Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is HEILSUVERNDARSTÖÐ Reykja- víkur við Barónsstíg gengur í end- urnýjun lífdaga á hálfrar aldar af- mæli sínu, en húsnæðið var upphaflega vígt 2. mars árið 1957 þó að starfsemi hafi hafist í húsinu strax árið 1953. Það er fyrirtækið Heilsuvernd- arstöðin ehf. sem hefur gert samning við eiganda byggingarinnar, Þorstein Steingrímsson, um að taka við rekstri húsnæðis Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg. Heilsuverndarstöðin ehf. er dótturfélag InPro ehf. sem er þjónustufyrirtæki á sviði heilbrigð- isþjónustu, heilsuverndar og vinnu- verndar. „Markmið okkar er að hér rísi aft- ur heilbrigðisstarfsemi í anda þeirra gilda og þeirrar sögu sem húsið stendur fyrir,“ segir Gestur Pét- ursson, framkvæmdastjóri þróun- arsviðs hjá InPro, og minnir á að Heilsuverndarstöðin hafi verið fyrsta sérhannaða heilsugæslubygging hér á landi. Í síðasta mánuði var haft eftir fast- eignasalanum sem seldi húsið í upp- hafi árs að til stæði að opna þar hótel. Þegar þetta er borið undir Gest segir hann hótelrekstur vissulega hafa ver- ið eina af þeim mögulegu nýting- arleiðum sem eigandinn hafi verið að skoða, en fljótlega hafi verið ljóst að menn töldu vænlegast að endurreisa Heilsuverndarstöðina í fyrri anda. Að sögn Gests er markmið samn- ingsins að skapa vettvang fyrir fag- fólk til að koma aftur inn í húsið og starfa á sviði heilsuverndar, þ.e. á sviði forvarna, heilbrigðisþjónustu og vinnuverndar. Lagði hann höf- uðáherslu á að í húsinu yrði heildstæð stefna um starfsemina sem þar færi fram. Í því skyni hefði verið skipað fagráð sem velja myndi fagfólk úr öll- um heilbrigðisstéttum til starfa á Heilsuverndarstöðinni. Ástand byggingarinnar kallar á nokkurt viðhald „Ætlunin er að bjóða til liðs við okkur fagfólki í heilbrigðisgeiranum sem nú þegar vinnur að heilbrigð- ismálum, en hefur fram til þessa verið dreift víðsvegar um borgina. Við telj- um að með því að taka höndum sam- an um heilsueflingu þá munum við geta veitt betri þjónustu, aðgengi verði betra og boðleiðir styttri. Við viljum bæta þjónustuna og hafa þannig jákvæð áhrif á lífsgæði fólks,“ segir María Bragadóttir, sviðsstjóri heilbrigðissviðs hjá InPro. Aðspurður segir Gestur stefnt að því að hefja fulla starfsemi í húsnæð- inu 1. október nk. en eftir er að ganga frá samningum við fagaðila um að- komu þeirra að húsnæðinu auk þess sem ljóst þykir að fara þurfi í nokkurt viðhald á byggingunni. Þannig þarf að gera við þak, mála og skipta um glugga, svo fátt eitt sé nefnt. Sam- kvæmt upplýsingum blaðamanns má gera ráð fyrir að viðgerðarkostnaður hlaupi allavega á einhverjum tugum milljóna króna og mun sá kostnaður skiptast milli eigandans og InPro. Alls er húsnæði Heilsuvernd- arstöðvarinnar 4.200 m² á fjórum hæðum. Að sögn Gests má reikna með því að í húsinu verði starfandi sjö til níu deildir undir stjórn fram- kvæmdastjóra Heilsuverndarstöðv- arinnar, sem enn er ekki búið að ráða. Aðspurður segir Gestur InPro munu vera með um 700 m² í húsinu undir starfsemi sína, en afgangurinn verð- ur leigður út til áhugasamra aðila í heilbrigðisgeiranum. Segir hann samninga um útleigu á um þriðjungi húsnæðisins nú þegar vera á loka- stigi. Heilsuverndarstöðin við Baróns- stíg endurheimtir hlutverk sitt Morgunblaðið/RAX Starfsfólk InPro María Bragadóttir sviðsstjóri, Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs, og María Ólafsdóttir yfirlæknir kynntu endurreisn Heilsuverndarstöðvarinnar sem miðstöð heilsueflingar og forvarna. Í HNOTSKURN »Heilsuverndarstöð Reykja-víkur við Barónsstíg var um árabil sameign Reykjavík- urborgar (60%) og ríkisins (40%). » Í árslok 2005 seldu ríki ogborg Mark-Hús ehf. bygg- inguna fyrir 980 millj. kr. »Salan var harðlega gagn-rýnd, ekki síst af heilbrigð- isstarfsfólki. » Í janúar 2007 keypti Þor-steinn Steingrímsson Heilsu- verndarstöðina af Mark-Hús. Kaupverð fæst ekki uppgefið. »1. október nk. er stefnt að þvíað opna Heilsuverndarstöð- ina aftur, en ráðgert er að húsið gegni veigamiklu hlutverki í heilsuvernd landsmanna. »Opið hús verður á morgunmilli kl. 12–14 þar sem al- menningi gefst tækifæri á að skoða þetta sögufræga hús. Heilbrigðisþjónusta verður á ný rekin í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur við Barónsstíg. Ráðgert er að starfsemin hefjist 1. október nk. og verður aðaláherslan lögð á heilsuvernd og forvarnir. ÍBÚAR Reykjanesbæjar urðu 12.000 talsins í vikunni þegar hjón- unum Óla Þór Magnússyni og Önnu Sigríði Jóhannesdóttur fædd- ust myndarlegar tvíburadætur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Af því tilefni færði Árni Sigfús- son bæjarstjóri íbúum númer 11.999 og 12.000 gjafabréf til greiðslu skólagjalda á fyrsta ári til náms í alþjóðlegum háskóla sem starfræktur verður við alþjóða- flugvöllinn í Keflavík. Í gær var undirrituð viljayfirlýs- ing milli Reykjanesbæjar, Þróun- arfélags Keflavíkurflugvallar og Háskóla Íslands í samstarfi við fjölda fyrirtækja um stofnun félags til háskólareksturs á Keflavík- urflugvelli. Óli Þór og Anna Sigríður eiga fyrir þrjá drengi og eru þau ný- flutt til Reykjanesbæjar en þá ákvörðun tóku þau eftir að ljóst var að von var á tvíburum í heim- inn. Íbúar Reykjanesbæjar orðnir tólf þúsund „ÞETTA eru góð tíðindi og ég fagna þessu mjög,“ segir Vil- hjálmur Þ. Vil- hjálmsson borg- arstjóri. „Ég veit ekki hvernig rekstrarfyr- irkomulagi verð- ur hagað, en miðað við fyrstu fréttir þá er þetta afar jákvætt,“ segir Vilhjálmur og tekur fram að það sé gleðiefni fyrir borgarbúa að Heilsuverndarstöðin fái að gegna upprunalegu hlutverki sínu aftur. „Það gleður mig afskaplega að heyra þessi tíðindi sem og alla þá sem ég hef hitt í dag,“ segir Reynir Tómar Geirsson, sviðsstjóri kvennasviðs LSH, sem sagði sölu Heilsuverndarstöðvarinnar frá ríki og borg á sínum tíma hafa verið stærstu mistök sem gerð hefðu verið í heilbrigðiskerfinu. Að- spurður segist Reynir vonast til þess að LSH geti fengið inni í hús- inu með einhverjum hætti, enda stutt að fara og talsverð þörf fyrir gott göngudeildarhúsnæði. „Ég fagna þess- um fréttum. Úr því sem komið er, þ.e. fyrst starf- semin var flutt burt úr húsinu, þá er þetta besta verkefnið sem Heilsuvernd- arstöðin sem hús- næði gat fengið,“ segir Bergljót Líndal, fyrrverandi hjúkrunarforstjóri Heilsuvernd- arstöðvar Reykjavíkur, sem vinnur nú að ritun bókar um sögu Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur sem hún vonar að komi út að ári. Mikil ánægja með tíðindin FRÉTTAVEFUR Morgunblaðsins, mbl.is, var fjölsóttasti vefur landsins í vikunni 5.–8. mars samkvæmt sam- ræmdri vefmælingu Modernus. Vef- urinn hefur lengi verið mest notaði vefmiðill landsins, samkvæmt sam- ræmdu vefmælingunni. Samtals heimsóttu 258.655 not- endur mbl.is, innlit voru yfir tvær milljónir og flettingar 16,2 milljónir. Næstvinsælasti vefurinn, visir.is, var með 247.151 notanda, 1,3 milljónir innlita og 12,3 milljónir flettinga. Í fréttatilkynningu frá 365 miðlum fyrr í vikunni segir að visir.is sé vin- sælasti vefur landsins það sem af er marsmánuði, en síðdegis þann 14. mars, hafi 365.463 sótt vefinn frá mánaðamótum. Vikulegir notendur besta mælieiningin Í tilefni af tilkynningu 365 hefur Jens P. Jensen, framkvæmdastjóri Modernus, sent frá sér fréttatil- kynningu, en þar segir m.a.: „Mæli- einingin „vikulegir notendur“ þykir okkur sýna best hversu vinsæll vef- urinn er hverju sinni. Einungis fjöldi notenda á viku hefur verið birtur í Samræmdri vefmælingu®. Á þessa mælieiningu sættust fulltrúar vefj- anna á sínum tíma, sem var í upphafi ársins 2001.“ Í tilkynningu Modernus kemur fram að upplýsingar um fjölda mán- aðarlegra notenda komi ekki fram í Samræmdri vefmælingu. Fyrir þessu séu góðar og gildar ástæður. „Mánuðirnir eru eins og allir vita mislangir og því afar óhentugir sem mælieining. Upphaf og endir mán- aðarins er óháð því hvenær vikan byrjar. Þess vegna verður reglulega skörun á þessum tveimur niðurstöð- um. Mars byrjaði t.d. á fimmtudegi að þessu sinni,“ segir þar. Í tilkynningu Modernus segir einnig: „Visir.is getur haldið ofan- greindu fram á þessum tímapunkti, og vitnað í vefmælingu Modernus. Visir.is getur hins vegar ekki vitnað í Samræmda vefmælingu, þar er þessa tölu hvergi að finna.“ Mbl.is mest not- aði vefmiðillinn Notendur voru 258.655 í síðustu viku og innlit yfir tvær milljónir STARFSMENN Samkeppniseftir- litsins gerðu húsleit hjá fyrirtæk- inu Fjölgreiðslumiðlun hf. á mið- vikudagsmorgun vegna gruns um ólöglegt samráð og misnotkun á markaðsráðandi stöðu, en fyrir- tækið er í eigu viðskiptabankanna og sparisjóða, tveggja greiðslu- kortafyrirtækja og Seðlabanka Ís- lands. Fyrirtækið gegnir því hlut- verki m.a. að sjá um rekstur sameiginlegrar greiðslurásar fyrir greiðslukortaviðskipti, þ.e. posa- kerfi, og eru Visa Ísland og Mast- ercard í viðskiptum hjá fyrirtæk- inu. Starfsmenn Samkeppniseftirlits- ins mættu á skrifstofur fyrirtæk- isins og tóku gögn til frekari skoð- unar og segir Logi Ragnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, að rótin að þessari heimsókn sé yf- irstandandi athugun Samkeppnis- eftirlitsins á Greiðslumiðlun hf. og Kreditkortum hf. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseft- irlitsins, staðfestir þetta og segir hér um að ræða framhald athug- unar á greiðslukortafyrirtækjun- um sem hófst með húsleit í júní sl. Fengin var heimild hjá Héraðs- dómi Reykjavíkur og er málið í vinnslu hjá Samkeppniseftirlitinu. Tóku gögn í húsleit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.