Morgunblaðið - 16.02.2007, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
SÁTT Í SAKAMÁLUM
Um tug sakamála hefur að und-anförnu lokið hjá lögregl-unni á höfuðborgarsvæðinu
með svokallaðri sáttaleið. Ríkis-
stjórnin samþykkti fyrir tæpum
þremur árum að innleiða þennan
kost í íslenzkt réttarkerfi til að refsa
sakhæfum einstaklingum fyrir
minniháttar brot.
Aðferðin gengur út á það að í stað
þess að ákæra sé gefin út og brota-
maður látinn sæta refsingu; sekt eða
fangelsisvist, leiðir lögreglan brota-
manninn og þolanda afbrotsins sam-
an. Á þeim fundi er lögð áherzla á að
þolandinn útskýri fyrir brotamann-
inum hvaða áhrif afbrotið hefur haft,
bæði tilfinningalega og fjárhagslega.
Þá er lögð áherzla á að þolandinn
kynnist aðstæðum gerandans. Ætl-
azt er til að brotamaðurinn biðjist
afsökunar á broti sínu, aðilar komi
sér saman um hvernig tjónið skuli
bætt og síðan gangi báðir sáttir af
fundi.
Gert er ráð fyrir að þessari aðferð
verði fyrst og fremst beitt þegar um
er að ræða unga brotamenn, sem
ekki eiga langan brotaferil að baki.
Ætla verður að í einhverjum tilfell-
um geti hún borið árangur. Þegar
hefðbundnum refsingum er beitt
hittast brotamaður og þolandi af-
brots stundum aldrei, heldur er það
ópersónulegt kerfi sem refsar af-
brotamanninum og hann skilur
kannski aldrei afleiðingar gerða
sinna. Það verður að ætla að a.m.k.
sumir þeirra, sem brjóta af sér, hafi
þá skynsemi og manndóm til að bera
að þeir geti sett sig í annarra spor,
skilið það sem þeir hafa gert á hlut
þeirra og leitazt við að bæta fyrir
brot sitt.
Í umfjöllun Morgunblaðsins um
þetta mál er nefnt dæmi af pilti sem
skemmdi biðskýli í eigu Hafnar-
fjarðarbæjar með heimatilbúinni
sprengju. Til að bæta fyrir brot sitt
vinnur hann í eina viku hjá þjónustu-
miðstöð bæjarins og launin renna
upp í tjón vegna skemmdarverksins.
Í blaðinu í gær er frétt af máli þar
sem sáttaleið af þessu tagi gæti átt
við. Þrír piltar í Hafnarfirði voru
handteknir fyrir stórfelld skemmd-
arverk á bílum og húseignum í bæn-
um. Það er full ástæða til þess að
skemmdarvargarnir horfist í augu
við afleiðingar gerða sinna sem hafa
valdið tugum manna tjóni og vanlíð-
an. Þeir gætu til dæmis bónað bíla
og mokað undan hestum næstu mán-
uðina.
Oft hefur verið bent á að of harka-
leg refsing fyrir fyrsta brot, til dæm-
is skemmdarverk eða smáþjófnað,
geri illt verra. Óhörðnuð ungmenni
eiga ekkert erindi í fangelsi þar sem
þau kynnast harðsvíruðum glæpa-
mönnum.
Forsenda þess að sáttaleið beri ár-
angur er hins vegar að brotamenn-
irnir njóti stuðnings, ekki sízt frá
fjölskyldu sinni. Í raun er nauðsyn-
legt að virkja fleiri en brotamanninn
sjálfan eigi að takast að snúa honum
til betri vegar.
ÁHYGGJUR SAMGÖNGURÁÐHERRA
Það er gott, að Sturla Böðvarssonsamgönguráðherra hefur
áhyggjur af hugmyndum um bygg-
ingu malbikaðs uppbyggðs vegar yfir
Kjöl. Betra hefði verið ef ráðherrann
hefði lýst andstöðu við þessar hug-
myndir en alla vega er gott að hann
hefur áhyggjur af áhrifum slíks veg-
ar á hálendið, eins og fram kom í
samtali Morgunblaðsins við ráð-
herrann í gær. Sturla sagði:
„Ég vil fara mjög varlega og að
fram fari umfjöllun um skipulag há-
lendisins og vandað umhverfismat.
Ég hef óskað eftir því, að Ferða-
málaráð fjalli um fyrirhugaðan há-
lendisveg á forsendum ferðaþjónust-
unnar og að ég fái síðan umsögn þess
um hálendisveg.“
Þetta dugar í bili.
Þeim fjölgar, sem lýsa andstöðu
við uppbyggðan, malbikaðan veg um
Kjöl. Náttúruverndarsamtök á
Norðurlandi hafa lýst eindreginni
andstöðu við slíkan veg.
Ferðaklúbburinn 4x4 hefur mót-
mælt harðlega öllum áformum um
uppbyggingu Kjalvegar og mótmælir
m.a. bæði sjónmengun og hávaða-
mengun, sem þessi framkvæmd
mundi hafa í för með sér.
Í ályktun ferðaklúbbsins segir
m.a.:
„Vegur af þeirri gerð, sem hér er
rætt um sviptir hálendið sérkennum
sínum og þeirri öræfastemmningu,
sem ferðamenn sækjast eftir. Há-
lendi landsins hefur mikið gildi fyrir
þjóðina og með því að leggja upp-
byggða samgönguæð í gegnum eitt
helzta hálendissvæðið er verið að
spilla verulega þeirri upplifun, sem
menn sækjast eftir á Kili.“
Það er orðin til mjög breið and-
staða gegn öllum hugmyndum um
uppbyggðan malbikaðan veg á Kili,
með tilheyrandi benzínstöðvum og
sjoppum. Í því felst áreiðanlega and-
staða við frekari vegalagningu yfir-
leitt í óbyggðum.
Fyrir skömmu kallaði Morgun-
blaðið eftir því að skjaldborg yrði
slegin um óbyggðir Íslands og að
ekki yrðu frekari framkvæmdir á
þeim slóðum, hvorki virkjanafram-
kvæmdir, vegaframkvæmdir, hótel-
byggingar né yfirleitt nokkur mann-
virki reist á þessum slóðum umfram
það, sem orðið er.
Nú hafa bæði félagasamtök og ein-
staklingar svarað þessu kalli. Sam-
gönguráðherra hefur brugðizt skyn-
samlega við og stigið á bremsur.
Ástæða er til að ætla að Jónína
Bjartmarz umhverfisráðherra fylli
hóp þeirra, sem eru andvígir þessum
framkvæmdum.
Alþingismenn hafa ýmist lýst efa-
semdum eða beinni andstöðu.
Í ljósi þessarar breiðu samstöðu er
æskilegt að með einum eða öðrum
hætti verði kveðið upp úr með það,
að þessar framkvæmdir komi ekki til
greina.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
Stjórnvöld stefna að því aðminnka losun gróðurhúsa-lofttegunda um 50–75%fram til ársins 2050, að því
er fram kemur í nýrri stefnumörkum
sem ríkisstjórnin hefur samþykkt um
loftslagsmál. Jónína Bjartmarz, um-
hverfisráðherra, sagði þegar hún
kynnti stefnuna í gær að í henni væri
ekki lagt til að stóriðjuverum yrði
fjölgað.
Jónína sagði að stefnumörkunin
hefði verið í vinnslu um nokkurra ára
skeið, en hún hefði verið unnin í sam-
starfi sjö ráðuneyta, auk umhverfis-
ráðuneytisins. „Það hefur verið mikil
umræða í íslensku samfélagi upp á
síðkastið, í fjölmiðlum, í samfélaginu
og á Alþingi, um loftslagsmál og þá
sérstaklega í kjölfar nýrrar skýrslu
vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna
þar sem var mun sterkar að orði
kveðið heldur en við höfum heyrt úr
þeirri áttinni og heldur en vísinda-
menn hafa tekið upp í sig fram til
þessa.“ Í skýrslunni væri því slegið
föstu að loftslagsbreytingar væru
raunverulegar, myndu halda áfram
og væru að stærstum hluta af manna-
völdum, en hraði og umfang myndi að
miklu leyti ráðast af viðbrögðum ríkja
heims og til hvaða aðgerða yrði gripið
til að draga úr sívaxandi styrk gróð-
urhúsalofttegunda í andrúmsloftinu.
Víðtækari stefnumörkun
Ríkisstjórnin setti fram stefnu-
mörkun í loftslagsmálum árið 2002 og
hún var fullgild um svipað leyti og
Kyoto-bókunin. Þar eru ákvæði sem
lúta að því hvernig íslensk stjórnvöld
ætla að standa við skuldbindingar
sínar gagnvart bókuninni. Stefnu-
mörkunin nú er því ekki nýmæli en
víðtækari en stefnumörkunin frá
árinu 2002. Sagði Jónína að hún ætti
að vera rammi utan um aðgerðir
stjórnvalda í loftslagsmálum og hana
ætti að endurskoða reglulega, með
tilliti til nýrrar þekkingar, þróunar í
alþjóðlegum skuldbindingum í lofts-
lagsmálum og áherslum stjórnvalda
hverju sinni.
Fram kom hjá ráðherra að helsta
nýmælið nú væri framtíðarsýn
stjórnvalda um minnkun nettólosun-
ar gróðurhúsalofttegunda um 50–
75% fram til ársins 2050, miðað við ár-
ið 1990. Með nettólosun er átt við los-
un að frádreginni bindingu kolefnis
úr andrúmsloftinu.
Stjórnvöld hefðu sett sér fimm
meginmarkmið í loftslagsmálum. Í
fyrsta lagi að Íslendingar stæðu við
skuldbindingar sínar innan ramma
Loftslagssamnings SÞ og Kyoto-bók-
unarinnar. Í öðru lagi að leitað verði
hagkvæmra leiða til að minnka losun
gróðurhúsalofttegunda og stuðla
markvisst að samdrætti í notkun
jarðefnaeldsneytis, en þess í stað nýtt
endurnýjanleg orka og loftslagsvænt
eldsneyti. „Þá er lögð mikil áhersla á
bindingu kolefnis úr andrúmslofti
með skógrækt og landgræðslu og
ennfremur endurheimt votlendis og
breyttri landnotkun. Og það er lögð
áhersla á að efla og styðja við útflutn-
ing á íslensku hugviti á sviði endur-
nýjanlegrar orku og loftslagsvænnar
tækni,“ sagði Jónína. Þá yrði und-
irbúin aðlögun að loftslagsbreyting-
um jafnhliða því sem leitað yrði leiða
til að draga úr hraða þeirra og styrk-
leika. Jónína sagði að styrkja ætti
innviði stefnunnar, m.a. með því að
setja tvær sérfræðinganefndir á fót.
Þær eiga að verða samráðsnefnd
ráðuneyta um loftslagsmál til aðstoð-
ar.
Verðum líklega innan marka
Jónína rakti tölur yfir heildarút-
streymi gróðurhúsalofttegunda á ár-
unum 1990–2004. Á þessu tímabili var
aukningin 11%. Samkvæmt Kyoto-
bókuninni eru tölulegar skuldbind-
ingar Íslands varðandi losun gróður-
húsalofttegunda tvíþættar. Má losun-
in ekki aukast meira en sem nemur
10% frá árinu 1990, þ.e. hún þarf að
vera innan við um 3.800 þúsund tonn
koldíoxíðgilda árlega að meðaltali ár-
in 2008–2012. Þó er heimil til viðbótar
losun koldíoxíðs frá nýrri stóriðju eft-
losun Íslands. Þar af
göngur tæplega 20%. 17
hefði orðið á losun í sam
1990. „Það eru líklega h
möguleikar en í samgö
þess að draga úr losun. Þ
annars lagt til [í stefnum
að halda áfram á þeirri b
Jónína. Beita ætti hagræ
tækjum til þess að hvetja
loftslagsvænum ökutækju
lagsvænu eldsneyti. Jóní
umræðan um loftslagsm
vikur hefði nær eingöngu
stóriðju. „Við getum öll
mála um það að flestir a
hafa verulega horfið í skug
losun í iðnaðarferlum sag
þar kæmi tvennt í ljós. An
hefði orðið minnkun á losu
1990, en þetta stafaði af m
un flúorkolefna frá
Straumsvík. Hins vegar
aukning í losun með ný
Hvalfirði, stækkun í Stra
þess sem áhrifa gætti frá
verksmiðjunni. „Með aukn
til álversins í Straumsví
niður á ákveðnu tímabil
fleiri losunaraðilar koma
aukning aftur.“ Ráðherr
hygli á því að losun á hve
tonn af áli væri þrefalt
minna á Íslandi en í m
heiminum. „Það er líkl
minna í heiminum vegna
erum að nota endurnýjanl
við gerum sérstaklega str
ur til álveranna gagnvar
ir 1990 sem fellur undir hið svonefnda
„íslenska ákvæði“. Hún má þó ekki
vera meira sem nemur 1.600 þúsund
tonnum árlega að meðaltali. Sam-
kvæmt losunarspá Umhverfisstofn-
unar til 2020 eru allar líkur á því að
Ísland verði innan þessara marka, að
því er segir stefnumörkuninni. Þar
kemur þó fram að nokkur óvissa sé
um umfang og tímasetningu nýrra
stóriðjuverkefna fram til 2020. „Verði
af öllum þeim framkvæmdum sem
starfsleyfi er fyrir, auk smíði tveggja
nýrra álvera á Húsavík og í Helguvík,
má lítið út af bera til þess að Ísland
fari yfir Kyoto-mörkin á fyrsta skuld-
bindingartímabilinu,“ segir í stefnu-
mörkuninni.
Útstreymi frá iðnaði
og byggingum 35%
Umhverfisráðherra rakti á fundin-
um útstreymi gróðurhúsalofttegunda
árið 2004, út frá geirum, en nýrri upp-
lýsingar liggja ekki fyrir. Árið 2004
var hlutur sjávarútvegs 23%, hlutur
samgangna 19%, landbúnaður með
14% og aðrir þættir með minna. Út-
streymið frá iðnaði og byggingar-
starfsemi var hins vegar 35%.
„Stærsti hlutinn innan þess geira er
stóriðjan en hún á um 25% af þessum
geira,“ sagði Jónína. Hún sagði að í
umræðunni um losun gróðurhúsaloft-
tegunda á Íslandi hefði borið á því að
mest væri talað um losun frá stóriðju.
„En þetta sýnir hver sá hluti er miðað
við aðra geira í atvinnulífinu.“
Fram kemur í stefnumörkuninni
að losun vegna orkuframleiðslu hér á
landi nam 2,6% af heildarlosun árið
1990 en 3,9% af heildarlosun árið
2004, eða um 144 þúsund tonn. Hugi
Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverf-
isráðuneytinu, kynnti þennan þátt
skýrslunnar. Hann sagði athyglisvert
að skoða hversu lítill hluti þetta væri.
Ætla mætti að ef öll orkuframleiðsla
á Íslandi færi fram með kolum og olíu
væri losun vegna þessa á bilinu 8–10
milljónir tonna af CO2 á ári. Jónína
benti á að þessi staðreynd skapaði
mikla sérstöðu á Íslandi. Í flestum
ríkjum heims væri það orkugeirinn
sem væri helsta uppspretta losunar.
„Og hann er líka sá geiri sem aðrar
þjóðir heims telja sig hafa mesta
möguleika á að draga úr losun í.“
Mestu möguleikarnir
í samgöngunum
Ráðherra sagði á fundinum á að
brennsla eldsneytis í samgöngum og í
iðnaði væri ábyrg fyrir nærri 30 af
Losun minnkuð
46# ' 78
)??8 )??, )??C )??A ,888 ,88, ,88)??0
+&&&
(&&&
3&&&
%&&&
4&&&
5&&&
&
/
0
/
0
!
-
0! 5397:)
9 @ G#H&@ 2"
" 7)??8 ,880
JÓNÍNA Bjartmarz umh
ráðherra og Halldór Hal
formaður stjórnar Samb
lenskra sveitarfélaga, en
í gær samkomulag um sa
gerð Staðardagskrár 21
um sveitarfélögum. Um e
áætlun sem öllum sveitar
heimsins er ætlað að ger
ræmi við ályktun Heimsr
Sameinuðu þjóðanna um
og þróun í Ríó de Janeiro
sama tíma undirrituðu u
isráðherra og Jón Sigurð
aðarráðherra samkomul
stakt átak í tengslum við
áætlun til að styðja innle
Staðardagskrár 21 í fám
sveitarfélögum.
Jónína sagði við undir
hún væri til marks um sa
Samkom
Samstarf Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra og Jón Sigurðs
átak í tengslum við byggðaáætlun. Halldór Halldórsson, formað