Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Snjólaug ElínHermannsdóttir fæddist 9. ágúst 1940 að Syðra- Kambhóli í Eyja- firði. Hún andaðist að heimili sínu La Mar- ina á Spáni laug- ardaginn 3. mars sl. Foreldrar hennar voru Guðrún Björg Baldvinsdóttir f. 13.08. 1902, d. 02.02. 1948 og Her- mann Stefánsson f. 09.10. 1896, d. 16.06.1966. Snjó- laug Elín var 7. í systkinaröðinni. Systkinin voru Margrét f. 11.07. 1925, dó sem ungbarn, Her- dís f. 13.06. 1927, d. 01.05.1998, Hörður f. 05.04. 1930, Sólveig Sig- urbjörg f. 26.01. 1932, d. 16.04. 2006, Jóhannes Þór f. 26.03. 1935, Stefán Baldvin f. 19.01. 1939, Þor- steinn Guttormur f. 08.12. 1942, d. 16.12. 1991, Þorvaldur Grétar f. 02.05. 1946. Snjólaug giftist 10. nóvember 1968 Halldóri Guðna Pálm- arssyni. Foreldrar hans voru Rak- el Jóhanna Jóhannsdóttir f. 31. okt. 1910, d. 15. feb. 2002 og Pálmar Guðni Guðnason f. 26. sept. 1914, d. 21. jan. 2001. Börn Snjólaugar og Halldórs eru 1) Logi Hermann f. 10. nóv. 1964, í sambúð með Þórhönnu Þórðardóttur f. 23. júlí 1967. Börn þeirra eru a) Davíð Þór f. 4. okt. 1989. b) Fannar Guðni f. 30. sept. 1995. 2)Jóhann f. 19. des. 1968, giftur Karen Christina. Börn þeirra eru a) Stefán Karl f. 16. ágúst 1993. b) Tara Rós f. 10. apríl 1997. c) Rakel Jóhanna f. 4. sept. 2002. d) Kristófer Snær f. 20. ágúst 2006. 3) Halldór Pálmar f. 12. des. 1971 í sam- búð með Helgu Guð- rúnu Bjarnadóttur f. 14. júlí 1973. 4) Herdís f. 14. maí 1973, gift Ingvari Georg Georgssyni f. 17. apríl 1968. Börn þeirra eru a) Arndís Snjólaug f. 15. ágúst 1994. b) Andri Már f. 15. apríl 1998. Snjólaug Elín ólst upp í for- eldrahúsum í glöðum systkinahóp þar til eftir andlát móður þeirra, en þá flytur hún til móðursystur sinnar Margrétar Baldvinsdóttur og Þorsteins Vilhjálmssonar í Hrísey. Síðar flytjast þau til Ak- ureyrar. Snjólaug Elín lauk gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar, hún stundaði versl- unarstörf, vann við síldarsöltun og margt fleira. Snjólaug og Hall- dór hófu búskap á Húsavík en fluttu þaðan til Hafnarfjarðar 1968. Árið 1972 fluttu þau til Ytri- Njarðvíkur þar sem hún var lengstum heimavinnandi en starf- aði síðar hjá Varnarliðinu og sein- ast hjá Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja. Árið 2005 fluttu þau til Keflavíkur. Einnig héldu þau heimili að La Marina á Spáni síð- ustu ár. Útför Snjólaugar fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 16. mars og hefst athöfnin kl. 16. Ekkert getur búið okkur undir þann missi og söknuð þegar ástvinur hverfur skyndilega og alltof fljótt á braut. Mamma var kletturinn okkar. Sú sem leitað var til, hún var alltaf svo yfrveguð og hlý, svo að ef eitt- hvað bjátaði á var svo gott að tala við hana því hún var svo réttsýn og gat alltaf bent á að það væru fleiri hliðar á öllum málum. Hún var heimavinnandi alla æsku okkar systkina og var því oft mikið fjör á heimilinu þar sem allur krakkaskar- inn í hverfinu kom oft saman og fékk ristað brauð og kakó í kaffitímanum. Það fór aldrei neinn svangur frá henni mömmu, þó að maður kæmi til hennar bara í einn kaffibolla og spjall eftir vinnu þá var hún búin að leggja á veisluborð um leið. Hún var svo stolt af fjölskyldu sinni og eftir því sem þau pabbi fóru að dvelja lengur í einu á Spáni fóru símtölin að verða lengri því að hún þurfti að fá ítarlegar fréttir af öllum börn- unum, tengdabörnunum og barna- börnunum. Á þessari erfiðu stundu er mér efst í huga þakklæti fyrir það að hafa átt hana mömmu því að betri móður og vinkonu hefði ég ekki get- að óskað mér. Elsku pabbi, sökn- uður okkar allra er mikill og bið ég góðan guð að styrkja okkur á þess- um erfiðu tímum. Góður engill Guðs oss leiðir gegnum jarðneskt böl og stríð, léttir byrðar, angist eyðir, engill sá er vonin blíð. Mitt á hryggðar dimmum degi dýrðlegt oss hún kveikir ljós, mitt í neyð á vorum vegi vaxa lætur gleðirós. (Höf. Helgi Hálfdánarson) Herdís og fjölskylda Elsku systir og mágkona. Alltaf kemur lífið og dauðinn á óvart. Eftir stöndum við hljóð. Öll vildum við þó fá skjótan skiln- að við þetta svið lífsins þegar tíminn er kominn. Margs er að minnast, margs að sakna og margt að þakka. Þín er minning mild og góð, far þú í friði. Guð blessi þig og þína. Hörður og Svala Fanney. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Blessuð sé minning þín og takk fyrir allt. Þorvaldur, Bryndís, Olga, Inga, Andri og Elín. Elsku besta amma. Við munum ávallt sakna þín og geyma minningu þína í hjarta okkar. Ó, Jesús bróðir bezti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái’ að spilla. Það ætíð sé mín iðja að elska þig og biðja, þín lífsins orð að læra og lofgjörð þér að færa. Þín umsjón æ mér hlífi í öllu mínu lífi, þín líknarhönd mig leiði og lífsins veginn greiði. Mig styrk í stríði nauða, æ, styrk þú mig í dauða. Þitt lífsins ljósið bjarta þá ljómi’ í mínu hjarta. Með blíðum barnarómi mitt bænakvak svo hljómi: Þitt gott barn gef ég veri og góðan ávöxt beri. (Höf. Páll Jónsson) Elsku besti afi, guð veiti þér styrk í þinni sorg. Arndís Snjólaug og Andri Már. Kallið er komið, komin er nú stundin vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Elskuleg vinkona mín Snjólaug er látin. Snjólaugu kynntist ég þegar við fluttum í sömu raðhúsalengju og urðum nágrannar, þá ungar að árum með börn á ýmsum aldri. Í gegnum börnin varð okkar vinskapur sem varað hefur í gegnum tíðina. Snjó- laug var tryggur og góður vinur, gott var að leita til hennar ef ráð vantaði. Hún var gædd öllu sem prýða má eina manneskju, hugprúð, hjálpsöm og alltaf jafnljúf í skapi hvenær sem maður hitti hana. Ég fékk að njóta þess að eiga margar góðar stundir með henni. Margur kaffibollinn var sopinn og oft hitt- umst við á kvöldin þegar börnin voru sofnuð og spiluðum rommý, það var okkar eftirlæti. Snjólaug hafði gott vald á ís- lenskri tungu og það vafðist ekkert fyrir henni að koma saman ljóðum, sama af hvaða tilefni það var. Ég veit að skúffan hennar geymir margan gimsteininn. Þegar þau hjón Halldór og Snjó- laug voru búin að koma börnum sín- um á legg keyptu þau sér hús á Spáni og dvöldu þar mestan hluta ársins. Í heimsóknum sínum til Ís- lands komu þau ávallt í heimsókn til okkar hjónanna og leið sú stund fljótt enda um margt að spjalla og oftast voru það börnin okkar og veg- ur þeirra í lífinu. Margoft buðu þau okkur í heimsókn til Spánar og stóð til að gera sér ferð til þeirra en nú er það of seint. Svona er nú lífið, enginn veit sína stund eða sinn stað. Elsku vina, þú yfirgafst okkur svo fljótt að ég á enn eftir að átta mig og trúa að þú sért farin. Ég þakka þér fyrir vinskap og tryggð öll árin og bið Dóra og börnunum allrar Guðs blessunar. Þau hafa mikið misst. Blessuð sé minning þín. Guðrún Jóhannesdóttir. Kæra vinkona. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, þegar ég kvaddi þig í haust þá datt mér ekki annað í hug en að við sæjumst aftur, þú kæmir eins og farfuglarnir með vorinu, en á svipstundu er allt breytt og við fáum engu um það ráð- ið. Minningarnar eru margar og allar góðar. Báðar ólumst við upp við Eyjafjörðinn en kynntumst fyrst í síldinni á Raufarhöfn, og síðan á vertíð í Njarðvík. Við stofnuðum báðar heimili fyrir sunnan, þú í Hafnarfirði og ég í Keflavík, þó stutt væri á milli urðum við enn betri vin- konur þegar þið Dóri fluttust til Njarðvíkur. Þú varst höfðingi heim að sækja og gott var að leita til þín ef mig vantaði barnapössun eða eitt- hvað annað, þú varst alltaf til staðar. Seinna urðum við vinnufélagar í 830 á vellinum, það var sama sagan þar, betri vinnufélaga var ekki hægt að hugsa sér. Að leiðarlokum þökkum við hjónin samfylgdina og vottum Dóra, börn- um, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum aðstandendum innilega samúð. Stundum líður, tíminn tekur toll af öllu hér, sviplegt fráfall söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri, vermir ætíð mig að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson) Hanna og Halldór Snjólaug Elín Hermannsdóttir ✝ Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, JÓNS TRYGGVASONAR, Ártúnum, sem lést 7. mars síðastliðinn, verður gerð frá Blönduóskirkju laugardaginn 17. mars kl.13:30. Jarðsett verður í Bólstaðarhlíðarkirkjugarði. Sigríður Ólafsdóttir, Ingi Heiðmar Jónsson, Harpa Ólafsdóttir Tryggvi Þór Jónsson, Jóhanna Magnúsdóttir Guðrún Þóranna Jónsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Klara Sólveig Jónsdóttir, Sigurður Friðriksson Margrét Jónsdóttir, Ólöf Una Jónsdóttir, Þórarinn Ólafsson, Ásgeir Jónsson, Elín Fjóla Þórarinsdóttir afabörn og langafabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÓLÍNA ÞÓREY STEFÁNSDÓTTIR, Ljósheimum 6, lést á heimili sínu þriðjudaginn 6. mars. Jarðarförin fer fram í kyrrþey. Páll Bragi Kristjónsson, Stefanía Ingibjörg Pétursdóttir, Stefán Þórðarson, Ágúst Þórðarson, Fanney Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, SÆMUNDUR KRISTJÁNSSON frá Melstað í Grindavík, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 6. mars, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 17. mars kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Elís Jón Sæmundsson, Sólveig Árnadóttir, Kristín Þóra Sæmundsdóttir, Sigurveig Agnes Sæmundsdóttir, Jón Eyjólfur Sæmundsson, Unnur Haraldsdóttir, Ólafur Guðjón Sæmundsson, Hjördís Óskarsdóttir, Helgi Vilberg Sæmundsson, Guðrún Atladóttir. ✝ Elskulegur bróðir okkar og frændi, ÁRNI BREIÐFJÖRÐ GUÐJÓNSSON frá Hofstöðum, Helgafellssveit, Fannafold 157, Reykjavík, andaðist á dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, þriðjudaginn 13. mars. Systkini og frændsystkini hins látna. ✝ Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR HULDA ÞÓRÐARDÓTTIR Hamarsbraut 8, Hafnarfirði, andaðist nærri 97 ára að aldri sunnudaginn 11. mars. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 20. mars kl. 15.00. Jón Gunnar Stefánsson, Ólína Jóna Bjarnadóttir, Soffía Stefánsdóttir, Sigurður Bergsson, Sigurður Hallur Stefánsson, Inga María Eyjólfsdóttir, Helga Ragnheiður Stefánsdóttir, Gunnar Hjaltalín, Halldór Ingimar Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir mín og tengdamóðir, ÞÓRUNN VALDEMARSSON (HALLMUNDSDÓTTIR), er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Helga Valdemarsson, Þorsteinn Marinósson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.