Morgunblaðið - 16.02.2007, Side 44
44 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Árni Ingólfssonfæddist í
Skálpagerði í Eyja-
fjarðarsveit 21.
mars 1918. Hann
lést á Dvalarheim-
ilinu Kjarnalundi
10. febrúar síðast-
liðinn. Hann var
sonur Ingólfs Valde-
mars Árnasonar, f.
12.11. 1889, d.
13.11. 1971 og Ingi-
bjargar Þorláks-
dóttur, f. 11.8. 1896,
d. 2.12. 1930. Al-
bræður Árna eru Kristinn Þorlák-
ur, f. 31.8. 1923, Ólafur Hilmar, f.
20.5. 1925 og Steinberg, f. 14.7.
1928, d. 3.1. 1977. Hálfsystkini
samfeðra eru Gíslína Ingibjörg, f.
14.7. 1933 og Haukur Heiðar, f.
5.8. 1942.
Árni kvæntist 12. júní 1943 Sól-
veigu Vilhjálmsdóttur, f. í Torf-
unesi í Ljósavatnshreppi í S-Þing.
30.6. 1914. Börn þeirra eru: 1) Vil-
c) Sólveig Ása, f. 10.9. 1984. 3)
Ingibjörg Bryndís bankastarfs-
maður, f. 18.1. 1953. Dóttir hennar
og Jóns Sigurðssonar er Kolbrún
Inga, f. 2.6. 1971. Sambýlismaður
Egill Áskelsson, sonur þeirra f.
15.12. 2006. Fyrri eiginmaður
Baldur Baldursson, dóttir þeirra
er Hrafnhildur, f. 22.12. 1989.
Fyrri sambýlismaður Hafsteinn
Þórðarson, dóttir þeirra er Þor-
björg Una, f. 19.3. 2001. Giftist
Óðni Traustasyni, sonur þeirra
Árni Brynjar, f. 6.12. 1984. Ingi-
björg og Óðinn skildu.
Árni ólst upp í Skálpagerði í
Eyjafjarðarsveit og stundaði ýmis
störf til ársins 1942 er hann flutti
til Akureyrar. Árni og Sólveig
bjuggu fyrstu árin á Strandgötu 9
en frá 1948 á Víðivöllum 4. Síðast-
liðin tvö ár hafa þau dvalið á Dval-
arheimilinu Kjarnalundi. Í janúar
1943 hóf hann störf hjá Mjólk-
ursamlagi KEA, fékk löggildingu
sem mjólkurfræðingur árið 1977
og starfaði þar allan sinn starfs-
feril eða í 46 ár.
Árni verður jarðsunginn frá
Höfðakapellu í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11.
hjálmur Ingi kenn-
ari, f. 12.10. 1945,
kvæntur Helenu De-
jak. Synir þeirra eru:
a) Vilhjálmur Ingi, f.
19.10. 1975, sam-
býliskona Erla María
Lárusdóttir, og b)
Árni Valur, f. 26.8.
1981, sambýliskona
Sunna Björg Birg-
isdóttir. Sonur Árna
Vals og Stellu Gunn-
arsdóttur er Ægir
Daði, f. 6.1. 2001. Vil-
hjálmur og Helena
skildu. 2) Tryggvi vélvirki, f. 27.9.
1948, kvæntur Björgu Sigríði
Skarphéðinsdóttur, f. 7.5. 1950.
Börn þeirra eru: a) Vala, f. 26.3.
1975, sambýlismaður Friðfinnur
Gísli Skúlason, f. 27.7. 1972, dóttir
þeirra Björg Elva, f. 17.10. 2002.
b) Heimir, f. 17.7. 1977, sambýlis-
kona Vala Þóra Sigurðardóttir, f.
27.2. 1977, börn þeirra Dröfn, f.
25.5. 1999 og drengur, f. 3.2. 2007.
Elsku pabbi minn, ég er vart búin
að átta mig á því að þú skulir ekki
vera á meðal okkar lengur, en sú er
nú reyndin og verð ég að sætta mig
við það, en þakka jafnframt almætt-
inu fyrir að fá að sitja hjá þér og
halda í hönd þína síðasta andartakið
þitt. Það var dýrmæt stund sem líða
mun mér ekki úr minni. Ég ætla
ekki að hafa mörg orð hér en vil þó
þakka þér það veganesti sem þú
gafst mér út í lífið. Alltaf gat ég leit-
að til þín með hin ýmsu mál, því þú
varst ákaflega réttsýnn maður á lífið
og tilveruna, og það var sama hver
átti í hlut. Ég er þakklát fyrir að
hafa fengið áhugann frá þér í arf,
allt sem tengist myndlist á einhvern
hátt, skapa hluti, hvort sem það var
á pappír eða mótað í höndum, því
svo sannarlega varst þú þúsund-
þjalasmiður af guðs náð.
Þegar ég sit hér og set saman
þessa litlu minningargrein um þig,
verður mér enn sem oftar hugsað til
baka og rifja upp gamla tíð eins og
gengur, en ég ætla ekki að festa það
hér á blað, geymi þær minningar
bara í hjarta mínu og ylja mér við
þær.
Þakka þér, elsku pabbi minn, fyrir
að hafa verið til. Ég sakna þín meira
en orð fá lýst.
Elsku mamma mín, samúð mín er
hjá þér. Þótt missir okkar allra sé
mikill er þó þinn missir mestur, sér-
staklega þar sem þið voruð ákaflega
samrýnd hjón til síðasta dags.
Sofðu vært, elsku pabbi minn, ég
elska þig.
Þín dóttir
Ingibjörg Bryndís.
Elsku besti afi minn, mig langar
til að minnast þín í örfáum orðum.
Þú varst afar hógvær og jarð-
bundinn maður sem skipti sjaldan
skapi. Þú varst nægjusamur og lít-
illátur og tilfinninganæmur varstu
þó að þú bærir tilfinningarnar ekki á
torg. Þá þoldirðu illa stærilæti og
dramb. Ég leit mikið upp til þín og
ég gat alltaf leitað til þín ef eitthvað
bjátaði á. Er ég komst til vits og ára
sátum við oft saman og spjölluðum
um alla heima og geima. Þá voru oft
á tíðum ýmis málefni rædd okkar á
milli sem fóru ekki lengra. Það var
mjög gott að tala við þig því alltaf
sást þú hlutina einhvern veginn í
réttu ljósi og gerðir mann að betri
manneskju þegar maður fór frá þér.
Þú varst mjög listrænn í hönd-
unum og kunnir allt, smíðaðir mikið
og teiknaðir. Oft á tíðum kom ég
með hugmyndir að einhverju til að
smíða og fyrr en varði varstu kom-
inn á flug og byrjaður á hverju
smíðaverkinu á fætur öðru. Þú smíð-
aðir svo margt fyrir mig í gegnum
tíðina, allt frá fínlegum smáhlutum
upp í heilu húsgögnin og var þar
ætíð fagurt handbragð á ferðinni.
Minningin um vinalegt hljóðið í
rennibekknum þínum úti í skúr yljar
mér um hjartarætur. Teikningarnar
þínar og málverk voru heldur ekki af
verri endanum en landslag var sér-
staklega í uppáhaldi hjá þér.
Þú varst afar fróðleiksfús og víð-
lesinn og vissir hreint ótrúlega
margt um lönd og þjóðir, þó var
skólaganga þín ósköp fátækleg í
æsku. Þú sagðir eitt sinn við mig að
ef þú hefðir verið ungur maður nú á
dögum værirðu örugglega á kafi í
tölvum og Netinu, svo forvitinn
varstu um alla skapaða hluti. Ef til
dæmis nýtt morgunkorn eða nýr safi
kom á markaðinn þurftirðu alltaf að
kaupa það til að prófa. Sparsemin og
nýtnin var þó með eindæmum hjá
þér svo menn gerðu oft góðlátlegt
grín að en samt varstu ætíð óeig-
ingjarn og gjafmildur við aðra.
Ýmiss konar brot úr æsku koma
upp í hugann hjá mér er ég sit og
skrifa þessa grein; þú varst einstak-
lega barngóður og minnist ég ófárra
stundanna úr æsku þar sem þú
skreiðst eftir gólfinu með mig á
hestbaki eða sast fyrir framan sjón-
varpið og ég greiddi hárið á þér og
setti í þig tíkarspena. Alltaf varstu
sami rólyndismaðurinn í þessu öllu.
Við sungum saman og spiluðum á
harmonikkuna og plötuspilarann
þinn. Ég á ennþá kassettu sem ég
söng inn á með þér þegar ég var
þriggja ára. Ég fór gjarnan með þér
til vinnu í mjólkursamlagið þar sem
ég sat og fylgdist með þér „búa til
mjólkina“ og fékk íspinna til að
„japla“ á. Þá tíndum við saman upp
kartöflur á haustin og skárum út
laufabrauð fyrir jólin, skruppum út í
búð að kaupa súkkulaðisnúð með
kaffinu eða tókum bensín á bílinn
svo eitthvað sé nefnt. Ófá voru líka
ferðalögin sem ég fór með þér og
ömmu á sumrin þar sem ég sat í aft-
ursætinu og horfði út um gluggann á
stórbrotið landslagið á meðan þú
þuldir upp fyrir mig nöfnin á fjöllum
og ám. Það er því óhætt að segja að
ég hafi fylgt þér hvert fótmál þegar
tækifæri gafst. Skemmtileg mynd af
okkur saman kemur upp í huga
minn, elsku afi; Þú, hávaxinn með
sterklegan svip, grátt í vöngum og
gleraugu leiðir með stóru hendinni
þinni litla telpu með ljósa lokka í
smekkbuxum. Hún horfir upp til þín
með aðdáun og ánægjubliki í aug-
um …
Nú síðustu árin varstu frekar
heilsulítill líkamlega og þurftir ým-
islegt að þola í þeim efnum. Alltaf
var þó til staðar þrautseigjan og
viljastyrkurinn til að gefast ekki upp
og halda áfram. Að lokum varstu þó
sigraður en fórst með reisn.
Ég vil þakka þér fyrir öll árin okk-
ar saman hér á jörðinni og fyrir allt
sem þú gafst mér. Nú ertu kominn á
æðri og betri stað þar sem þér líður
vel. Við sjáumst síðar. Guð blessi
minningu þína, elsku afi. Farðu í
friði. Þín dótturdóttir;
Kolbrún Inga.
Elsku afi, þá hefur þú yfirgefið
þennan heim og ert kominn á betri
stað. Það var mér mikils virði að fá
að þekkja þig og hafa þig mér við
hlið sem afa minn. Ég mun aldrei
gleyma öllum stundunum sem við
áttum saman þegar ég var lítil við að
smíða í bílskúrnum þínum. Það voru
einar bestu stundir lífs míns. Þú
smíðaðir margt fallegt og má þar
nefna forláta leynikassa handa mér.
Mér fannst líka svo gaman þegar þú
laumaðist oft á tíðum ofan í jakka-
vasann þinn og réttir mér svo fulla
lúku af smápeningum. Ég var alltaf
svo ánægð með það. Ég var oft í
pössun hjá ykkur ömmu þegar ég
var lítil og þá léstu gjarnan Tomma
Árni Ingólfsson
✝ Jón Guðmunds-son var fæddur
4. júní 1926 á Ber-
serkjahrauni í
Helgafellssveit.
Hann lést á Land-
spítalanum 1. febr-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Kristín
Pétursdóttir, f. 24.
ágúst 1887, d. 6.
des. 1976, og Guð-
mundur Sigurðs-
son, f. 26. ágúst
1887, d. 30. sept.
1946, sem bjuggu á Berserkja-
hrauni í Helgafellssveit allan sinn
búskap. Systkini Jóns eru tíu.
Látin eru Halldór Lárus, sam-
mæðra, f. 1913, Ingvi, f. 1915,
Guðrún, f. 1916, Sigríður Inga, f.
1918, Pétur Breiðfjörð, f. 1921,
og Andrea, f. 1923. Eftir lifa syst-
urnar María, f. 1920, Sveinsína, f.
1930, og Guðlaug Halldóra, f.
1931.
Sambýliskona Jóns var Jó-
hanna Kolbrún Guðmundsdóttir,
f. 2. feb. 1918, d. 31. des. 1980.
Hinn 17. september 1982
kvæntist Jón Kristínu Jóhönnu
Valdimarsdóttur, f.
5. ágúst 1943. Þau
skildu. Þeirra dóttir
er Kolbrún, f. 9.
okt. 1982, sonur
hennar er Jón Úlfur
Hafþórsson, f. 30.
júlí 2002. Börn Jó-
hönnu eru Kjartan,
f. 1961, Sigurður, f.
1961, Guðlaug, f.
1963, og Ingibjörg
Sigurunn, f. 1964,
Adólfsbörn.
Jón gekk í far-
skóla og var virkur
félagi í ungmennafélaginu í sveit-
inni á sínum yngri árum.
Hann bjó með móður sinni á
Berserkjahrauni frá því faðir
hans lést árið 1946 til 1952 er
þau hættu búskap.
Jón stundaði sjómennsku og
var síðan verkamaður í Reykja-
vík og vann ýmis störf. Hann var
alla tíð mikill skepnumaður og
átti hesta í Reykjavík og átti
margar góðar stundir á hestbaki.
Jón verður jarðsunginn frá
Laugarneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15. Jarðsett
verður í Fossvogskirkjugarði.
Hann Jón fóstri okkar lést hinn
fyrsta febrúar síðastliðinn. Kynni
okkar hófust þegar hann og móðir
okkar Jóhanna Guðmundsdóttir
hófu sambúð 1959. Stóð sambúð
þeirra allt þar til hún lést á gaml-
ársdag 1980.
Jón reyndist okkur alla tíð mjög
vel. Árið 1963 tóku þau mamma og
Jón fjögurra ára stúlku í fóstur (Jó-
hönnu Karlsdóttur) sem var hjá
þeim til fullorðinsára.
Hjartarýmið var nóg hjá þeim
Jóni og mömmu og nutum við krakk-
arnir, tengdabörn og síðan barna-
börn sannarlega góðs af því. Það var
því oft þröngt á þingi á þeirra heim-
ili.
Jón og mamma voru ávallt boðin
og búin að hlaupa undir bagga með
þeim sem til þeirra leituðu og veittu
þeim bæði mat og húsaskjól. Þar
heima var mikið hlegið og mikið spil-
að. Jón hafði mjög gaman af að spila
og spilaði hann fram á síðasta dag.
Jón var einnig mikill útivistarmað-
ur. Hann var með hesta og kindur
uppi í Vatnsendalandi. Þar undi
hann hag sínum vel og ekki spillti
þegar barnabörnin komu í heimsókn.
Það voru ófáar réttarferðirnar sem
hann fór með barnabörnunum, bú-
skapur og hestamennska var hans líf
og yndi.
Jón fór í marga reiðtúra yfir há-
lendið og víðar. Seinni árin var Jón í
hópi hestamanna sem eru með hesta
í sumarbeit á Syðri-Reykjum, austur
í Biskupstungum. Einnig hjálpuðu
Pétur og Lilla honum mikið með
hestana og kindurnar síðustu árin.
Jón kvæntist Kristínu Valdimars-
dóttur, og hinn 9. október 1982 fædd-
ist Jóni einkadóttir sem skírð var
Kolbrún. Jón var ákalega stoltur af
Kolbrúnu og drengnum hennar, hon-
um Jóni Úlfi.
Jón eignaðist fjóra nafna að með-
töldum syni Kolbrúnar, það eru þeir
Kristinn Jón heitinn sonur Benna, er
lést ungur af slysförum og varð þeim
mömmu mikill harmdauði. Síðan
þeir Jón sonur Jóhönnu og Jón Ingi
sonur Örsla.
Síðustu árin bjó Jón í Hátúni 10 B.
Þar tók hann þátt í spilamennsku
bæði vist og brids, aðallega í Sjálfs-
bjargarhúsinu. Þangað fór hann í
súpu með Grétu spilavinkonu sinni
alla þriðjudaga og síðan var gripið í
spil á eftir.
Jón dvaldi í Múlabæ tvo daga í
viku síðasta árið og hafði oft á orði
hversu gott starfsfólkið væri þar.
Ekki spillti heldur félagsskapurinn
því að Jón var ákaflega félagslyndur
maður þótt hann færi dult með eigin
tilfinningar.
Þar steig hann sín síðustu dans-
spor á þorrablóti Múlabæjar og
skemmti sér konunglega.
Það var að morgni þriðjudags 30.
janúar síðastliðins sem Jón hringdi í
Grétu sagðist vera með verk fyrir
hjartanu. Eftir stutta baráttu lést
Jón svo á fimmtudeginum fyrsta
febrúar.
Við sendum Kolbrúnu, syni henn-
ar og einnig eftirlifandi systrum
Jóns, þeim Laugu, Sveinu og Maju
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Elsku Nonni, hvíl þú í friði, hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Örlygur, Bennie, Þórdís,
Jóhanna og fjölskyldur.
Hann elsku fóstri er dáinn, ég
varð harmi sleginn þegar ég frétti
það. Í mínum augum var hann
ódauðlegur þessi hrausti maður sem
manni fannst aldrei vera veikur, en
síðustu árin hans hafa eflaust verið
honum erfið og hann hvíldinni feg-
inn. Og það verður örugglega vel
tekið á móti honum hinum megin við
móðuna miklu eins og fóstursonur
minn sálugi sagði alltaf. Það var
mömmu minni mikil gæfa þegar hún
kynntist þessum góða manni og mín
gæfa ekki síðri, því að hann gekk
okkur systkinunum strax í föður-
stað. Ég og fóstri tengdumst
snemma sterkum böndum, sem héld-
ust alla tíð síðan. Hann ól til og með
upp elsta son minn Stjána og var það
honum og mömmu mikill harmur
þegar hann dó aðeins átta ára gam-
all. Ég og fóstri áttum hesta saman
og fórum við oft út að ríða um helgar,
sérstaklega er mér minnisstætt þeg-
ar við fórum með hestana austur fyr-
ir fjall á beit, fóstri hafði keypt pela
af viskíi sem átti að dreypa á í ferð-
inni. Svo var lagt af stað og fenginn
sopi í byrjun, en þegar lengra leið á
ferðina fékk ég ekki hest til að fylgja
honum eftir svo að hann sagði bara
við mig: „Bennie minn, ég drekk
bara þína sopa fyrir þig.“ Svona var
fóstri alltaf fullur af gleði. Ég man
líka þegar hann var á sjónum og kom
í land, en þá var ég allur í Elvis og
vildi eignast allar hans plötur og var
að sníkja af mömmu pening en hún
sagði nei. Og svo sagði hún: „Nonni,
þú gefur honum engan pening held-
ur,“ en viti menn, áður en hann fór á
sjóinn kom hann inn í herbergi til
mín, kyssti mig á ennið og stakk pen-
ing undir koddann. Svona var hann
fóstri minn.
Farðu þú í friði, elsku fóstri minn,
til þeirra sem bíða þín. Blessuð sé
minning þín og ég mun ætíð minnast
þín. Guð veri með þér, Kolbrún mín,
og drengnum þínum.
Þinn fóstursonur,
Bennie Lee Love.
Elsku afi, nú ert þú okkur horfinn
úr þessu jarðlífi. Kannski saddur líf-
daga, en mín trú er að þú sért kom-
inn á góðan stað þar sem amma og
Stjáni taka á móti þér.
Kynni okkar hófust þegar þú sótt-
ir mig á fæðingardeildina í byrjun
mars 1970 á gömlum Moskvitch. Eft-
ir það áttir þú í mér hvert bein. Þá
var ég rík, átti tvo afa sem ekki sáu
sólina fyrir mér eftir því sem mér er
sagt. Það var Þorkell pabbi mömmu
og þú stjúpi hennar. Þorkell afi dó
svo þegar ég var fimm ára, en þú
varst eftir, afi minn, eiginlega bæði
sem afi og pabbi.
Þú sóttir mig ekki bara á fæðing-
ardeildina heldur líka í leikskólann
þú vannst á dráttarvél með húsi og
stundum á föstudögum sóttir þú mig
sem var mikið sport. Ég man enn
eftir skeggbroddunum þegar ég kom
hlaupandi upp í fangið á þér, en þetta
var í þá daga. Engum mundi detta í
hug í dag sækja börn í leikskóla á
dráttarvél.
Þú kenndir mér margt og get ég
sjálfsagt endalaust talið upp hvað við
gerðum og hvernig við upplifðum
hlutina. Ég man þegar sátum við eld-
húsborðið og fengum okkur herra-
mannsmat, ég kallaði þorramatinn
alltaf herramannsmat og því fékk
enginn breytt. Súr hvalur var mitt
uppáhald og get ég stundum hlegið
núna þegar ég er að gefa Bjarna Þór
syni mínum súran hval, sem hann er
mjög hrifinn af. Þá segi ég oft: Þetta
kenndi Jón afi mér að borða.
Þú komst einu sinni í mat til okkar
hér á Kjalarnesið á sprengidag.
Borðaðir salkjöt og baunir, svona
smátilbrigði af herramannsmat.
Eins var morgunkaffið okkar sem
var opinbert leyndarmál. Við vökn-
uðum á morgnana ef ég var hjá ykk-
ur ömmu og sátum við eldhúsborðið.
Ég á náttfötunum og þú í vinnugalla
og drukkum kaffi með sykri og mjólk
út í. Toppurinn á öllu var að ég fékk
franskbrauð með miklu smjöri á, þá
meina ég íslensu smjöri, svo var öllu
saman dýft ofan í kaffið og borðað
með bestu lyst.
Þú kenndir mér líka að vera ekki
tapsár. Þú gast spilað út í eitt við
mig, ég veit að þú leyfðir mér stund-
um að vinna, en lést mig líka tapa og
hættir ekki fyrr en ég skildi að mað-
ur verður að kunna að tapa. Þetta er
ég að reyna að kenna syni mínum,
hann er óskaplega tapsár í spilum.
Svona gæti ég endalaust rifjað
upp góðar stundir með þér en læt
þetta duga, en ekki er lífið tóm gleði.
Maður kemst oft snemma að því, allt
í einu kom sorgin inn í líf mitt. Ég
var hjá ykkur ömmu í jólafríinu mínu
og á gamlárskvöld 1980 vorum við á
miðri Breiðholtsbrautinni á leið vest-
Jón Guðmundsson