Morgunblaðið - 16.02.2007, Qupperneq 24
|föstudagur|16. 2. 2007| mbl.is
Bolludagurinn er á mánudag og
því ekki seinna vænna að skella
í deig og töfra fram nokkrar ljúf-
fengar bollur. » 28
matur
Kvíðaröskun getur leitt til alvar-
legs þunglyndis. Sigþrúður Þor-
finnsdóttir hefur háð harða bar-
áttu við þennan vágest. » 30
heilsa
Í Suður-Afríku eru það ekki
risavaxin vörumerki sem draga
vagninn heldur litlir og með-
alstórir vínframleiðendur. » 26
vín
Helgarnar hjá mér eruóneitanlega svolítið lit-aðar af þeirri staðreyndað ég er með fimm
hunda á heimilinu sem þurfa fé-
lagsskap og útiveru. Þetta eru allt
hundar af st. bernharðstegund sem
eru stórar skepnur og verða að fá
góða hreyfingu,“ segir Guðný Vala
Tryggvadóttir sem ætlar um helgina
að kynna tvo af st. bernharðs-
hundunum sínum í Garðheimum þar
sem kynning verður á hundateg-
undum.
„Lífið hjá mér snýst meira og
minna um hundana mína og ég nýt
hverrar stundar til fulls í félagsskap
þeirra. Sumir fara í golf í frítíma sín-
um, aðrir á hestbak en aðaláhuga-
mál okkar Hjalta mannsins míns er
hundar. Við búum í Mosfellsbæ og
förum gjarnan með hundana í
gönguferðir hér í nágrenninu. Þeir
hoppa upp á pall á bílnum okkar og
við keyrum þá til dæmis upp að
Hafravatni þar sem við leyfum þeim
að hlaupa um og synda í vatninu.
Þeim finnst það rosalega gaman. Við
tökum yfirleitt klukkutíma í þetta og
við njótum þess ekki síður en þeir.
Stundum fer ég líka í göngutúra með
vinkonum mínum en þær eru með
dobermann- og boxer-hunda sem
mínir hundar þekkja vel og eru vanir
að vera með.“
Guðný segist leggja áherslu á af-
slöppun um helgar, þó að hún hitti
auðvitað líka vini sína og annað fólk.
„Við bjóðum stundum til okkar um
helgar fólki sem hefur þetta sameig-
inlega áhugamál, hunda. Við getum
endalaust spjallað um hundana okk-
ar, borið saman bækur okkar og ráð-
fært okkur hvert við annað.“
Sumum finnst st. bernharðs-
hundar fullfyrirferðarmiklir til að
hafa á heimili, hvað þá fimm stykki,
en Guðný segist ekkert ráða við
þetta, hún sé kolfallin fyrir þessum
hundum.
„Ég heillaðist fyrst og fremst af
útliti þessarar hundategundar,
þessu góðlega bangsalega yfirbragði
sem þeir hafa. Og eftir að ég fór að
kynna mér þessa tegund betur og
hafði lesið mér óheyrilega mikið til
varð ég enn frekar heilluð og þá varð
ekki aftur snúið. Ég held svei mér þá
að það sé meðfætt hjá mér að hafa
áhuga á st. bernharðshundum því ég
er búin að vera með þá í maganum
frá því ég man eftir mér. Þessi teg-
und hefur fylgt mér alla tíð, þó svo
að ég hafi ekki eignast fyrsta hund-
inn minn fyrr en árið 1997. Tveimur
árum seinna flutti ég inn tík frá Nor-
egi og fyrsta gotið var árið 2002 og
þá héldum við eftir tveimur hvolpum
úr því goti. Núna búa hér á heimilinu
tíkin Melíta sem er ættmóðirin og
tvö afkvæmi hennar þau Karenína
og Cujo. Alls óskyldir þeim eru svo
tveir ungir hundar sem ég á og flutti
inn frá Noregi, en þau heita Kevin
og Hófí og ég ætla að sýna þau tvö í
Garðheimum. Auk þess eigum við
rakkann Atlas, en hann dvelur hjá
frábærri fjölskyldu í góðu yfirlæti og
planið er að nota hann í ræktun.“
Þessir fimm hundar taka vissulega
þónokkurt pláss á heimilinu því full-
vaxinn st. bernharðsrakki getur orð-
ið 80 til 90 kíló en tíkurnar eru að-
eins léttari. „Þó að fólk haldi að
mikið fari fyrir þeim er það alls ekki
svo. Þessir hundar eru mjög rólegir,
þó að þeir taki auðvitað sínar rispur
og leiki sér öðru hvoru,“ segir
Guðný. Hún hefur í nógu að snúast
þessa dagana við að undirbúa
hundana sína fyrir stóru hundasýn-
inguna sem verður í byrjun mars á
vegum HRFÍ.
Lífið snýst um hundana mína fimm
Morgunblaðið/Ingó
Gaman úti að leika Guðný og Kevin sem er 7 mánaða, njóta þess að fara út og sprella saman.
Í morgunverð á sunnudög-
um: Nýbökuðum rún-
stykkjum með góðu áleggi
sem rennt er niður með góðu
kaffi.
Gönguleiðum: Sérstaklega
skemmtilegt að ganga niður
í Voginn í Mosfellsbænum
þaðan sem er falleg sýn til
Esjunnar og hafsins. Ná-
grenni Rauðavatns og Hafra-
vatns er líka frábært göngu-
svæði.
Til að gefa hundum: Hunda-
fóðrinu Royal Canin, sem
hún hefur góða reynslu af og
hennar hundum hugnast vel.
Guðný mælir með Sumir eiga hesta, aðrir
eru í golfi en Guðný Vala
heldur hunda. Kristín
Heiða Kristinsdóttir
heyrði í hundasjúkri
konu sem býr með fimm
st. bernharðshundum.
HANN er óneitanlega óvenjulegur feldurinn á þessum hundi sem er af
komondorok-kyni og ekki laust við að hann minni nokkuð á skúringar-
moppu. En hvutti tók þátt í 131. Westminister Kennel Club-hundasýning-
unni sem haldin var í Madison Square Garden í New York í vikunni.
Reuters
Alvöru flókafeldur
Glæsilegur 48 síðna
blaðauki um
Food & Fun hátíðina
fylgir Morgunblaðinu
á morgun
daglegtlíf
Salmonellusýking um 300
Bandaríkjamanna var rakin til
vinsæls hnetusmjörs sem selt
var hér á landi. » 26
neytendur
Börn með hegðunarvanda gætu
hafa erft skapbrestina frá for-
eldrum sínum því rifrildi getur
nefnilega legið í genunum.» 26
börn