Morgunblaðið - 16.02.2007, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 43
✝ Hlíf Bjarnadótt-ir fæddist í Ey-
dölum í Breiðdal í
Suður-Múlasýslu 19.
desember 1914. Hún
lést á Droplaug-
arstöðum í Reykja-
vík 9. febrúar síð-
astliðinn. Hlíf var
einkabarn hjónanna
Dagrúnar Sigurð-
ardóttur, f. 28.11.
1886, d. 1919, og
Bjarna Snjólfs-
sonar, f. 11. mars
1882, d. 1941.
Hlíf giftist 13. maí 1939 Hann-
esi B. Árnasyni, f. 9. ágúst 1917,
d. 25. júlí 1964. Þau eignuðust
fimm syni. Þeir eru: 1) Árni
Bjarni, f. 4. október 1940, d. 1.
nóvember 1958. 2) Eiríkur, f. 14.
maí 1942. Börn hans og Ellenar
Helgadóttur eru Erna Hlíf, f.
1963, og Helgi Anton, f. 1967. 3)
Stefán Jens, f. 2. mars 1944, d. 23.
maí 1974. Sonur hans og Sesselju
Friðriksdóttur er
Hannes Hlífar, f.
1972. 4) Bjarni, f.
19. september 1946,
d. 26. maí 1975.
Börn hans og Þór-
eyjar Sigfúsdóttur
eru Hanna Hlíf, f.
1965, og Guttormur
Þór, f. 1966, d. 1986.
5) Rúnar, f. 12. nóv-
ember 1954. Synir
hans og Eyglóar
Einarsdóttur eru
Stefán Bjarni, f.
1976, og Eyþór Rún-
ar, f. 1978. Dóttir Rúnars og
Huldu Jónsdóttur er Védís, f.
1992. Langömmubörn Hlífar eru
nú sex.
Seinni maður Hlífar var Bjarni
Þórðarson, fyrrum bæjarstjóri í
Neskaupstað, f. 24. apríl 1914, d.
21. maí 1982.
Útför Hlífar verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11.
Elskuleg tengdamóðir okkar,
Hlíf Bjarnadóttir, lést á Droplaug-
arstöðum síðastliðinn föstudag, 92
ára að aldri.
Hlíf var einkabarn foreldra
sinna, fædd í Eydölum í Suður-
Múlasýslu 19. desember 1914. Móð-
ir hennar, Hugrún Sigurðardóttir,
lést árið 1919, aðeins 33 ára að
aldri. Faðir hennar var Bjarni
Snjólfsson en hann lést árið 1941.
Hlíf var aðeins fjögurra ára þegar
hún missti móður sína og gerðist
faðir hennar þá ráðsmaður hjá
sæmdarhjónunum Jóhönnu og Sig-
urði að Ósi í Breiðdal. Þar ólst Hlíf
upp í stórum hópi góðra systkina
sem reyndust henni allt lífið sem
nákomin væru.
Mjög náið og gott samband var
milli Hlífar og föður hennar. Þegar
hún hleypti heimdraganum dvaldi
hún um tíma í Reykjavík og vann
þar ýmis störf. Síðar dvaldi hún um
hríð við nám á Englandi.
Hlíf og tengdafaðir okkar, Hann-
es B. Árnason frá Krossgerði á
Berufjarðarströnd, felldu hugi
saman og gengu í hjónaband árið
1939. Hannes starfaði á Pósthúsinu
í Reykjavík, síðast sem deildar-
stjóri ábyrgðardeildar. Hann var
mikill hagleiksmaður og starfaði
einnig við úrsmíðar.
Hlíf og Hannes voru mjög sam-
rýnd og bjuggu lengst af í Skafta-
hlíð 7 í Reykjavík. Áttu þau stóran
vina- og kunningjahóp sem þau um-
gengust mikið. Þá höfðu þau mikla
unun af að sækja heimaslóðir sínar
á Austurlandi en það gerðu þau
nánast á hverju ári.
Hlíf var mjög glæsileg kona sem
naut þess að punta sig og líta vel
út. Hún var kurteis og glaðleg en
hélt sig frekar til hlés. Hún var góð
húsmóðir og var þekkt fyrir gest-
risni og góðan mat sem margir
fengu að njóta, enda var heimilið í
Skaftahlíðinni oft líkast hóteli þeg-
ar ættingjar og vinir að austan
komu og dvöldu hjá þeim hjónum.
Þau Hannes eignuðust fimm
syni, þá Árna, Eirík, Stefán, Bjarna
og Rúnar.
Árið 1958 misstu þau Árna, elsta
son sinn, af slysförum, aðeins 18
ára gamlan. Sex árum síðar lést
tengdafaðir okkar úr nýrnasjúk-
dómi 46 ára gamall. Þetta voru fjöl-
skyldunni erfið ár.
Eftir lát Hannesar starfaði Hlíf í
mötuneyti Alþingis og síðan í mötu-
neyti Landsbankans.
Árið 1974 lést Stefán í sviplegu
bílslysi og ári síðar lést Bjarni úr
krabbameini aðeins 29 ára gamall.
Hlíf horfði fram á veginn. Árið
1975 flutti hún austur í Neskaup-
stað þar sem hún hóf búskap með
jafnaldra sínum, Bjarna Þórðar-
syni, fyrrum bæjarstjóra í Nes-
kaupstað, sem orðinn var ekkill.
Ekki fór það fram hjá neinum að
þeim Bjarna leið ákaflega vel sam-
an. Þau ferðuðust mikið innanlands
og utan. Þarna var Hlíf aftur í ess-
inu sínu og naut lífsins. En örlaga-
nornirnar gripu enn og aftur í
taumana árið 1982, en þá missti
Hlíf Bjarna sinn eftir sjö ára far-
sæla sambúð.
Áföllum fjölskyldunnar linnti
ekki, því sonarsonur Hlífar, Gutt-
ormur Þór Bjarnason, féll óvænt
frá árið 1986, á 20. aldursári.
Sá mikli ástvinamissir sem Hlíf
varð fyrir reyndist henni mjög erf-
iður, sem og fjölskyldunni allri.
Jafnaðargeð hennar og létt lund,
ásamt því æðruleysi sem hún bjó
yfir, var í raun aðdáunarvert við
hennar erfiðu aðstæður.
Síðustu 25 árin bjó tengda-
mamma ein. Glaðlyndi hennar og
brosmildi færði henni oft góða gesti
sem hún naut vel. Við minnumst
þess hve glöð hún var á síðasta af-
mælisdegi sínum þann 19. desem-
ber síðastliðinn, umkringd nokkr-
um ættingjum sínum sem spjölluðu
og rifjuðu upp gamla daga. Þá lifn-
aði yfir Hlíf.
Síðustu níu árin dvaldi Hlíf á
Droplaugarstöðum í Reykjavík við
nokkuð góða heilsu. Fyrir hönd
fjölskyldunnar viljum við að lokum
þakka því góða starfsfólki sem er á
Droplaugarstöðum fyrir alúð og
frábæra umönnun.
Blessuð sé minning Hlífar
tengdamóður okkar.
Tengdadætur.
Þá er komið að kveðjustund,
þessi stund lét nú bíða eftir sér og
veit ég að þú hefðir kosið sjálf að
vera farin miklu fyrr. En nú er
stundin komin og fer maður því til
baka og rifjar upp gamlar minn-
ingar. Mamma og pabbi bjuggu hjá
þér þegar ég fæddist og varð ég því
strax mikil ömmustelpa og þú
varðst mjög mikilvæg og stór þátt-
ur í mínu lífi. Þegar pabbi dó flutt-
um við fjölskyldan austur á Reyð-
arfjörð, en þar sem annað heimili
mitt var hjá þér þótti mér þetta
mjög erfitt. Um tveimur árum síðar
sagðir þú mér frá því að þú værir
að flytja til Neskaupstaðar, ættir
þar í sambandi við mann og værir
að flytja til hans. Ég var himinlif-
andi yfir þessum fréttum og ekki
vissi ég þá hve heppin ég var með
platafa, það var Bjarni Þórðarson,
hann var sá besti karl sem ég hef
kynnst. Því miður dó hann langt
um aldur fram, en ég var þá á sex-
tánda ári. En þau fáu ár sem ég
fékk með ykkur saman eru mér
mjög dýrmæt og kær. Ég vildi eyða
sem mestum tíma með ykkur og
kom til ykkar í tíma og ótíma og ég
lagði mikið á mig til þess að kom-
ast. Þó leiðin væri ekki löng var
hún erfið, sérstaklega á veturna.
Það þurfti að fara yfir hæsta fjall-
veg landsins og þetta gat tekið
hálfan daginn. Móttökurnar voru
náttúrlega „royal“ hjá ykkur báð-
um, þú varst búinn að elda allt sem
mér fannst best, baka bestu kleinur
í heimi og svo fékk maður heitt
súkkulaði þegar mann langaði í
ásamt pönsum eða vöfflum eða
öðru góðgæti. Á kvöldin las svo afi
fyrir mig fyrir svefninn. Gleymi ég
aldrei þegar hann las Sálminn um
blómið eftir Þórberg Þórðarson.
Þetta eru nú samt bara brotabrot
af því atlæti sem ég varð aðnjót-
andi.
Þegar afi dó fluttir þú svo aftur
til Reykjavíkur og saknaði ég þess
sem var. Alltaf stóð heimili þitt op-
ið fyrir mér, sama á hvaða ferðalagi
ég var í lífinu í lengri eða skemmri
tíma og þótt húsnæðið minnkaði
með árunum var alltaf búið til pláss
fyrir mig. Ég kveð og þar sem ég
trúi því að andinn lifi áfram þá eru
fagnaðarfundir á himni og þú um-
vafin öllum strákunum þínum, ná-
kvæmlega eins og þú vildir alltaf
hafa það.
Þín
Hanna Hlíf.
Hlíf uppeldssystir mömmu bjó í
Skaftahlíðinni þegar ég var að alast
upp hjá foreldrum mínum í Ásgarð-
inum. Á laugardaginn þegar
mamma hringdi og lét mig vita af
láti hennar komu minningar frá
þeim tíma sterkt upp í hugann.
Samgangur á milli heimilanna var
meiri í þá daga, en síðar varð, eins
og oft vill verða þegar fjölskyldur
stækka eða aðstæður breytast.
Rúnar yngsti sonur Hlífar var að-
eins eldri en ég, mín helsta fyr-
irmynd og bjó hjá mömmu sinni.
Góður í fótbolta, spilaði á gítar og
átti páfagauka sem voru nánast
eins og hluti fjölskyldunnar. Fugl-
arnir voru yfirleitt frjálsir, sungu
hástöfum með honum þegar hann
spilaði á gítarinn og komu jafnvel
með þeim mæðginum í heimsókn í
Ásgarðinn. Aðalgallinn við Rúnar
var að hann var Valsari. Ég var það
lítill þegar Hannes maður Hlífar
dó, að ég man bara eftir þeim tím-
um þegar Hlíf var orðin ekkja.
Þó að félagsskapur Rúnars væri
aðalaðdráttaraflið fyrir mig þá
fannst mér alltaf spennandi að
koma í Skaftahlíðina. Djúpu skeifu-
laga plussstólarnir, píanóið í stof-
unni, stóri ameríski ísskápurinn,
Prins bíllinn og súkkulaðilagtertan,
sem maður fékk hvergi annars
staðar en í Skaftahlíðinni, koma í
hugann. Ekki var óalgengt að
Bjarni heitinn, sonur Hlífar, væri í
einhverju bílaviðgerðaveseni fyrir
utan húsið eða í kjallaranum. Pabbi
var mikið fyrir bíla og sótti í að
spjalla við Bjarna um bíla. Mér er
það mjög minnisstætt þegar Bjarni
bauð okkur feðgum í „bíltúr“ á
þriggja hjóla „bíl“ sem var í raun
mótorhjól með einhverri plasthlíf,
sem lokaðist yfir mann. Þetta far-
artæki rétt rúmaði einn meðalmann
en með okkur þrjá innanborðs man
ég vel eftir að ég fékk það mikla
innilokunarkennd að þetta stendur
mér enn ljóslifandi fyrir hugskots-
sjónum. Ég hef séð slíkt farartæki í
bíómyndum en aldrei hér á landi,
hvorki fyrr né síðar.
Skaftahlíðin var sem sagt vett-
vangur Hlífar á þessum árum. Hún
var glæsileg kona, alltaf vel til höfð
og hafði mikinn sjarma. Hún var
ein af „uppáhaldsfrænkunum“ og
stóð fyllilega undir nafni sem slík.
Hún gaukaði að manni Mackintosh-
molum og ýmsu slíku, sem var ekki
á hverju strái í þá daga, eða þá
jafnvel upprúlluðum peningaseðl-
um. Hún var tíður gestur á heimili
foreldra minna í Ásgarðinum og
alltaf sá maður hana a.m.k. um jól-
in, í afmælum eða fermingar-
veislum. Þess utan kom hún oft
óundirbúið og átti margt eldhús-
spjallið í eldhúsinu hjá mömmu.
Það var alltaf líf í kringum hana,
talaði ekki manna minnst og var
hláturmild.
Eins og lög gera ráð fyrir liðu ár-
in og Hlíf bjó ekki í Skaftahlíðinni
alla tíð. Hún flutti í Álftamýrina,
bjó á Norðfirði, í Hólunum og á
Grandanum um tíma. Á Norðfirði
bjó hún með seinni manninum sín-
um, Bjarna, og var þar búsett þeg-
ar sonur minn fæddist þar. Ég man
að ég rétt náði úr kaffi frá henni á
sjúkrahúsið til að vera viðstaddur
fæðinguna.
Eins og eðlilegt er fækkaði skipt-
unum sem maður hitti Hlíf en alltaf
var jafn gaman að hitta hana.
Mamma og Hlíf voru alltaf í góðu
sambandi og alltaf frétti maður af
Hlíf í gegnum mömmu.
Þegar Hlíf kvaddi þetta leiksvið
lífsins hafði hún fengið mörg hlut-
verk í lífinu og ekki kannski öll jafn
spennandi, eins og gengur. Hún
fékk sinn skammt af sorg í gegnum
tíðina og það hálfa hefði sennilega
verið alveg heill hellingur fyrir
flesta. Hannes, manninn sinn,
missti hún þegar þau voru í blóma
lífsins og Árna, Stefán og Bjarna
syni sína missti hún alla unga. Síð-
ar varð hún að sjá á eftir Bjarna
seinni manni sínum. Eðli málsins
samkvæmt hefur það haft mikil
áhrif á Hlíf og örugglega tekið mun
meiri toll af henni heldur en maður
nokkurn tímann gerði sér grein
fyrir. Eiríkur og Rúnar lifa hins
vegar mömmu sína.
Undanfarin ár dvaldi Hlíf á
Droplaugarstöðum. Ég hitti hana
alltof sjaldan síðustu árin en rétt
fyrir jólin í fyrra hitti ég hana. Vel
til höfð, sem fyrr, þekkti hún mig
ekki en henni fannst ég samt líkleg-
ur til að koma vitinu fyrir læknana
sem virtust bara ekki skilja að það
væri ekki neitt að henni. Henni
fannst greining þeirra taka helst til
langan tíma, vildi bara vera útskrif-
uð og fá að fara heim. Eðlilega fékk
ég litlu um það ráðið en nú er hún
útskrifuð af þeim sem öllu ræður.
Guð blessi minningu Hlífar og
fyrir mína hönd, mömmu, systra
minna og fjölskyldna sendi ég öll-
um aðstandendum samúðarkveðj-
ur.
Sigurður Gunnarsson.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja,
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem)
Elsku Hlíf, takk fyrir allt og allt.
Anna Herdís Eiríksdóttir,
Guðjón Ingi Eiríksson.
Hlíf Bjarnadóttir er látin í hárri
elli. Ég minnist hennar sem já-
kvæðrar og lífsglaðrar manneskju
sem hafði góð áhrif á mig og mitt
fólk sem fengum að kynnast henni
og njóta samvista með henni. Lífs-
ganga Hlífar er saga mikillar
þrautseigju og saga mikils lífsvilja.
Hún varð fyrir mikilli sorg í sínu
lífi. Missti eiginmann sinn á besta
aldri og þrjá syni í blóma lífsins.
Það er þung byrði að bera og varla
á nokkurn leggjandi.
Mínar fyrstu minningar um Hlíf
eru frá því er hún bjó í Skaftahlíð 7
hér í borg. Foreldrar mínar gistu
alltaf hjá Hlíf á þessum árum þegar
þau voru á ferð í Reykjavík. Heim-
ili hennar stóð ætíð opið og ég man
hve skemmtilegur blær fylgdi Hlíf.
Hún var kát og hlátur hennar smit-
andi. Seinna þegar ég sem ungling-
ur var í skóla á Laugarvatni og
þurfti að dvelja í Reykjavík þá var
Hlíf ætíð reiðubúin að skjóta yfir
mig skjólshúsi. Hjálpsemi hennar
var mikil og ég man að hún valdi á
mig fermingarfötin. Eflaust eiga
margir svipaðar minningar um
Hlíf.
Ég þakka fyrir góðar og bjartar
minningar.
Sonum hennar, Eiríki og Rúnari,
fjölskyldum þeirra og öllum að-
standendum votta ég samúð mína.
Blessuð sé minning Hlífar
Bjarnadóttur.
Pétur Pétursson.
Hlíf Bjarnadóttir
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda efni
til Morgunblaðsins – þá birtist val-
kosturinn Minningargreinar ásamt
frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Minningargreinar
skiptum fór það ekki á milli mála að
dætur þínar þrjár voru það mikilvæg-
asta í þínu lífi. Þannig er það hjá okk-
ur flestum en ég dáðist alltaf að því
hversu auðvelt þú áttir með það að tjá
þeim væntumþykju þína.
Elsku vinkona, ég þakka fyrir að
hafa fengið að kynnast þér og bið góð-
an guð að gefa Gumma, Tinnu, Rakel
og Andreu styrk í sinni miklu sorg.
Þín vinkona,
Hanna.
Minning þín er mild og fögur
og máttug eins og sól á degi.
Í framtíð munu fagrar sögur
fylgja um þig á lífsins vegi.
Blítt var brosið, kærleikshlátur
breiður faðmur, gott að fagna.
Þú ert horfin, harmagrátur
hittumst seinna, elsku Ragna.
(Guðrún Sigurbjörnsdóttir)
Elsku Ragna, það verða víst ekki
fleiri kaffibollarnir sem við drekkum
saman og ræðum um börnin okkar og
lífið allt. Við leiðarlok þökkum við þér
fyrir vináttuna og kærleikann sem þú
sýndir okkur alltaf. Við minnumst þín
með mikilli virðingu og hjartans
þakklæti, þú varst algjör perla og
hetja í okkar augum. Dætur þínar
elskaðir þú takmarkalaust og þær
bera þér gott vitni.
Elsku Guðmundur, Tinna, Rakel,
Andrea, Baldvina og aðrir ástvinir
Rögnu. Ykkur sendum við innilegar
samúðarkveðjur og biðjum Guð að
styrkja ykkur og varðveita.
Blessuð sé minning þín, kæra vin-
kona.
Ingibjörg Sævarsdóttir og
Magnús Sigurbjörnsson.
„Þeir deyja ungir sem guðirnir
elska“, er setning sem mig langar að
trúa á raunastund sem þessari.
Eftir að hafa unnið með Rögnu og
verið vinur hennar í gegnum súrt og
sætt undanfarin ár þá er virkilega
erfitt að kveðja en minninguna um
hana mun ég varðveita sem fjársjóð.
Við Ragna brölluðum margt saman
og ófáir kaffibollarnir sem við drukk-
um saman undanfarin ár.
Í september síðastliðnum kom ég
norður að heimsækja hana en þá var
hún orðin veik. Þrátt fyrir hennar erf-
iðu veikindi þá vildi hún ólm að ég
færi fram á vaktina og sækti mér
kaffibolla því nú skyldum við spjalla
saman yfir „bolla“ eins og svo oft áð-
ur. Þessi stund okkar saman er mér
afar dýrmæt, báðar vissum við að
þetta væri okkar síðasti kaffibolli
saman og þegar við kvöddumst þá
flæddu tárin hjá okkur báðum og enn
renna mín tár yfir þessari minningu.
Elskulega fjölskylda, ég veit að
sorg ykkar er yfirþyrmandi sár, ég
votta ykkur öllum mína dýpstu samúð
og bið algóðan Guð að styrkja ykkur
öll.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem)
Guðfinna Rósantsdóttir.
Elsku Ragna mín.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröl björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Guð geymi þig.
Ég sendi fjölskyldu þinni innileg-
ustu samúðarkveðjur og bið Guð að
veita ykkur styrk í sorg ykkar.
Þín vinkona
Inga Hafsteins.