Morgunblaðið - 16.02.2007, Page 50
50 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Atvinnuauglýsingar
Spennandi störf í boði!
í hópinn
Við bjóðum ykkur
velkomin
Vaktstjórar
- Laus störf vaktstjóra í verslunum Nóatúns í Austurveri, Grafarholti og Furugrund Kópavogi.
Afgreiðsla í kjötborð (kvöld og helgarvinna)
- Laust starf í kjötborði Nóatúns Grafarholti, kvöld og helgarvinna.
Starfsfólk í kjötborð
- Laust starf í kjötborð Nóatúns Nóatúni, unnið er á vöktum.
Menntun og/eða reynsla í kjötiðn eða matreiðslu skilyrði.
- Laust starf í kjötborð Nóatúns Hafnarfirði, frá kl 12 – 20 virka daga,
helgarvinna skv. samkomulagi.
- Laust starf í kjötborði Nóatúns Furugrund, frá 9 – 17 virka daga.
Reynsla ekki skilyrði, ítarleg starfsþjálfun í boði.
Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu Nóatúns, www.noatun.is eða sendið til skrifstofu
Kaupás, Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík merkt rekstrarstjóri Nóatúns.
Sölumaður fasteigna
Óskum eftir að ráða vanan sölumann á rót-
gróna og reyklausa fasteignasölu, vel staðsetta
í Reykjavík.
Vinsamlega skilið inn umsóknum til auglýs-
ingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is merktum:
,,S - 19556’’.
Raðauglýsingar 569 1100
StyrkirTilkynningar
Uppboð
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Berjarimi 6, 204-0225, Reykjavík, þingl. eig. Herdís Kristjana Her-
vinsdóttir, gerðarbeiðandi Dagsbrún hf., þriðjudaginn 20. febrúar
2007 kl. 10:30.
Frakkastígur 16, 200-6257, Reykjavík, þingl. eig. Endurreisn verktakar
ehf., gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. og Trygginga-
miðstöðin hf., þriðjudaginn 20. febrúar 2007 kl. 14:00.
Freyjugata 15, 200-7685, Reykjavík, þingl. eig. Sturla Sighvatsson,
gerðarbeiðendur Byko hf. og Glitnir banki hf., þriðjudaginn 20. febr-
úar 2007 kl. 13:30.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
15. febrúar 2007.
Félagslíf
Í kvöld kl. 20.30 heldur Hall-
dór Haraldsson erindi sem hann
nefnir: ,,Heimspekiprófessor
skoðar viðhorf J. Krishnamurtis”
í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22.
Á laugardag kl. 15-17 er opið
hús. Kl. 15.30 heldur Guðlaug
Ragnarsdóttir erindi: ,,Frásögn
af ferð til Lourdes.”
Á fimmtudögum kl. 16.30 -
18.30 er bókaþjónustan opin
með miklu úrvali andlegra
bókmennta.
Starfsemi félagsins er öllum
opin.
http://www.gudspekifelagid.is
I.O.O.F. 12 18721681/2 9.0.
I.O.O.F. 1 1872168 81/2.I.*
Fáðu
sms-fréttir
í símann
þinn af
mbl.is
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd
frá Svanborgu R. Jónsdóttur, sem var fundarstjóri á opnum
fundi í félagsheimilinu Árnesi sl. sunnudag. Er þessi at-
hugasemd vegna kvartana Landsvirkjunar yfir því að vera
meinað að tala á fundi gegn áformum um virkjanir í neðri
Þjórsá og umræðna á Alþingi í sömu veru:
„Hér skal á það bent að á fundi í Árnesi í Skeiða- og Gnúp-
verjahreppi sunnudaginn 11. febrúar síðastliðinn var engum
bannað að tala. Hins vegar flutti fundarstjóri skýr skilaboð
fundarboðenda um það að þeir sem tækju til máls virtu til-
gang fundarins. Einungis þrír aðilar óskuðu eftir að taka til
máls á umræðuhluta fundarins og var þeim öllum leyft að
tala og innihald ræðu þeirra ekki ritskoðað. Hér á eftir eru
orðrétt þau skilaboð sem ég sem fundarstjóri las á fundinum,
fyrst í upphafi fundar og síðar við upphaf umræðna:
Samkvæmt fundarboði Sólar á Suðurlandi og Náttúru-
verndarsamtaka Suðurlands er tilgangur fundarins að kynna
viðhorf og skoðanir sem eru gegn áformum Landsvirkjunar
um virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Við munum því á fyrri
hluta fundarins hlýða á frummælendur sem skýra frá sjón-
armiðum sínum varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir og rök
fyrir því að þær sé óréttmætar.
Í lok fundarins gefst fundarmönnum tækifæri til að koma
á framfæri hugmyndum og ábendingum er varða andstöðu
við umrædd virkjunaráform. Fundarstjóri bendir á að þessi
fundur er ekki rökræðufundur um tilgang virkjananna held-
ur fundur sem gefur þeim röddum sem eru andvígar fram-
kvæmdunum tækifæri til að heyrast. Þannig munu fund-
arboðendur ekki sitja fyrir svörum á fundinum en taka við
ábendingum og tillögum um farsæla friðun Þjórsársvæð-
isins.
Þeir sem óska eftir að taka til máls undir liðnum: orðið er
laust eru beðnir að koma miða með nafni sínu til fund-
arstjóra. Ræðutími er takmarkaður við 2 mínútur.
Eftir innlegg frummælenda:
Fundarstjóri ítrekar tilgang fundarins sem er að láta
heyrast viðhorf gegn virkjunum í neðri hluta Þjórsár. Fund-
arboðendur telja að Landsvirkjun og áhangendur þeirra hafi
haft næg tækifæri til að koma áformum sínum á framfæri og
telja sig ekki þurfa að halda og bera kostnað af fundi sem
einu sinni enn gefur þeim tækifæri til að viðra skoðanir sínar
og fyrirætlanir. Þessi fundur er til að mótmæla áformum
Landsvirkjunar og óskað er eftir því að þeir sem taka til
máls hér á eftir virði þennan tilgang fundarins.
Það var því engum bannað að taka til máls en ég skal við-
urkenna að það hefði þurft talsverðan kjark til að koma upp
og tala gegn þessum óskum fundarboðenda, en þó sér-
staklega í ljósi þeirrar stemningar sem var á fundinum. Við
sem undirbjuggum fundinn töldum okkur ekki hafa bolmagn
til þess að kosta og skipuleggja fund fyrir Landsvirkjun til
að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og leyfðum okkur að
nota þessar tvær klukkustundir af eilífðinni til að láta þær
raddir hljóma sem höfðu ekki fengið að heyrast fyrr. Það er
hægt að þagga niður raddir á ýmsan hátt, einn þann sem
hefur verið viðhafður sem er að tala þannig að það sé svo
sjálfsagt að virkja að það þurfi ekki einu sinni að hlusta á
aðrar skoðanir.
Núna tókum við okkur tvær klukkustundir til þess að
viðra skoðanir okkar og það er greinilega of mikið að mati
Landsvirkjunarmanna. Gott að vita að raddir okkar heyrðust
og mig grunar að þær hafi þann hljómgrunn núna að þær
eigi eftir að enduróma og magnast með undirtektum margra
annarra sem nú eru farnar að heyrast.“
Athugasemd
vegna kvartana
Landsvirkjunar
♦♦♦
BANDALAG kvenna í Reykjavík, Kvenfélagasamband Íslands
og Kvenréttindafélag Íslands standa fyrir opnu húsi á Hall-
veigarstöðum á konudaginn sunnudaginn 18. febrúar kl. 15–
17.
Dagskráin hefst með því að Þórey Guðmundsdóttir, lektor
og fyrrverandi formaður BKR kynnir Hallveigarstaði og þá
starfsemi sem þar fer fram.
Einnig flytja erindi þær Ingveldur Sigurðardóttir, formað-
ur Bandalags kvenna í Reykjavík, Sigurlaug Garðarsdóttir,
forseti Kvenfélagasambands Íslands, Þorbjörg Inga Jóns-
dóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, Kristín Ást-
geirsdóttir, sagnfræðingur og Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sál-
fræðingur.
Fundarstjóri verður Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður
KRFÍ.
Opinn fundur
á konudaginn
Á NÆSTA skólaári verður kennt samkvæmt nýrri náms-
skipan í Kennaraháskóla Íslands. Námið verður kynnt á há-
skóladaginn 17. febrúar í húsakynnum Kennaraháskólans við
Stakkahlíð.
Menntamálaráðherra opnar formlega nýja náms- og
kennsluskrá í Skriðu, fyrirlestrasal skólans, klukkan tólf.
Ólafur Proppé, rektor KHÍ, flytur ávarp.
Kennaraháskólinn verður opinn gestum frá klukkan 11 til
16 síðdegis. Kennarar og nemendur við skólann munu kynna
grunnám og framhaldsnám sem boðið er uppá. Einnig verður
veitt innsýn í einstök fræðasvið í náminu.
Formleg hátíðardagskrá hefst klukkan 12 í Skriðu, fyr-
irlestrasal skólans í Hamri. Áætlað er að henni verði lokið
klukkan 12.30.
Kennaraháskólinn kynnir
nýja námsskipan