Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 31
Opnið túnfiskdósirnar og látið mestu olíuna renna af. Skerið eggin fínt með eggjaskera og hrærið sam- an við túnfiskinn ásamt vorlauk, sinnepi, karríi, salti, ólífum og ka- pers. Hrærið saman við eins mikilli olíu og sítrónusafa og þarf til að salatið verði meðfærilegt og gott. Smakkið til með dilli og svörtum nýmöluðum pipar. Rúllið brauðinu í sundur og smyrjið salatinu á það. Rúllið upp á ný og skreytið brauðið með græn- meti að vild. Ljósmynd/Jón Svavarsson KONUR sofa minna en karlar og upplifa oftar önnur vandamál tengd svefni en þeir. Ástæðan er tíma- skortur. Þetta kemur fram í tölum frá bandarísku svefnsamtökunum sem reglulega kannar svefnvenjur Bandaríkjamanna. Í könnun ársins 2005 kom í ljós að mun fleiri konur en karlar áttu við svefnleysi að stríða. Af þeim sökum ákváðu samtökin að helga könnun ársins 2007 sérstaklega svefni kvenna, að því er fram kemur á vef- síðu Berlingske tidende. 60% kvenna á aldrinum 18 til 64 ára segjast einungis fá góðan nætur- svefn tvisvar í viku eða sjaldnar. 67% glíma við algeng svefnvandamál og næstum helmingur segir skort á svefni bitna á daglegu lífi þeirra. Svefnleysið stafar fyrst og fremst af tímaskorti og hefur víðtæk áhrif á líf kvennanna. Þær upplifa ýmis- konar vandamál í vinnu vegna þreytu, finna til takmarkaðrar kyn- lífslöngunar, auk þess sem vinir og áhugamál hverfa því þær hafa ekki orku til að sinna þeim. Ekki kemur á óvart að konur með börn þjást öðr- um fremur af svefnleysi en jafnvel í þegar engin börn eru á heimili, virð- ist svefnleysið helst hrjá konurnar. Konur eru þreyttar og vansvefta Morgunblaðið/Þorkell Þreyttar Fjöldi kvenna á í vandræð- um í daglegu lífi vegna svefnleysis. heilsa neytendur MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 31 SAMKAUP hf. opna Strax-verslun nk. föstudag í Búðakór 1 í Kópavogi. Um leið mun Kökumeistarinn opna þar bakarí og verslanirnar Fiskisaga og Gallerí Kjöt bætast fljótlega eftir það í hópinn. Í til- efni opnunarinnar verða tilboð og veit- ingar í boði alla helgina, en opið verður virka daga kl. 9–22, laugardaga kl. 10–22 og á sunnudögum kl. 10–22. Þetta er þriðja verslun Samkaupa í Kópavogi og verður Þórhalla Grétars- dóttir verslunarstjóri þar, en fyrir eru Nettó-verslun á Salarvegi og Samkaup Strax-verslun í Hófgerði. ,,Við rekum samtals 7 verslanir á höf- uðborgarsvæðinu og hyggjumst opna fleiri á næstu misserum til þess að styrkja okkar stöðu á þessu fjölmennasta markaðssvæði landsins,“ er haft eftir Sturlu Eðvarðssyni, framkvæmdastjóra Samkaupa hf., í fréttatilkynningu frá fyr- irtækinu. Nýju versluninni í Búðakór er ætlað að þjóna þeim hverfum sem næst henni liggja, þ.e. Búðahverfi, Salahverfi, Linda- hverfi og Hvarfahverfi, en samtals búa nú á fjórða þúsund íbúar í þessum hverf- um. Morgunblaðið/Ómar Tilbúið fyrir opnun Þórhalla Grétarsdóttir verslunarstjóri raðar í grænmetishillurnar í Samkaup í Búðakór kvöldið fyrir opnun. Samkaup fjölga verslunum í Kópavogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.