Morgunblaðið - 16.02.2007, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 51
AFMÆLI
Þegar meðalaldur
Íslendinga er orðinn
eins hár og raun ber
vitni, telst það varla
til tíðinda að einstak-
lingar nái sjötugs-
aldri. Þessi aldurs-
mörk þýða þó, að
starfsmönnum hins
opinbera ber að hætta
störfum á þeim vett-
vangi þrátt fyrir löng-
un og getu til lengri
starfa. Þetta er regl-
an, hversu réttlát sem
hún kann að vera.
Þetta flaug mér í hug um daginn
er mér varð ljóst að ágætur vinur
minn Stefán Snæbjörnsson innan-
hússarkitekt og hönnuður hefur náð
þessum áfanga og finnst mér gott
tækifæri, um leið og ég sendi honum
árnaðaróskir í tilefni dagsins, að
fara fáeinum orðum um áhugaverð-
an feril hans og störf í þágu hönn-
unar á Íslandi.
Ég hygg að ekki sé á neinn hallað
þó að ég fullyrði að fáir, ef nokkrir,
hafi lagt jafnmikið af mörkum til
framgangs hönnunarmála á Íslandi
og Stefán Snæbjörnsson. Það gildir
hins vegar um félagsmál ekki síður
en stjórnmál, að minni almennings
um þessa málaflokka nær afar stutt.
Upprifjun atburða, ekki síst það
sem gerst hefur á allra síðustu ár-
um, gleymist ótrúlega fljótt. Helst
er minnisstætt ef deilur hafa verið
áberandi, því miður.
Stefán lærði húsgagnasmíði hjá
föður sínum Snæbirni G. Jónssyni
að Brunnakri á Seltjarnarnesi og
lauk sveinsprófi í þeirri iðngrein.
Stefán fór því næst til Noregs til
náms í innanhússarkitektúr og
hönnun og lauk prófi frá Hönnun-
arháskólanum í Ósló 1965.
Ég kynntist Stefáni fyrst þegar
við vorum báðir nemar í húsgagna-
smíði og tilviljun réð því að við lent-
um saman í nokkurra vikna ferða-
lagi um Bandaríkin árið 1960 ásamt
þremur öðrum félögum. Í þeirri ferð
gafst gott færi á að
kynnast manninum nán-
ar og grundvalla þá vin-
áttu sem hefur haldist æ
síðan. Stefán hefur góða
söngrödd og eitt sinn í
þessari ferð bar það við,
er við vorum staddir í
borginni Annapolis á
austurströnd Banda-
ríkjanna, að einn við-
staddra, sem líklega var
í skemmtanabransan-
um, heyrði Stefán
syngja og taldi að hann
ætti vissulega erindi til
Hollywood til að verða frægur
söngvari. Skemmtanaiðnaðurinn
missti líklega af efnilegum lista-
manni en við félagarnir hentum
gaman að þessu, ekki síst Stefán.
Við höfðum alltaf samband meðan
báðir voru í námi, ég í Kaupmanna-
höfn og hann í Ósló. Minnisstætt er
mér að skömmu eftir að við komum
heim og höfðum gengið í Félag hús-
gagna- og innanhússarkitekta vor-
um við saman í sýningarnefnd til að
undirbúa sýningu sem hét einfald-
lega ,,Húsgögn 68“. Þetta var ein-
hver skemmtilegasti tími sem ég
minnist frá mínum ferli. Stefán sá
um sýningarskrá og teiknaði vegg-
spjald fyrir sýninguna. Allir fé-
lagarnir unnu saman sem einn mað-
ur og þar fór Stefán fremstur meðal
jafningja. Við tóku ár athafna og að
sjá fjölskyldum farborða. Stefán
opnaði fljótlega eigin teiknistofu og
varð störfum hlaðinn. Stefán er
mjög vakandi og hæfileikaríkur inn-
anhússarkitekt. Hann var fljótlega
kjörinn formaður í FHI, félagi hús-
gagna og innanhússarkitekta og
sýndi þar röggsemi og vann ötullega
að ýmsum málum til heilla fyrir fé-
lagið.
Það mun þó hafa verið er Stefán
var kosinn formaður í félaginu List-
iðn sem hann fór verulega að láta til
sín taka í félagsmálum. Honum
fannst að úrbóta væri þörf til þess
að auka veg íslensks iðnaðar og
gerði sér grein fyrir að lykilatriði að
árangri væri góð hönnun iðnvarn-
ings. Félag sem einungis er starf-
rækt með félagsgjöldum, sem þar að
auki mega ekki vera of há svo allir
geti verið þátttakendur, er ekki lík-
legt til mikilla stórræða. Þetta var
Stefáni ljóst og vann hann af kappi
að því að reyna koma málum þannig
fyrir að Félag iðnrekenda kæmi að
málinu með einhvers konar stuðn-
ingi. Hann var síðan aðalhvatamað-
ur að stofnun Form Ísland, félags
sem var hugsað sem vettvangur til
þess að kynna og stuðla að fram-
gangi íslenskrar hönnunar, ekki
bara á Íslandi heldur og erlendis.
Mér er fullkunnugt um að það var
ötul framganga Stefáns sem varð til
að eyða tortryggni og iðnrekendur
opnuðu hús sín og hjálpuðu með því
að veita húsnæði og að hluta starfs-
kraft um árabil. Stefáni var þetta
mikið kappsmál og trú mín er sú að
sannfæringarkraftur hans hafi skipt
sköpum. Það er líka skoðun margra
að þetta hafi verið lykilatriði til þess
að kynna hönnun á Íslandi. Í hönd
fóru sýningar, fyrirlestrar erlendra
fræðimanna og blómlegt félagsstarf.
Hugmyndin var m.a. einnig að kom-
ast í nánari tengsl við hönnunar-
félög á Norðurlöndunum. Stefán
kom á mjög góðum tengslum við
þessi félög og kynntist persónulega
ýmsum framámönnum í hönnunar-
málum á Norðurlöndunum. Ekki er
nokkur vafi á að þau kynni hafa ver-
ið mjög happadrjúg fyrir þetta sam-
starf. Ég hef fengið margvíslega
staðfestingu á framlagi Stefáns í
þessu starfi erlendis frá.
Stefán undirbjó og setti upp
margar sýningar á vegum Form Ís-
land og var í mörgum sýningar-
nefndum bæði á vegum félagsins svo
og í samnorrænum sýningum. Má
þar nefna sýningarnar Scandinavian
Modern Design 1880–1980 sem
haldin var í Cooper Hewitt-safninu í
New York og líka í Renwick Gallery
í Washington D.C. 1982–1983; Ís-
lenskur listiðnaður í Hässelby-höll í
Stokkhólmi 1981–1982; Form Ís-
land, farandsýning á Norðurlöndum
1984–1985; Norrænt gler í Norræna
húsinu í Reykjavík 1985; Scandi-
anvian Design, a way of life, í Japan
1987; Scandinavian Craft Today í
Bandaríkjunum og Japan 1987–
1988; Nordform 90, í Malmö í Sví-
þjóð; From Dreams to Reality, Balt-
nesk og Norræn farandsýning 1991–
1993; Form Ísland II 1992–1993,
farandsýning um Norðurlönd, svo
nokkrar séu nefndar.
Það kunna að virðast mannalæti
að bera íslenska hönnuði saman við
stóru nöfnin í hönnun á Norðurlönd-
um, sem eru heimsþekkt, svo sem
Poul Henningsen, Hans J. Wegner
og Alvar Aalto o.fl. Þetta er auðvitað
ekki hægt. En við getum verið þátt-
takendur, svo er annarra að dæma.
Hafa ber í huga að íslensk iðnfyr-
irtæki þjónuðu á þessum árum nán-
ast eingöngu innlendum markaði og
hér var því mikil einangrun. Hönn-
un í iðnaði nánast óþekkt, meira að
segja orðið hönnun ekki til.
Stefán hefur gott lag á að koma
því til skila að við eigum alveg fram-
bærilega hönnuði og ég get séð fyrir
mér góðlátlegt bros frænda vorra
þegar talað var um íslenska hönnun.
Þeir töldu okkur varla með í Nor-
rænu yfirliti yfir hönnun iðnvarn-
ings. Stefán á örugglega stóran þátt
í að þessi skoðun hefur breyst og
brosið sést ekki lengur. Hann var
valinn sem fulltrúi Íslands í Scand-
inavian Design Council um tíu ára
skeið, en það er samstarfsvettvang-
ur hönnunarstofnana á Norðurlönd-
unum. Stefán á það til að brýna
röddina dálítið og tala ögn skýrar ef
mikið liggur við. Þá er enginn í vafa
um hvað hann á við.
Það kom oft í hlut Stefáns að velja
muni á hinar margvíslegu sýningar.
Slíkt er hvorki vinsælt né auðvelt.
Mörgum finnst þeir vera sniðgengn-
ir. Þegar haft er í huga að sá sem
valdi sýningarmunina var líka metn-
aðargjarn hönnuður virðist málið
verða býsna vandasamt. Stefán
hannaði prýðilega hluti, og finnast
mér lampar hans, sem framleiddir
voru af Málmsteypu Ámunda Sig-
urðssonar, vera eitt af því besta sem
gert hefur verið í þá veru hérlendis.
Ég get fullyrt, að hann samþykkti
einungis vegna þrýstings frá öðrum
að taka sína hluti með á þessar sýn-
ingar. Stefán hefur einnig verið ötull
að kynna íslenska hönnun með skrif-
um sínum í blöð og tímarit. Auk
þess að skrifa fastar greinar um
hönnun í Morgunblaðið um skeið
var hann beðinn að fjalla um ís-
lenska hönnun í ítalska tímaritið
INTERNI svo og hið finnska tíma-
rit Form Function Finland. Honum
var þrásinnis boðið að halda fyrir-
lestra um sama efni víða erlendis
sem hann og gerði. Þetta er fáum
kunnugt, en það segir meira um
hæversku hans heldur en fram-
hleypni og að raupa af eigin verkum.
Hann hefur auk þessa oftlega verið
fenginn til þess að vera í dómnefnd-
um í samkeppnum og vali verð-
launahafa á Norðurlöndum eins og
fyrstu úthlutun Georg Jensen hönn-
unarverðlaunanna í Danmörku
1988–1994 og úthlutun hönnunar-
verðlauna Torsten og Wanja Söder-
berg í Svíþjóð síðan 1998. Þetta sýn-
ir hvert mat þessara aðila er á
þekkingu Stefáns Snæbjörnssonar.
Árið 1996 var Stefán skipaður for-
maður nefndar um að koma á fót
hönnunarsafni á Íslandi. Þetta var
gamall draumur hans og er gleðilegt
að það skyldi takast og á hann sinn
stóra þátt í að koma því máli í höfn.
Hann var síðan stjórnarformaður
safnsins frá árinu 1999–2004 og að
lokum starfsmaður þess auk þess
sem hann starfaði í menntamála-
ráðuneytinu. Spá mín er sú, að
þessa verði seinna minnst sem vert
er og verður hlutur Stefáns þá ekki
minnstur.
Hér hefur að nokkru verið fjallað
um feril Stefáns Snæbjörnssonar og
afskipti hans af hönnunarmálum.
Honum verður seint fullþakkað
óeigingjarnt starf. Hver er svo mað-
urinn? Skemmtilegur, ræðinn og
kappsamur. Hann er hins vegar
ekki sá sem ber tilfinningar sínar á
torg. Hann hefur gengið í gegnum
ýmis áföll sem hann hefur tekið með
einstöku æðruleysi, en alltaf er stutt
í húmorinn og hann er einkar ljúfur
félagi.
Megi starfskraftar hans njóta sín
sem lengst. Til hamingju með dag-
inn, Stefán.
Pétur B. Lúthersson.
Stefán Snæbjörnsson
Íslendingar sýndu erlendu stjörn-
unum enga gestrisni í stjörnuhrað-
sveitakeppninni, upphafskeppni
Bridshátíðar sl. miðvikudagskvöld.
Sveit Málningar sigraði nokkuð
örugglega en hún var önnur tveggja
íslenskra sveita sem tóku þátt í
mótinu.
Í sigursveitinni spiluðu Sigur-
björn Haraldsson og Bjarni Einars-
son ásamt Baldvini Valdimarssyni
og Sveini Þorvaldssyni en hinir fyrr-
nefndu spiluðu para best í mótinu og
hirtu bæði para- og sveitaverðlaunin.
Lokastaða efstu sveita:
Málning 79
Húsasmiðjan 71
Pokerhills 20
Úlfurinn 14
Davíð Oddsson 10
Viðskipti Þorsteins 10
Eins og áður sagði sigruðu Sig-
urbjörn og Bjarni í parakeppninni.
Þeir voru með 72 punkta skor. Jón
Ingþórsson og Hermann Friðriks-
son voru í öðru sæti með 65 og P.G.
Eliasson og P.O. Sundelin þriðju
með 37.
Spilað var í ráðhúsinu og var um-
gjörð mótsins mjög hugguleg.
Keppnisstjóri var Svíinn Tomas
Brenning sem kom gagngert til
landsins til að sjá um keppnisstjórn á
Bridshátíð.
Í kvöld lýkur 130 para tvímenningi
en um helgina spila 66 sveitir í loka-
móti Bridshátíðar. Spilað er á Hótel
Loftleiðum.
Bridsfélag Borgarfjarðar
Mánudaginn 12. febrúar spiluðu
Borgfirðingar fjórða kvöldið í aðal-
sveitakeppninni. Nú brá svo við að
sveit sem fram að þessu hafði látið
heldur lítið fyrir sér fara, skoraði
mest. Fyrir þeim flokki fer Ingi-
mundur í Deildartungu en hann
skoraði 71 stig og jafnaði þar með
hæsta kvöldskor í keppninni. Sveinn
á Vatnshömrum heldur enn forust-
unni þó heldur hafi hún minnkað því
Kalmanstungu Stefán dregur á hann
og skoraði næstmest þetta kvöldið
eða 58 stig. Félagið fékk skemmti-
lega heimsókn því unglingalandslið-
sparið Inda og Jóhann kom í heim-
sókn og hafði með sér hollenskt
unglingalandsliðspar, þá Bob Drij-
ver og Merijn Groenenboom. Þau
tóku að sér hlutverk yfirsetunnar og
höfðum við sveitamennirnir bara
gaman af því að berja á þeim – eða
öfugt. Staðan að loknum fjórum
kvöldum:
Sveinn á Vatnshömrum 219
Stefán í Kalmanstungu 205
Kópakallinn 181
Steini á Hömrum 172
Örstutt úr Firðinum
12. febrúar hófst 3-ja kvölda But-
ler-tvímenningur hjá Bridsfélagi
Hafnarfjarðar.
Efstu pör eftir 4 umferðir, 24 spil:
Guðlaugur Sveinsson – Páll Bergsson 26
Högni Friðþjófss. – Einar Sigurðss. 22
Svala Pálsd. – Harpa Fold Ingólfsd. 19
Dröfn Guðmundsd. – Hrund Einarsd. 17
Guðni Ingvarss. – Loftur Pétursson 15
Hulda Hjálmarsd. – Halldór Þórólfss. 13
Næsta mánudag, 19. febrúar er frí
vegna Bridshátíðar.
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Þriðjudaginn 13. febr. var spilað á
16 borðum.
Meðalskor var 312. Úrslit í N/S
Sæmundur Björnss. – Albert Þorsteinss. 401
Jón Hallgrímss. – Jón Lárusson 400
Magnús Oddsson – Magnús Halldórss. 361
Rafn Kristjánss. – Oliver Kristóferss. 341
A/V
Ólafur Ingvarss.– Sigurberg Elentínuss. 385
Knútur Björnsson – Elín Björnsd. 373
Sigurður Hallgrímss. – Anton Jónsson 361
Kristín Óskarsd. – Gróa Þorgeirsd. 329
Jafn riðill hjá Bridsdeild
FEB í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl, mánud. 12. 2.
Spilað var á 12 borðum.
Meðalskor 216 stig og besti árang-
ur N-S
Bragi Björnsson – Albert Þorsteinss. 246
Júlíus Guðmss. – Rafn Kristjánsson 244
Ragnar Björnss. – Guðjón Kristjánss. 244
Sæmundur Björnss. – Birgir Sigurðss. 244
Árangur A-V
Magnús Oddss. – Alfreð Kristjánsson 269
Soffía Theodórsd. – Elín Guðmannsd. 252
Viggó Nordqvist – Gunnar Andréss. 248
Oddur Halldórss. – Gunnar Jónsson 240
Bridsfélag Hreyfils
Það eru búnar tvær umferðir í tví-
menningnum hjá okkur og Birgir
Sigurðarson og Sigurður Ólafsson
leiða með 205.
Næstu pör:
Einar Gunnarss. – Valdimar Elíasson 187
Daníel Halldórss. – Ágúst Benediktss. 181
Birgir Kjartanss. – Árni Kristjánss. 153
Næsta umferð er nk. mánudags-
kvöld og hefst spilamennskan kl.
19.30 í Hreyfilshúsinu, þriðju hæð.
Sveit Málningar vann stjörnukeppnina
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Góðir Sveit Málningar sigraði örugglega í stjörnukeppninni, upphafsmóti
Bridshátíðar. Frá vinstri: Sigurbjörn Haraldsson, Bjarni Einarsson, Sveinn
Þorvaldsson og Baldvin Valdimarsson. Sigurbjörn og Bjarni sigruðu einn-
ig í parakeppninni. Bak við þá stendur keppnisstjórinn Tomas Brenning.
EFTIRFARANDI ályktun var sam-
þykkt á fundi stjórnar Fjórðungs-
sambands Vestfirðinga 13. febrúar:
„Lagðar hafa verið fram á Alþingi
tillögur um samgönguáætlun. Ann-
arsvegar tillögu til þingsályktunar
um fjögurra ára samgönguáætlun
fyrir árin 2007–2010 og hinsvegar
tillögu til þingsályktunar um sam-
gönguáætlun fyrir árin 2007–2018.
Stjórn Fjórðungssambands Vest-
firðinga fagnar þeim áherslum sem
nú eru settar fram í tillögum að
samgönguáætlun, varðandi vega-
gerð, flugvelli og hafnir. Tillög-
urnar falla í helstu atriðum að
stefnu sveitarfélaga á Vestfjörðum
eins og þær eru settar fram, í stefnu-
mótun sveitarfélaga í samgöngu-
málum á Vestfjörðum frá árinu 1997
og endurskoðun hennar frá árinu
2004.
Stjórn Fjórðungssambands Vest-
firðinga leggur áherslu á, að Alþingi
samþykki fjárveitingar sem tryggi
framgang þessara samgöngu-
verkefna og í þeirra tímaröð sem
þau eru sett fram í samgönguáætl-
un. Með þeim hætti er einnig unnið
samkvæmt áætlunum stjórnvalda
svo sem Byggðaáætlun 2006–2009
og í Vaxtarsamningi Vestfjarða frá
árinu 2005. Einnig ber að skoða
þetta verkefni sem hluta af aðgerð-
um til að efla hagvöxt innan Vest-
fjarða, í ljósi neikvæðrar hagvaxt-
arþróunar síðustu ár.
Stjórn Fjórðungssambands Vest-
firðinga lýsir að lokum ánægju sinni
með að samgönguráðherra hafi
komið á vettvang á Ísafirði, til að
hefja kynningu á samgönguáætlun.“
Vestfirðing-
ar fagna
samgöngu-
áætlun