Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku Stína frænka, það var gaman að hitta þig í september þegar ég, mamma og Mikael komum að heimsækja þig til Danmerkur. Kökurnar þínar voru mjög góðar, ég myndi vilja fá meiri köku en það er ekki hægt af því að þú ert hjá Guði núna. Bæbæ Kristófer frændi. HINSTA KVEÐJA ✝ Móðir okkar og amma, SIGURRÓS LÁRUSDÓTTIR húsmóðir, Vesturgötu 50A, lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi 7. mars. Útförin fer fram frá Grafarholtskirkju mánudaginn 19. mars klukkan 13.00. Þorsteinn Viðar Antonsson, Sigríður Eygló Antonsdóttir, Kolbrún Lilja Antonsdóttir, Grétar Örn Antonsson, Atli Viðar Þorsteinsson, Katrín Edda Þorsteinsdóttir, Lúcinda Sigríður Árnadóttir, Eyrún Rós Árnadóttir, Helga Björk Stefánsdóttir, Valdís Ösp Ingvadóttir, Vera Grétarsdóttir, Anton Ívarsson, Benedikt Ívarsson, Anna Birna Ívarsdóttir. ✝ Kristín Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 28. apríl 1961. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi að- faranótt sunnudagsins 11. mars sl. Foreldrar Krist- ínar voru hjónin Guðmundur Guð- mundsson, f. 21.02. 1915 á Breiðaból- stað, Fellsströnd, í Dalasýslu, d. 31. júlí 2000, og Pet- rea Sofia Guðmundsson, f. 10.09. 1929 í Færeyjum. Kristín var önnur í röð fjögurra barna þeirra hjóna en hin eru: Pétur Karl, f. 30.10. 1958, Guðrún María, f. 11.06. 1963 og Ellý Katr- ín, f. 15.09. 1964. Kristín eignaðist tvær dætur; Sofiu Ösp Ingólfsdóttur, f. 14.10. 1978, sem starfar hjá Air France í Lundúnum, og Sunnevu Katrínu Sigurðardóttur, f. 18.02. 1983, hjúkrunarnema í Kaupmannhöfn. Unnusti Sunnevu Katrínar er Bri- an Micha Johansson, f. 06.08. 1979. Börn þeirra eru Elías Micha, f. 26.11. 2004, og Kristín María f. 25.02. 2007. Unnusti Kristínar og sambúð- armaður var Rudolf Ólafsson, sjó- maður, f. 05.11. 1967. Foreldrar hans eru Ruth Þorsteinsson og Ólafur Bjarnason. Kristín og Ru- dolf hófu sambúð árið 1992. Þau bjuggu fyrst í Reykjavík en árið 1994 fluttu þau búferlum til Kaupmannahafnar og hafa búið þar síðan. Kristín ólst upp hjá foreldrum sínum og systkinum í Hvassaleiti 16, Reykjavík. Hún lauk grunnskóla- prófi og landsprófi en að því loknu hóf hún nám og störf við matreiðslu og veitingarekstur og vann við það alla tíð. Sem kornung kona vann Kristín sem sjókokkur um tíma og ávann sér réttindi sem slík. Hún lærði að smyrja brauð og ávann sér réttindi sem smurbrauðsdama frá Hótel Sögu. Hún vann við þá iðn í Reykjavík, m.a. í Oddfellow húsinu, Hótel Óðinsvéum, Hótel Esju og Veislu- höllinni, en stofnaði síðan sitt eig- ið fyrirtæki, Stúdíóbrauð, í Aust- urveri. Árið 1994 seldi Kristín fyrirtæki sitt og flutti ásamt fjöl- skyldu sinni til Kaupmannahafn- ar. Í Kaupmannahöfn vann hún sem smurbrauðsdama hjá Hótel Radisson SAS en fór síðan í læri hjá hinu rómaða veitingahúsi, Kransekagehuset, og ávann sér þar réttindi sem konditor árið 2001. Kristín starfaði síðan sem konditor hjá Konunglega leikhús- inu í Kaupmannahöfn uns hún stofnaði sitt eigið veisluþjónustu- fyrirtæki, Stines Catering, árið 2004 og rak það eins og heilsan leyfði allt til hins síðasta. Kristín ræktaði alltaf sínar færeysku ræt- ur og þann tíma sem hún bjó í Kaupmannahöfn tók hún m.a. að sér veislur í Færeyingahúsinu. Útför Kristínar verður gerð frá Bústaðakirkju föstudaginn 16. mars og hefst athöfnin kl. 11. Elsku Stína systir. Þá er erfiðri baráttu þinni við hinn illvíga sjúkdóm krabbamein lokið. Stórt skarð höggv- ið í hóp okkar sem eftir erum. Eftir situr minningin um stóru og sterku Stínu sem manni fannst ekkert geta sett út af laginu né ógnað. Alltaf já- kvæð og hress og vildir allt fyrir alla gera. Veislur og veislugerð voru þínar ær og kýr. Sumt er manni gefið og þín vöggugjöf var svo sannarlega í matar- og kökugerð. Þær veislur sem runnu úr höndum þínum eru ófáar og það var alltaf eins og þú hefðir ekkert fyr- ir þessu. Ég man síðustu veisluna sem ég sá þig útbúa. Ég kom í óvænta helgar- heimsókn til þín seint á föstudags- kvöldi, ákvað að skella mér til Kaup- mannahafnar svona af því að ég hafði ekki náð þér lengi í síma. Þú stóðst í stórræðum, veisla daginn eftir. Ég sá strax að þarna var veik kona að verki en þú lést það ekki stoppa þig. Auðvit- að reyndir þú að virkja mig daginn eftir til aðstoðar, en ég hrósa ekki minni þátttöku í þeirri veislugerð. Á sunnudeginum áttum við góðan dag saman, fórum í bæjarferð að skoða Hafmeyjuna og gengum Langelinie, keyptum okkur danska pulsu og feng- um hinn besta ís að okkar mati. Þar sem Ásta vinkona mín barðist við hinn illvíga sjúkdóm einnig á þessum tíma var ég orðin nokkuð þjálfuð í að sjá hvenær læknisaðstoðar var þörf. Þegar leið á daginn sá ég að þú þyrftir að komast undir læknishendur sem fyrst. Okkur Sunnevu dóttur þinni tókst að sannfæra þig og þú varst lögð inn þá um kvöldið. Stuttu seinna kom í ljós að krabbameinið hafði tekið sig upp aftur og hófst erfið og ströng bar- átta þín sem nú er lokið og hvíldin komin. Síðustu 13 ár hefur þú átt heimili í Kaupmannahöfn en komst í janúar s.l. heim til okkar til að jafna þig eftir lyfja- og geislameðferð og safna kröftum. Hugur þinn var hjá Sunnevu yngri dóttur þinni, sem átti von á sínu öðru barni og talaðir þú alltaf um að komast út áður en sú stutta kæmi í heiminn. Örlögin gripu í taumana og þú áttir ekki afturkvæmt til Dan- merkur. Kristín María kom fljúgandi yfir hafið til þín, aðeins 6 daga gömul, ásamt bróður sínum Elías Micha og móður þeirra. Sofia dóttir þín sem nú býr í London var þegar komin til þín. Þinn ástkæri Rudolf vék ekki frá þér og stóð þétt við bakið á þér allan tím- ann. Elsku Rudolf, Sofia, Sunneva og mamma, ég bið Guð að styrkja ykkur og vernda í sorginni sem og aðra ætt- ingja og vini. Guðrún systir. Mágkona mín, Kristín Guðmunds- dóttir, lést hinn 11. mars eftir erfið veikindi. Hún Stína skilur eftir sig stórt skarð en hún lifir þó áfram í huga og hjarta þeirra sem henni kynntust. Hún var sterkur og litríkur persónuleiki sem gladdi alla þá sem henni kynntust. Glaðværð, dugnaður og lífsgleði einkenndu hana. Ég kynntist Stínu fyrir rúmlega tuttugu árum, eftir að við hjónin kynntumst. Systurnar þrjár úr Hvassaleiti voru ólíkar en þegar þær komu saman var alltaf glaðværð ríkjandi og ekki dró úr kætinni þegar Petrea – mamman frá Færeyjum – bættist í hópinn. Það var alltaf gleði í hópnum þegar byrjað var að rifja upp sögurnar. Petrea sagði sögur frá upp- vexti í Færeyjum, systurnar rifjuðu upp sögur úr Hvassaleitinu. Það var hlegið, tár þurrkuð úr augunum eftir að hláturgusurnar náðu hámarki. Sögurnar voru sagðar aftur og aftur og alltaf var hlegið jafn mikið. Eftir að næsta kynslóð bættist í hópinn – í fyrstu eingöngu dætur – sátu þær agndofa og hlustuðu á sögurnar. Stína var þarna í essinu sínu. Stína var geysilegur forkur til vinnu. Hún lærði upp á danskan sið smurbrauðslist og konditorí. Hún var raunar jafnvíg á alla matargerð – bakstur, smurbrauð og matseld – og þegar stór verkefni lágu fyrir naut Stína sín. Það var unnið sleitulaust, oft heilu næturnar og alltaf var veisl- an tilbúin þó að oft væri teflt á tæp- asta vað. Þessa dugnaðar og hæfileika Stínu fengum við oft að njóta og aldrei stóð á henni. Þegar við hjónin héldum upp á sameiginlegt fertugsafmæli og Stína var búsett í Kaupmannahöfn var náttúrlega aldrei neitt annað sem kom til greina en að fá Stínu á staðinn. Símtólið var tekið upp, veislan var skipulögð og skömmu síðar var Stína mætt á svæðið og kræsingarnar hrist- ar fram úr erminni. Stína var einnig einstaklega barn- góð. Hún skipaði alltaf mikilvægan sess í huga barna okkar hjónanna. Við hjónin munum vel eftir að þegar við fórum í fyrsta skipta saman úr húsi án frumburðarins, taugatrekktir nýbak- aðir foreldrar, var Stína mætt með dæturnar, Sofíu og Sunnevu, bros- andi út að eyrum að passa. Alltaf síð- an hefur birt yfir andliti Ingibjargar okkar þegar von hefur verið á Stínu frænku. Eftir að Guðmundur okkar fæddist vestur í Bandaríkjunum var ekki að spyrja að því. Stína var mætt skömmu síðar að heilsa upp á fjöl- skylduna. Okkur fjölskyldunni þótti öllum afskaplega vænt um þessa heimsókn Stínu og Rúdólfs og dætr- anna. Það er með miklum söknuði sem við fjölskyldan kveðjum Stínu. Henn- ar verður minnst og minningarnar munu lifa í sögunum sem áfram verða sagðar. Petrea sem lifir dóttur sína getur séð Stínu sína lifa áfram í dætr- unum tveimur, Sofíu og Sunnevu og barnabörnunum. Það er stórt skarð höggvið í líf Rúdólfs, manns hennar, sem stóð eins og klettur við hlið Stínu sinnar í gegnum erfið veikindi. Það sama verður sagt um Sofíu og Sunn- evu. En tíminn mun lina söknuðinn og ég veit að fjölskyldan mun halda áfram að koma saman og rifja upp sögurnar og þannig öðlast minningin líf og þannig lifir Stína í huga þeirra sem hana þekktu. Magnús K. Magnússon. Í þinn orðastað: Ég var eins og blað sem þú ritaðir meiningu þína á. Þú braust mig saman í örsmáa einingu. Þú lést mig í vasa þinn. Og þarna velktist ég um í vasanum köldum og tómum óralengi. En svo tókst þú mig upp úr vasanum. Þú flettir mér í sundur og þarna lá ég við fætur þína í ótalmörgum agnarsmáum bútum. Þú ýttir við mér með fætinum og vindurinn feykti mér burt af vegi þínum. Hver var meining þín? Kristín S. Guðmundsdóttir (Stína systir). Elsku Stína Það hefur alltaf verið sagt að vegir guðs séu óskiljanlegir, en það er fyrst núna sem það hefur runnið upp fyrir mér af hverju þetta er sagt. Að þú skyldir vera tekin í burtu frá okkur svona snemma a lífsleiðinni er erfitt að skilja. Við höfum verið vinkonur alveg frá barnsbeini og þá eru það margar minningar sem koma upp í huga mér. Sérstaklega man ég þegar við fórum saman til Færeyja með Krónprinsin- um, þú um 11 ára og ég 13, spenning- urinn i hámarki og við vorum fleiri daga að planleggja allt sem við ætl- uðum að gera um borð í bátnum á leiðinni. Báturinn var varla lagður frá höfn þegar þú lagðist í koju sjóveik og stóðst ekki upp fyrr en komið var til Færeyja. Já, það eru margar minn- ingarnar sem við höfum saman og ég mun varðveita þær allar hjá mér. Það sem mér hefur alltaf fundist svo gott með okkar vináttu er að þótt við höf- um ferðast mikið eftir unglingsárin og búið hvor í sínu landi, þá höfum við alltaf haldið sambandi. Ég hef fengið að fylgjast með Sofiu og Sunnevu og þú hefur fylgst með mínum stelpum- .Við höfum báðar alltaf verið miklir Færeyingar i okkur og haft þar mikið sameiginlegt. Ég verð nú líka að nefna hér matar- og kökukúnstina þína og það get ég sagt með hönd á hjarta að betri kök- umeistari en þér hef ég aldrei kynnst. Í brúðkaupinu mínu gerðir þú þína fyrstu brúðartertu með lifandi blóm- um og var hún sú fallegasta sem ég hef séð. Ekki má gleyma öllum barna- tertunum sem þú hefur dregið með þér í mín barnaafmæli. Það er með sorg í hjarta að ég kveð þig, Stína mín, og vil ég biðja guð að gefa fjölskyldunni þinni styrk a þess- um erfiða tíma. Þegar þú veiktist sendir þú mér tölvupóst með eftirfarandi orðum sem mig langar að senda til baka til þín. Margir fara inn og út úr lífi þínu. En aðeins sannir vinir skilja eftir sig fótspor í hjartanu þínu. Guð geymi þig, Stína mín. Þín vinkona, Kristrún Kristín Guðmundsdóttir er látin. Ég kynntist Stínu fyrst fyrir tólf ár- um er við Heiða fluttumst til Kaup- mannahafnar. Hún hafði þá búið þar í eitt ár.Við fengum inni hjá henni og fyrstu vikuna sváfum við á gólfinu á heimili þeirra Rudolfs á Ráðmanns- götu og það var meira en velkomið þó í heimsókn væru þar líka móðir henn- ar og fleiri ferðalangar íslenskir komnir í sannkallaða hitabylgju eins og stundum verður þar á sumrin. Við vorum hinsvegar vel klædd, höfðum ekki gert ráð fyrir þessu og líka að koma úr síðustu sköflunum á Ísafirði. Þarna voru mín fyrstu kynni af henni og ný kynni af annarri þjóð. Mér eru minnisstæðir þessir fyrstu dagar í nýju landi og Stína verður alltaf stór þáttur í þeirri minningu. Þó við fær- um af stofugólfinu þá var aldrei langt á milli heimilanna. Stína varð fastur punktur í tilverunni og það var alltaf gott að eiga hana og fjölskyldu henn- ar að. Stína var hlý og ræðin, hrein og bein. Hún var dugleg og vinnusöm og virtist alltaf hafa eitthvað í gangi. Áhugamálin tengdust hennar vinnu. Matargerð og veislur voru hennar ær og kýr. Hún átti það til að galdra fram tertur í afmæli dóttur okkar sem fengu litla gesti til að súpa hveljur í undrun sinni. Þarna fékk listrænt eðli hennar útrás. Hún hafði einnig ákaf- lega gaman að breyta og bæta hlutina í kringum sig. Veggfóðra heimili sitt, mála þar veggi og pússa upp hurðir og karma lag fyrir lag og fá fram við- inn sjálfan, þar var hún í essinu sínu. Hún var framkvæmdasöm og hún var stórhuga. Einu sinni hafði hún keypt sér nýtt og fallegt sófasett sem ég og fleiri voru síðan að hjálpa henni að koma fyrir á sínum stað. Það komst ekki inn í áðurnefnda íbúð hvernig sem reynt var. Ekki leið á löngu þar til Stína hafði skipt um húsnæði, feng- ið sér stærra þar sem nýja sófasettið naut sín vel. Ég vil lifa í þinni götu vegna hins blómlega trés, en ég vil deyja í minni götu vegna hins blómlega trés (Ta- gore). Hún vildi samneyti við sam- ferðafólk sitt og átti marga vini og kunningja. Eitt sinn sagði hún mér frá danskri konu sem hún hafði átt í góðum samskiptum við, að því er henni fannst og stungið upp á að þær hittust oftar. Konan svaraði því til að hún ætti sína fjölskyldu, vinnu og vini og það væri nú bara hvorki tími né pláss fyrir nýja vini í sínu lífi. Þetta var verulega andstætt lífsgildum Stínu og henni nær óskiljanlegt með öllu. Þrátt fyrir búsetu í Danmörku var hugurinn á Íslandi og mátti oft merkja löngun til að flytjast aftur heim. Á góðri stundu sagði hún okkur að hún ætlaði sér ekki að deyja í Dan- mörku og var það löngu fyrir hennar veikindi. Hún kom til Íslands í lok jan- úar og það er sárt að sjá eftir góðum vini á besta aldri. Lífsblóm hennar vex nú inn í eilífðina sem okkur er hul- in. Við kveðjum Stínu sem var okkur svo góð og kær og þökkum henni samfylgdina. Elsku Rúdolf, Sófía, Sunneva, Mika, Kristín litla, Petrea og aðrir aðstandendur. Megi þið öðl- ast styrk í ykkar sorg og missi. Bless- uð sé minning Stínu. Daníel Guðjónsson Elsku Stína! Takk fyrir að hafa verið til. Við áttum dýrmætan vin- skap. Þú kenndir mér að smyrja brauð fyrir 26 árum á Edduhótelinu á Laugarvatni. Allt frá þeim tíma höf- um við verið vinkonur. Við áttum frá- bæra daga saman nú eftir áramótin. Við rifjuðum upp allt þetta gamla og góða. Vinnuna í Veitingahöllinni. Alla félagana og vinina og vitleysuna. Hlógum að Jóa, sem samt var svo frá- bær, og öllu hinu fólkinu. Þetta voru frábær ár. Ég man sérstaklega eftir snjó- þungum vetri þegar þurfti að klofa skafla í mið læri. Dag eftir dag birtist þú berfætt í sandölum í Veitingahöll- inni. Svarið sem þú gafst var að þér væri svo heitt á fótunum að vinna svona allan daginn. Ég held hins veg- ar að rétt hafi verið að þú hafðir ekki tíma til að klæða þig í sokka og kul- daskó því þú varst að koma stelpun- um í skóla og leikskóla og tíminn var naumur. Einu sinni fórum við saman í fína kápubúð á Laugaveginum. Þú með hærri konum og ég stubburinn og keyptum okkur alveg eins kápur. Þú varst há og tíguleg í þinni kápu. Mér fannst ég líka fín. Mín var hins vegar skósíð en þín svona eins og kápur eiga að vera. En við vorum alsælar. Þú ert farin áfram, eitthvað lengra, og finnst mér það ótrúlega ósann- gjarnt. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ég þakka þér Stína mín og votta Rú- dolfi, Sofiu, Sunnevu, Petru og systk- inum, vinum og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Anna Guðmundsdóttir (Anna litla). Kristín Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.