Morgunblaðið - 16.02.2007, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 45
og Jenna í myndbandstækið þitt fyr-
ir mig að horfa á. Síðan gáðirðu ann-
að slagið að mér inn í stofu, braust
niður hnetur handa mér eða gafst
mér vínber. Þessar ljúfu minningar
ásamt mörgum öðrum mun ég ávallt
varðveita. Vil ég enda hér með
stuttu ljóði til þín;
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Vertu sæll elsku afi, hvíl í friði.
Þín
Hrafnhildur.
Elsku afi Árni.
Að sitja hér við borðið að Víðivöll-
um 4, þar sem þið amma óluð upp
börn ykkar og bjugguð mestan part
af ævi ykkar saman, er frekar und-
arlegt þegar maður veit að þú ert
farinn burt á vit feðranna. Það voru
ófá skiptin sem við komum hingað
systkinin með foreldrum okkar í
heimsókn og ávallt var borin á borð
súkkulaðikaka og mjólk. Ósjaldan
varstu úti í skúr að dunda þér við að
smíða úr tré þegar við komum og
alltaf var jafngaman að horfa á þig
vinna. Þar gastu eytt góðri stund á
daginn, staðið við rennibekkinn og
rennt vasa, lampa- og borðfætur.
Þetta eru þau gull og gersemar sem
við eigum í dag, að ekki sé minnst á
askana, litlu strokkana og mjólkur-
föturnar sem þú nostraðir við að búa
til. Dýrgripirnir sem liggja eftir þig
eru ófáir og hver öðrum fegurri
enda lagðirðu alltaf mikla alúð í
verkin þín, allt niður í minnstu smá-
atriði.
Þrátt fyrir að þú hafir ekki átt
kost á langri skólagöngu þá varstu
ávallt mikill námsmaður í okkar
augum þar sem alla ævi varstu að
sanka að þér fróðleik um jarðfræði,
landafræði, tungumál og margt
fleira. Allt fram til síðustu daganna
þinna varstu að kynna þér eitthvað
nýtt eða að rifja upp gamla þekk-
ingu.
Ef einhver í fjölskyldunni fór utan
varstu ekki lengi að finna upplýs-
ingar um landið eða löndin sem við
fórum til og tileinka þér þær, þannig
að þegar við komum heim varstu vel
með á nótunum þegar við sögðum
frá ferðum okkar. Þannig upplifð-
irðu ferðirnar okkar á þinn hátt með
okkur.
Á vorin og haustin var alltaf farið í
kartöflugarðana og munu þessar
ferðir seint hverfa okkur úr minni né
heldur heimsóknir í Kjarnalund til
þín og ömmu síðastliðin tvö ár.
Megi góður Guð gefa að þér líði
vel á nýjum stað og elsku ömmu Sól-
veigu styrk á erfiðum stundum.
Þín barnabörn,
Vala, Heimir og Sólveig Ása.
Ég sá Árna bróður minn síðast
um miðjan ágústmánuð á liðnu
sumri. Ég var þá staddur á Akureyri
og heimsótti þau Sólveigu að
Kjarnalundi, þar sem þau höfðu þá
búið um hríð.
Það var alveg sérstaklega fallegt
veður þennan dag, glampandi sól,
heiðríkja og logn. Eyjafjörður skart-
aði sínu fegursta, Pollurinn var
rennisléttur og Vaðlaheiðin speglað-
ist í sjónum. Myndin var fullkomin,
þetta var eins og í gamla daga.
Við vorum hálfbræður, samfeðra.
Hann var elsti sonur föður okkar og
fyrri konu hans Ingibjargar Þor-
láksdóttur frá Kotá, en hún lést úr
berklum ung að árum frá fjórum
ungum sonum. Hann ólst því upp hjá
föðurfólki sínu í Skálpagerði.
Það var mikill aldursmunur á okk-
ur, og eðlilega gætti hans mest á
unglingsárum mínum, en þegar árin
liðu kynntumst við betur og áttum
margar ánægjulegar samverustund-
ir.
Árni og Sólveig bjuggu mestallan
sinn búskap á Víðivöllum 4 og þar
staðset ég þau í minningunni. Þang-
að var alltaf gott að koma og gest-
risni í hávegum. Árni starfaði lengst
af í Mjólkursamlaginu á Akureyri.
Eftir að hann hætti störfum þar og
fór á eftirlaun undi hann sér löngum
stundum við rennibekkinn sinn.
Hann var mikill hagleiksmaður,
sannkallaður völundur, og allt lék í
höndum hans. Hann teiknaði falleg-
ar myndir og var listasmiður og bera
allir munirnir sem hann smíðaði og
liggja eftir hann, vitni um listfengi
hans.
Árni var viljafastur maður og
hafði sínar fastmótuðu skoðanir á
hlutunum. Hann var ætíð hrein-
skiptinn og áreiðanlegur. Það má
e.t.v. segja að Árni væri heimspeki-
lega sinnaður. Hann var íhugull og
rólyndur í eðli sínu og velti oft fyrir
sér tilverunni og reyndi að skilja
hana.
Þegar leið að ævikvöldi hægði
Árni ferðina. Sjúkdómar höfðu gert
vart við sig og síðustu árin voru oft
erfið. Þennan sólbjarta dag í ágúst á
liðnu sumri, þegar við hittumst í
hinzta sinn heyrði ég og fann þverr-
andi lífskraft hans.
Nú við leiðarlok kveð ég bróður
minn og þakka honum samfylgdina.
Við hjónin vottum Sólveigu og börn-
unum, ásamt fjölskyldum þeirra,
dýpstu samúð.
Loks eftir langan dag
lít ég þig, helga jörð.
Seiddur um sólarlag
sigli ég inn Eyjafjörð.
Ennþá á óskastund
opnaðist faðmur hans.
Berast um sólgyllt sund
söngvar og geisladans.
Verja hinn vígða reit
varðtröllin klettablá,
máttug og mikilleit,
Múlinn og Gjögratá.
Hljóti um breiða byggð
blessun og þakkargjörð
allir, sem tröllatryggð
taka við Eyjafjörð.
(Davíð Stefánsson.)
Haukur Heiðar Ingólfsson.
ur á Seljaveg til mömmu í mat. Það
var mikil umferð og allir að flýta sér.
Ég kát og áhyggjulaus í aftursætinu,
þið amma að tala saman í framsæt-
inu. Allt í einu líður amma út af, það
leið dágóður tími þar til afi gat
stoppað leigubíl sem gat kallað á
sjúkrabíl. Þetta var fyrir tíma far-
símanna. Afi fór með ömmu í sjúkra-
bílnum og leigubílstjórinn fór með
mig heim. Þegar afi kom svo seint
um kvöldið var allt búið, hún amma
mín var dáin.
Ég vil votta Kolbrúnu, syni henn-
ar Jóni Úlfi, öðrum aðstandendum
og vinum samúð mína.
Takk fyrir allt, afi minn. Guð
geymi þig.
Þín
Linda Björk.
Kæri bróðir, á kveðjustund leitar
hugurinn til baka, minningarnar
hlaðast upp. Það var gaman að alast
upp í stórum systkinahópi á Hrauni í
fallegu sveitinni okkar. Þú varst
mikill sveitadrengur í þér, áttir alltaf
kindur og hesta á meðan þú gast
hugsað um það og heilsan leyfði. Þú
ferðaðist mikið um Suðurland á hest-
unum þínum og hringdir í mig að
ferð lokinni og sagðir mér ferðasög-
urnar og oft kom Pétur þar við sögu.
Þú varst alveg einstaklega minnug-
ur, það var sama um hvað var talað,
þú varst með allt á hreinu og mundir
öll nöfn. Það síðasta sem þú spurðir
mig um var hvort Grundarfjörðurinn
væri enn fullur af síld.
Ég vil þakka þér, kæri bróðir, fyr-
ir allt sem þú og Jóhanna þín gerðuð
fyrir mig. Ég vil þakka Dísu og fjöl-
skyldu hennar fyrir allt það sem þau
gerðu fyrir Jón, þau eru alveg ein-
stök fyrir hvað þau reyndust honum
vel. Vinum hans úr Fjárborg og
hesthúsunum og Pétri og fjölskyldu
vil ég þakka fyrir umhyggju og góð-
semd við hann.
Elsku Kolbrún og Jón Úlfur, ég
bið guð að styðja ykkur og styrkja í
sorginni.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinarskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Guð blessi minningu um góðan
dreng.
Þín systir
Guðlaug.
Um 1980 kom í hóp okkar fjáreig-
enda í Kópavogi og Reykjavík vask-
legur maður sem stundaði bæði
hestamennsku og fjárbúskap sér til
yndis og ánægju.
Þar var kominn Jón Guðmunds-
son, fyrrum sjómaður, sem hélt
lengst af gripi sína í húsum inni á
Kjóavöllum í Vatnsendalandi í Kópa-
vogi. Á þeim tíma hafði fénu á svæð-
inu fækkað mikið frá því að það var
flest, um 1960, en þá voru um 5000
vetrarfóðraðar kindur í Kópavogi,
Reykjavík og á Seltjarnarnesi. Enn
átti fénu eftir að fækka þannig að nú
eru aðeins tæplega 300 vetrarfóðr-
aðar kindur í Reykjavík og Kópavogi
en Seltjarnarnes fjárlaust. Jón
stundaði búskap sinn eins lengi og
heilsa og aðstaða leyfðu, átti síðast
hesta í Fjárborg. Á meðan hann var
á Kjóavöllunum vorum við lengi ná-
grannar þar efra og einnig kom við
sögu félagi okkar, Valgeir G. Magn-
ússon sem lést fyrir tveim árum.Við
fjáreigendur minnumst Jóns sem
prýðilegs félaga sem lá aldrei á liði
sínu. Hann var mjög duglegur
smalamaður, tók vel til hendinni í
réttum og öðru fjárragi og reyndist
sérlega hjálplegur við ýmis tækifæri.
Því kynntist ég reyndar sjálfur oftar
en einu sinni, t.d. þegar eitthvert
tæknilegt vandamál hrjáði hrútinn
minn í byrjun eins fengitímans. Þá
var Jón kominn eins og hendi væri
veifað með sprækan, hvítan, hrút í
Landrovernum, ekkert mál. Annars
átti hann aðallega mislitar kindur,
flestar mjög kvikar á fæti, og þótti
skrautlegt í dilknum hjá Jóni í Foss-
vallarétt á haustin, flest móflekkótt.
Jón reyndist okkur einnig liðtækur í
félagsstarfi, var í Sauðfjáreigendafé-
lagi Kópavogs, mætti vel á fundi og
sinnti þar stjórnarstörfum um skeið.
Hann var glöggur á bæði dýr og
menn, hafði glettileg tilsvör á reiðum
höndum og með honum var gott að
gleðjast á góðum stundum. Jón var
drengur góður og er mér ljúft að
færa aðstandendum hans innilegar
samúðarkveðjur frá mér og öðrum
fjáreigendum í Reykjavík og Kópa-
vogi. Blessuð sé minning hans.
Ólafur R. Dýrmundsson.
✝
Sambýlismaður minn, faðir okkar, fósturfaðir og afi,
ÁSGEIR SIGURÐSSON,
Ljótarstöðum,
Skaftártungu,
andaðist á Landspítalanum aðfaranótt sunnudags-
ins 11. febrúar.
Útför hans fer fram frá Grafarkirkju laugardaginn
17. febrúar kl. 14.00.
Helga Bjarnadóttir,
Fanney Ásgeirsdóttir,
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir,
Stella Sverrisdóttir,
Ásta Sverrisdóttir
og María Ösp Árnadóttir.
✝
Ástkær sonur minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
BERGÞÓR NJÁLL GUÐMUNDSSON,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn
19. febrúar kl. 13.30.
María Magnúsdóttir,
María Bergþórsdóttir, Guðmundur Hjálmarsson,
Helgi Bergþórsson,
Kristín Bergþórsdóttir, Pétur Þór Lárusson,
Ingibjörg H. Bergþórsdóttir, Guðmundur Kr. Ragnarsson,
Guðmundur Örvar Bergþórsson, Aðalheiður Gísladóttir,
Rúnar Þór Bergþórsson,
Albert Valur Albertsson,
Brynjar Bergþórsson, Apríl Eik Stefánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Útför
ÞORBJARGAR GUÐRÍÐAR
VILHJÁLMSDÓTTUR,
Miðgarði 3,
Neskaupstað,
fer fram frá Norðfjarðarkirkju laugardaginn
17. febrúar og hefst athöfnin kl. 14.00.
Jón S. Einarsson,
Kristín Björg Jónsdóttir,
Margrét Jónsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
MARGRÉT EMILSDÓTTIR KROLL,
Lübeck, Þýskalandi,
húsfreyja í Króki, Grafningi,
síðast til heimilis
á hjúkrunarheimilinu Víðinesi,
lést á Landspítalanum Hringbraut laugardaginn
10. febrúar.
Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Innilegar þakkir til starfsfólks Víðiness fyrir góða umönnun og hlýhug.
Egill Guðmundsson,
Birgir Emil J. Egilsson, Sigríður Guðlaugsdóttir,
Tómas Grímkell Egilsson, Ingibjörg S. Adolfsdóttir,
Elfa Karólína Egilsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ELÍN SIGURÐARDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Eir,
Hlíðarhúsum 7,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 14. febrúar.
Jarðarförin verður gerð frá Fossvogskirkju
föstudaginn 23. febrúar kl. 13.00.
Kristín Þorsteinsdóttir, Þórður Jónsson,
Sigríður Þorsteinsdóttir,
Erla Þorsteinsdóttir, Ágúst Haraldsson,
Steinunn Þorsteinsdóttir, Geir Gíslason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
EINAR ÓLAFSSON
rafvirki,
Ársölum 3,
Kópavogi,
lést á Kanaríeyjum að morgni sunnudagsins
11. febrúar.
Útförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Stefánsdóttir.