Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 23 LANDIÐ Neskaupstaður | Vorið hefur minnt á sig á Austurlandi undanfarna daga og nota bæjarbúar í Neskaupstað eins og víðar í fjórðungnum góða veðrið óspart til útiveru. Sjást menn til dæmis taka til hendinni í görðum sínum, þótt efi um að vorið sé raunverulega í höfn nagi í hugarfylgsnum og ekki örgrannt um að menn eigi von á hríð og kalsa ofan í ljósgræna vaxtarsprot- ana sem nú bæra á sér. Skólabörnin láta ekki sitt eftir liggja og hafa nem- endur og kennarar í Nesskóla notað þessa blíðviðrisdaga til útikennslu. Til að mynda voru þessir kátu nemendur í 1. bekk í vettvangsferð um bæinn og var viðfangsefnið að skrá öll umferðarmerki sem á vegi þeirra urðu og kanna svo merkingu þeirra. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Vorið gerir vart við sig Klassík á Eiðum Í kvöld kl. 20 flytur kammersveitin Aþena Árstíðir Viv- aldis á Eiðum. Kammersveitina leiða þau Hlíf Sigurjónsdóttir og Hjörleif- ur Valsson og aðrir hljóðfæraleik- arar eru Kristín B. Ragnarsdóttir, Ólöf Þorvarðsdóttir, Sarah Buckley, Sesselja Halldórsdóttir, Lovísa Fjeldsted, Þórir Jóhannsson og Snorri Örn Snorrason. Á laugardag og sunnudag eru námskeið fyrir strengjanemendur á Austurlandi undir leiðsögn Hlífar og Hjörleifs. Á sunnudag kl. 17 verða svo fluttir fiðludúettar eftir Bartók og Hildi- gunni Rúnarsdóttur í flutningi Hlín- ar og Hjörleifs, auk tónlistar í flutn- ingi kennara og nemenda námskeiðsins.    Konur í atvinnurekstri Konur fjalla um reynslu sína af atvinnurekstri á málþinginu Konur eru í atvinnu- rekstri! Þingið heldur Tengslanet austfirskra kvenna á Gistihúsinu Egilsstöðum á morgun kl. 15. Meðal framsögumanna eru Soffía Lár- usdóttir, Charlotte Sigurðardóttir, Svandís Egilsdóttir og Katrín Ás- grímsdóttir. Umræður og hópavinna verða á málþinginu.    Gerpisfriðland í mótun Gerpir er austasti oddi Íslands og líklega elsti hluti landsins. Blásið er til málþings nk. sunnudag um friðlýsingu svæð- isins, frá Búlandsborgum að Karls- skála. Meðal umfjöllunarefna eru gróðurfar Gerpissvæðisins, hreindýr og fuglalíf þar um slóðir, jarðfræðin, ferðaþjónusta og drög að auglýsingu um Gerpisfriðland. Þau kynna Árni Bragason og Guðríður Þorvarð- ardóttir frá Umhverfisstofnun. Landeigendur á Gerpissvæðinu eru sérstaklega hvattir til að mæta, en aðgangur er öllum heimill. Mál- þingið hefst kl. 16 í Kirkju- og menn- ingarmiðstöðinni á Eskifirði og stendur í tvær klukkustundir.    Söngfugl á Eskifirði Sigrún Hjálm- týsdóttir syngur við undirleik Jón- asar Ingimundarsonar í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði kl. 20 í kvöld. Er efnisskráin sögð eins og þeim einum er lagið og verður því sjálfsagt bæði fjölbreytt og lífleg. Von er á Eivöru Pálsdóttur með gít- arinn 27. mars nk. og kræsileg dag- skrá framundan í menningar- miðstöðinni. Hana má sjá á vefnum www.simnet.is/eskirkja.    Gengið fjalla á milli Látið skal sverfa til stáls í þreki og úthaldi því nú er Ferðafélag Fljótsdalshéraðs að skipuleggja það sem nefnt er krefj- andi þrautaganga og á að fara fram föstudaginn langa, 6. apríl nk. Ganga á fjalla á milli á Fljótsdalshéraði eft- ir Héraðssandinum og er leiðin um 30 kílómetra löng, frá Selfljóti yst í Hjaltastaðaþinghá yfir að Fögru- hlíðarfjöllum í Jökulsárhlíð. Stendur til að ferja fólk yfir ósa Jökulsár og Lagarfljóts. Leiðsögumaður verður Björn Ingvarsson. Áhugasamir skrái sig fyrir 3. apríl nk. í síma 863- 5813 eða með netpósti á ferdafelag- @egilsstadir.is.    El Grillo í Skaftfelli Vorboðarnir úr Listaháskóla Íslands opna nýja sýn- ingu, El Grillo, í Skaftfelli á Seyð- isfirði kl. 17 á morgun, laugardag. Sýningin er unnin af nemendum LÍ í samstarfi við Dieter Roth- akademíuna og Skaftfell. Sýningin mun standa til 11. maí nk., er opin föstudaga til sunnudaga frá 13 til 18 eða eftir samkomulagi og aðgangur er ókeypis og öllum frjáls. Morgunblaðið/Árni Torfason Hjörleifur Valsson leiðir flutning Árstíða Vivaldis á Eiðum í kvöld. AUSTURLAND Hella | Skólaþing var haldið í Grunnskólanum á Hellu nú í mars. Að skólaþinginu stóð sameiginleg fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps. Þingið var haldið í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið Alta sem stýrt hefur íbúaþingum víða um land. Á þinginu var leitað svara við spurningunni um hver væru far- sælustu skrefin sem íbúar, for- svarsmenn skólamála og sveit- arstjórnir gætu stigið til að eiga áfram góða skóla í sveitarfélög- unum. Skólahald í sveitarfélög- unum tveimur er á tveimur stöð- um, þ.e. á Hellu og á Laugalandi í Holtum. Á hvorum stað eru reknir grunnskólar og leikskólar. Skólaþingið sóttu liðlega 100 manns með einum eða öðrum hætti. Þátttakendur töldu áherslu á metnaðarfullt skólastarf og víð- tæka samvinnu í skólamálum vera farsælustu skrefin sem hægt væri að stíga núna til að eiga áfram góða skóla til framtíðar. Örn Þórðarson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, segist vera nokkuð sáttur við skólaþingið, þótt vissulega hefði mæting mátt vera betri, sérstaklega hjá foreldrum nemenda í Grunnskólanum á Hellu. „Þarna voru þó stigin skref í þá átt að kalla eftir viðhorfum hagsmunaaðila til fræðslumála al- mennt. Hvernig við náum til þeirra aðila, sem einhverra hluta vegna sáu sér ekki fært að koma, verður að koma í ljós. Fræðslu- og skóla- mál snerta alla íbúana og framtíð- arsýn í þeim málum verður að tryggja og treysta hagsmuni allra íbúanna. Það er mikill metnaður fyrir því hjá sveitarstjórnum Rangárþings ytra og Ásahrepps að standa vel að þessum málum,“ seg- ir Örn. Þingað um skólamál á Hellu Skólar Skólaþingið sóttu liðlega 100 manns, jafnt ungir sem aldnir. Áhersla er á metnaðarfullt skólastarf og víðtæka samvinnu í skólamálum. Húsavík | Á dögunum var haldinn sérstakur golfdagur í Hvalasafninu á Húsavík í samvinnu við Golfklúbb Húsavíkur. Tilefnið var að GH fagnar 40 ára afmæli á þessu ári. Ásbjörn Björgvinsson í Hvala- safninu hefur undanfarna tvo vetur sett upp púttaðstöðu á 250 fermetra gólffleti í safninu, innan um beina- grindur af hvölum og fleiri sýning- argripum. Á golfdeginum voru fé- lagar úr GH einnig búnir að setja upp æfinganet og golfhermi sem kylfingar nýttu sér óspart. „Þetta gekk allt að óskum utan þess að kylfingur einn, ungur að árum, sló kúluna í gegnum netið og út um glugga á safninu en sem betur fer varð enginn fyrir henni,“ sagði Ás- björn kampakátur með daginn. Golfdagurinn byrjaði með því að Sigurpáll Árni Sveinsson, atvinnu- kylfingur og golfkennari, kom og hélt námskeið fyrir kylfinga ásamt því að kenna helstu grunnatriðin í pútti. Ásbjörn sagði mætinguna hafa verið með ágætum, um 40 kylfingar hafi komið í heimsókn og í lok námskeiðsins var slegið upp púttmóti þar sem Magnús Hreið- arsson GH bar sigur úr býtum. „Þetta var mjög ánægjulegur dag- ur og menn höfðu hér á orði að koma Sigurpáls hefði verið sann- kallaður hvalreki fyrir húsvíska kylfinga,“ sagði Ásbjörn. Í vetur hafa fjölmargir kylfingar, skólabörn og fyrirtækjahópar nýtt sér þessa skemmtilegu púttaðstöðu en völlurinn er 18 holur. Haldin eru púttkvöld fyrir konur á þriðjudög- um og karla á fimmtudögum en fyr- irtæki og hópar geta pantað sér tíma á öðrum dögum út þennan mánuð því um mánaðamótin verður teppunum rúllað upp og þau sett í geymslu til næsta vetrar. Hvalreki fyr- ir kylfinga Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson Íþróttir Hermann Benediktsson, kylfingur á Húsavík, nýtur hér leið- sagnar Sigurpáls Geirs Sveinssonar í Hvalasafninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.