Morgunblaðið - 16.02.2007, Síða 38

Morgunblaðið - 16.02.2007, Síða 38
38 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HÁSKÓLI Íslands hefur nýver- ið samþykkt verklagsreglur um úrræði fyrir fólk með geðraskanir. Í verklagsreglunum er lögð áhersla á að útbúa og viðhalda að- gengilegum upplýs- ingum og fræðslu um geðheilsu, geðrask- anir og aðgengi að þjónustu bæði innan skólans og úti í sam- félaginu. Markmiðið er að upplýsa nem- endur og starfsfólk um eðli mismunandi geðraskana og um mismunandi stuðn- ingsúrræði. Fræðslan er jafnframt hugsuð til að vinna gegn fordómum í garð fólks með geðraskanir. Verklagsreglurnar byggjast á stefnu Háskóla Íslands gegn mis- munun, stefnu skólans í málefnum fatlaðra, reglum um sértæk úr- ræði í námi við Háskóla Íslands, lögum um réttindi og skyldur op- inberra starfsmanna, starfs- mannastefnu skólans og kjara- samningum. Rannsóknir benda til að aukning hafi orðið á sálrænum og geðrænum vand- kvæðum meðal há- skólastúdenta í Evr- ópu og Bandaríkjunum á síð- ustu árum. Vegna þessarar aukningar hefur Alþjóðaheilbrigð- isstofnunin sett fram þá stefnu að auka skuli ráðgjöf til þessa hóps.Við getum gert ráð fyrir að samskonar aukning hafi einnig átt sér stað hér á landi og því er geðheilbrigðisáætlun Há- skóla Íslands þarft framtak og í samræmi við stefnu Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar. Við Háskóla Íslands stunda um 9.500 nemendur nám og sam- kvæmt tölfræði um fjölda þeirra sem eru með geðraskanir í sam- félaginu má ætla að um 2.000 há- skólanemar séu með einhverja geðröskun. Það er afar nauðsyn- legt að þessir nemendur finni samsömun í háskólasamfélaginu og geðheilbrigðisáætlunin er liður í þá átt að viðurkenna tilvist þeirra og bregðast við henni. Námsráðgjöf Háskóla Íslands hefur umsjón með framkvæmd geðheilbrigðisáætlunarinnar og þangað geta nemendur leitað sér hjálpar. Þar starfar fagfólk sem kemur til móts við nemendurna með ýmsum úrræðum og stuðningi eða beinir þeim áfram á þá staði sem geta greitt úr þeirra vanda- málum. Háskólaumhverfið hefur áhrif á andlega líðan nemenda með ýmsu móti. Krefjandi nám, samkeppni og álag sem því fylgir hefur óneit- anlega áhrif á nemendur og þeir eru misjafnlega í stakk búnir að ráða við það. Nemendur geta orð- ið félagslega einangraðir, þeir koma alls staðar af landinu, sumir þekkja fáa sem enga í höfuðborg- inni eða í skólanum og fyrir suma er háskólaumhverfið bæði fram- andi, ókunnugt og fráhrindandi. Því þarf geðheilbrigðisáætlun einnig að vera fyrirbyggjandi og það hefur Háskóli Íslands lagt áherslu á í þjónustu sinni við nem- endur. Má þar nefna þjónustu Námsráðgjafar sem veitir nem- endum skólans einstaklingsráðgjöf um ýmislegt sem þeir eiga erfitt með að ráða fram úr og þar eru haldin ýmis námskeið sem hafa það að markmiði að stuðla að vel- ferð nemenda. Námskeið eins og prófkvíðanámskeið, sjálfstyrking- arnámskeið og námskeið í vinnu- brögðum í námi. Nemendur skólans hafa jafn- framt lagt sitt af mörkum til að jafna stöðu nemenda með geðrask- anir með stofnun hagsmuna- samtakanna Maníu. Geðheilbrigðisáætlun Háskóla Íslands er tvímælalaust spor í rétta átt. Hún er til þess fallin að jafna stöðu nemenda til náms, stuðla að þægilegu námsumhverfi, minnka angist og kvíða og auka sjálfstraust nemenda. Með góðri eftirfylgd geðheilbrigðisáætlunar- innar aukast möguleikar nemenda með geðraskanir á að ljúka námi og takast á við lífið að námi loknu. Ragna Ólafsdóttir fjallar um geðheilbrigðisáætlun Háskóla Íslands Ragna Ólafsdóttir »Námsráðgjöf Há-skóla Íslands hefur umsjón með fram- kvæmd geðheilbrigð- isáætlunarinnar og þangað geta nemendur leitað sér hjálpar. Höfundur er sálfræðingur og námsráðgjafi við Háskóla Íslands. Geðheilbrigðisáætlun Háskóla Íslands NÝIR pólitískir elskendur hafa opinberað samband sitt í grein sem Kristinn H. Gunnarsson fékk birta í Morgunblaðinu 15 febrúar sl. Í greininni tekur Kristinn upp hanskann fyrir nýja yfirmann sinn, Magn- ús Þór Hafsteinsson. Pólitískar múmíur í leit að framhalds- lífi Meira lagi und- arlegt samband og stormasamt milli þeirra kumpána því í grein sem Magnús Þór skrifaði áður en Kristinn gekk til liðs við Frjálslynda segir eftirfarandi og orðrétt : „Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Einar Oddur Kristjánsson og Einar Kristinn Guðfinnsson og þingmenn Framsóknarflokks- ins, þeir Hjálmar Árnason og Kristinn H. Gunnarsson eru allir svikarar.“ Enn fremur segir Magnús Þór í grein sinni um sömu menn og þar á meðal Krist- in H. Gunnarsson: „Nú hafa allir ofangreindir þingmenn tapað sín- um trúverðugleika sem stjórn- málamenn. Þeir ættu aldrei að eiga skilið traust kjósenda í framtíðinni.“ Þessi grein bar heitið „Svei þeim svikurum“ og birtist á vef Frjálslyndra og er þar enn. Greinin fjallaði að ein- hverju leyti um dagabátakerfið en einnig að miklu leyti er hún níðskrif í garð samflokksmanns Magnúsar Þórs, Kristins H. Gunnarssonar alþingismanns í Frjálslynda flokknum. Lesendur verða nú að gera upp við sig hvort þessir menn séu trúverð- ugir. Í mínum augum líta þeir út fyrir að vera villuráfandi pólitísk- ar múmíur í ákafri leit að fram- haldslífi í íslenskum stjórn- málum. Kúvending Magnúsar í innflytjendamálum Í umræðum á malefnin.com 7. des. 2003 þar sem fjallað var um „Hells Angels“-bifhjólamenn frá Noregi og komu þeirra til lands- ins sagði Magnús Þór eftirfar- andi: „Ég verð nú að segja að þessi stefna lögregluvaldsins að ætla að fara að sortera fólk og nánast dæma og vísa á brott án dóms og laga þegar það kemur til landsins; það er í mínum huga mjög vafasamt.“ Og áfram segir Magnús: „Þessi viðbrögð gegn Norðmönnunum vekja margar spurningar. Ég er ekkert viss um að þetta hafi verið svo hættulegir menn og það eru örugglega miklu hættulegri ferðamenn sem þvælast inn og útúr landinu en þessir. Allt málið lykt- ar af paranoju sem ber þef af Halldóri Ásgrímssyni og fjósa- flokki hans. Ég er gamall mótorhjóla- maður og á enn mitt hjól og er stoltur af og ég hef kynnst þessum erlendu mót- orhjólamönnum sem fá Framsókn- armaddömuna til að missa hland um leið og þeir birtast. Mín kynni af mótorhjólamönnum í Nor- egi eru þau að þar fer hið besta fólk sem ég gæti treyst fyrir bréfi á milli bæja hvenær sem væri.“ Að þessum orðum Magnúsar dreg ég þá ályktun að Magnús Þór sé ein- göngu að nota hina nýju stefnu Frjálslyndra til þess að bjarga þingmannsstarfi sínu. Fylgishrun Frjálslyndra hafið? Fylgi Frjálslyndra var komið niður í svartasta kjallara þegar grein frá flokksmanni Frjálslynda flokksins, Jóni Magnússyni, um „syni Allah & Ísland fyrir Íslend- inga“ birtist í einu fréttablaðinu. Forystukálfar Frjálslynda flokks- ins köstuðu sér frá borði um leið og sú tækifærisskekta flaut fram hjá. Þeir gleymdu sér í hræðslunni og skildu eftir fjölmarga meðlimi á sinni gömlu en hripleku skútu Frjálslyndra. Klaufalegir tilburðir formannsins, Guðjóns Arnars Kristjánssonar, þar sem Margréti Sverrisdóttur var fórnað á altari hinnar miklu þjóðerniskenndar hefur svo enn og aftur leitt til fylgishruns við Frjálslynda eða kannski Frjálslynda þjóðern- isflokkinn. Mér skilst að sá ágæti maður Sverrir Hermannsson, stofnandi Frjálslynda flokksins, eigi einkarétt á nafninu. Það hefur verið mikil skemmtun að fylgjast með þróun mála í fjar- lægð en eftir að hafa verið innan dyra hjá þessum mönnum get ég ímyndað mér uppákomurnar. Mér segir svo hugur að þessi pólitíska ástarsaga endi eins og Rómeó og Júlía, fyrir utan stytturnar. Atkvæðavandi Frjálslynda þjóðernisflokksins Gunnar Örn Örlygsson svarar grein Kristins H. Gunnarssonar » Það hefur verið mikilskemmtun að fylgj- ast með þróun mála í fjarlægð en eftir að hafa verið innan dyra hjá þessum mönnum get ég ímyndað mér uppá- komurnar. Gunnar Örn Örlygsson Höfundur er alþingismaður. FRÉTTIR um að íslenskur fiskur í búðum og stórmörk- uðum standist ekki heilbrigð- iskröfur eru óviðunandi. Við verðum að taka á okkur rögg og tryggja sjálfbærni og hreinleika íslenskra sjávarafurða. Sjálfsvirðing og efnahagsleg velferð okkar mun áfram byggj- ast á að vel takist til um gæða- kröfur jafnt og hóflega nýtingu og eðlilegan viðgang fiskistofna. Á hverju ári spyrja íslenskir og erlendir neytendur fleiri og fleiri gagnrýnna spurninga um þessar afurðir. Ef við ætlum að hafa aðgang að erlendum mörk- uðum, þurfum við að sætta okk- ur við forvitni af þessu tagi jafnvel þótt hluti af henni grundvallist af tilfinninga- bundnum rökum frekar en vís- indalegum. Neytendur eiga skil- ið að fá skýr og greið svör ef við eigum að njóta trausts þeirra. Þetta gæti jafnvel orðið styrkleiki okkar á tímum erfða- breyttra matvæla. Því skiptir höfuðmáli að vera á undan þró- uninni; að vera í sókn í stað þess að vera í vörn. Umhverf- ismerking íslensks sjávarfangs er löngu tímabær. Flestar spurningar um sjáv- arafurðir eru tengdar ofveiðum, svokölluðum iðnaðarveiðum, kröfum um vistvæn veiðarfæri, umgengni við búsvæði á hafs- botni, gæðastjórnun og fleiri þáttum eins og t.d. hvalveiðum. Tilfinningarök eru jafngild í hugum margra og vísindarök þegar þessi mál eru til umræðu. Í kveri sem ég gaf út í maí 1997 og kallaði „Nýtni á Norð- urhöfum“ hvatti ég til þess að tekin yrði upp fagleg gæðavott- un á sjávarafurðum sem fylgdi ströngum skilyrðum hvað varð- ar veiðar, veiðarfæri, meðferð, vinnslu og markaðssetningu. Ritstjórar Mbl. og DV tóku hraustlega undir þessar hug- myndir en ekki tókst að hrinda þessu verkefni í framkvæmd. Reglur af þessu tagi eru í eðli sínu vondar fyrir skussana, sem verða þá að taka sig á, en góðar og verðlaunar þá sem gera vel. Ég er enn sannfærður um að svona verkefni myndi skila miklu, ekki bara forystu í stefnumótun umhverfismála og nýtingu sjávarfangs í sátt við móður náttúru heldur og arð- vænlegum viðskiptatækifærum. Þannig selja Skotar viskíið sitt og Frakkar kampavínið á marg- földu verði. Slow Food-merkið er gott dæmi og það eru mý- mörg önnur tækifæri víða um heim. Landssamband smábátaeig- enda er að undirbúa gæða- og umhverfismerkingu á fiski í samvinnu við heildsala og smá- sala hérlendis og erlendis. Ber að fagna framtaki þeirra og óska þeim velfarnaðar. Orri Vigfússon Gæðamerkjum íslenskan fisk Höfundur er formaður NASF verndarsjóðs villtra laxastofna. HEIMDALLUR dregur nafn sitt af hin- um forna ás, en nafnið táknar þann, sem lýsir upp eða varpar ljósi yfir heiminn. Heim- dallur er fyrsta stjórn- málafélag ungs fólks á Íslandi. Félagsmenn í Heimdalli eru á aldr- inum 15 til 35 ára og í dag telja þeir hátt á sjöunda þúsund. Frá upphafi hafa fé- lagsmenn Heimdallar verið þeirrar skoðunar „ að hyrning- arsteinn allra efnahagslegra og menningarlegra framfara væri eink- um í því fólginn, að einstaklingurinn nyti sem mests frjáls- ræðis“. Þrátt fyrir ald- ur félagsins hafa þessi grundvallargildi ekki breyst. Heimdallur fylgir sjálfstæðistefnunni og hefur átt sinn þátt í að móta stefnu Sjálfstæð- isflokksins. Til að mynda setti félagið sér sína sérstöku grund- vallar-stefnuskrá sem samþykkt var á fé- lagsfundi árið 1931. Í stefnuskránni kemur fram að grundvöllur stefnu félagsins sé fullkomið frelsi þjóðar og ein- staklings, séreign og jafn réttur allra þjóðfélagsborgara. Félagið hefur oft verið nefnt „samviska“ Sjálfstæðisflokksins og hefur Heimdallur gegnt mikilvægu hlutverki í gegnum tíðina og markað spor innan flokksins með hina frjáls- lyndu framfarastefnu að leiðarljósi. Það er ekki öllum kunnugt, en Heimdallur er eldri en Sjálfstæð- isflokkurinn að árum. 80 ára afmæli félagsins var haldið hátíðlegt í Valhöll í gær og venju samkvæmt var gullmerki Heimdall- ar veitt, en tveir einstaklingar hlutu þessa æðstu viðurkenningu félags- ins, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri og Marta Guðjóns- dóttir, formaður Varðar, full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Heiðursgestur var Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæð- isflokksins. Heimdallur í 80 ár Erla Ósk Ásgeirsdóttir fjallar um starfsemi Heimdallar Erla Ósk Ásgeirsdóttir » Í dag fagnar Heim-dallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, 80 ára af- mæli sínu., en félagið var stofnað 16. febrúar 1927. Höfundur er formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.