Morgunblaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þorsteinn Daní-el Marelsson fæddist í Ölvers- holti í Holtum í Rangárvallasýslu 8. febrúar 1941. Hann lést á LSH 7. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Mar- grét Ágústa Snæ- laugsdóttir, f. 29. júlí 1921, d. 6. júlí 1958 og Marel Þor- steinsson, f. 1. ágúst 1911, d. 20. maí 1983. Þorsteinn kvæntist 8. febrúar 1964 Hólmfríði Geirdal, f. í Gríms- ey 5. mars 1945. Þau eiga þrjú börn, þau eru: 1) Margrét Guðrún, f. 11. júlí 1964, gift Bjarna Val Valtýssyni, f. 29. júní 1963 og eiga þau tvö börn, Andra Valtý, f. 7. maí 1989 og Signý Rún, f. 1. des- ember 1995. 2) Árni Freyr, f. 26. var móðir hans komin á sjúkra- hús. Þegar hann hafði aldur til fór hann í Skógaskóla og útskrifaðist þaðan árið 1959. Þá flutti hann til Reykjavíkur, lærði prentiðn í prentsmiðjunni Gutenberg og út- skrifaðist með sveinspróf í prent- un frá Iðnskólanum í Reykjavík 12. janúar 1964. Hann vann í Gu- tenberg til ársins 1980. Síðan vann hjá Sjónvarpinu við Stund- ina okkar ásamt fleiri verkefnum í 4-5 ár. Árið 1989 hóf hann störf hjá SÁÁ og vann þar til 2002 en þurfti þá að hætta vegna veikinda sem höfðu hrjáð hann síðan 1997. Þor- steinn var þekktur rithöfundur, hann skrifaði leikrit fyrir Sjón- varp og útvarp, einnig skrifaði hann þó nokkrar bækur, aðallega unglingabækur. Útför Þorsteins verður gerð frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. janúar 1967. 3) Mar- el, f. 27. desember 1968, í sambúð með Emiliu Fonseca, f. 13. apríl 1965 og eiga þau eina dóttur, Freyju Yasmine, f. 16. maí 2005. Fyrir á Marel einn son, Osk- ari, og Emilia einn son, Ricardo. Þorsteinn ólst upp í Ölversholti til 6 ára aldurs en þá þurftu foreldrar hans að bregða búi vegna veikinda Margrétar og fluttu til Reykjavíkur. Þegar þau fluttu suður tóku hjónin Ingvar Loftsson og Sigríður Jónsdóttir í Holtsmúla Þorstein í fóstur, eitthvað var hann líka hjá móðursystur sinni Ólöfu í Guttormshaga. Hann var þarna í sveitinni að mestu leyti, en skrapp stundum til Reykjavíkur í heimsókn til foreldra sinna, þá Elsku afi, okkur langar til að þakka þér fyrir allar góðu samveru- stundirnar sem við áttum með þér í Unufelli og allar skemmtilegu ferð- irnar í Mosakotið. Elsku afi, við vitum að þér líður vel núna þó að við söknum þín mikið og við vitum líka að þú ert með okkur öllum stundum. Ástarkveðjur, barnabörnin. „Dáinn, horfinn“ – harmafregn! hvílíkt orð mig dynur yfir! En eg veit að látinn lifir; það er huggun harmi gegn. Þessar hendingar úr eftirmælum eftir Jónas Hallgrímsson um látinn vin sinn, Tómas Sæmundsson komu mér í huga er ég frétti lát vinar míns Þorsteins Marelssonar. Hann var sönn hetja. Áratugur er liðinn síðan Þorsteinn greindist með krabbamein. Hann hóf skipulagða baráttu við vágestinn og við vinir hans vonuðum að hann myndi sigra að lokum. Kær vinur er ekki lengur á meðal okkar. Það er trú mín að við hittumst í nýjum heimkynnum þar sem kon- ungurinn í ríki kærleikans, Jesús Kristur, verndar okkur og styrkir í heimi kærleika, jafnréttis, bræðra- lags og friðar. Við vorum vinnufélagar í Guten- berg. Þorsteinn vann við prentvél. Fyrst þegar ég leit hann augum þá minnti hann mig á bókavörð. Hann var í margs konar grúski og rann- sóknum. Fór yfir skákir á meðan hann mataði prentvélina á verkefn- um, las bókmenntir eða þjóðfélags- mál. Ég var vann á lager og átti sömu áhugamál. Við tefldum og ræddum stöðuna í pólitíkinni. Róttækni æskufólks fór vaxandi. Við trúðum því að til væri betri heim- ur og sósíalisminn var sú hugsjón sem við bundum vonir við. Við gengum í Æskulýðsfylk- inguna, vorið 1964. Skömmu áður hafði hann kynnst eiginkonu sinni, Hólmfríði Geirdal. Þau hófu búskap á Mánagötu 6. Í gleði þeirra daga var margt spjallað og stundum lifað hátt, enda æskumenn á ferð er kunnu sér ekki hóf, og sáu í hillingum bjarta veröld. Þorsteinn var afkastamikill höf- undur. Hann samdi á annan tug út- varpsleikrita. Þá samdi hann nokkur sviðsverk. Auk leikrita skrifaði hann sjö unglingabækur og eitt smá- sagnasafn. Ásamt vini okkar Vernharði Lin- net stofnuðum við útgáfufyrirtækið, Lystræninginn s/f. Við gáfum marg- ar bækur út og einnig þrjú tímarit og er margs að minnast frá þeim árum. Haustið 1990 voru tímamót. Þor- steinn hóf störf hjá SÁÁ. Að lina þjáningar, að koma skjólstæðingum sínum undan áhrifum vímuefnanna var hans hugsjón. Hann var bæði hugsjónamaður og baráttumaður fyrir fegurra mannlífi. Allir sem kynntust Þorsteini að einhverju ráði geta um það borið að þar fór mikill mannkostamaður. Þorsteinn hélt upp á sextugsaf- mælið árið 2001. Flutt var pró- gramm, æviágrip úr lífi hans. Nokkrir baráttufélagar frá þeim ár- um þegar Þorsteinn var í farar- broddi í samtökum ungra sósíalista sungu Internasjónalinn, alþjóðasöng verkalýðsins. Það er ógleymanleg stund. Það var okkur vinum Þorsteins erfið reynsla að vita af veikindum hans. Að leiðarlokum flyt ég Hólm- fríði, Margréti, Árna Frey, Marel og öðrum ástvinum innilegar samúðar- kveðjur. Með Þorsteini Marelssyni er góður drengur genginn. Guð blessi minningu Þorsteins Marels- sonar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Ólafur Ormsson. Einn af nánustu vinum mínum, Þorsteinn Marelsson, er fallinn í val- inn eftir æðrulausa baráttu í áratug við óvæginn sjúkdóm. Til hinstu stundar vann hann að skriftum, síð- ast að kvikmyndahandriti fyrir Valdimar Leifsson, en samvinna þeirra var farsæl. Bar þar hátt myndina Á fálkaslóðum (1986). Þor- steinn átti ágætt samstarf við aðra kvikmyndagerðarmenn s.s. Hrafn Gunnlaugsson. Þorsteinn skrifaði skemmtilega fyrir börn og unglinga eins og bækur hans, sjónvarps- og útvarpsþættir bera með sér. Sögurnar um Þránd Hrein voru afbragð og samstarf hans og Ásu H. Ragnarsdóttur giftu- ríkt, hvort sem var í Mylsnu og Hrímgrund í hljóðvarpi eða Stund- inni okkar í sjónvarpi. Kímni Þor- steins naut sín þar vel, en henni kynntust margir fyrst í útvarpsþátt- um hans 1981; Á mánudagsmorgni: Þorsteinn Marelsson hefur orðið. Annars voru mánudagsmorgnar okkur Lystræningjum; mér, Þor- steini og Ólafi Ormssyni, oft erfiðir, en Þorsteinn var sá eini okkar sem skildi að fullu við Bakkus konung og í stað þess að sinna prentverki fór hann að hlúa að þeim er vínguðinn hafði lagt að velli. Við Þorsteinn og Ólafur störfuðum fyrst saman í Æskulýðsfylkingunni, en um tíma var Þorsteinn formaður ÆFR. Sam- starf okkar varð enn nánara er við tókum við bókmenntatímaritinu Lystræningjanum í desember 1976, og gáfum út, ásamt fleiri tímaritum og bókum, í fimm ár. Þá lauk mikilli útgáfusögu, erfiðri en alltaf skemmtilegri, jafnvel þegar gjald- heimtustjóri lét bjóða upp Skódabif- reið Hólmfríðar, konu Þorsteins, til að grynna á skattaskuldum útgáf- unnar og hafði ekki eyri upp úr krafsinu. Er við tókum við útgáfunni fylgdu ógreiddir víxlar og Olivetti- rafmagnsritvél. Annað eignaðist það forlag aldrei utan lager, en slíkt skipti hugsjónamenn litlu. Þorsteinn skrifaði nokkur sviðs- verk og voru tvö þeirra frumflutt í Þorlákshöfn, þegar ég var formaður Leikfélagsins, hið geysivinsæla Venjuleg fjölskylda (1976) og Legu- nautar (1977). Ég held að Þorsteins verði lengst minnst fyrir útvarpsleikrit sín. Níu þeirra hafa verið flutt, en í það minnsta tvö bíða upptöku. Fyrsta út- varpsleikritið: Auðvitað verður þér bjargað (1976), ber súrrealísku hug- arflugi höfundar gott vitni. Hið fjar- stæðukennda, sem þó var svo raun- verulegt, átti oft eftir að skjóta upp kollinum í leikritum hans sem og í smásagnasafninu Úr hugarfarinu (1989). Sandbylur (1983) og Líkræð- an (1993), sem RÚV gaf út á geisla- diski, eru gott dæmi þar um. Kannski rís list hans hvergi hærra en þegar hann lýsir gömlu fólki, sem lífið hefur leikið grátt, eins og í Hús- næði í boði (1983), þar sem Valur Gíslason bætti enn einum snilldar- kallinum í safn sitt, og hjónunum í Klóraðu mér á bakinu elskan (1999), síðasta útvarpsleikritinu sem enn hefur verið tekið upp eftir hann. Eitt sinn flugum við Þorsteinn saman til Hafnar að hlusta á Miles Davis, en hin síðari ár varð síminn samskiptatækið. Síðast spjölluðum við saman um bókmenntir, sósíal- isma „and all that jazz“ þremur dög- um áður en hann lést; nú lifa minn- ingarnar einar og verk hans. Hólmfríði, stoð hans og styttu, börnunum og fjölskyldum þeirra færa ég og mínir hugheilar samúðar- kveðjur. Vernharður Linnet. Nú er hann Steini vinur minn fall- inn frá eftir erfið veikindi um langt árabil en samt svo óvænt. Steina kynntist ég í Skógaskóla haustið 1957. Í Skógum var á þeim árum fádæma öflugt knattspyrnulíf. Allir strákar stunduðu „Lummu“ eins og boltinn var kallaður þar. Bekkjamót voru haldin og þeir sem ekki komust í bekkjaliðin fóru í „Blönduna“ eins og sameiginlegt lið allra þeirra sem ekki komust í bekkjaliðin var kallað. Ekki leið á löngu áður en ég tók eftir eldfljótum og sérlega teknískum peyja í 2. bekk, ekki hávöxnum, sem lék allar þær kúnstir sem prýða máttu hvern góð- an knattspyrnumann. Eldfljótur, leikinn og hugmyndaríkur. Þetta var Steini Mar eins og hann var kallaður meðal vina. Það var ekki fyrir nokk- urn mann að ráða við þennan eld- fljóta framherja sem raðaði inn mörkum á andstæðinga sína og lék þá oftast upp úr skónum auk þess að gefa eitraðar stoðsendingar. En Steini var ekki bara eitraður í boltanum. Hann var afburða góður skákmaður og meðal þeirra allra bestu í góðu skákliði skólans, hug- myndaríkur, klókur og sókndjarfur. Eftir að Skógaskólavistinni lauk hélt vinátta okkar og annarra góðra skólabræðra áfram. Við stofnuðum knattspyrnufélagið Dímon í Rangár- þingi og eftir árangurslítið basl við að öðlast rétt til að taka þátt í mótum leystist hópurinn upp. Ungmenna- félag skyldi það heita. Nokkrir félag- anna héldu hópinn hvort sem var á sumrin í Rangárþingi eða að vetri í Reykjavík. Auk boltans var tekið í skák og hlustað á djass, en þá náð- argáfu öðluðumst við Steini eftir nánari kynni við Vernharð Linnet vin okkar. Venni vélaði okkur á djasskynningar í Æskulýðsfylking- unni, en þaðan hrökklaðist ég eftir ótrúlegar lýsingar Venna vinar míns á nokkrum flytjendum jassins en Steini ílengdist svo herfilega á þeim slóðum að hann gerðist rauður kommi eins og hann sagði sjálfur, áð- ur verandi góður og gegn íhaldsmað- ur. Á tímabili vorum við vinirnir sam- mála um, að eðalmaður væri sá sem hefði áhuga á fótbolta og ekki væri verra að sá hinn sami héldi með Val og Man. Utd, hefði áhuga á skák og djassi og væri íhaldsmaður. Allt hef- ur þetta haldist nema í pólitíkinni og voru margar rimmurnar teknar í þeim efnum fyrstu árin, en nú er það allt grafið og gleymt. En upp úr stendur að í Steina Mar sló eðal Vals-hjarta, enda rautt. Eftirminni- legt var 60 ára afmæli Steina sem hann hélt í Valsheimilinu 2001. Á boltaárum okkar á Hvolsvelli kynntist hann góðri vinkonu okkar, Hólmfríði Geirdal, sem þá vann í Fé- lagsheimilinu Hvoli. Tókst með þeim góður vinskapur sem leiddi til þess að Steini og Holla og við Dúna, létum pússa okkur saman hjá séra Árelíusi Níelssyni á sameiginlegum afmælis- degi okkar Steina 8. febrúar 1964. Héldum svo upp á 40 ára viðburðinn 2004. Ég og fleiri vinir Steina Mar höf- um alltaf haldið því fram í mikilli al- vöru að ef hann hefði ekki átt í þess- um þrálátu kviðslitum á yngri árum og getað stundað boltann af ein- hverju viti, hefði hann orðið einn af okkar allra fremstu knattspyrnu- mönnum. Steini var kannski ekki nógu metnaðarfullur til að takast á við þetta verkefni auk þess sem hann var á stundum værukær og jafnvel latur í þeim skilningi. Skákmaður var hann góður og hefði orðið afburðamaður í þeirri grein hefði hann gefið sig í það. Um árabil vorum við ekki í miklu sambandi. Steini tileinkaði sér rit- störf og gerðist pólitískur mjög jafn- framt því sem hann eignaðist sér- stakan vin sem ekki átti gæfulega leið með honum. Ekki þar fyrir að við hinir vinirnir höfðum svo sem verið í ágætu vinfengi við hinn sama. Hinn seinni ár og sérstaklega eftir að Steini veiktist, hófum við sam- band aftur mér til mikillar gleði. Höfðum reyndar spurnir hvor af öðr- um í gegnum sameiginlegan vin, Vernharð Linnet. Nú er minn kæri vinur horfinn á braut, fyrr en ég hafði búist við og mun hann leika listir sínar á öðrum völlum. Vegna útfarar tengdaföður míns þennan dag, en þeir Steini voru gamlir sveitungar, getum við Dúna því miður ekki fylgt okkar kæra vini til grafar, en gerum það í bæninni. Við Dúna, sem var skólasystir Steina í barnaskóla í Landsveitinni, flytjum okkar innilegustu samúðar- kveðjur til Hollu, barna og barna- barna og megi minning Steina Mar ætíð lifa og hvíli hann í friði. Aðalbjörn Þór Kjartansson. Kynni okkar Þorsteins Marelsson- ar hófust í 2. bekk Héraðsgagn- fræðaskólans að Skógum fyrir tæp- um 50 árum. Skák og knattspyrna sameinaði okkur og við sóttum um að vera saman á herbergi síðasta vet- urinn. Hann þekkti vel bræðurna Skúla og Ólaf Engilbertssyni frá Pulu í Holtum, sem reyndar var hans sveit, og við fjórir urðum félagar á herberginu Prestsbakka í nýlegri heimavist skólans. Frá mínum bæj- ardyrum séð varð þessi unglingsvet- ur kannski glaðasti vetur ævinnar. Þennan vetur kynntist ég eigin- leikum Steina sem einkenndu hann alla ævi. Fyrst nefni ég kímnigáfuna. Gaman hans var græskulaust en hláturinn sauð niðri í honum þegar hann leitaði að spaugilegum flötum á atburðum og málefnum. Hann var húmoristi af því tagi sem læddi út úr sér gamanseminni en sagði ekki brandara með sköllum. Ég hygg að þessi umgengni hans við lífsgleði hafi komið vel út síðar í barnabókum hans og leikritum. Steini var jafn- lyndur eða agaði a.m.k. skap sitt svo vel að aldrei fór hann úr jafnvægi þótt talsvert gengi á í sambýlinu á Prestsbakka. Þessum eiginleika tengist trúlega að hann flíkaði ekki tilfinningamálum en hann hafði reynt margt þótt ungur væri því móðir hans lá rúmföst á sjúkrahúsi öll hans unglingsár. Síðar átti hann ekki í vandræðum með að þegja yfir því við vini sína að hann væri búinn að skrifa nokkur leikrit en trúði skrifborðsskúffunni fyrir þeim fyrstu árin. Þrátt fyrir allt fjörið á Skógum eru mér ekki síst minnis- stæðar stundir þegar við ræddum í bland alvarleg og skemmtileg mál, oft í hinum skipulögðu „lestímum“! Hugur Steina var nógu djúpur til að þar væri rúm fyrir hugsjónir sem síðar fleyttu honum í forystu fyrir hreyfingu ungs fólks á vinstri væng. Steini var í eðli sínu félagslyndur. Á Skógum bar hann af öðrum í knattspyrnunni enda var hann Vals- ari með reynslu úr yngri flokkum. Þegar hann kom suður og fór í prentnám æfði hann fyrst með félagi sínu en var svo fljótlega kominn út í félagsmálin og fór að þjálfa yngri flokkana. Bágt á ég með að hugsa mér betri mann í unglingastarfi með sitt góða skap og jákvæða lífsviðhorf. Þegar hann gekk til liðs við Æsku- lýðsfylkinguna í Reykjavík voru hon- um falin trúnaðarstörf og var áreið- anlega ekki kreddufastur formaður. Á miðjum aldri fór hann að starfa með AA-samtökunum og gerðist í framhaldi af því meðferðarfulltrúi hjá SÁÁ, m.a. allmörg ár á Staðar- felli í Dölum. Þarna naut Steini sín vel og var sannfærður um að hann gerði gagn með starfi sínu. Fyrir nokkrum árum eignuðust þau hjón Steini og Holla sumarbú- stað í Holtum. Þar áttu þau sælureit þar sem vel mátti taka á móti gestum og barnabörnum. Fljótlega óx með þeim skógræktaráhugi sem hjá Steina var á góðri leið með að þróast upp í vellukkaða dellu! Þegar ég ræddi við hann síðast sagðist hann binda vonir við að hann fengi eitt sumar enn í bústaðnum þótt hann bæri fulla virðingu fyrir illvígum veikindum sem hafa hrjáð hann með hléum síðustu ár. En svo átti nú ekki að fara og þá verður að vona að hrísl- urnar hans Steina launi gott atlæti og vaxi alla þessa öld og helst lengur, rétt eins og minningar um góðan dreng lifa áfram með okkur vinum hans og ættingjum. Ég veit að skóla- systkinin frá Skógum minnast Steina með þakklæti og gleði. Við hjón sendum Hollu, börnum og barnabörnum innilegar samúðar- kveðjur. Bjarni Ólafsson. Þorsteinn Daníel Marelsson  Fleiri minningargreinar um Þor- stein Daníel Marelsson bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Guðjón Björnsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.