Morgunblaðið - 03.03.2007, Síða 39

Morgunblaðið - 03.03.2007, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 39 sem spyr ekki um stað eða stund eða fer í manngreinarálit. Á aðfangadagsmorgun, síðasta, kom Sibba í sína hinstu heimsókn til okkar. Hún vildi ekki stoppa, var að keyra út jólagjöfum. Hún sagð- ist ætla að hætta starfsemi sinni um næstu áramót og myndi hún þá hafa meiri tíma til að koma í heim- sókn og spjalla. Hún skildi eftir jólaskreytingu til að gleðja okkur. Þannig var Sibba, alltaf að gefa og gleðja aðra. Við ætlum að geyma þessa mynd af henni, hún var svo geislandi að maður trúði að sigur myndi vinnast. Nú eftir tvo mánuði er komið að kveðjustund. Við sendum Þórhalli og börnum innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum góðan Guð að hugga þau og styrkja. Ferð þín er hafin. Fjarlægist heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða. Og sjónhringir nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson) Þráinn Jónsson og Ingveldur Anna Pálsdóttir Þegar við fluttum hingað til Eg- ilsstaða fyrir hartnær 40 árum bjuggu hér um það bil 700 íbúar. Sveitarfélagið var í hraðri upp- byggingu og sagt var að Egilssta- ðabúar lifðu á því að byggja hver yfir annan. Sumir voru aðfluttir eins og við, aðrir rótfastir héraðsbúar, sem tóku aðkomufólkinu fagnandi. Hjónin Þórhallur og Sigurbjörg voru ein af þeim persónum sem létu okkur finna að við værum vel- komin. Við uppgötvuðum fljótlega að við áttum börn á sama aldri í grunnskólanum, þó var það fyrst eftir að undirritaður hóf störf hér og Tónlistarfélagið stofnaði bland- aðan kór, Tónkór Fljótsdalshéraðs, sem þau kynni okkar Sigurbjargar hófust sem aldrei bar síðan skugga á. Nú þegar hún er horfin yfir móð- una miklu hrannast upp minningar frá þessum árum – æfingar í grunnskólanum og tónleikar, upp- tökur fyrir útvarp og ekki síst söngferðalög, sem kórinn fór í. Sigurbjörg var lengi félagi og í stjórn Tónkórsins og lenti það á henni ásamt öðrum að skipuleggja tónleika og ferðir sem farnar voru, meðal annars ferð til Danmerkur og Noregs sem kórinn fór í, ásamt mökum, árið 1982. Þar var í mikið ráðist og í mörgu að snúast enda ein fjölmennasta hópferð sem farin hefur verið frá Egilsstöðum. Nú seinni árin hefur Sigurbjörg veitt forstöðu flugkaffinu á Egils- staðaflugvelli, með þeim myndar- brag sem henni var einni lagið. Þar hitti ég hana af og til hin síðari ár. Alltaf kom hún að afgreiðslu- borðinu með brosið hýra þegar ég var á ferð og bauð mér kaffi, og svo var byrjað að spjalla um gamla tím- ann og þær breytingar sem orðnar væru á sveitarfélaginu þessi ár sem liðin voru frá okkar kynnum og tónkórstímabilið, sem henni fannst hafa verið ákveðið og afmarkað tímabil í menningarsögu Fljótsdals- héraðs. Nú þegar dauðinn hefur knúið dyra og sorg er í ranni þökkum við Helga Ruth og fjölskyldur okkar samfylgdina um leið og við vottum eftirlifandi eiginmanni, börnum og öðrum ástvinum okkar dýpstu sam- úð. Magnús Magnússon. Sibba vinkona mín er látin. Í hvert sinn er ég frétti af baráttu hennar við meinið bað ég þess að hún sigraði og að við mættum hitt- ast hressar og kátar næsta sumar. Ég kynntist Sibbu fljótlega eftir að fjölskylda mín fluttist til Egils- staða 1975, en kynni okkar hófust fyrir alvöru er við eignuðumst hús í götunni hennar, Bláskógum. Hún var einstök hún Sibba – hafði svo góða nærveru og var ávallt reiðubúin að hjálpa og leiðbeina. Hún var þeirrar gerðar að fátt virt- ist, ef nokkuð, getað raskað rólyndi hennar. Og þannig var heimilis- bragurinn, hljóðlátur og traustur. Ég minnist þess þegar við héld- um saumaklúbb, þá byrjaði fjörið oft fyrst eftir miðnætti. Laufey vin- kona okkar átti það til að draga þá upp efnisbút og Sibba lagði hann til, sneið og saumaði og hlátrasköll glumdu fram undir morgun! Þá vorum við ungar og óhræddar við allt. Fjölskyldan var Sibbu allt og lífs- förunautur hennar tryggi var oftast nefndur í sömu andrá og hún, Sibba og Þórhallur. Eldri börnin okkar voru á svipuðu reki, Ingólfur og Erla bekkjarfélagar, en Brynja yngsta barn þeirra passaði Ragn- hildi yngri dóttur okkar og stund- um Kjartan bróður hennar. Vin- áttan birtist ekki síst í tryggð Brynju síðar við börnin okkar og frá þeim fréttum við reglulega hvor af annarri. Við Ragnar fluttum til Reykja- víkur aftur 1987, en vinátta okkar hélst. Við höfðum það fyrir sið að fara austur á hverju sumri og þá fór ég ætíð til Sibbu í kaffi og Ljós- bjargar, einkasystur hennar. Sam- band þeirra systra var einstakt. Það leið ekki sá dagur að þær hefðu ekki samband, gjarnan oft á dag. Missir Ljósbjargar er því mik- ill. Elsku Þórhallur, Ingólfur, Magn- ús, Brynja, Ljósbjörg, Brynjólfur, Ása, Guttormur, Tinna, Benedikt og afkomendur, missir ykkar er mikill. Guð veri með ykkur. Blessuð sé minning Sibbu. Emilía. Leiðir okkar Sibbu, eins og hún var kölluð daglega, lágu saman fyr- ir ca 20 árum. Sibba tók öllum vel og innan skamms var ég orðin ein af fjölskyldunni, þá bara 16 ára. Sibba var glæsileg kona og umfram allt hjartahlý. Hennar bestu stund- ir voru þegar fjölskyldan kom sam- an og hún var alltaf tilbúin með allt áður en aðrir voru búnir að snúa sér við. Það eru ófáar minningar sem tengjast því að sitja við mat- arborðið á Laugavöllum. Að horfa á glæsilega konu, í blóma lífsins, berjast við vondan sjúkdóm er skelfilegt. Ýmsar erf- iðar spurningar vakna sem ekki er hægt að fá svör við. Börnin mín, Agnes Björg og Ey- steinn Orri, munu sakna ömmu Sibbu mikið, hún var þeirra skjól, hún var þeirra öryggi. Okkar leiðir skildu en minning- arnar hverfa ekki. Þær eru svo margar og þær eru svo góðar. Ég kveð þig, elsku Sibba, þakka þér fyrir allt. Elsku Þórhallur, Magnús, Ing- ólfur og Brynja, ég bið ykkur allrar blessunar á þessari kveðjustund. Anna Dóra Helgadóttir. Að heilsast og kveðjast er lífsins saga. Ég heyrði Sigurbjargar Al- freðsdóttur fyrst getið fyrir réttum 40 árum. Ég var þá nýlega flutt til Egilsstaða og sat í kaffi ásamt vinnufélögum mínum í Mjólkur- stöðinni. Í þá daga höfðu menn með sér bitabox með nesti og vakti innhald eins nestiskassans á stundum um- ræður og öfund. Brauðsneiðarnar í þessu boxi voru fallega skornar og skreyttar og fóru svo vel í sam- félagi með bústnum kleinum og jólakökusneiðum krökkum af rús- ínum. „Hún hugsar svona vel um mig, hún Sibba frænka mín,“ sagði eigandi bitaboxins. Hann átti síðar eftir að verða maðurinn minn og umhyggja og elskusemi þessarar frænku hans og fóstursystur náði þá ekki bara til hans heldur líka til mín og barna okkar. Þegar ég lít til baka sé ég að út úr innihaldi nestisboxins góða mátti lesa marga af eðliskostum Sibbu. Það bar vitni um rausn hennar, myndarskap og snyrtimennsku og þá umhyggju og alúð sem henni var eiginlegt að leggja í hvert verk. Við bættust mannkostir eins og gam- ansemi, hjartahlýja, greiðvikni og gestrisni sem gerðu hana svo góða heim að sækja og vinamarga. Sigurbjörg var einstakur dugnað- arforkur sem annaðist heimili sitt og fyrirtæki af alúð og myndar- skap. Vegna erfiðra aðstæðna og veikinda á æskuheimili varð það hennar hlutskipti, þegar á unga aldri, að sinna heimilisverkum eins og fullorðin manneskja og axla ábyrgð á yngri systur og frænda. Á þá reynslu virtist hún aðeins líta já- kvæðum augum enda mikil fjöl- skyldumanneskja í eðli sínu og sjálfsögð þungamiðja stórfjölskyld- unnar. Þegar Sibba sagði mér frá alvar- legum veikindum sínum hvarflaði ekki að mér sú hugsun, að hún, svona sterk og dugmikil, næði ekki heilsu á ný en raunin varð önnur. Í baráttunni við erfiðan og kvalafull- an sjúkdóm sýndi hún kjark og æðruleysi allt til enda. Það er sárt að hugsa til þess að þessi mæta kona skuli vera horfin okkur en áfram lifa minningar frá góðum og gefandi samverustund- um. Kæra fjölskylda! Þórhallur, Ing- ólfur, Magnús, Brynja og barna- börn, ykkar missir er mikill. Góður lífsförunautur, móðir og amma er horfin á braut. Megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Blessuð sé minning Sigurbjargar Alfreðsdóttur. Arndís Þorvaldsdóttir Þegar svo stórt skarð er höggið í lífi manns setur mann hljóðan. Það eru svo margar minningar sem renna um hugann þegar maður sest niður og hugsar til Sibbu. Sibba var fyrst og fremst vin- kona mömmu. Ung lærði ég að vin- konur bralla ýmislegt saman. Vin- konur taka þátt í lífi hvor annarar. Þannig vinkonur finnst mér mamma og Sibba vera. Þegar við krakkarnir vorum lítil, þá var gam- an þegar var verið að steikja klein- ur því það var alltaf gert saman. Við fengum að vera með og við fengum líka að borða eins og við gátum í okkur troðið og það gerð- um við Brynja rækilega. Sláturgerð er líka það sem vinkonur gera sam- an. Ef voru veislur þá undirbúa þær það líka saman. Þegar ég óx úr grasi og stofnaði mína fjölskyldu og sonur minn fermdist þá kom ekki annað til greina, hvorki frá minni hálfu né Brynjars, en að Sibbu yrði boðið því hún er vinkona ömmu. Fyrir mér er Sibba stór partur af minni fjölskyldu. Á Þorláksmessu, þegar allt var tilbúið fyrir jólin og við krakkarnir að fara að sofa, þá var bankað. Það voru Sibba og Þór- hallur að kíkja í heimsókn, rabba, smakka á hangikjöti og bara vera saman. Stundum man ég eftir Sibbu í eldhúsinu hjá mömmu, þá sátu þær hvor sínu megin við borðið og bara þögðu. Ég náttúrulega veit ekki hvað hafði farið þeirra á milli áður eða eftir, en þær eru svona vinkon- ur sem geta þagað saman. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég ykkur Þórhallur, Ingólfur, Magnús, Brynja og fjölskyldur. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni Erla Sigrún Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA HJÁLMARSDÓTTIR, Lindasíðu 4, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri sunnudaginn 25. febrúar. Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju mánudaginn 5. mars kl. 14.00. Bjartur Stefánsson, Rósa Óskarsdóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELSA DÓRÓTHEA PÁLSDÓTTIR, Hjallanesi, Landsveit, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands miðviku- daginn 28. febrúar. Magnús Kjartansson, Pálína H. Magnúsdóttir, Hallgrímur H. Óskarsson, Kjartan G. Magnússon, Elínborg Sváfnisdóttir, Bryndís H. Magnúsdóttir, Rúnar Hauksson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÞORKELSSON, Kjarrhólma 22, Kópavogi, lést í Sunnuhlíð miðvikudaginn 28. febrúar. Útförin fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 12. mars kl. 13.00. Kristrún Jóhanna Ásgeirsdóttir, Guðný Ásgerður Sigurðardóttir, Þorkell J. Sigurðsson, Gróa Halldórsdóttir, Hrönn Sigurðardóttir, Ægir Björgvinsson, Brynja Sigurðardóttir, Gunnar Sigurðsson, Guðrún Margrét Einarsdóttir, Hörður Sigurðsson, Ingibjörg Jóhannesdóttir, Sigurður Þór Sigurðsson, Sigrún Magnúsdóttir, Hallfríður S. Sigurðardóttir, Ómar Elíasson, Elías Sigurðsson, Emilía Bergljót Ólafsdóttir, Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir, Finnur Einarsson, Ásgeir Sigurðsson, Svala Steina Ásbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BETTÝ JÚLÍANNA HANSEN, Sólheimum 25, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 23. febrúar. Útför hinnar látnu hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunarheimilisins Eirar fyrir umönnun og hlýju. Einar Jón Einarsson, Soffía Einarsdóttir, Grímur Markússon, Ingileifur Einarsson, María Þórarinsdóttir, Bettý Grímsdóttir, Árni Hrannar Arngrímsson, Halldóra Inga Ingileifsdóttir, Einar Sigurjónsson, Kristín Ingileifsdóttir og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓSEF H. SIGURÐSSON fv. útibússtjóri, Drápuhlíð 44, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 28. febrúar. Útför verður frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 8. mars kl. 15.00. Sveinbjörg Á. Jónsdóttir, Jón Jósefsson, Kristín Gísladóttir, Anna Guðrún Jósefsdóttir, Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir, Guðjón Hilmarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.