Morgunblaðið - 03.03.2007, Side 29

Morgunblaðið - 03.03.2007, Side 29
skemmdust ekkert við að taka þá nið- ur.“ Þá var nýtt viðargólf lagt yfir stofurýmið, eldhús og gang. Alltaf sama heimskan Afraksturinn er svo opið svæði með stofu og eldhúsi, fjögur stærð- arinnar svefnherbergi og baðher- bergið að ógleymdri heljarinnar vinnustofu, sem Birgir er að vonum ákaflega hamingjusamur með. „Það er alger draumaaðstaða að vera með góða vinnustofu,“ segir hann. „Marg- ir myndlistarmenn eru alltaf á hrak- hólum með vinnuhúsnæði svo það var frábær lending að sameina þetta tvennt, íverustað og vinnuhúsnæði.“ Samtals telur íbúðin og vinnustof- an 270 fermetra en að auki er óinn- réttað loft yfir hæðinni sem er fullir 80 fermetrar. Þau Birgir og Sigrún eru nú að láta teikna það rými upp og vonast til að síðar meir muni það nýt- ast sem vinnuaðstaða fyrir Sigrúnu sem og geymslur og þvottahús. Í dag er það fyrst og fremst notað sem geymslur. Það verður þó kannski ekki alveg strax því þau hjúin eru orðin mett af framkvæmdum – í bili a.m.k. enda unnið að endurbótunum að mestu leyti með eigin höndum. „Við fengum aðstoð með pípulagn- irnar og rafmagnið en annað höfum við gert sjálf,“ segir Birgir. „Í raun- inni er þetta alltaf sama heimskan því þetta er ekki fyrsta plássið sem mað- ur gerir svona upp. Maður segir allt- af þegar þessu lýkur: „aldrei aftur“ en nokkrum mánuðum síðar er mað- ur búinn að gleyma hvað þetta var mikið mál.“ Þó að Dugguvogurinn sé hluti af iðnaðarhverfi skv. deiliskipulagi eru þó nokkur dæmi um að borgin hafi samþykkt íbúðarhúsnæði á svæðinu, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum að sögn Birgis og Sigrúnar. Þau eru í því ferli núna og eru bjartsýn á að fá húsnæðið samþykkt enda búin að fá jákvæð viðbrögð við fyrirspurnum þess eðlis. „Það hefur verið velvilji hjá borginni í þá veru að leyfa búsetu ef maður getur sýnt fram á að hús- næðið sé bæði vinnuaðstaða og heim- ili,“ útskýrir Birgir. „Eftir því sem við best vitum er á teikniborðinu að þetta verði blandað íbúðahverfi þeg- ar fram líða stundir og jafnvel verði opnað frá Vogahverfi og hingað nið- ureftir. Þannig nýttist Elliðaárdal- urinn sem útivistarsvæði fyrir Vog- ana alla. Ég er viss um að þetta verður eitt af framtíðaríbúðahverfum Reykjavíkurborgar,“ segir hann og Sigrún kinkar kolli. „En auðvitað bú- um við hér í því umhverfi sem er hér núna – það er aldrei hægt að vita hvað gerist eftir tíu ár.“ ben@mbl.is Ólíkt Listaverk úr ýmsum áttum. Stóllinn er hluti stærra verkefnis þar sem Sigrún og kollegi hennar fengu ólíkt fólk til að skreyta stól að eigin höfði. Grindin með bókunum var áður notuð til að hala salat niður úr húsnæðinu á þeim tíma sem matvælaframleiðsla var þar starfrækt. Baðherbergið „Það var alls konar hausverkur sem fylgdi því að byggja í kring um baðið og innréttinguna,“ segir Birgir og Sigrún samsinnir. „Breiddin þurfti líka að passa við flísarnar svo eiginlega urðum við fyrst að velja flísar og láta svo smíðina ráðast af þeim.“ Anddyri Litrík ljósakróna tekur á móti gestum sem koma í heimsókn í Dugguvoginn. Í móttökunefndinni eru oftast kettirnir Ljóni og Lappi sem hér eru fjarri. Loftið Ýmiss konar fjársjóður leynist á þakhæðinni sem Sigrún og Birgir stefna á að innrétta með tíð og tíma. Þar verður sennilega vinnuaðstaða fyrir Sigrúnu, geymslur og þvottahús gangi allt eftir. „Mæður okkar eru mjög hrifnar af því að við höfum svona fínt þurrkloft,“ segja þau. Mislitar Listaverk eftir Joby Willi- amsson sem einnig sýnir á skilti sem er við innganginn að íbúðinni. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 29

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.