Morgunblaðið - 16.02.2007, Side 28

Morgunblaðið - 16.02.2007, Side 28
B olludagur gefur okkur árlega ástæðu til að bera á borð sætar boll- ur með rjóma, sultu og allavega gúmmilaði. Sumir vilja einungis hinar hefð- bundnu yndislegu bollur sem mamma eða amma bakaði. Aðrir eru til í að prófa eitthvað nýtt á hverju ári og það getur reynst hins besta dægrastytting nú á dimmum dögum að raða saman skrautlegum bollum. Allt er að sjálfsögðu „leyfi- legt“ og það er bara áhugi og tími sem setur því skorður hvað á boll- urnar fer. Hér eru nokkrar smelln- ar sætar uppskriftir til að gefa hug- myndir en annars er hægt að nota allar tegundir sultu sem og kara- mellu, glassúr, ávexti og ber. Fyrir þá sem eru frekar að forðast sætu bollu bomburnar er góð hugmynd að baka góðar speltbollur og borða með grænmeti og osti eða öðru góðu áleggi. Það er ekki það sama, en engu að síður hægt að taka þátt í bolludeginum. Önnur góð hugmynd er svo að baka litlar bollur og setja á þær mismunandi fyllingar svo fólk geti smakkað nokkrar tegundir án þess að „springa“. Nú svo er líka þægilegt og skemmtilegt að setja bollur, rjóma og allavega góðmeti á borðið og leyfa gestum að raða saman sjálfum. Bolludagsbollur 20 bollur 40 g smjör, brætt 1 dl matarolía 5 dl mjólk 50 g pressuger, eða 1 pk. þurrger 1½ dl sykur 1 tsk. salt 1 tsk. malaðar kardimommur 14 dl hveiti Bræðið smjör og setjið volga mjólk og matarolíu saman við. Blandan á að vera um 37°C heit. Setjið gerið út í og leysið upp, blandið salti, sykri, kardimommum og hveiti saman við. Hnoðið vel saman og látið deigið lyfta sér á hlýjum stað með viskastykki yfir þar til það hefur tvöfaldast að stærð, eða í u.þ.b. 45 mínútur. Mótið deigið í 20 bollur og raðið á ofnplötu, klædda bökunarpappír. Látið lyfta sér á ný í 30 mínútur á hlýjum stað með röku viskastykki yfir. Penslið með pískuðu eggi . Bakið í u.þ.b. 10–15 mín við 220°C eða þar til bollurnar eru bakaðar í gegn en ekki orðnar dökkar. Bolludagsbollur eru samkvæmt gamalli hefð einungis bakaðar úr hveiti, það má hins vegar alveg skipta út hluta af hveitinu fyrir spelt eða heilhveiti en þá er við búið að bollurnar verði ekki jafnmjúkar. Þetta eru hinar hefðbundnu bollur sem fylltar eru með sultu og rjóma og sett á glassúr eða súkkulaði. Fyllingar í bolludagsbollur 1. Látið rúsínur liggja í rommi í klst. Hrærið þeim saman við þeytt- an rjóma og setjið inn í bollu. Bræðið dökkt súkkulaði og setjið yfir og kókosmjöli stráð á. 2. Setjið kirsuberjasultu (gjarnan lífræna) neðst, rjóma ofan á og efst brætt núggat sem söxuðum pekan- eða heslihnetum er stráð yfir. 3. Skerið Mars-súkkulaði í bita og setjið í rjómann ásamt jarðar- berjum. Sett inn í bollu og stráið kakói yfir. Brúnar bolludagsbollur 20 bollur 140 g smjör, brætt 5 dl mjólk 50 g pressuger, eða 1 pk. þurrger 1 tsk. salt 1½ dl púðursykur 3 tsk. vanillusykur 1 dl kakó 13–14 dl hveiti Bræðið smjör og setjið mjólk saman við, blandan á að vera um 37°C heit. Setjið gerið út í og leysið upp, blandið salti, púðursykri, van- illusykri, kakói og hveiti saman við. Hnoðið vel saman og látið deigið lyfta sér á hlýjum stað með viska- stykki yfir þar til það hefur tvöfald- ast að stærð, eða í u.þ.b. 45 mín- útur. Mótið deigið í 20 bollur og raðið þeim á ofnplötu klædda bök- unarpappír. Látið lyfta sér á ný í 30 mínútur á hlýjum stað með röku viskastykki yfir. Penslið með písk- uðu eggi. Bakið í u.þ.b. 10–15 mín. við 220°C eða þar til bollurnar eru bakaðar í gegn. Fyllingar í brúnar bolludagsbollur 1. Hrærið frosin hindber og hind- berjasultu saman, setjið rjóma ofan á, og að síðustu brætt hvítt súkku- laði. 2. Setjið neðst kókoskrem (svipað og marsipan), rifsber og rjóma þar næst og súkkulaðikrem efst (má nota brúnan flórsykur og vatn hrært saman). 3. Setjið neðst kirsuberjasultu, þá rjóma sem hefur verið hrærður saman við rjómaost og vanillu- essens og smávegis flórsykur. Strá- ið flórsykri yfir. Vatnsdeigsbollur 20 bollur 125 g smjör 2 dl vatn 125 g hveiti 4 egg Sjóðið saman smjör og vatn og hrærið hveiti út í þangað til deigið er samfellt og þykkt. Kælið deigið svolítið áður en það er sett í hræri- vélarskál. Þeytið blönduna og setjið eggin saman við, eitt og eitt í einu og þeytið vel. Best er að setja ekki öll eggin út í deigið, frekar brjóta það síðasta í skál, þeyta létt með gaffli og hræra svo saman við deig- ið smátt og smátt þar til deigið er hæfilega þykkt. Það má ekki vera mjög þunnt því þá renna bollurnar út. Formið 20 bollur og setjið á ofn- plötu klædda bökunarpappír. Bakið í miðjum ofni við 180°C í um það bil 20 mínútur. Opnið ofninn varlega ef þarf meðan bollurnar eru að bakast því að þær geta fallið og helst á ekki opna ofninn fyrr en í lok bök- Eitthvað fyrir alla Það er sniðugt að láta hvern og einn setja fyllingu í sínar bollur. Næstu dagar eru samkvæmt gamalli hefð e.k. föstuinngangur en áður fyrr fastaði fólk í sjö vik- ur fyrir páska og voru því haldn- ar matarhátíðir síðustu dagana áður en meinlætatímabilið, langafastan, hófst. Með tímanum urðu sprengidagur og bolludag- ur að hefð sem flestir halda í þó fáir haldi föstuna. Heiða Björg Hilmisdóttir lumar á nokkrum góðum bolludagsuppskriftum. Litrík og ljúffeng Svona glæsileg bolla sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er. Brúnar bolludagsbollur Hvers vegna ekki að prófa eitthvað nýtt á bolludaginn? Morgunblaðið/Sverrir Bolla, bolla matur 28 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.