Morgunblaðið - 16.02.2007, Síða 46
46 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Teitur Kjart-ansson, fyrrver-
andi bóndi í Flag-
bjarnarholti í
Landsveit, fæddist í
Auðsholti í Hruna-
mannahreppi 10.
júlí 1918. Hann lést
á Dvalarheimilinu
Lundi á Hellu
þriðjudaginn 6.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Margrét Jó-
hannsdóttir hús-
móðir, f. 19. mars
1889, d. 22. október 1951 og
Kjartan Stefánsson bóndi og odd-
viti, f. 30. júlí 1885, d. 6. apríl
1966. Systkini Teits eru Stefán
bóndi í Flagbjarnarholti, f. 17.
nóvember 1916, d. 8. apríl 1972,
Jóhann Grétar, f. 10. nóvember
1920, d. sama ár, Brynjólfur, f. 15.
janúar 1923, d. 25. febrúar 1939,
Magnús bóndi í Hjallanesi, f. 5.
júní 1924 og Jóhanna húsmóðir í
Reykjavík, f. 15. ágúst 1926, d. 11.
apríl 1993.
Teitur kvæntist 21. febrúar
1953, Ingunni Kjartansdóttur, f.
24. maí 1923, d. 4. september
2000. Foreldrar hennar voru
Kristrún Guðjónsdóttir húsmóðir,
dóttir 1944. 3) Kristján Þór Han-
sen málari, f. 10. júlí 1950, kvænt-
ur Sigurbjörgu Egilsdóttur, f. 1.
ágúst 1950. Þau búa á Sauð-
árkróki. Börn þeirra eru Kristján
Örn, hann á tvö börn, Ásdís, hún á
tvö börn, Egill Jón, hann á tvö
börn, og María, hún á tvö börn.
Teitur fór til náms í Héraðs-
skólann á Laugarvatni og eftir
það vann hann við ýmis störf og
m.a. við smíðar og verkamanna-
vinnu í Reykjavík á stríðsárunum.
Síðan flutti hann aftur til foreldra
sinna og tók þátt í bústörfum
þeirra. Í heimasveit sinni var
hann m.a. þátttakandi í bún-
aðarfélaginu, ungmennafélaginu
og kirkjukórnum auk þess að sitja
í hreppsnefnd um árabil. Teitur
stofnaði ásamt fleirum fiskeld-
isstöðina Búfisk í Laugum og í
kjölfar þess stofnaði hann ásamt
nágrönnum sínum hitaveitu, sem
starfrækt er í dag og flytur vatn
til margra bæja í nágrenninu. Auk
hefðbundins alhliða búskapar
stundaði hann skógrækt á jörð
sinni í allmörg ár og eftir að hann
seldi jörð og bústofn skildi hann
eftir land þar sem hann byggði
sér hús á skógræktarsvæði sínu,
þar sem hann bjó, þar til hann
flutti alfarinn á Dvalarheimilið
Lund á Hellu í október 2003.
Útför Teits verður gerð frá
Skarðskirkju í Landsveit í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
f. 10. júní 1895, d. 14.
júní 1976 og Kjartan
Jónsson trésmiður, f.
21. september 1899,
d. 24. mars 1989.
Börn Teits og Ing-
unnar eru: 1) Brynj-
ólfur húsasmíða-
meistari, f. 5. apríl
1953, maki Guðrún
Svandís Þorleifs-
dóttir leikskólakenn-
ari, f. 25. júlí 1958.
Þau búa í Sønder-
borg í Danmörku.
Börn þeirra eru
Baldvin Ósmann, Ingunn Fjóla og
Bryndís Björk. 2) Margrét bókari,
f. 30. júní 1954. Hún býr í Reykja-
vík. Fyrrv. maki, Valmundur
Gíslason bóndi, f. 8. júlí 1953.
Börn þeirra eru Gísli, Teitur Ingi,
hann á 1 barn, Stefán og Kristrún
Ósk. Börn Ingunnar fyrir hjóna-
band eru: 1) Kristrún Kjartans
saumakona, f. 22. september 1942.
Faðir Michael Denning. Gift Að-
albirni Þór Kjartanssyni húsa-
smíðameistara, f. 8. febrúar 1943.
Þau búa í Reykjavík. Börn þeirra
eru Katrín Björg, hún á þrjú börn
og tvö barnabörn, Kjartan, dreng-
ur, andvana fæddur og Þorsteinn,
hann á eitt barn. 2) Andvana fædd
Mig langar að minnast nokkrum
orðum stjúpföður míns, Teits
Kjartanssonar, sem ég kynntist níu
ára gömul árið 1951, þegar móðir
mín, Ingunn Kjartansdóttir, fór
sem ráðskona til föður hans, Kjart-
ans Stefánssonar, sem þá var bóndi
í Flagbjarnarholti. Kjartan hafði þá
nýlega misst konu sína, Margréti
Jóhannsdóttur. Teitur minntist oft
móður sinnar sem hann dáði svo
mjög og var sérstaklega kært með
þeim.
Á þessum tíma var Teitur bónda-
sonurinn á bænum og giftust hann
og móðir mín fljótlega og ég eign-
aðist tvö systkin, Brynjólf og Mar-
gréti. Þetta var mikil breyting hjá
mér borgarbarninu en ég fann mig
fljótt í sveitinni, kannski ekki síst
fyrir það að eignast svo góðan
stjúpa. Teitur ól mig upp sem sína
eigin dóttur sem ég met mikils.
Hann ávarpaði mig alltaf „Dúna
mín“. Þess vegna segi ég, Teitur
minn, þakka þér fyrir allt sem þú
varst mér og gerðir fyrir mig. Það
hefði enginn getað gert betur, elsku
Teitur minn.
Guð geymi þig.
Þín
Kristrún Kjartans (Dúna).
Ástkær tengdafaðir minn Teitur
er látinn. Hann lagði þreyttur en
sáttur aftur augun hinsta sinni,
hinn 6. febrúar sl. Með honum er
genginn góður maður. Maður sem
lifði í sátt og samlyndi við umhverfi
sitt.
Elsku Teitur, á þessum tímamót-
um er ástæða til að staldra við og
rifja upp. Rifja upp allt það góða
sem tengist þér. Það var gott að
vera tengdadóttir þín og á milli
okkar myndaðist dýrmæt vinátta.
Eitt af því fyrsta sem ég tók eftir í
fari þínu var umönnunareðli þitt.
Þú hlúðir að fólkinu þínu, dýrunum
og jörðinni þinni af stakri nærgætni
og skilyrðislausri ást. Ást þín og
virðing fyrir móður þinni, visku
hennar og framsýni var þér sterkt
leiðarljós. Því náðir þú að miðla til
þinna afkomenda. Jákvætt lífsvið-
horf þitt og framsýni voru einnig
sterkir þættir í þínu fari. Ég hef
alltaf dáðst að því að þegar þú
hættir bústörfum vegna aldurs
ákvaðstu að fara í skógrækt. Það
segir mikið til um þá þolinmæði og
framsýni sem þér var gefin. Þú
varst að þessu fyrir komandi kyn-
slóðir því lífið heldur áfram þó við
hverfum eitt af öðru úr þessari
jarðvist. Veturnir sem við fengum
að njóta þess að hafa þig hjá okkur
í Sönderborg eru ómetanlegir í
minningarsjóði okkar. Þú naust
þess að vera hjá okkur, hafa hlut-
verk. Það var þér mikilvægt. Hjá
okkur sástu um að taka á móti
stelpunum úr skólanum, viðra
Laugu og sjá til þess að brenniofn-
inn fengi nægan eldivið til að hita
húsið. Þá var nú gott að við gátum
farið í danska skóginn með íslenska
skógræktarbóndanum og fellt tré
og flutt heim. Já, það þurfti mörg
tré þegar þú sást um ofninn. Áhugi
þinn á skógrækt var mikill og við
höfðum nú smá gaman af því þegar
þú fórst í fyrsta skipti að sjá soninn
spila fótbolta þá var áhuginn meiri
á trjánum umhverfis fótboltavöll-
inn. Náttúran var í blóði þínu. Já,
þær eru margar góðu minningarnar
sem þú gafst okkur. Guð blessi
minningu þína.
Þín
Guðrún.
Tengdafaðir minn, Teitur Kjart-
ansson, fyrrv. bóndi í Flagbjarn-
arholti, Landsveit, lést á Dvalar-
heimilinu Lundi á Hellu
þriðjudaginn 6. febrúar sl. Hann
hafði átt við vanheilsu að stríða síð-
ustu misseri, en heilsu hans hrakaði
svo fyrir u.þ.b. tveimur vikum og
var þá nokkuð ljóst hvert stefndi og
veit ég að hann var sáttur orðinn
við sitt lífshlaup, hátt í nírætt.
Teiti kynntist ég árið 1960, er ég
kom í Flagbjarnarholt með konu-
efni mínu, Kristrúnu (Dúnu), sem
ég hafði kynnst í Skógaskóla, en
hún var stjúpdóttir Teits. Ég sá
strax hversu hænd hún var að
stjúpföður sínum, en hann bar
flesta þá kosti sem prýtt geta einn
mann. Teitur gekk Dúnu í föður-
stað frá fyrstu tíð eins og sínu eigin
barni og fann ég aldrei fyrir öðru
sem tengdasonur en að þar færu
feðgin. Hann bar alla tíð hag okkar
fjölskyldunnar fyrir brjósti jafnt
sem sinna eigin.
Teitur fór ungur til náms í Hér-
aðsskólann á Laugarvatni og eftir
það stundaði hann ýmsa vinnu, m.a.
í Reykjavík á stríðsárunum áður en
hann flutti aftur í sveitina til að
taka þátt í bústörfum foreldra
sinna. Fljótlega eftir giftingu tóku
Teitur og Ingunn við búskapnum
og bjuggu þar fyrst ein með börn-
um sínum og síðar félagsbúi með
Margréti dóttur sinni og Valmundi,
fyrrverandi eiginmanni hennar.
Teitur var farsæll og góður
bóndi. Búskapur hans gekk vel og
var umönnun bústofns, jarðar,
húsakosts og véla til fyrirmyndar.
Hann var vel liðinn af sveitungum
sínum og starfaði að ýmsum málum
í sveitinni. M.a. sat hann í hrepps-
nefnd um árabil.
Árið 1987 stofnaði hann, ásamt
fleirum, fiskeldisstöðina Búfisk í
Laugum á bökkum Þjórsár sem að
hluta eru í landi Flagbjarnarholts.
Frá náttúrunnar hendi er þetta ein-
hver besta stöð til seiðaeldis á land-
inu. Í kjölfar þess stofnaði hann
ásamt nágrönnum sínum hitaveitu
sem flytur vatn til húshitunar fjölda
bæja í nágrenninu. Að þessu svæði
lagði hann síðan veg í félagi við
aðra.
Á síðustu árum búskapar síns tók
Teitur til við að græða landið skógi.
Valdi hann til þess landsvæði norð-
ur af bænum þar sem meðal annars
er kennileiti eitt sem heitir Vörður
þaðan sem útsýni er sérlega fagurt
til allra átta. Eftir að búskap lauk
árið 1998 seldi hann jörð og bú-
stofn, en skildi eftir landsvæði þar
sem þau hjón byggðu sér fallegt
hús í skógarreitnum sem þau gáfu
nafnið Vörður. Þar átti að eyða ævi-
kvöldinu. En því miður gekk það
ekki eftir. Ingunn gekkst undir
hjartaaðgerð haustið 1999 sem
tókst vel en í kjölfarið veiktist hún
af krabbameini og lést í september
árið 2000 og var það mikið áfall.
Teitur lauk samt smíði hússins og
flutti þar inn og hélt áfram hugð-
arefni sínu, skógræktinni, af fullum
áhuga meðan kraftar og heilsa
leyfðu. Léleg lungu urðu honum þó
fjötur um fót, að arka um þýfðar
grundir með hríslur og verkfæri í
höndum auk þess að fylgjast með
girðingum og er með ólíkindum
hverju hann fékk áorkað svona á
sig kominn. Um ókomna tíð mun
þetta landsvæði bera Teiti Kjart-
anssyni fagurt vitni þar sem hann
hefur gróðursett tugþúsundir
plantna sem dafna vel.
Fljólega eftir að Teitur fór að
búa einn í Vörðum keyrði hann
nánast daglega niður á Hellu á
Dvalarheimilið Lund, 25 km hvora
leið, til að hvíla sig frá skógrækt-
inni, hitta kunningja og fá sér snarl,
því kokkarí var ekki hans sérgrein.
Það var síðan 29. október 2003 sem
hann flutti alfarið á Lund þar sem
hann undi hag sínum vel. Nokkrum
sinnum þurfti að flytja Teit á
sjúkrahús til Reykjavíkur eða Sel-
foss vegna krankleika, en alltaf
sneri hann aftur og oft hress sem
aldrei fyrr.
Nú er minn elskulegi tengafaðir
allur og sáttur við guð og menn. Við
Dúna og fjölskyldur þökkum hon-
um ánægjulega og eftirminnilega
samfylgd sem aldrei bar skugga á.
Ég vil að lokum geta þess hversu
vel börnin hans sáu um hann.
Fyrstu árin eftir lát Ingunnar buðu
Brynjólfur og Guðrún honum að
dvelja hjá sér vetrarlangt í Dan-
mörku í tvo vetur þar sem hann
undi hag sínum vel. Þá hefur Mar-
grét verið dugleg við að heimsækja
föður, auk þess að hafa vökult auga
með húsinu í Vörðum.
Öllu starfsfólki á spítulum sem
annaðist hann þökkum við af alhug
fyrir frábæra umönnun, en sérstak-
lega þó starfsfólkinu á Lundi.
Teitur Kjartansson✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
GUÐMUNDUR JÓNASSON,
verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ
mánudaginn 19. febrúar kl. 13.00.
Magnús Guðmundsson, Stella B. Baldvinsdóttir,
Ævar Guðmundsson, Guðrún B. Eyjólfsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og
barnabarnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu mér og
aðstandendum mínum samúð og hlýju við andlát
og útför hjartkærrar eiginkonu minnar,
EDITH DAM RAGNARSSONAR,
Vík í Mýrdal.
Fyrir hönd barna, barnabarna og langömmubarna,
Reynir Ragnarsson,
Vík í Mýrdal.
✝
Þökkum öllum þeim sem veittu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra
ÁSGEIRS ÁRMANNSSONAR
bókbindara,
Ásgarði 63.
Fyrir hönd aðstandenda,
Lára Herbjörnsdóttir.
✝
Hjartkær eiginmaður minn,
KOLBEINN ÞORGEIRSSON
múrari,
Víkurbraut 32,
Höfn, Hornafirði,
verður jarðsunginn frá Digraneskirkju í Kópavogi
mánudaginn 19. febrúar kl. 13.00.
Minningarathöfn verður haldin í Hafnarkirkju
laugardaginn 17. febrúar kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans, er vinsamlega bent á minningarsjóð Skjól-
garðs eða Félag aðstandenda Alzheimerssjúkra, sími 533 1088 eða 898 5819.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Jóhanna D. Magnúsdóttir.
✝
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og
útför bróður okkar,
BENEDIKTS HÁKONAR INGVARSSONAR
frá Ytri Skógum.
Sérstakar þakkir til Önnu Mörtu Guðmundsdóttur
og séra Ragnheiðar Karitasar Pétursdóttur.
Brynhildur Sigtryggsdóttir,
Ingibjörg Sigtryggsdóttir,
Ólína Sigtryggsdóttir,
Jóhanna Sigtryggsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát
og útför systur okkar, frænku, mágkonu og svil-
konu,
ÖLFU ÞORBJARGAR HJÁLMARSDÓTTUR
lyfjafræðings.
Sérstakar þakkkir til starfsfólks á deild V3 á elli- og
hjúkrunarheimilinu Grund fyrir góða umönnun.
Erla H. Hjálmarsdóttir,
Hjálmar V. Hjálmarsson,
Sigríður Gísladóttir,
Áslaug Ásmundsdóttir,
Ingveldur Ásmundsdóttir,
Kristín Jónsdóttir.