
höfuðpaurarnir í ódæðinu, Rabei
Osman Sayed Ahmed, er gengur
undir gælunafninu „Mohammad
Egypti“, sagðist vera alsaklaus.
Flestir hinna ákærðu eru innflytj-
endur frá Marokkó. Osman, sem var
handtekinn á Ítalíu, sagðist „for-
dæma skilyrðislaust“ tilræðin en
neitaði með öllu að svara spurning-
um ákæruvaldsins og í fyrstu einnig
spurningum verjenda sinna.
„Með fullri virðingu þá viðurkenni
ég ekki réttmæti nokkurra af ákær-
unum eða fordæmingunum,“ sagði
Osman sem er með sítt skegg og var
klæddur ljósbrúnum jakka og dökkri
golftreyju. „Ég mun ekki svara nein-
um spurningum, ekki heldur spurn-
ingum verjenda.“ Honum snerist þó
hugur og ákvað að svara spurning-
um verjendanna.
Réttarhöldin valda því að margir
rifja nú upp hræðilegar minningar,
auk þeirra sem fórust særðust nær
2.000 manns, og margir þeirra eru
nú örkumla. Voru sálfræðingar til
taks í réttarsalnum til að veita fólki
áfallahjálp. Djamila Benselah,
blæjuklædd múslímakona frá Mar-
okkó, missti 13 ára gamla dóttur sína
í tilræðunum. „Dóttir mín tók lestina
klukkan sjö um morguninn. Ég á
aldrei eftir að sjá hana aftur, sárs-
aukinn er mikill,“ sagði hún. „Það er
mjög erfitt að horfast í augu við
morðingja dóttur sinnar. Ég vona að
morðingjarnir verði dæmdir.“
Fleiri áttu erfitt með að hemja til-
finningar sínar. „Fæturnir skjálfa,
ég er hrædd og með hnút í magan-
um,“ sagð Pilar Manjon sem missti
tvítugan son sinn. Manjon er for-
maður samtaka sem aðstoða fórnar-
lömbin. Hún varð þjóðþekkt á Spáni
þegar hún kom fyrir rannsóknar-
nefnd þingsins í desember 2004 og
sakaði stjórnmálamenn um að láta
hagsmuni flokkanna vega þyngra en
aðstoð við fórnarlömbin.
Ódæðismenn
fyrir rétti
Sakaðir um tilræðin í Madríd 2004
Í HNOTSKURN
»Alls lét 191 lífið í tilræðunumí Madríd og nær 2.000 manns
særðust. Ódæðismennirnir eru
sagðir hafa orðið fyrir áhrifum
af áróðri al-Qaeda.
»Tilræðin voru þau umfangs-mestu á Vesturlöndum frá
árásunum á Bandaríkin 2001.
»Könnun sýnir að 23% þeirrasem lifðu af hafa ekki enn
getað stundað vinnu.
HUGO Chavez, forseti Venesúela,
hefur hótað að þjóðnýta mat-
vöruverslanir í landinu en hann sak-
ar þær um að selja kjöt og aðra mat-
vöru á hærra verði en ríkisstjórnin
hefur ákveðið.
Ríkisstjórnin heldur því fram, að
verslanir hafi verið hækkað verðið
með ýmsum hundakúnstum en tals-
menn þeirra benda aftur á, að í gildi
sé fjögurra ára gömul verðstöðvun,
sem neyði verslanir til að selja með
miklu tapi. Segja þeir, að stjórnvöld
hafi lokað einni verslun fyrir að selja
kjöt á hærra verði en þeim þóknaðist
og vegna þess hafi margar verslanir
hætt að vera með kjöt, mjólk og syk-
ur.
Chavez sagði nýlega á fundi með
eftirlaunaþegum í höfuðborginni,
Caracas, að hann biði bara eftir „til-
efni“ til að þjóðnýta verslanir. Veld-
ur það eigendum einkafyrirtækja
áhyggjum og ekki aðeins það, heldur
líka fyrirskipanir stjórnvalda um, að
almennt starfsfólk eigi að fá tíma í
vinnunni til að stúdera sósíalisma.
Chavez vill þjóðnýta matvöruverslanir
Sjálfvirk hnakka-
púðastilling,
aðeins í Stressless
– Þú getur lesið eða
horft á sjónvarp í
hallandi stöðu.
Ótrúleg þægindi.
Sérstakur mjóbaks-
stuðningur samtengdur
hnakkapúða-
stillingu. Þú nýtur full-
komins stuðnings hvort
sem þú situr í hallandi
eða uppréttri stöðu.
Ármúla 44
108 Reykjavík
Sími 553 2035
www.lifoglist.is
THE INNOVATORS OF COMFORT ™
Réttu sætin
fyrir heimabíóið