Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 19 ERLENT Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÓVÍST er hvort væntingarnar um mikinn ol- íugróða Grænlendinga eru reistar á traustum forsendum. Vísindamenn jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna, USGS, hafa sagt að ef til vill séu allt að 100 milljarðar tunna af olíu í land- grunninu út af norðaustanverðu Grænlandi. En tölurnar eru ótraustar enda byggðar á ágiskunum jarðfræðinga sem telja að berg- lögin á svæðinu geti geymt olíu. Hún gæti verið miklu minni, 40 milljarðar tunna – eða engin, segir í grein í vikunni í danska blaðinu Berlingske Tidende. Margir vara því Græn- lendinga við að fagna of fljótt. Bandaríkjamenn birtu kenningar sínar fyr- ir sjö árum. 100 milljarðar tunna er svipað magn og í Írak sem ræður yfir næstmestu ol- íulindum í heimi á eftir Sádi-Arabíu. Aðstoðarforstjóri rannsóknarstofnunar jarðfræði Danmerkur og Grænlands (GEUS), Kai Sørensen, bendir á að sannanir skorti fyrir því að til sé olía í vinnanlegu magni í landgrunni Grænlands, um sé að ræða óbein- ar vísbendingar. Niðurstöður Bandaríkja- mannanna, sem séu að vísu mjög hæfir fag- menn, séu vafasamar vegna þess að þeir hafi ekki haft aðgang að mikilvægum gögnum um svæðið. Þeir sáu t.d. ekki gögn sem olíurisinn bandaríski, Exxon, hafði undir höndum eftir að hafa gert kannanir á umræddu hafsvæði. GEUS getur á hinn bóginn nýtt sér þau vegna þess að um opinbera, danska stofnun er að ræða. Engar tilraunaboranir enn „Vandinn er að það er ekki búið að gera bortilraunir á landgrunninu,“ segir Sørensen. „Hér er eingöngu verið að tala um mat. Þess vegna er hætta á að það sé engin olía við Norðaustur-Grænland.“ Sørensen segir að USGS sé nú að meta á ný hugsanlegar olíulindir á Norðurskauts- svæðinu og muni eiga samstarf við dönsku stofnunina um grænlenska hlutann. Hans segir líklegt að tölurnar verði nú aðrar en fyrir sjö árum. En Grænlendingar gera sér einnig miklar vonir um að olía finnist á Davíðssundi og Baffinsflóa við vestanvert landið. Berlingske Tidende segir að tilraunaboranir hafi fram til þessa ekki borið neinn árangur, ekkert hafi fundist en á stöku stað berist olía úr und- irdjúpunum upp á yfirborðið, m.a. á eynni Diskó. Einnig hefur fundist jarðgas á kan- adískum svæðum vestan við Grænland og ol- ía við Nýfundnaland í suðri. Sørensen segir því skynsamlegt að gera tilraunaboranir til að kanna hvort þarna sé olía í nógu miklu magni til að það borgi sig að vinna hana. Bandarísku stórfyrirtækin Chevron og Exxon eru sammála því og hafa í samvinnu við danska fyrirtækið DONG beðið grænlensk yfirvöld um leyfi til að leita á haf- svæðunum við Diskó og Nuusuaq-skagann. Mikil áhætta en einnig ágóðavon Arne Rosenkrands, sem stýrir rannsóknum á vegum DONG, segir að Vestur-Grænland sé skilgreint sem svæði þar sem hættan sé mikil á að leit verði til einskis en jafnframt geti ágóðinn orðið mikill ef hún beri árangur [enska heitið er „high risk-high reward“]. „Við höfum ekki hugmynd um það hvort þarna er olía. En gerð landgrunnsins er þannig að líkur eru á lindum,“ segir Ro- senkrands. „Því miður eru líkurnar heldur meiri á að þarna sé ekki neitt.“ Leit á erf- iðum svæðum eins og við Grænland er svo dýr vegna íss og veðurfars að eigi leit að borga sig verða að vera milljarðar tunna af olíu á svæðinu til að menn hagnist á fram- kvæmdinni. Þegar eru hafnar deilur um það milli danskra og grænlenskra ráðamanna hvernig skipta skuli væntanlegum olíugróða. Søren Espersen, úr Danska þjóðarflokknum, á sæti í dansk-grænlenskri nefnd um sjálfsstjórn Grænlands. Hann ráðleggur þeim að gefa al- veg frá sér olíudraumana. „Þeir stara stöðugt á olíuna og eru ótrú- lega heillaðir af henni,“ segir hann. „En um leið láta þeir algerlega hjá líða að gera nokk- uð til að bæta lélega menntun og mörg önnur vandamál grænlensks samfélags.“ Olíudraumar byggðir á sandi? Morgunblaðið/Ómar Olía undir niðri? Kynjamyndir í ísnum á ægifögrum Ammassalik-firði í Grænlandi. Íbúarnir gera ser vonir um að mikil olía leynist í landgrunninu og hún muni gerbreyta efnahag þeirra. Í HNOTSKURN »Grænlendingar fá nú árlega styrkfrá Dönum er nemur þrem millj- örðum d. króna eða sem svarar um 30 milljörðum ísl. króna. Finnist olía geta þeir afþakkað styrkinn. »Þótt olía fyndist gætu liðið áratugiráður en hægt yrði að vinna hana. Svo gæti farið að olía yrði þá litin horn- auga vegna mengunar og aðrir orku- gjafar yrðu búnir að fá yfirhöndina. Engar sannanir fyrir olíu við Grænland Í dag opnar upplýsingamiðstöð um stærra og BETRA ÁLVER í Firði kl. 13:00 Við bjóðum Hafnfirðinga og aðra áhugamenn um málefni álversins í Straumsvík velkomna við opnun upplýsingamiðstöðvarinnar í dag kl. 13:00. Karlakórinn Þrestir og Lay Low taka lagið og verður hressing á boðstólnum fyrir börn og fullorðna. Upplýsingamiðstöðin verður opin á virkum dögum frá kl. 14 -18 og á laugardögum frá kl. 11-16 þar til kosning um nýtt deiliskipulag í Hafnarfirði hefur farið fram. Starfsfólk álversins verður til staðar og veitir upplýsingar og skiptist á skoðunum við gestkomandi. Lögð verður áhersla á að færa fram rök fyrir stækkun álversins og sýna fram á hvernig hún gerir gott álver ennþá betra fyrir eigendur þess, starfsfólk, Hafnfirðinga og aðra Íslendinga. straumsvik.is Sími 555 4260 • info@straumsvik.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.