Morgunblaðið - 16.02.2007, Page 29
unartímans. Fyllið að eigin vali.
Vatnsdeigsbollur eru líklega al-
gengustu heimabökuðu bollurnar
og þegar maður er kominn upp á
lag með þær er þetta ekkert mál.
Fyllingar
1. Setjið gráfíkjusultu neðst, þá
rjóma og brætt núggat ofan á.
2. Skerið ferskt mangó í bita eða
notið frosið og setjið neðst, þar of-
an á ferska myntu og rjóma. Efst
gulan glassúr (gulur matarlitur,
flórsykur og vatn)
3. Setjið blönduð ber neðst, rjóma
og núggatspæni ofan á, mjög dökkt
súkkulaði á toppinn
4. Setjið góða sultu í botninn.
Hrærið saman vanilluskyri og
þeyttum rjóma og setjið ofan á.
Toppið með bræddu hvítu súkku-
laði.
Sænskar semlur
u.þ.b. 18 stykki
Allir sem hafa búið í Svíþjóð vilja
semlur, eða a.m.k allir sem ég
þekki. Þessar bollur eru borðaðar
frá jólum og fram á vor af miklu
kappi, enda eru þær góðar. Gamli
mátinn er að hita mjólk og hella yf-
ir bolluna og borða með stórri
skeið.
75 g smjör
2½ dl mjólk
25 g ger eða ½ pk þurrger
smá salt
½ dl sykur
7½ dl hveiti
1 tsk. kardimommur, grófmalaðar
1 dl egg til að pensla með
Fylling:
300 g hreint marsipan
1 dl mjólk
3 dl rjómi
flórsykur
Bræðið smjör og setjið mjólk
saman við. Blandan á að vera um
37°C heit. Setjið gerið út í og leysið
upp, blandið salti, sykri, kardi-
mommum og hveiti saman við. Gott
er að geyma smávegis hveiti til að
nota þegar þarf að hnoða deigið.
Hnoðið vel saman og látið deigið
lyfta sér á hlýjum stað með viska-
stykki yfir þar til það hefur tvöfald-
ast að stærð, eða í u.þ.b. 40 mín-
útur. Mótið deigið í 18 bollur og
raðið þeim á ofnplötu klædda bök-
unarpappír. Látið lyfta sér á ný í 30
mínútur á hlýjum stað með röku
viskastykki yfir. Penslið með písk-
uðu eggi. Bakið í u.þ.b. 10–15 mín
við 220°C eða þar til bollurnar eru
bakaðar í gegn en ekki orðnar
dökkar. Látið bollurnar kólna,
skerið þá gat á toppinn á bollunni
og holið hana aðeins að innan.
Hrærið saman marsípan og mjólk
og setjið inn í bollurnar. Þeytið
rjóma og setjið ofan á marsípanið,
setjið lokið á og stráið flórsykri yf-
ir. Berið fram og gleðjið munn og
maga.
Lostæti Vatnsdeigsbollur með mangó og fleira góðgæti.
Semlur Sænskt góðgæti sem er auðvelt að falla fyrir.
Fjölbreytt úrval Súkkulaði, ber, hnetur og karamella passa alltaf vel á bollurnar.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 29
www.leikhusid.is sími 551 1200
Þjóðleikhúsið fyrir alla!
STÓRFENGLEG!
SÆLUEYJAN
PATREKUR 1,5
SITJI GUÐS ENGLAR
Áleitnar spurningar um lífið og tilveruna.
Síðasta sýning í kvöld!
Sýningar í fullum gangi.
Tvær á laugardag, kl. 13:00 og 16:00.
Ólafía Hrönn í ham!
Aukasýning 23/2.
Allra síðasta sýning!
LEG
Frábær fjölskyldusýning!
Miðasala á forsýningar 1. 2. og
3. mars í fullum gangi.
Tryggið ykkur ódýra miða!
eftir Hugleik Dagsson
Hvað er að gerast? Er allt að verða vitlaust?
Frumsýnt 8. mars. Fo
rsala hafin!
Þrjár sýningar um helgina.
PÉTUR OG ÚLFURINN
Fjórar sýningar um helgina.
Takmarkaður sýningafjöldi!