Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Raðauglýsingar 569 1100 Atvinnuhúsnæði Atvinnuhúsnæði til leigu Um 340 fermetra mjög gott skrifstofuhúsnæði á góðum stað í Múlahverfi. Allt endurnýjað. Sanngjörn leiga. Upplýsingar í síma 898-9654. Fundir/Mannfagnaðir Sjálfstæðisfélag Garðabæjar Opið hús varðandi mennta- og forvarnarmál Opið hús verður með Páli Hilmarssyni, forseta bæjarstjórnar og formanni skólanefndar Garðabæjar, og Ragný Þóru Guðjohnsen, for- manni forvarnarnefndar Garðabæjar, í félags- heimilinu á Garðatorgi 7, laugardaginn 17. mars nk. frá kl. 11:00-13:00. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Áhugasamir um mennta- og forvarnarmál sérstaklega hvattir til þess að mæta. Verum blátt áfram. Sjálfstæðisfélögin í Garðabæ. Hluthafafundur í Skúlagarði hf. verður haldinn á Hverfisgötu 33, 3. hæð, föstudaginn 23. mars kl. 14.00. Dagskrá: 1. Staða félagsins. 2. Húsnæðismál. 3. Önnur mál. Stjórnin. Aðalfundur Þróunarfélags miðborgarinnar verður haldinn á Horninu, Hafnarstræti 15, laugardaginn 31. mars kl. 13:00. Dagskrá: Tillaga um frestun aðalfundar. Stjórnin. Tilkynningar BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090 Auglýsing um nýjar deiliskipulagsáætlanir í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar tillögur að nýjum deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík. Hlíðarfótur í Vatnsmýri Tillaga að deiliskipulagi fyrir svæði fyrir Háskólann í Reykjavík við Hlíðarfót í Vatnsmýri sem nær frá Nauthólsvík í suðri, Hótel Loftleiðum í norðri og til austurs og vesturs að Öskjuhlíð og flugvallarsvæði. Markmið deiliskipulagsins er að vera leiðbeinandi um uppbyggingu á landi ætluðu Háskólanum í Reykjavík og tengdum byggingum. Brýnt er að uppbygging taki mið af náttúru og umhverfi og lögð er áhersla á að svæðið sé aðlaðandi og opið gagnvart umhverfi og flétti saman útivistarsvæði og aðliggjandi byggð. Endanlegt skipulag skal endurspegla byggingarlist og umhverfi og vera dæmi um metnaðarfulla og framsækna uppbyggingu á einstökum stað í miðborg Reykjavíkur. Um er að ræða lágreista byggð og er nýtingarhlutfall allt að 1,0. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Njálsgötureitur 2 Tillaga að deiliskipulagi fyrir reit 1.190.2, Njálsgötureit, sem afmarkast af Frakkastíg, Berg- þórugötu, Vitastíg og Njálsgötu. Tillagan gerir ráð fyrir að á reitnum verði áfram íbúðarsvæði. Á hluta reitsins eru hús sem standa við Njálsgötu, Frakkastíg 17 og 19 ásamt Vitastíg 18 og hefur Minjavernd lagt til að þau njóti verndunar byggðamynsturs og svo syðri hluti reits sem eru hús við Bergþórugötu sem eru steinsteypt íbúðarhús. Heimilt er að lagfæra og gera minniháttar breytingar á húsum, s.s. setja svalir, kvisti og skyggni án þess að koma þurfi til breytingar á deiliskipulagi enda séu breytingar í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar, þróunaráætlunar miðborgar Reykjavíkur og meðfylgjandi greinar- gerðar og skilmála Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 16. mars 2007 til og með 30. apríl 2007. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 30. apríl 2007. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 16. mars 2007 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Tilkynning til greiðenda fasteignagjalda í Kópavogi Engar breytingar verða á greiðsluseðlum í mars Af tæknilegum ástæðum hefur ekki reynst unnt að flytja breytingar úr nýju álagningarkerfi Fasteignamats ríkisins yfir í innheimtukerfi Kópavogsbæjar. Af þessum sökum koma allir greiðsluseðlar óbreyttir til greiðenda fasteigna- gjalda. ENGAR breytingar verða því á greiðslu- seðlum fyrir marsmánuð, hvorki eigendabreyt- ingar, gjaldendabreytingar, hjá afsláttarþegum, né heldur neinar leiðréttingar sem lúta að fast- eignagjöldunum sjálfum. Fasteignamat ríkisins vinnur að lagfæringum og vonast er til að allir greiðsluseðlar skili sér með réttum upplýsing- um fyrir næsta gjalddaga. Greiðendum fasteignagjalda er bent á að greiða gjaldfallna seðla og verða leiðréttingar gerðar um leið og tækifæri gefst. Beðist er velvirðingar á þessu. Innheimta Kópavogsbæjar. Mat á umhverfisáhrifum - Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtalin framkvæmd skuli ekki háð mati á um- hverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br. Breyting á fiskeldi í sjókvíum Sæsilfurs hf. í Mjóafirði, Fjarðabyggð Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofn- un, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hana er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: www.skipulag.is. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til um- hverfisráðherra og er kærufrestur til 14. apríl 2007. Skipulagsstofnun. Félagslíf Í kvöld kl. 20.30 heldur Geir Rögnvaldsson erindi sem hann nefnir: ,,Fyrirgefningin; í anda bókanna Samræður við Guð” í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Laugardag 17. mars kl. 15-17 er opið hús. Kl. 15.30 verður sýnt myndband með Dalai Lama: ,,The Second Noble Truth.’’ Á sunnudögum kl. 10.00 f.h. er hugræktarnámskeið fyrir byrj- endur. Á fimmtudögum kl. 16.30- 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bókmennta. Starfsemi félagsins er öllum opin. http://www.gudspekifelagid.is I.O.O.F. 12  18731671/2  Mk. I.O.O.F. 1  1873168  I.O.O.F. 1  1873168  Raðauglýsingar sími 569 1100 FRÉTTIR STJÓRN Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykja- vík, hefur samþykkt eftirfarandi ályktun um auðlindaákvæði stjórnarskrár: „Stjórnarskráin er æðst laga og mikilvægt að henni sé ekki breytt að óþörfu með orðalagi sem er til þess fallið að valda óvissu. Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, tel- ur því afar óheppilegt að sett verði inn ákvæði um að nátt- úruaðulindir Íslands skuli vera í þjóðareign, líkt og kveðið er á um í frumvarpi sem liggur fyrir á Alþingi. Uppi er ágreiningur um efn- islegt inntak hugtaksins þjóð- areign og varhugavert að setja hagsmuni atvinnugreina á borð við sjávarútvegsins í uppnám með því að setja slíkar yfirlýsingar í stjórnarskrá. Félagið telur hins vegar jákvætt að í ákvæðinu sé settur fyrirvari um að gætt verði að réttindum einstaklinga og lög- aðila samkvæmt eignarrétt- arákvæði stjórnarskrárinnar, sem og að unnt verði að veita einka- aðilum heimildir til afnota eða hagnýtingar á auðlindum. Það er skoðun félagsins að nýt- ing auðlinda sé almennt betur komin í höndum einstaklinga en ekki stjórnmálamanna.“ Varhugavert að setja hags- muni atvinnu- greina í uppnám VON er á Pierre Stimpflings til Íslands og mun hann halda hug- leiðslunámskeið seinna í mán- uðinum. Pierre hefur komið til Íslands undanfarin ár og haldið námskeið þar sem hann hefur kennt annarskonar hugleiðsluað- ferð en flestir eiga að venjast. Kynningarkvöld, þar sem farið er lauslega í undirstöðuatriði hugleiðslunnar, verður miðviku- daginn 21. mars kl. 19.30 á Reykjavíkurvegi 64, 2. hæð, Hafnarfirði. Kynning á hugleiðsludeginum er föstudagskvöldið 23. mars kl. 20 í Rope Yogastöðinni Ósk.is, Bæjarhrauni 22, 3. hæð. Hafn- arfirði. Hugleiðsludagurinn, þar sem farið er ýtarlegar í hugleiðsluna og undirstaðan kennd, er svo kl. 13–19 laugardaginn 24. mars á sama stað. Hugleiðsla á nýrri öld NETSKÁKEINVÍGI á milli forseta skáksambanda Íslands og Namibíu, Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur og Max Baron Nitzborn, hefst föstudag- inn 16. mars á VideoChess.Net Teflt verður eftir „tölvubréfs- skákar-fyrirkomulagi“ þar sem tímamörk verða einn sólarhringur á leik. Meðan á einvíginu stendur dvel- ur íslenski stórmeistarinn, Henrik Danielsen, í Namibíu þar sem hann kennir skák í skólum ásamt því að þjálfa landslið Namibíu. Skákforsetaslag- ur milli Íslands ogNamibíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.