Morgunblaðið - 16.02.2007, Side 56
56 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
fólk
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
SÆLL! HVERNIG
HEFUR ÞÚ ÞAÐ Í
DAG MÚS?
ÉG HELD AÐ ÞAÐ
KOMI ÞÉR BARA
EKKERT VIÐ,
FITUHLUNKURINN
ÞINN!
MÝS ERU ALLTAF SVO
VIÐKVÆMAR ÁÐUR EN ÞÆR
FÁ MORGUNOSTINN SINN
MÉR FINNST SKRÍTIÐ
AÐ FÁ EKKI PENING
ÞEGAR ÉG SKILA INN
TÓMUM PELUM
ÉG ELTI ÞESSA KONU ÚT
UM HÁLFAN DÝRAGARÐINN
VEGNA ÞESS AÐ ÉG HÉLT AÐ
HÚN VÆRI MAMMA
AF HVERJU SKRIFA
MÖMMUR EKKI NAFNIÐ SITT
Á KÁLFANN Á SÉR TIL ÞESS
AÐ KOMA Í VEG FYRIR SVONA
MISSKILNING
HVAR ÆTLI ÉG SÉ? OG
HVAR ÆTLI HOBBES SÉ? ÉG
HÉLT AÐ ÉG HEFÐI TEKIÐ
HANN MEÐ MÉR
HVAR
ER
KALVIN?
AF HVERJU
ÞARF ÞETTA
ALLTAF AÐ GERAST
ÞEGAR VIÐ FÖRUM
EITTHVAÐ SAMAN.
ÉG ÞARF AÐ VINNA
MEIRA UM
HELGAR
ÞAÐ HLJÓMAR EINS OG
ÞAÐ SÉ VILLIDÝR VIÐ
ÚTIDYRNAR
ENGA VITLEYSU!
ÞETTA ER BARA
VINDURINN
ER VINDURINN
MEÐ STÓR,
BLÓÐHLAUPIN
AUGU
ÞAÐ ER NÚ MEIRI
HÁVAÐINN Í ÞESSARI
OSTRU. ER EKKI HÆGT
AÐ ÞAGGA NIÐUR Í
HENNI EINHVERN
VEGINN?
JÚ!
ÞETTA ER
EIN LEIÐ TIL
ÞESS AÐ GERA
ÞETTA
HÚN HEFÐI SAMT
VERIÐ BETRI EF
ÉG HEFÐI FENGIÐ
EINHVERJA GÓÐA
SÓSU MEÐ HENNI
ÉG VEIT AÐ ÞAÐ ER
EITTHVAÐ AÐ. SEGÐU
MÉR
HVAÐ
ÞAÐ ER
EKKERT AÐ
ER ÞAÐ
EITTHVAÐ SEM ÉG
GERÐI? VILTU ÞESS
VEGNA EKKI SEGJA
MÉR HVAÐ ÞAÐ ER?
NEI ADDA!
ÞETTA ER
EKKI ÚT AF
NEINU SEM
SNERTIR ÞIG
EN ÞÚ JÁTAR
SAMT AÐ ÞAÐ SÉ
EITTHVAÐ AÐ
NEI, ADDA,
ÞAÐ ER
EKKERT AÐ
ÓTRÚLEGT! SVOLÍTIÐ
AF BLÓÐINU HANS PARKERS
BLANDAÐIST VIÐ
SÝKTA BLÓÐIÐ
OG SÝKTA BLÓÐIÐ ER AÐ VERÐA
AFTUR EÐLILEGT
ÞETTA ER NÁNAST KRAFTAVERK
ÞETTA Á EFTIR AÐ
GERA MIG RÍKAN
ÞESSAR litríku vistarverur er að finna á sýningu sem nú stendur yfir í
Valencia á Spáni. Efnið sem myndar þetta völundarhús er blásið upp og er
það hannað af breskum listahópi sem kallar sig „Architects of Air“ eða
Arkitektar loftsins.
Reuters
Völundarsmíð
Háskóladagurinn er ámorgun, laugardag, ogkynna allir háskólarlandsins námsframboð
sitt á þremur stöðum í Reykjavík.
Guðrún J. Bachman er kynning-
arstjóri Háskóla Íslands: „Háskól-
arnir halda allir kynningu á sama
deginum og sameina þannig krafta
sína til að gefa væntanlegum nem-
endum sem besta yfirsýn yfir það
nám sem er í boði,“ segir Guðrún.
Kynningar verða haldnar í Há-
skólabíói, Borgarleikhúsinu og
húsakynnum Kennaraháskóla Ís-
ands: „Í Háskólabíói verða allar 11
deildir Háskóla Íslands og ýmsar
þjónustustofnanir með kynningu. Í
Borgarleikhúsinu verða Háskólinn í
Reykjavík, Listaháskóli Íslands,
Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á
Akureyri, Landbúnaðarháskóli Ís-
lands og Háskólinn að Hólum með
sínar kynningar, og í Kennarahá-
skólanum verður hægt að fræðast
um nýtt og endurskipulagt náms-
framboð KHÍ,“ segir Guðrún, en
kynningardagskráin stendur yfir
frá kl. 11 til 16 á öllum stöðum.
„Allir háskólarnir leggja áherslu
á að gestir á Háskóladeginum eigi
kost á að hitta nemendur sem
stunda nám við háskólana og hafa
reynslu af þeim námsbrautum sem
verið er að kynna,“ segir Guðrún.
„Að sjálfsögðu eru líka kennarar á
staðnum auk námsráðgjafa og al-
þjóðafulltrúa og ýmissa þjónustuað-
ila. Lykilatriði er að veita persónu-
lega ráðgjöf sem ekki næst svo
auðveldlega gegnum netið eða
kynningarbæklinga.“
Guðrún segir Háskóladaginn
bjóða upp á eitthvað fyrir alla sem
vilja bæta við sig menntun: „Við
eigum von á mörgum framhalds-
skólanemendum sem standa frammi
fyrir stórri ákvörðun um hvaða leið-
ir þeir vilja fara í námi að loknu
stúdentsprófi. Það þarf að vanda
valið, og margir nemendur í neðri
bekkjum framhaldsskóla nota líka
tækifærið til að byrja að gera áætl-
anir um framtíðina,“ segir Guðrún.
„Svo er fjöldi fólks á vinnumarkaði
sem vill bæta við sig námi. Í aukn-
um mæli eru gerðar kröfur um
framhaldsmenntun og margir sem
lokið hafa grunnháskólanámi sjá
þörf fyrir að bæta við sig aukinni
sérhæfingu til að styrkja sig í starfi
með viðbótarnámi til starfsréttinda,
meistaranámi eða jafnvel dokt-
orsnámi.“
Námsframboð háskólanna verður
fjölbreyttara með hverju árinu.
Guðrún nefnir ýmsar spennandi við-
bætur við námið í Háskóla Íslands:
„HÍ býður upp á hátt á fjórða
hundrað námsleiðir. Næsta vetur
bætist m.a. við framhaldsnám í lýð-
heilsuvísindum og framhaldsnám í
öldrunarfræðum. Þá hefjum við aft-
ur rússneskunám og opnum nýja
námsbraut í fjölmenningarfélags-
ráðgjöf og BA-nám í Austur-
Asíufræðum. Í Kennaraháskólanum
er verið að kynna alveg nýja náms-
skipan í grunn- og framhaldsnámi
og fjölmargar aðrar nýjungar verða
í boði hjá öðrum háskólum landsins
næsta kennsluár.“
Nánari upplýsingar um náms-
framboð má fá á heimasíðum há-
skólanna.
Menntun | Námskynningar í Háskólabíói,
Borgarleikhúsi og KHÍ á laugardag
Háskóladagur-
inn á laugardag
Guðrún J.
Bachman fæddist
í Reykjavík 1953.
Hún lauk stúd-
entsprófi frá MH
og útskrifaðist
sem bókmennta-
fræðingur frá
HÍ. Hún hefur
starfað við kynn-
ingar- og markaðsmál um árabil,
og einnig við kennslu, m.a. við End-
urmenntun HÍ, við þýðingar, ráð-
gjöf og fleira. Guðrún var markaðs-
og kynningarstjóri Þjóðleikhússins
frá árinu 1993 til 2001 þegar hún
hóf störf við Háskóla Íslands, þar
sem hún er kynningarstjóri.