Morgunblaðið - 03.03.2007, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
STARFSMENN Samkeppniseftir-
litsins framkvæmdu húsleit hjá fimm
aðilum í ferðaþjónustunni í gær-
morgun auk Samtaka ferðaþjónust-
unnar og lögðu hald á gögn vegna
gruns um ólögmætt samráð. Um var
að ræða skrifstofu Samtaka ferða-
þjónustunnar, Heimsferðir, Terra
Nova, Plúsferðir og Úrval Útsýn og
Ferðaskrifstofu Íslands.
Að sögn Páls Gunnars Pálssonar
forstjóra Samkeppniseftirlitsins var
um eðlilegt og hefðbundið eftirlit
stofnunarinnar að ræða.
Að sögn hans fékk Samkeppnis-
eftirlitið húsleitarheimild frá Hér-
aðsdómi Reykjavíkur en samkvæmt
úrskurðinum er til rannsóknar hvort
samráð hafi átt sér stað milli ferða-
skrifstofa innan Samtaka ferðaþjón-
ustunnar (SAF) sem hafi hamlandi
áhrif á samkeppni.
„Aðgerðirnar gengu ágætlega fyr-
ir sig,“ segir Páll Gunnar. „Þarna var
um eðlilega eftirlitsaðgerð að ræða
af hálfu Samkeppniseftirlitsins.“
Húsleitarheimild héraðsdóms
fékkst á fimmtudag og var farið á
vettvang daginn eftir. „Við sendum
húsleitarbeiðni til héraðsdóms sem
tók afstöðu til beiðninnar og gaf út
heimildina. Nú er málið í athugun
hjá Samkeppniseftirlitinu en það er
ekki hægt að tímasetja nákvæmlega
hvenær rannsókn lýkur. Framundan
er að vinna úr gögnunum og taka af-
stöðu til framhaldsins,“ segir Páll
Gunnar.
Flókið hjá veitingahúsunum
Að sögn Ernu Haukstóttur fram-
kvæmdastjóra SAF taldi Samkeppn-
iseftirlitið að meint lögbrot hefði fal-
ist af hálfu SAF í því að setja í
fréttabréf leiðbeiningar um hvernig
farið væri að því að reikna matar-
verðslækkun út frá virðisaukaskatt-
slækkuninni. „Það telja þeir trúlega
brot á samkeppnislögum,“ segir hún
og segir ekki hafa verið rætt á sínum
tíma hvort það myndi orka tvímælis
að setja þessi skilaboð í fréttabréfið.
„Það eru allir að koma þessu á fram-
færi,“ bendir hún á. „ASÍ, Neytenda-
samtökin og fleiri eru að koma því á
framfæri að matur eigi að lækka um
6% og gos um 14%,“ segir hún er hún
tilgreinir vsk-lækkunina. „Aftur á
móti er þetta mjög flókið hjá veit-
ingahúsunum vegna þess að á sama
tíma fellur niður endurgreiðsla sem
þau hafa haft. Við vorum því með
ákveðna formúlu fyrir hvern og einn.
Þetta telur Samkeppniseftirlitið
vera lögbrot en við vorum með þessu
að auðvelda mönnum matarverðs-
lækkunina sem ríkisstjórnin leggur
áherslu á að skili sér
Þorsteinn Guðjónsson forstjóri
Ferðaskrifstofu Íslands, sem er eig-
andi og rekstraraðili ferðaskrifstof-
anna Úrvals-Útsýnar, Viðskipta-
ferða ÚÚ, Plúsferða og Sumarferða,
segir að starfsmenn Samkeppniseft-
irlitsins hafi komið á skrifstofur Úr-
vals-Útsýnar og Plúsferða og fengið
gögn. Að sögn Þorsteins virðist þetta
vera arfleifð frá fyrri eigendum þar
sem núverandi eigendur Ferðaskrif-
stofu Íslands hafi aldrei verið aðilar
að SAF. En að sögn Þorsteins bein-
ist rannsókn málsins að ferðaskrif-
stofum innan SAF.
Samkvæmt vef SAF eru á fjórða
tug ferðaskrifstofa aðilar að Samtök-
um ferðaþjónustunnar.
Þvertaka fyrir samráð
Í tilkynningu sem Heimsferðir og
Terra Nova sendu frá sér í gær er
því alfarið vísað á bug að þau hafi átt
þátt í ólögmætri háttsemi og hefur
starfsfólk fyrirtækjanna reynt eftir
megni að aðstoða starfsfólk sam-
keppniseftirlitsins við rannsóknina,
að því er segir í tilkynningu.
Í tilkynningu frá Ferðaskrifstof-
unni Sumarferðum segir m.a. að fyr-
irtækið hafi alla tíð verið í harðri
samkeppni í sólarlandaferðum við
aðra aðila á markaðnum. Markmiðið
hafi alltaf verið að bjóða bestu mögu-
legu verð neytendum til hagsbóta. „Í
fréttaflutningi dagsins hefur nafn
Sumarferða verið dregið að ósekju
inn í umræðu um samráð.
Sumarferðir keyptu fyrir rúmu ári
síðan Ferðaskrifstofu Íslands, sem á
ferðaskrifstofurnar Úrval-Útsýn og
Plúsferðir af FL Group, áður Flug-
leiðum. Samkeppnisstofnun fór ítar-
lega yfir hvort þau kaup stæðust
samkeppnislög. Niðurstaðan var að
öll skilyrði þar að lútandi væru upp-
fyllt og að kaupin myndu stuðla að
aukinni samkeppni á markaði fyrir
sólarlandaferðir.“
Ferðaskrifstofur grunað-
ar um ólögmætt samráð
Morgunblaðið/Ásdís
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
MIKILVÆGT verður að tryggja fiskvinnslu-
fólki verulega hærri laun í næstu kjarasamn-
ingum. Þetta kom fram í setningarræðu Að-
alsteins Á. Baldurssonar, formanns
Matvælasviðs Starfsgreinasambands Íslands
(STG), á tveggja daga ráðstefnu sem lauk á
Akureyri í gær.
Aðalsteinn segir einnig að rétt sé að menn
velti því fyrir sér hvort ekki sé kominn tími til
að leggja niður kaupaukakerfi í fiskvinnslu og
hækka þess í stað tímakaupið samsvarandi.
Undirbúningur fyrir mótun kröfugerðar
„Kjarasamningar eru lausir um næstu ára-
mót og má segja að Starfsgreinasambandið
hafi hafið þá vinnu sem framundan er við mót-
un kröfugerðar með þessum fundi hérna á Ak-
ureyri,“ segir Aðalsteinn í samtali við Morg-
unblaðið. Hátt í 70 manns tóku þátt í
ráðstefnunni, þar á meðal hópur trúnaðar-
manna starfsfólks í fiskvinnslu.
Meðal gesta sem töluðu á ráðstefnunni voru
Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka
fiskvinnslustöðva, og Guðbjörg Linda Rafns-
dóttir, forstöðumaður hjá Vinnueftirlitinu, sem
fjallaði um vinnuverndarmál. Þau mál eru að
verða sífellt þýðingarmeiri í fiskvinnslunni, að
sögn Aðalsteins.
Hann segir að vinnuvernd og starfsmenntun
vegi hvað þyngst hjá fiskvinnslufólki í dag. T.d.
skili tæknin sem notuð er í fiskvinnslunni sér
ekki með þeim hætti að bæta líðan starfsfólks-
ins. Störfin séu einhæfari og reyni á ákveðna
líkamshluta.
,,Menn munu einnig velta fyrir sér á næstu
vikum hvaða áherslur við verðum með um
kaupaukakerfið í næstu samningum,“ sagði
hann. „Erum við á réttri leið að viðhalda þessu
kaupaukakerfi í fiskvinnslu en þetta kerfi
þekkist varla í öðrum atvinnugreinum.
Það þarf að lyfta upp launum fiskvinnslu-
fólks verulega til að fólk fáist til að vinna þessi
störf.“
Hann bendir á að Íslendingum fækki jafnt
og þétt í fiskvinnslu. Á síðasta ári hafi það í
fyrsta skipti gerst að fleiri erlendir starfsmenn
en íslenskir fóru á kjarasamningsbundin nám-
skeið á vegum Starfsfræðslunefndar fisk-
vinnslunnar fyrir nýliða í fiskvinnslu. Flest
bendi til að þessi tala fari hækkandi á þessu ári,
því hlutfall erlendra starfsmanna á námskeið-
um sé þegar komið í 64%.
Framhaldið ákveðið á fundi í fram-
kvæmdastjórn STG eftir helgi
Heilmikill undirbúningur er framundan
vegna næstu kjarasamninga. Eftir helgina
verður haldinn fundur í framkvæmdastjórn
STG þar sem farið verður yfir þessi mál og
framhaldið ákveðið, að sögn Aðalsteins.
Vilja verulega hækkun launa
Matvælasvið Starfsgreinasambandsins undirbýr mótun kröfugerðar fyrir næstu kjarasamninga
Morgunblaðið/Kristján
Bónusinn? Rætt var hvort tími væri kominn
til að leggja niður kaupaukakerfið.
ERNA Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka
ferðaþjónustunnar (SAF), bendir á að eftirlitsaðila sé
alltaf heimilt að skoða málin ef grunur gefur tilefni
til, þótt á hinn bóginn telji hún fráleitt að samráð hafi
átt sér stað hjá ferðaskrifstofum innan samtakanna.
„Við veittum þeim þá aðstoð sem við gátum, því á
okkar vettvangi hefur aldrei verið um neitt ólögmætt
samráð að ræða,“ segir hún. Starfsfólk SAF fékk
plagg frá starfsmönnum Samkeppniseftirlitinu þar
sem ýmislegt var tiltekið sem þótti renna stoðum und-
ir meint ólögmætt samráð. „Þeir höfðu fyrir nokkru
síðan óskað eftir fundargerðum, sem þeir fengu í
hvelli,“ segir Erna. Eitt og annað hafi síðan verið til-
tekið af hálfu eftirlitsaðila á vettvangi að sögn Ernu.
„Aldrei um ólögmætt samráð að ræða“
Starfsmenn Samkeppn-
iseftirlitsins lögðu hald á
gögn hjá ferðaþjón-
ustuaðilum í gær og SAF
sem heldur því fram að
ekkert samráð hafi átt
sér stað milli ferðaskrif-
stofa.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur komist að þeirri niðurstöðu, að
íslenska ríkið sé skaðabótaskylt
gagnvart konu, sem sýktist af lifr-
arbólgu C við blóðgjöf árið 1990. Tel-
ur dómurinn að ríkið hafi bakað sér
einhverja skaðabótaskyldu þar sem
konan fékk ekki vitneskju um smitið
fyrr en árið 1999.
Konan var til meðferðar á Rík-
isspítölum í september 1990, vegna
nýrnasjúkdóms er hún átti þá við að
stríða. Konan fékk endurteknar
blóðgjafir vegna sjúkdómsins, sem
voru henni lífsnauðsynlegar. Við
þessar blóðgjafir smitaðist konan af
lifrarbólgu C úr sýktri blóðeiningu
sem hún fékk.
Fram kemur í dómnum, að haustið
1993 vann Sigurður B. Þorsteinsson,
smitsjúkdómalæknir, ásamt nemum
í læknisfræði, að rannsókn á Land-
spítala sem fólst í því að skimaðar
voru afturvirkt blóðgjafir hjá Blóð-
bankanum. Kom þá í ljós að 9 blóð-
einingar reyndust hafa lifrarbólgu C
mótefni. Í kjölfarið var sannreynt að
alls 63 blóðeiningar af sýktu blóði
hefðu verið í umferð. Ríkið hefur
miðað við að tekist hafi að finna 24
einstaklinga sem sannanlega hafi
fengið sýkt blóð. Af þeim hafi 21
reynst sýktur af lifrarbólgu C.
Símon Sigvaldason héraðsdómari
dæmdi málið.
Ríkið borgi
bætur vegna
lifrarbólgu
HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands hef-
ur dæmt karlmann á sextugsaldri í
níu mánaða fangelsi, þar af sex mán-
uði skilorðsbundna, fyrir vörslu á
barnaklámi.
Í dómi héraðsdóms kemur fram að
maðurinn hafði undir höndum 11.382
ljósmyndir og tíu hreyfimyndir sem
sýna börn á kynferðislegan og klám-
fenginn hátt. Þar af voru ríflega
1.200 myndir sem fundust í tölvu
sem ákærði hafði til umráða á vinnu-
stað sínum, en hann var grunnskóla-
kennari. Mikill hluti myndanna var
af grófasta tagi þar sem koma fram
svívirðilegustu kynferðisbrot gegn
börnum, segir m.a. í dómnum.
Maðurinn játaði brot sitt og var
það honum til málsbóta, auk þess
sem hann hefur leitað til sálfræðings
vegna sjúklegrar klámfíknar.
Benedikt Bogason héraðsdómari
kvað upp dóminn. Björn Þorvalds-
son settur saksóknari flutti málið af
hálfu ákæruvaldsins en Bjarni Lár-
usson hdl. varði manninn.
Með gróft
barnaklám í
grunnskóla
♦♦♦