Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
FRÁ MÁNUDEGI til miðvikudags
voru hefðbundnar kennslustundir í
MK brotnar upp og boðið upp á fyr-
irlestra, kvikmyndasýningar og um-
ræður og allar hliðar jafnréttismála.
Aðsóknin var með eindæmum góð og
ávallt húsfylli á fyrirlestrana. Gær-
dagurinn var hins vegar aðaldagur
jafnréttisvikunnar, kennsla var felld
niður um tíma og boðið upp á hádeg-
isverð og skemmtidagskrá.
Þegar blaðamann bar að garði
skemmti Steinn Ármann Magnússon
nemendum með gamansögum um
samskipti kynjanna og í kjölfarið
stigu á stokk Heiðar Örn Krist-
jánsson og Haraldur Freyr Gísla-
son, sem oftast eru kenndir við
hljómsveitina Botnleðju. Heiðar og
Haraldur eru báðir menntaðir leik-
skólakennarar og miðluðu þeir af
reynslu sinni, bæði varðandi námið
og leikskólastörf.
Meðal þeirra atburða sem fóru
fram í vikunni má nefna fyrirlestur
Karlahóps femínistafélagsins um
Nei átakið, fyrirlestur um klámvæð-
ingu í tónlistarmyndböndum og
ímynd unglinga auk þess sem kvik-
myndirnar Billy Elliot og Lilya 4-
ever voru sýndar. Var það á valdi
kennara í hverri kennslustund hvað
gera skyldi, þ.e. hvort horft væri á
kvikmynd, hlýtt á fyrirlestur, teknar
upp umræður í skólastofunni eða
haldið áfram með hefðbundna
kennslu.
Útrýma verður launamuninum
Tilefni jafnréttisvikunnar var m.a.
að MK hlaut á síðasta ári viðurkenn-
ingu jafnréttisnefndar Kópavogs og
í kjölfarið hafa jafnréttisnefndir
bæjarins og skólans átt í miklu og
góðu samstarfi.
Mikil áhersla hefur verið lögð á
jafnréttisumræðuna í félagsfræði-
kennslu að undanförnu og voru
verkefni unnin í tengslum við hana.
Helgi Eyleifur Þorvaldsson, nemi
við MK, vann t.a.m. ásamt fleirum
að rannsóknarverkefni um fem-
ínisma. Nemendur voru fengnir í
viðtal og þeir m.a. spurðir um hvað
þeir vissu um femínisma, og notast
við spurningar úr kynjafræði í Há-
skóla Íslands. „Ég veit ekki hversu
mikil vakning verður við þetta en
þessi kynning fær fólk til að hugsa,
mín skoðun er að það sé nauðsyn-
legt,“ segir Helgi. Aðspurður hvaða
jafnréttismál það séu sem helst beri
á góma nefnir hann launamun
kynjanna og að honum þurfi að út-
rýma.
Sigríður Ósk Ólafsdóttir fór á
ýmsa fyrirlestra í vikunni og sagði
þá hafa verið áhugaverða, nefndi
hún m.a. erindi um klám, kynjamis-
rétti og karllægar- og kvenlægar
sjálfsmyndir. Henni fannst hins veg-
ar nóg komið spurð um jafnrétt-
isumræðuna og sagði hana á köflum
ganga út í öfgar, s.s. þegar kæmi að
jákvæðri mismunun.
Hefðbundin kennsla í MK brotin upp
með líflegri umræðu um jafnréttismál
Morgunblaðið/ÞÖK
Gaman Leikarinn Steinn Ármann Magnússon skemmti nemendum og starfsfólki MK með ýmsum kynjasögum í há-
deginu í gær. Fór Steinn m.a. yfir það með viðstöddum hvaða uppeldisaðferðum hann beitir og hvaðan þær koma.
Menntaskólinn í Kópa-
vogi og jafnréttisnefnd
Kópavogsbæjar vöktu í
vikunni athygli nem-
enda á mikilvægi jafn-
réttis með svonefndri
jafnréttisviku í MK.
Helgi Eyleifur
Þorvaldsson
Sigríður Ósk
Ólafsdóttir
„SVONA þemavika hefur afar mikil áhrif, nem-
endur velta því fyrir sér hvað jafnrétti sé, hvort það
sé tengt mannréttindum – sérstaklega þeir nem-
endur sem ekki eru byrjaðir að spá í þessa hluti,“
segir Una María Óskarsdóttir, formaður jafnrétt-
isnefndar Kópavogsbæjar, en jafnréttisvikan í MK
var haldin í samstarfi við nefndina sem lagði m.a. til
starfsmann.
Una segist ánægð með árangurinn og nefnir í því
samhengi að í hádeginu í gærdag hafi þrjár ungar
stúlkur haldið tölu yfir samnemendum sínum og
bent þeim á hvernig kynjahlutfallið sé í nefndum og
ráðum skólans, en karlmenn eru þar í meirihluta.
Stúlkurnar hvöttu því kynsystur sínar til að bjóða
sig fram í kosningum sem fram fara í næstu viku.
„Það kviknar á perunni og til þess er leikurinn
gerður. Ég er sannfærð um að þetta nái til nemenda
og hafi áhrif til frambúðar.“
Una María telur að þetta sé í fyrsta skipti sem
jafnréttisnefnd sveitarfélags taki höndum saman við
menntaskóla og efni til kynningar, eða átaks, af
þessu tagi. Hún er þeirrar skoðunar að snemma
verði að hefja umræðu um jafnréttismál og greini-
legt sé á aðsókninni að þeim atburðum sem staðið
var að, að þörf sé á.
Margir áhugaverðir fyrirlestrar
Hjörtur A. Guðmundsson, formaður nemenda-
félags MK, er sammála Unu Maríu um að jafnrétt-
isvikan hafi tekist vel og skilað tilætluðum árangri.
„Ég persónulega hafði mjög gaman af þessu, það
var fullt út úr dyrum á öllum fyrirlestrum og marg-
ir þeirra afar áhugaverðir,“ segir Hjörtur og nefnir
m.a. erindi Ingólfs V. Gíslasonar, sviðsstjóra rann-
sóknasviðs Jafnréttisstofu, um gjald karlmennsk-
unnar.
Hefja verður umræðu um jafnrétti snemma
Eftir Gunnar Pál Baldvinsson
gunnarpall@mbl.is
TVEGGJA flokka ríkisstjórn Sam-
fylkingar og Vinstrihreyfingarinn-
ar græns framboðs (VG) er það
stjórnarmynstur sem flestir lands-
menn vilja fá eftir næstu alþing-
iskosningar ef marka má nýja
skoðanakönnun sem Capacent
Gallup vann fyrir Morgunblaðið og
RÚV. Flestir, eða 61,3%, vildu aft-
ur á móti að Sjálfstæðisflokkurinn
sæti í ríkisstjórn.
Í könnun Gallup var spurt hvaða
flokkar, tveir eða fleiri, fólk vildi
að mynduðu ríkisstjórn á næsta
kjörtímabili. Stærsti hópurinn,
28,1%, vill helst að Samfylking og
VG myndaði ríkisstjórn saman,
tæplega 4% fleiri en vilja að Sjálf-
stæðisflokkur og Framsóknar-
flokkur haldi samstarfi sínu áfram.
Athygli vekur að nær einungis
voru nefnd stjórnarmynstur
tveggja flokka en 2,2% aðspurðra
vildu að Frjálslyndi flokkurinn,
Samfylking og VG færu saman í
ríkisstjórn.
Áhugi á samstarfi meðal kjós-
enda Sjálfstæðisflokks og VG
Lítill munur er á hlutfalli þeirra
sem vilja ríkisstjórn með Sjálf-
stæðisflokk innanborðs og þeirra
sem vilja að VG setjist í nýja rík-
isstjórn, en einungis tæp 2% skilja
þar að. Ef skoðað er með hvaða
flokkum kjósendur vilja að þeirra
flokkur starfi má sjá að flestir
kjósendur vinstri flokkanna
tveggja vilja að þeir starfi saman
eftir næstu alþingiskosningar.
Skýrir það af hverju stjórnar-
mynstur þessara tveggja flokka
mælist svo hátt þrátt fyrir að Sjálf-
stæðisflokkurinn sé oftast nefndur
sem ríkisstjórnarflokkur. Meiri
stuðningur er hins vegar meðal
kjósenda VG við að flokkurinn
starfi með Sjálfstæðisflokknum en
innan Samfylkingarinnar. 20,3%
sem hyggjast kjósa VG nefndu að
flokkurinn ætti helst að starfa með
Sjálfstæðisflokknum en 12,3%
þeirra sem sögðust ætla að kjósa
Samfylkinguna.
Að sama skapi virðist töluvert
meiri vilji meðal kjósenda Sjálf-
stæðisflokksins að flokkurinn
starfi með VG en Samfylkingunni.
Sérstaka athygli vekur hins vegar
að ekki munar miklu á fylgi kjós-
enda Sjálfstæðisflokksins við
áframhaldandi samstarf við Fram-
sóknarflokkinn og ríkisstjórnar-
samstarfi við VG. Þannig nefndu
42,6% þeirra að halda ætti áfram
samstarfi við Framsókn en 35,4%
að taka ætti upp samstarf við VG.
Að þessu leyti er áberandi hve
mikill munur er á fylgi kjósenda
stjórnarflokkanna við áframhald-
andi stjórnarsamstarf. Mun hærra
hlutfall þeirra sem ætla að kjósa
Framsóknarflokkinn vill áfram-
haldandi samstarf með Sjálfstæð-
isflokknum en öfugt.
Sá flokkur sem oftast var nefnd-
ur sem ríkisstjórnarflokkur var
Sjálfstæðisflokkurinn en 61,3% að-
spurðra töldu að flokkurinn ætti að
sitja áfram í næstu ríkisstjórn.
Litlu færri, eða 59,5%, töldu að VG
ætti að eiga sæti í ríkisstjórn eftir
kosningar. Samstarf þessara
flokka, hvors sínum megin á hinum
hefðbundna hægri-vinstri ás
stjórnmálanna, var nefnt sem
ákjósanlegasta stjórnarmynstrið af
22,4% þátttakenda, litlu færri en
vildu áframhaldandi samstarf
Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks.
Málefnin ofar í huga kjósenda
VG en annarra flokka
Töluvert hefur verið rætt um
kosningahegðun kvenna upp á síð-
kastið. Ef greina má mismun í af-
stöðu kynjanna til mögulegra rík-
isstjórnarmynstra er hann helst að
finna í afstöðunni til vinstri stjórn-
ar Samfylkingar og Vinstri grænna
(34% kvenna nefndu hana á móti
24% karla) og svo í afstöðunni til
ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingar (5,4% kvenna nefndu
hana á móti 12,5% karla).
Í könnuninni var einnig spurt
hvað réði mestu um hvað fólk ætl-
aði að kjósa, málefni, frambjóðend-
ur, hvort tveggja eða aðrar ástæð-
ur. Um helmingur þeirra sem
svöruðu sagði að málefnin skiptu
mestu máli en 7% að bæði málefni
og frambjóðendur skiptu mestu.
Lítill munur er á því hvernig kjós-
endur flokkanna taka afstöðu að
þessu leyti, nema hvað kjósendur
VG virðast mun frekar taka af-
stöðu út frá málefnum en kjós-
endur hinna flokkanna. Um 44 til
47% kjósenda Framsóknarflokks,
Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar
segja að málefnin skipti mestu um
hvað þeir ætli að kjósa í vor en
63,5% kjósenda VG.
Skoðanakönnunin var unnin af
Capacent Gallup dagana 8. til 13.
mars og var úrtakið 1.230 manns á
aldrinum 18–75 ára. Svarhlutfallið
var 61,7%. 65,7% þeirra tóku af-
stöðu til spurningarinnar en 7,5%
neituðu að svara. 26,7% þátttak-
enda sögðust vera óákveðin.
Samstarf
til vinstri?
!
"
#
"$%
&'$
( )*
)*
) *
)+*
*
*
*
!
*
"*
!*
*
*
"*
"*
*
*
*
"*
#*
"*
! *
!*
*
Rúmlega 35% kjósenda Sjálfstæðis-
flokksins vilja samstarf við VG
Í HNOTSKURN
»Þátttakendur voru spurðirhvaða flokkar ættu að setj-
ast í ríkisstjórn.
» 28,1% vildu stjórn Sam-fylkingar og VG.
» 24,2% vildu stjórn Fram-sóknarflokks og Sjálfstæð-
isflokks.
» 22,4% vildu stjórn Sjálf-stæðisflokks og VG.
» 9,6% vildu stjórn Sjálf-stæðisflokks og Samfylk-
ingar.