Morgunblaðið - 16.02.2007, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
SENDUM Í PÓSTKRÖFU
www.simnet.is/heilsuhorn
Spektro
Multivítamín, steinefnablanda
ásamt spirulinu, Lecthini,
Aloe vera o.fl. fæðubótarefnum
Ein með öllu
Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889,
fæst m.a. í
Lífsins Lind í Hagkaupum,
Maður Lifandi Borgartúni 24,
Maður Lifandi Hæðarsmára 6,
Lyfja, heilsuvörudeild, Selfossi,
Yggdrasil Skólavörðustíg 16 og Fjarðarkaupum,
Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka,
Krónan Mosfellsbæ
Nóatún Hafnarfirði
Morgunblaðið/RAX
Umdeild Notkun nagladekkja er
mjög útbreidd yfir vetrartímann.
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
DOFRI Hermannsson, varaborgar-
fulltrúi Samfylkingarinnar, segir
einkar brýnt að draga úr notkun
nagladekkja á
höfuðborgar-
svæðinu, öryggi
þeirra sé ofmetið
og halda þurfi
herferðum gegn
notkun þeirra
áfram fram eftir
vetri.
Dofri leggur
jafnframt áherslu
á að naglarnir eigi
stóran þátt í svif-
ryksmyndun í borginni, sem hafi í för
með sér margháttaðan heilsufars-
kostnað fyrir samfélagið. Hann segir
herferð gegn notkun þeirra, sem
hófst í haust, nýlokið og að flest bendi
til að hún hafi borið góðan árangur,
nagladekkjanotkun hafi mælst um
40% fyrstu mánuðina.
„Þetta hafði semsagt áhrif,“ segir
Dofri. „Svo var hætt að leggja
áherslu á þetta. Það mátti álykta að
kannski væru flestir búnir að ákveða
á hvernig dekkjum þeir ætluðu að
vera í vetur. Það virðist vera að fólk
sé tilbúið að skipta yfir í nagladekkin
alveg fram í desember, janúar. Ég
álykta því svo að halda þurfi átakinu
miklu lengur áfram.“
Gögnin verði á vefsíðunum
Eins og Morgunblaðið hefur rakið
í umfjöllun sinni um svifryk að und-
anförnu eru veðurfarslegar aðstæður
og aukið vegslit vegna frostþýðu-
sveiflna einnig orsakavaldar í þessu
samhengi. Þorsteinn Jóhannsson
jarðfræðingur taldi í samtali við blað-
ið að magn ryksins sem væri á yf-
irborði veganna næði tilteknu há-
marki, umframmagnið dreifðist yfir
á umferðareyjur og næsta nágrenni.
Því væri mikilvægt að binda rykið
með saltpækli í þurrum veðrum.
Aðspurður um með hvaða hætti
hann teldi að draga mætti úr svif-
rykinu í höfuðborginni sagði Dofri að
fara þyrfti af stað með kynningar-
átak til að upplýsa almenning um
skaðsemi svifryksins á heilsufar.
„Það þyrfti að fá þetta inn á vef
Morgunblaðsins, rétt eins og veð-
urspá. Það þyrfti að geta um magn
svifryksins í andrúmsloftinu í veður-
fréttunum. Þá held ég að fólk yrði
meðvitaðra. Ég held líka að fara þurfi
af stað með auglýsingaherferðir sem
yrðu unnar af okkar ágæta fagfólki á
umhverfissviði. Mér dettur í hug að
það mætti auglýsa „nagladekkja-
lausa bílinn“ til að hvetja fólk frekar
til að nota þá bíla sem eru ekki á
nagladekkjum og jafnvel hvetja það
til að skipta snemma yfir á sumar-
dekkin eða heilsársdekk.
Það mætti gera þetta sýnilegra,
fræða almenning um skaðsemi svif-
ryksins og tala um það í útvarpinu í
veðurfréttum eins og til dæmis er tal-
að um frjókornamagn í lofti þegar sá
tími ársins rennur upp.
Næsta skref er að draga mjög úr
notkun nagladekkjanna. Þau eru úr-
elt og veita falskt öryggi.“
Dýrt að þrífa leigubílana
Dofri vék að ofangreindum hug-
myndum í tveimur tillögum sem
hann lagði fram á fundi Umhverfis-
ráðs Reykjavíkurborgar á mánudag.
Vikið er að kostnaðinum samfara
nagladekkjanotkun í þeirri síðari og
segir Dofri, spurður um þá hlið, að
naglarnir hafi í för með sér veruleg
útgjöld fyrir samfélagið. Hann tekur
dæmi af leigubílstjórum í borginni
sem hafi tjáð honum að kostnaðurinn
við þrif bifreiða aukist mjög þegar
nagladekkin komi í umferð.
Upplýsingar um rykið
með veðurfréttunum
Í HNOTSKURN
»Dofri telur koma til álitaað leggja skatt á notkun
nagladekkja samkvæmt svo-
kallaðri mengunarbótareglu.
»Skatturinn myndi minna áþau samfélagslegu útgjöld
sem notkun þeirra leiðir til.
Dofri Hermannsson vill að gögn um svifryksmengun
í borginni verði gerð meira áberandi og aðgengilegri
Dofri
Hermannsson
KJÖR íþróttamanns Seltjarnarness
fór fram þriðjudaginn 23. janúar sl.
að viðstöddu fjölmenni. Kjör íþrótta-
manns Seltjarnarness hefur verið
árviss viðburður síðan 1993 og er í
umsjón æskulýðs- og íþróttaráðs
(ÆSÍS).
Tilnefnd til íþróttamanns Sel-
tjarnarness 2006 voru Finnur Ingi
Stefánsson, handknattleikur, Hrafn
Jónsson, knattspyrna, Kári Steinn
Karlsson, frjálsar íþróttir, Katrín
Ómarsdóttir knattspyrna, Lilja
Jónsdóttir, blak og Skúli Jón Frið-
geirsson, knattspyrna. Fyrir valinu
urðu Lilja Jónsdóttir og Kári Steinn
Karlsson.
Formaður ráðsins Lárus B. Lár-
usson færði formanni fimleikadeild-
ar Gróttu, Þóru Sigurðardóttur, af-
reksstyrk að upphæð 200.000 kr.
fyrir góðan árangur árið 2006.
Ásamt kjöri íþróttamanns ársins
voru efnilegu íþróttafólki veittar
viðurkenningar.
Félagsmálafrömuðir
Veittar voru viðurkenningar fyrir
vel unnin störf í þágu æskulýðs- og
tómstundamála. Þau sem hlutu við-
urkenningarnar að þessu sinni voru
Kristín Helga Magnúsdóttir og
Kristinn Arnar Ormsson.
Lárus B. Lárusson, formaður
ÆSÍS, færði þeim Sif Pálsdóttur
fimleikakonu og Guðjóni Val Sig-
urðsyni handknattleiksmanni og
íþróttamanni ársins 2006 bókargjöf
frá bæjarfélaginu.
Guðjón Valur æfði með Gróttu á
sínum yngri árum og Sif hefur æft
fimleika hjá Gróttu undanfarin ár.
Erla Guðmundsdóttir tók við bók-
argjöfinni fyrir hönd Guðjóns Vals.
Íþróttir Kári Steinn Karlsson langhlaupari og Lilja Jónsdóttir blakkona.
Íþróttamenn heiðr-
aðir á Seltjarnarnesi
ELSTA starfandi sólbaðsstofa
landsins, Stjörnusól á Akureyri, er
20 ára um þessar mundir og af því
tilefni er öllum boðið á afmælis-
hátíð sem haldin verður í Sjallanum
á morgun, laugardagskvöld, frá kl.
24. Boðsmiðar verða afhentir í af-
greiðslu Stjörnusólar til kl. 19 á
morgun.
Eigendur Stjörnusólar eru Rósa
Sveinbjörnsdóttir og Gunnar Sig-
tryggsson. Fyrirtækið hefur frá
upphafi verið til húsa í Geislagötu
12.
Afmælishátíð
Stjörnusólar
AKUREYRI
ÆFINGAR eru hafnar af fullum
krafti á Lífinu – notkunarreglum,
nýju leikriti Þorvaldar Þorsteins-
sonar, hjá Leikfélagi Akureyrar í
hans gamla heimabæ. Þetta er
fyrsta verkið sem Þorvaldur skrifar
fyrir LA.
Sýningin er samstarfsverkefni
leiklistardeildar Listaháskóla Ís-
lands og LA en það er útskrift-
arárgangur leiklistardeildarinnar
sem leikur í verkinu ásamt fastráðn-
um leikurum félagsins.
Magnús Þór Jónsson, Megas, hef-
ur samið tónlist við verkið en þar er
m.a. að finna 10 ný sönglög við texta
Þorvaldar. Magga Stína útsetur,
stýrir tónlistinni í sýningunni og tek-
ur þátt í flutningi verksins.
Einn reyndasti leikstjóri landsins,
Kjartan Ragnarsson, leikstýrir sýn-
ingunni. Leikskáldið Þorvaldur
hannar sjálfur leikmynd og búninga
og er það í fyrsta skipti sem hann
tekst á við það í leikhúsi, þótt hann
sé þekktur myndlistarmaður.
Leikarar í sýningunni eru Guðjón
Davíð Karlsson, Ólafur Steinn Ing-
unnarson, Páll Sigþór Pálsson, Þrá-
inn Karlsson, Vignir Rafn Valþórs-
son, Sigrún Huld Skúladóttir, Tinna
Lind Gunnarsdóttir, Sara Marti
Guðmundsdóttir, Magnús Guð-
mundsson, Kristín Þóra Haralds-
dóttir, Bjarni Snæbjörnsson, Anna
Svava Knútsdóttir og Hallgrímur
Ólafsson.
Frumsýning verksins verður 17.
mars í Rýminu.
Æfa notkunarreglur Þorvaldar
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Lífið Hópurinn sem setur verkið upp. Megas er lengst til vinstri í fremri röð og Þorvaldur lengst til hægri.
Í HNOTSKURN
»Fyrsta verk ÞorvaldarÞorsteinssonar fyrir LA.
Þorvaldur hannar í fyrsta
skipti leikmynd og búninga.
»Megas semur í fyrstaskipti tónlist við heilt leik-
rit. Magga Stína útsetur og
stjórnar tónlistarflutningi.
NORÐURVEGUR, eins og hann
hefur verið kynntur af hálfu fyrir-
tækisins Norðurvegar ehf., er fráleit
hugmynd að mati stjórnar Samtaka
um náttúruvernd á Norðurlandi.
„Það sem eitt og sér útilokar slík-
an veg er að veglína hans sker í
miðju Friðlandið í Guðlaugstungum
sem var friðlýst með reglugerð í des-
ember 2005,“ segir í ályktun stjórn-
ar. SUNN leggjast auk þess gegn
áformum um gerð Norðurvegar um
Kjöl, frá Gullfossi að Silfrastöðum í
Skagafirði, m.a. vegna þessa:
Framkvæmdin er í hróplegu
ósamræmi við hugmyndir um lítt
snortin víðerni á hálendinu og þá
upplifun sem ferðalag í óbyggðum
milli jökla veitir ferðafólki. Endur-
bætur á Kjalvegi koma til greina ef
þær framkvæmdir falla að landinu.
Helber ósvífni
Sú stytting sem næst með þessari
vegtengingu milli Reykjavíkur og
Akureyrar er ekki nema um 22 kmsé
tekið tillit til styttinga sem áform-
aðar eru á hringveginum auk þess
sem vegur, sem á meirihluta leiðar-
innar er yfir 500 m yfir sjávarmáli,
er varhugaverður að vetrarlagi.
Veglínan er ný mestalla leiðina,
bæði um hálendið og á leiðinni upp
úr Skagafirði, þar sem hún fer yfir
verðmæt landsvæði, m.a. votlendi.
„Það er helber ósvífni af hálfu
stjórnarformanns Norðurvegar að
halda því fram að tveggja til þriggja
metra hár vegur sé afturkræf fram-
kvæmd. Dettur einhverjum heilvita
manni í hug að slíkum vegi verði ekið
aftur í námur?“ spyr stjórn SUNN.
Norðurveg-
ur er fráleit
hugmynd