Morgunblaðið - 16.02.2007, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 16.02.2007, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 23 AUSTURLAND Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Hvanneyri | Stofnað hefur verið á Hvanneyri Landbúnaðarsafn Ís- lands. Stefnt er að því að safnið fái gamla fjósið á Hvanneyri, svonefnt Halldórsfjós, til afnota sem safn- og sýningarhúsnæði. Landbúnaðarsafn Íslands er sjálfseignarstofnun, stofnuð af Landbúnaðarháskóla Íslands, sveit- arfélaginu Borgarbyggð og Bænda- samtökum Íslands. Auk stofnend- anna eiga þjóðminjavörður og landbúnaðarráðherra fulltrúa í stjórn safnsins. Áhersla á tæknibreytingarnar Landbúnaðarsafn Íslands mun byggja meðal annars á nær 70 ára tilveru Búvélasafns á Hvanneyri en Bjarni Guðmundsson, prófessor við Landbúnaðarháskólann sem unnið hefur að stofnun safnsins og mun veita því forstöðu, segir að hlutverk þess verði mun víðtækara. „Það verður gerð grein fyrir fleiri þáttum í þróun landbúnaðarins, fleiri en vél- um, tækjum og tækni í þrengstu merkingu þess orðs. Sýnt verður hvernig kvikfjárrækt breyttist á 20. öldinni, jarðrækt, úrvinnsla afurða og jafnvel félagskerfi og menningar- landslag sveitanna,“ segir Bjarni. Spurður hvort þetta nýja safn yrði í líkingu við byggðasöfnin kvað hann nei við. „Við ætlum ekki að fara inn á svið byggðasafnanna sem gera lífs- háttum á fyrri tíð góð skil. Við helg- um okkur meira tuttugustu öldinni sem spannar meginhluta tækni- breytinganna, raunar alveg frá 1880 þegar þekkingarbyltingin hófst með upphafi búnaðarfræðslu. Það hafa orðið miklar breytingar á þessum tíma, við þurfum ekki að hugsa lengra aftur en til 1960 til að átta okkur á því,“ segir Bjarni. Hlutverk Landbúnaðarsafns Ís- lands er söfnun og varðveisla muna, minja og verkþekkingar, rannsóknir á landbúnaðarsögu og loks miðlun og fræðsla. Bjarni óttast ekki verkefna- skort hjá Landbúnaðarsafninu, segir frekar vandamálið að velja úr og setja upp á sýningar þannig að safnið segi söguna. Áhugavert verkefni Landbúnaðarháskóli Íslands hef- ur ákveðið að ráðstafa tveimur þriðju hlutum af vinnutíma Bjarna til safnsins á næstu þremur árum. „Jú, mér finnst það. Ég lít á það sem forréttindi að fá að glíma við þetta,“ segir Bjarni þegar hann er spurður hvort ekki sé áhugavert fyrir hann að fá meiri tíma til að sinna safninu. Landbúnaðarsafn Íslands fær væntanlega gamla fjósið á Hvann- eyri til afnota sem safn- og sýning- arhúsnæði. Fjósið er teiknað af Guð- jóni Samúelssyni húsameistara og byggt 1928 í tíð Halldórs Vilhjálms- sonar skólastjóra. Þetta var 80 kúa fjós og eitt af stærstu fjósum lands- ins á þeim tíma. Bjarni segir að vissulega þurfi að leggja í mikinn kostnað við endurbætur og breyting- ar á húsinu til að það geti þjónað nýju hlutverki en hann segir að það þurfi hvort sem er að leggja í kostn- að við að varðveita þetta merka hús vilji menn ekki láta það eyðileggjast, og þá sé gott að nota það til þarfra hluta. Stofndagur Landbúnaðarsafns Ís- lands var valinn 14. febrúar til heið- urs Halldóri Vilhjálmssyni sem var fæddur þennan dag. Eftir að fulltrú- ar stofnendanna höfðu gengið frá samningum fóru þeir ásamt gestum til Halldórsfjóss þar sem Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra vann fyrsta verkið á vegum hins nýja safns. Hann dreifði úr sauðataðs- hrúgu og bar þar með skarn á hóla. Þessi athöfn vísar til framfara sem Njáll stóð fyrir á Bergþórshvoli og þótti frásagnarvert í Njálssögu. Landbúnaðarsafn líklega í Halldórsfjósi Morgunblaðið/Davíð Pétursson Skarn á hóla Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra vann fyrsta verkið á vegum hins nýstofnaða Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri. Í HNOTSKURN »Landbúnaðarsafn Íslandsá Hvanneyri leggur áherslu á tímabil þekkingar-, tækni og markaðsvæðingar landbúnaðarins, aðallega á tuttugustu öldinni. »Sett verður upp sýningsem ætlað er að segja þessa sögu. »Landbúnaðarháskóli Ís-lands, Borgarbyggð og Bændasamtök Íslands stofn- uðu safnið. LANDIÐ Kárahnjúkar | Búið er að flytja sér- stakan lokubúnaður inn í aðrennsl- isgöng Kárahnjúkavirkjunar sem liggja milli Hálslóns og Fljótsdals. Verður hann á gangamótum þar sem göng úr Ufsarlóni tengjast að- rennslisgöngunum. Landsvirkjun hefur nú ráðið átta starfsmenn í Fljótsdalsstöð, stöðv- arhús virkjunarinnar í Fljótsdal, en alls munu ellefu manns vakta þar orkuframleiðslu í framtíðinni. Undanfarið hafa staðið yfir próf- anir á vélum virkjunarinnar, búið er að spennusetja Fljótsdalslínur sem flytja munu rafmagnið til ál- versins á Reyðarfirði og setja á þær vöktunarbúnað, sem er nýjung. Þá er lokið við að tengja Kröflulínu inn á tengivirkið í Fljótsdal. Ljósmynd/Bernhard Leist Jötnar Þessir ábúðarmiklu félagar vinna að uppsetningu lokubúnaðar. Lokubúnaður á gangamótum Vopnafjörður | Fyrir nokkrum dög- um fékk björgunarsveitin Vopni á Vopnafirði afhentan nýjan Toyota Landcruiser 120-jeppa á 39,5" dekkj- um. Það var Toyotaverkstæðið sem sá um breytingar á bílnum en Radioraf sá um alla rafmagnsvinnu. Bíllinn er vel tækjum búinn, en auk GPS-tækis er hann með PC- tölvu, Iridium-gervihnattasíma, Tetra-talstöð, VHF-talstöð, NMT- síma o.fl. Einnig fékk sveitin öflugt Hag- glund-beltatæki sem styrkir sveitina enn frekar. Það verður búið öllum helstu tækjum sem þarf að hafa til komast um við verstu aðstæður. Nokkrir aðilar hafa styrkt Vopna til bílakaupanna en kaupverð á Toyota-bílnum er um 7.500.000 kr. og Hagglundinn kostar um 1.000.000 kr. Jeppinn hefur þegar spreytt sig við erfiðar aðstæður því sl. helgi var Vopni beðinn um að svipast eftir fólki sem ætlaði frá Egisstöðum um Hellisheiði til Vopnafjarðar. Fannst fólkið í svokölluðum Jökuldal uppi á Hellisheiði. Reyndist nýja björgun- artækið frábærlega við erfiðar að- stæður en snjórinn var upp á húdd þar sem hann var mestur. Nýr björgunarbíll Vopna reynist vel Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Hörkutæki Vopni fékk nýjan björgunarbíl afhentan á 112-daginn. Kárahnjúkar | Mál vegna vangold- inna launa starfsmannaleigunnar 2b til 13 pólskra verkamanna verða send verkalýðsfélaginu Hlíf í Hafn- arfirði til úrlausnar. Mennirnir störfuðu fram til áramóta fyrir 2b en nú fyrir Arnarfell við virkjunina. 2b segist ekki skulda þeim laun þar sem þeir hafi rift ráðningarsamn- ingum sínum með því að fara yfir til Arnarfells og hafi mennirnir und- irritað skjöl þar sem þeir afsali sér rétti til launa frá 2b. Yfirtrúnaðar- maður við Kárahnjúka segir 2b skulda hverjum mannanna á annað hundrað þúsund krónur í laun. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Beðið Hvort hann bíður eftir laun- um eða öðru þessi er ekki vitað. 13 pólskir verkamenn vilja laun sín án refja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.