Morgunblaðið - 16.02.2007, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 63
50%
afsláttur
50%
afsláttur
50%
afsláttur
Danskir fjölmiðlar fara þessadagana fögrum orðum um ís-
lenska tónlist og hrósa sérstaklega
útgáfufyrirtækinu 12 tónum fyrir
áhugaverða útgáfu. Kallar danska
tímaritið Gaffa m.a. geislaplötu
Skúla Sverrissonar kvikmyndalega
hljóðmynd sem hrífi eyrun og gefur
henni fjórar stjörnur af sex mögu-
legum.
Lost in Hildurness (Hildur
Guðnadóttir) fær sömu einkunn hjá
Gaffa, sem segir að sá hlustandi
sem ekki hrífist að sellóleik hennar
hljóti að vera gerður úr hraungrjóti.
Gaffa hrífst ekki eins af tónlist
Péturs Ben, gefur tónleikum hans í
tónleikasalnum Loppen í Kristjaníu
í síðustu viku aðeins þrjár stjörnur
og segir hann ekki jafn tilrauna-
kenndan og kraftmikinn og lista-
menn á borð við Björk, Sigur Rós
og Mugison.
Tímaritið Diskant er hins vegar á
öðru máli og gefur tónleikunum 9
stig af 10 mögulegum. Gagnrýnandi
þar segir tónlist Péturs persónulega
með undarlegum íslenskum hljómi
sem skapi stemningu vetrar, myrk-
urs og innileika.
Fyrrum aðstoðarkona söngkon-unnar Britney Spears, Felicia
Culotta, hefur opinberað gremju
sína og áhyggjur
af hegðun og
framkomu söng-
konunnar að und-
anförnu.
Culotta vann
fyrir Spears í níu
og hálft ár og var
aðstoðar- og
fylgdarkona
hennar og náinn vinur. Hún hefur
nú hætt störfum hjá henni og segir
í bréfi sem birt er á netsíðunni tha-
totherblog.com að það hafi verið
sparkað svo oft í hana að hún hafi
hreinlega gefist upp. Þá segir hún
nánustu ættingja og vini söngkon-
unnar hafa gert allt sem í þeirra
valdi standi til að fá hana til að fara
í áfengismeðferð.
„Ég elskaði að vera með Britney
undanfarin níu og hálft ár. Ég naut
þess að taka þátt í draumi hennar.
Ég met öll þau stórkostlegu tæki-
færi sem ég fékk vegna starfs míns
hjá henni og ég er vonsvikin/
sorgmædd/örvingluð yfir því hvern-
ig líf hennar hefur þróast,“ segir
hún í bréfinu. „Ég vil að þið vitið að
við (þ.e. fjölskylda hennar og nán-
ustu vinir sem ekki eru lengur á
launaskrá hjá henni) gerum allt sem
í okkar valdi stendur til að hjálpa
Britney. Við gerum líka allt sem í
okkar valdi stendur til að mýkja
ekki lendingu hennar, þannig að
þegar hún nær botninum, geti hún
staðið upp og gengið í burtu frá öllu
þessu klúðri, sem ný, sjálfsörugg,
breytt og metnaðargjörn Britney
eins og hún var þegar við þekktum
hana og elskuðum.“
Þá segist hún hafa gefist upp á að
reyna að tala við Britney þar sem
hún vilji ekki vera meðvirk með
henni og hún geti aldrei elskað hana
nóg fyrir þær báðar eða fengið hana
til að elska sjálfa sig.
Og meira um Britney Spears þvíbeiðni hennar um Heather-
ette-handtösku eftir hönnuðinn og
fyrirsætuna Lydiu Hearst var hafn-
að vegna „óvirðulegrar ímyndar“
söngkonunnar. Framleiddur er tak-
markaður fjöldi af þessum hand-
töskum.
Dagblaðið New York Daily News
hefur eftir heimildamanni: „Britney
bað um að fá að fara baksviðs á
Heatherette-sýningunni á tískuvik-
unni í New York og fá þar tösku
gegn því loforði að halda á töskunni
er hún gengi til sætis síns á fremsta
bekk þar sem myndir yrðu teknar
af henni með töskuna. En það voru
aðeins 100 töskur til og beiðni henn-
ar var kurteislega hafnað.“
Hearst sagði: „Ég gef töskuna
aðeins konum sem hafa náð árangri
og hafa jákvæð áhrif á heiminn.
Þetta eru konur sem ég lít upp til
og ber virðingu fyrir, eins og Gwy-
neth Paltrow, Sarah Jessica Par-
ker og Anne Hathaway. Þær eiga
það sameiginlegt að koma vel fram
og láta gott af sér leiða.“
Undanfarið hafa birst myndir af
Britney lufsulegri og þrútinni úti að
skemmta sér. Eftir að beiðni henn-
ar um töskuna var hafnað lét hún
ekki í sér heyra í lok tískusýning-
arinnar.
Talsmaður Britney segir að þess-
ar fregnir séu allar úr lausu lofti
gripnar.
Mannréttindasamtökin AmnestyInternational hafa heiðrað
leikkonuna Jennifer Lopez vegna
nýjustu kvikmyndar hennar sem
nefnist Bordertown. Myndin gerist í
mexíkóska bænum Ciudad Juarez
þar sem hrottaleg ofbeldisverk
gegn ungum kon-
um hafa verið
framin, og eru
fjölmörg málanna
óleyst.
Lopez, sem er
einn framleið-
anda mynd-
arinnar, leikur
rannsókn-
arblaðakonu sem
fjallar um fjöldamorðin. Hún hlaut
svokölluð „Artists for Amnesty“-
verðlaun áður en myndin var frum-
sýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín
á miðvikudaginn.
Lopez, sem er 37 ára gömul,
kvaðst vera auðmjúk þegar hún tók
á móti verðlaununum, en það var
forsætisráðherra Austur-Tímor,
Jose Ramos-Horta, sem afhenti
henni þau.
Enginn veit með vissu hversu
mörg morð hafa verið framin í Ciu-
dad Juarez frá því morðaldan hófst
árið 1993. Amnesty segir hinsvegar
að þau séu yfir 400 talsins.
Lögreglan hefur handtekið
nokkra aðila vegna málsins en
morðin hafa ýmist verið tengd
fjöldamorðingjum, fíkniefna-
hringjum eða heimilisofbeldi.
Þá hefur verið minnst á nokkur
glæpagengi í tengslum við glæpina.
Það virðist sama þótt lögreglan
lýsi yfir fögnuði í hvert sinn sem
einhver er handtekinn eða dæmdur
í fangelsi í tengslum við málið því
ekki líður á löngu þar til nýtt morð
hefur verið framið.
Að sögn Lopez er ástandið í bæn-
um skelfilegt, truflandi og glæpur
gegn mannkyninu en hefur fengið
litla sem enga umfjöllun.
Fólk folk@mbl.is