Morgunblaðið - 16.02.2007, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 16.02.2007, Qupperneq 31
bólstraða klefa, spennitreyjur og hræðileg geðveikrahæli. Þekking- arleysi og skilningsleysi í garð and- legra veikra einstaklinga á rætur að rekja í fordómum sem sýnir sig í því að allt öðruvísi er tekið á málum lík- amlegra veikra en andlega veikra í heilbrigðisþjónustunni. Líkamlegir sjúkdómar eru áþreifanlegir og geta dregið til dauða þótt maður poti nú kannski ekki í beinmergskrabba- mein. Það er hins vegar ekki hægt að taka mynd af andlegum veik- indum eða pota í bágtið, en geðrænir sjúkdómar geta engu að síður dregið til dauða. Geðveiki er mjög víðtækt orð, sem tekur bæði yfir vægt þunglyndi og alvarlegan geðklofa. Líkamlegir sjúkdómar eru líka víðtækir og geta náð bæði yfir sveppasýkingu og heilablóðfall. Andlegum veikindum fylgir þvílíkur nístandi óviðráð- anlegur sársauki sem vart verður lýst frekar en fæðingarhríðum fyrir körlum. Ein mín besta vinkona hefur fengið þrenns konar krabbamein á síðustu árum. Ég hef ekki græna glóru um það hvernig er að vera með krabbamein nema spyrja vinkonu mína og ég get sýnt henni skilning og fræðst um sjúkdóminn. En það síðasta sem ég myndi gera er að segja henni að hætta að vera með krabbamein, eins og við andlega veika fólkið fáum oft að heyra. Við verðum fyrir ótrúlegustu fordómum. Við erum aumingjar, höfum ekki nóg fyrir stafni, hreyfum okkur ekki nóg og borðum ekki nógu mikið græn- meti. Enginn spáir í hvað raunveru- lega er að mér eða hvernig mér raunverulega líður. Upp hafa spunn- ist lífseigar kjaftasögur um að ég væri alki eða ólæknandi geðveik auk þess sem ég hef látið þær hugsanir að ég ætti að standa mig verða til þess að taka mér ekki þann tíma sem ég þurfti til að ná bata og farið þrisvar út á vinnumarkaðinn á veik- indatímabilinu án þess að hafa næga heilsu. Mér hefur verið sagt að ég hafi allt til að bera til að standa á toppnum ef ég vildi, en ég hafi valið að vera aumingi. Ég spurði þennan aðila hvort hann myndi sparka í fót- inn á mér ef ég væri fótbrotin. Hon- um fannst það fráleitt því hann myndi ekki vilja meiða mig.“ Loksins komin í rétt skrið Dúa lítur svo sannarlega ekki út fyrir að vera geðveik því af henni geislar gleði og stutt er í kímnigáf- una. Hún lítur nú bjartari augum á framtíðina en oft áður enda segist hún nú loksins vera komin í „örugg- ar“ hendur í læknisfræðilegu tilliti eftir hróp á hjálp í langan tíma. Hún segist í reynd ekki hafa feng- ið rétta meðferð fyrr en eftir innlögn á geðdeild í október sl. Hún er komin á rétt lyf til að höndla kvíðann, hefur gengið til sál- fræðings sem m.a. hefur beitt hug- rænni atferlismeðferð og bíður nú eftir hópmeðferð á Hvítabandinu. Dúa er auk þess byrjuð í skóla. Hún hóf nám í mannauðsstjórnun við HÍ í haust og er nú harðákveðin í að láta geðveikina ekki eyðileggja fyrir sér meira en orðið er. „Það koma auðvitað miserfiðir dagar, en þá ríður á að missa hvorki tökin né stjórnina. Slæmu dögunum fer sí- fellt fækkandi og það er rosalega góð tilfinning. Það var t.d. dásam- legt þegar mér tókst að vera með mína eigin dóttur heila helgi án þess að hún færi til pabba síns. Það var mikill sigur fyrir mig. Hörmungatrúin má ekki ná tök- um. Það er bannað að taka allt það sem sagt er við mann á neikvæðan hátt og trúa því að allt sem getur farið úrskeiðis geri það. Það er svo mikilvægt að leyfa ekki fólkinu í kringum sig að brjóta sig niður og breyta neikvæðu hugsanaferli í já- kvætt. Ást mín til dóttur minnar og hennar glaðværð hefur svo haldið í mér voninni um bata.“ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 31 Magnús Stefánsson sendir stökuí Vísnahornið í tilefni af því að hann heyrði sagt frá frumvarpi iðnaðarráðherra í fréttum, en flokkurinn hans hafði nýlega mælst með um fjögurra hundraðshluta fylgi í skoðanakönnun: Fylgi upp á tvo plús tvo tel ég létt að skilja ef virkja fyrst og friða svo framsóknarmenn vilja. Árni Björnsson þjóðháttafræð- ingur skrifar Vísnahorninu vegna vísna um prest og dreng sem birtust í gær og leitað var frekari upplýsinga um: „Ég get einungis borið vitni um að í bernsku heyrði ég eldri bróður minn stundum fara með fyrstu línuna: „Drengur minn þú deyrð í vetur“. En þess ber að geta að faðir okkar var frá Hellissandi og gæti hafa kennt honum þetta. Á menntaskólaárum heyrði ég þriðju línuna viðhafða um einn skólafélaga, en þá var hún svona: „kríuskítur og kamrafretur“, sem með smábreytingu rímaði við nafn piltsins. Ég hef ekki fyrr séð vísuna í heild og allsekki hina vísuna.“ Bernharð Haraldsson fyrrver- andi skólameistari skrifar Vísna- horninu að hann hafi lært vísurnar ungur fyrir miðja síðastliðnu öld. „Kannski hef ég lært þær af móðurafa mínum, sem var hörgdælskur eða þá hjá skyldfólkí mínu vestur í Hörgárdal, sem ég dvaldi oft hjá á sumrin. Þykir mér síðari möguleikinn líklegri.“ Enn af dreng og presti VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700 BLIKKÁS – join@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.