Morgunblaðið - 16.02.2007, Side 39

Morgunblaðið - 16.02.2007, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 39 ÞAÐ eru ekki ný tíðindi að fram á sjónarsviðið kemur fólk sem telur sig hafa einhver þau töframeðul sem geti fært fólki betri heilsu, læknað mein eða stuðlað að langlífi. Margar sögur eru til um farandsala sem í gegnum tíðina hafa selt fólki lífselixír sem átti að stuðla að heilbrigði og hárri elli. Fæst af þeim ráðum eða meðölum sem verið var að selja höfðu ein- hver áhrif umfram þau sem trúin gefur okkur á lækningamáttinn og að létta pyngju þess sem keypti. Enn þann dag í dag er til ógrynni sölumanna sem lofa fólki betri heilsu og vellíðan og nú í ársbyrjun, þegar þorri manns lofar bót og betrun, er auðvelt að selja einfaldar og skjótvirkar lausnir. Til- boðin eru margvísleg og byggjast sannast sagna á misjafnlega vel staðfestum rannsóknum. Okkur stendur til boða tiltekin fæða eða fæðubótarefni, úthreinsun líkamans, einhvers konar rafhreinsun, megr- unarkúrar, raförvun í stað hreyf- ingar og óteljandi aðrar leiðir til að verða heilbrigð, ung, falleg og laus við sjúkdóma og annað fár. Of gott til að vera satt Hvað er hæft í þessum gylliboð- um? Fæst af því sem verið er að fal- bjóða byggist á rannsóknum sem hafa verið staðfestar. Stundum er vitnað í rannsóknir en þá eru þær misvel gerðar eða hafa verið styrkt- ar af hagsmunaaðilum. Auglýsingar státa af fólki sem ýmist hefur sann- anlega fagþekkingu eða hreinlega upplogna sérþekkingu til að segja til um virkni vöru eða meðferðar. Besta ráðleggingin er því þessi: Ef auglýs- ing lofar einhverju sem er of gott til að vera satt, þá er það ekki satt. Tilboð um vörur eða leiðir til að ná góðri heilsu, réttu líkamsþyngdinni, betra útliti og andlegri vellíðan eru óteljandi og fæst þeirra eru ókeypis, enda veltir þessi iðn- aður mun meira fjár- magni en t.d. tóbaks- iðnaðurinn. Einfaldlega sagt er oft um peningasóun að ræða. Landlæknisemb- ættið hefur ítrekað hvatt fólk til að vera gagnrýnið á þau tilboð sem verið er að aug- lýsa. Menntun og bak- grunnur þeirra sem gefa sig út fyrir að geta lofað fólki betri heilsu og hamingju er afar mismunandi. Sumir eru algerlega á eigin for- sendum, aðrir sjálfmenntaðir eða með einhvers konar menntun á sviði óhefðbundinna lækninga og síðan eru þeir sem eru með viðurkennda heilbrigðismenntun. Til eru dæmi um ráðgjafa sem segjast hafa lært við virta háskóla, sem síðan er ekki raunin eða þeir segja ósatt til um prófgráðu. Fólk verður að vera gagnrýnið á upplýsingar sem veittar eru og beita heilbrigðri skynsemi við mat á upp- lýsingum, spyrja sig hvort það geti virkilega staðist að þessi ráðgjöf eða vara geti staðið við það sem lofað er. Einnig er nauðsynlegt að vera á varðbergi þegar lofað er lækningu og bata, sér í lagi ef það tekur til margs konar kvilla og sjúkdóma, ekki síst ef vara sem verið er að selja er sögð fullkomlega örugg og án allra aukaverkana. Á veraldarvefnum er mikið af upplýsingum um heilsu en þær eru vægast sagt mjög misgóðar. Verið að selja eitthvað sem á að lækna kvilla á svipstundu og oft hljóma lof- orð sem eru of góð til að geta verið sönn. Þess vegna er nauðsynlegt að meta gæði upplýsinganna og varast fagurgala og loforð um einhvers konar lífselixír. Margar opinberar stofnanir, fagfélög og sjúklinga- samtök hafa gefið út upplýsingar um heilsufar og hvernig bæta má heils- una. Flest af því er gott en skal samt sem áður ætíð skoða með gagnrýnu hugarfari. Annað sem fólk ætti að hafa í huga er að heilsan er ekki upphaf og endi- mörk alls í lífinu hún gerir fólki hins vegar auðveldara að framkvæma hluti sem það telur mikilvæga til að geta lifað innihaldsríku og góðu lífi. Er í raun ekki mikilvægara að setja sér markmið um það hvernig við vilj- um bæta líf okkar og á hvern hátt við getum látið gott af okkur leiða fyrir samferðamenn okkar í lífinu? Loforð um betri heilsu og lækningu kvilla Anna Björg Aradóttir varar við töfralausnum í heilbrigð- ismálum » Til eru dæmi um ráð-gjafa sem segjast hafa lært við virta há- skóla, sem síðan er ekki raunin eða þeir segja ósatt til um prófgráðu. Anna Björg Aradóttir Höfundur er yfirhjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu. VEGNA greina Árna Johnsen um jarðgöng til Vestmannaeyja í Morgunblaðinu 14. og 15. febrúar sl. viljum við undirritaðir sem vorum á fundi þeim sem frá er greint í grein- unum koma eftirfarandi at- hugasemd á framfæri. Á fundinum var greint frá kostn- aðarmati eins reyndasta sérfræð- ings hér á landi sem við sitt mat naut aðstoðar þekktra sérfræðinga frá stærstu ráðgjafarstofu Noregs. Áður hafa komið að kostnaðaráætl- unum á umræddu mannvirki þeir aðilar sem mesta reynslu hafa af kostnaðaráætlunum byggðum á rauntölum fyrir jarðgangagerð hér- lendis auk sérfræðinga frá einu stærsta verkfræðifyrirtæki Evrópu. Niðurstöður allra þessara aðila eru að jarðgöng til Vestmannaeyja kosti að lágmarki tvöfalda þá upphæð sem nefnd er í grein Árna og þá miðað við allgóðar aðstæður. Tala Árna er fengin hjá einum starfs- manni sænsks verktakafyrirtækis án þess þó að viðkomandi fyrirtæki vilji taka ábyrgð á niðurstöðunni. Er vandséð að sú kostnaðaráætlun geti verið meira rökstudd en þær sem áður voru nefndar. Á fundinum gerðum við grein fyrir þeirri skoðun okkar að ekki væri þörf á frekari rannsóknum til að skera úr um það hvort jarðgöng til Vestmannaeyja gætu verið arðsöm framkvæmd. Það er því ekki rétt sem haldið er fram í grein Árna Johnsen í Morg- unblaðinu 15. febrúar að Vegagerð- in hafi lýst því yfir á umræddum fundi að hún muni koma að frekari rannsóknum á jarðgangahugmynd- inni. Fleiri staðreyndarvillur má finna í þeirri grein, svo sem þá að hver kílómetri í Héðinsfjarð- argöngum kosti 500 m.kr. með öllu, þegar rétt tala er yfir 700 m.kr. Öll- um sem þekkja til jarðfræði Vest- mannaeyjasvæðisins ætti að vera ljóst að aðstæður til jarðgangagerð- ar eru alls ekki sambærilegar við Héðinsfjörð eða Hvalfjörð, sem vitnað er til í greininni, og enn síður við aðstæður í Noregi og Færeyjum sem líka er vitað til. Það er einnig rangt að Vegagerðin hafi afneitað hugmynd um gangagerð með gang- aborvél, því þótt sú aðferð sé mun dýrari gætu jarðfræðilegar að- stæður krafist þess að slíka aðferð þyrfti að nota. Hreinn Haraldsson og Jón Rögnvaldsson Athugasemd við greinar Árna Johnsen Heinn er framkvæmdastjóri þróun- arsviðs. Jón er vegamálastjóri. Fáðu úrslitin send í símann þinn H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Laust blaðberastarf í þínu sveitarfélagi! Sandgerði/Garður Harpa Lind, s. 845 7894 Hveragerði Úlfar, s. 893 4694 Selfoss Sigdór, s. 846 4338 Borgarnes Þorsteinn, s. 898 1474 Akranes Ófeigur, s. 892 4383 Keflavík Elínborg, s. 421 3463, 820 3463 Grindavík Kolbrún, s. 847 9458 Hringdu núna: SIGLINGASTOFNUN Stefnumótun í samgöngum Samgönguráð efnir til annars fundar í fundaröð sinni um stefnumótun í samgöngum. Fundarefnið að þessu sinni er: Öryggi vega  Öryggi vega, reynsla Svía Torsten Bergh, hjá sænsku Vegagerðinni  Umferðarslys á þjóðvegum og umferðaröryggisaðgerðir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður hjá Vegagerðinni  Umferðaröryggi vegamannvirkja Jón Helgason, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni  Umræður og fyrirspurnir Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 22. febrúar 2007 kl. 15-17 á Grand Hótel Reykjavík. Aðgangur er ókeypis og öllum er heimill aðgangur. Væntanlegir þátttakendur eru vinsamlega beðnir að skrá sig á netfangið postur@sam.stjr.is eigi síðar en kl. 12:00 þann 21. febrúar nk. Næstu fundir í fundaröðinni: Fjármögnun samgöngumannvirkja og Umhverfislega sjálfbærar samgöngur. Samgönguráð Flugmálastjórn Íslands - Siglingastofnun Íslands - Vegagerðin Samgönguráðuneytið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.