Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 61
Erlendir dómar: Metacritic: 53/100 Hollywood Reporter: 70/100 Variety: 60/100 The New York Times: 30/100 KVIKMYNDIN 300, sem er frumsýnd hér á landi í dag, segir frá bardaganum við Laugaskörð á fimmtu öld fyrir Krist þar sem 300 Spartverjar undir stjórn Leonídasar konungs I. töfðu fram- göngu persneska hersins á Grikklandi þrátt fyrir að lúta í lægra haldi að lokum. Baráttan var í raun fyrirfram töpuð því þótt ef- laust hefðu hraust heljarmenni mannað her Spartverja var við ofurefli að etja, í her Persanna voru um 100 þúsund hermenn. Bardaginn tók þrjá daga og miðað við áð- urnefndar upplýsingar kemur það trúlega fáum á óvart að gjörvallur her Spartverjanna safnaðist til feðra sinna á þessum þremur dögum. Bardaginn er þó sagður hafa blásið í glæður vonar andstæðinga Persanna um að sameinast gegn óvininum og brjóta hann á bak aftur enda þótti fórn Spartverjanna 300 ótrúlega hetjuleg. Þetta er í annað sinn sem sagan af Spartverj- unum 300 ratar upp á hvíta tjaldið. Árið 1962 kom út mynd byggð á sögunni um hinn hugprúða en fá- menna her og titillinn borðleggjandi … The 300 Spartans. Myndir eins og 300, sem byggjast á raunveru- legum atburðum í mannkynssögunni, hafa oftar en ekki verið gagnrýndar fyrir grófa sögufölsun. Leikstjóri 300, Zack Snyder, viðurkennir fús- lega að staðreyndum hafi verið hliðrað til vegna þess að annað leit betur út á tjaldinu. Bardagaað- ferðir Spartverja hafi verið færðar í stílinn vegna þess að tiltekin tilþrif voru svalari. Snyder segist aldrei hafa haldið því fram að myndin haldi sig við sögulegar staðreyndir enda sé myndin byggð á myndasögu Franks Millers (Sin City). Þeir Miller og Snyder hafi viljandi breytt gangi mála með það að leiðarljósi að gera æsispennandi, vel útlítandi bardagamynd frekar en sagnfræðilega stórmynd. Gerard Butler fer með hlutverk Lenonídasar konungs. Hann fór meðal annars með hlutverk Bjólfs í Bjólfskviðu Sturlu Gunnarssonar og ætti því að vera vanur að munda sverð í búningum sem hann klæðist trúlega ekki heima hjá sér á þriðju- dagskvöldum. „Ég hef aldrei þjálfað mig eins mikið fyrir nokkurt hlutverk og þetta,“ sagði Butler í viðtali á dögunum og átti við hlutverk sitt sem Leonídas konungur. „Annars er ég vanur erfiðisvinnu. 16 til 17 tíma vinnudagar í ömurlegum aðstæðum á tökustað á Íslandi voru mjög erfiðir,“ bætti hann við. Með önnur hlutverk í myndinni fara Lena Hea- dey (Brothers Grimm), Dominic West (The For- gotten) og David Wenham, sem einnig ætti að vera vanur sverðasveiflu í íburðarmiklum bún- ingum enda þekktastur fyrir hlutverk sitt sem hinn óhamingjusami en hugprúði Faramír í Hringadróttinsögu Peters Jackson. Persar Kvikmyndin 300 hefur farið fyrir brjóstið á sumum framámönnum í Íran sem segja hana gera lítið úr sögu þjóðarinnar. Helköttaðar hetjur deyja FRUMSÝNING» MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 61 SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is RÓMANTÍSK GAMANMYND SEM FÆR ÞIG TIL AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI H.J. - MBLL.I.B. - TOPP5.IS BREAKING AND ENTERING kl. 5:50 B.i.12 .ára THE BRIDGE TO TERABITHIA kl. 4 - 6:10 LEYFÐ VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ 300 kl. 5:30 - 8 - 9:15 - 10:30 B.i.16.ára 300 VIP kl. 5:30 - 8 - 10:30 BLOOD & CHOCOLATE kl. 8 - 10:30 B.i.12 .ára MUSIC & LYRICS kl. 5:50 - 8 - 10:20 LEYFÐ SMOKIN' ACES kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i.16.ára / ÁLFABAKKA / AKUREYRI 300 kl. 5:40 - 8 - 10:20-POWERSÝN. B.i. 16 ára BLOOD & CHOCOLATE kl. 10 B.i. 12 ára MUSIC & LYRICS kl. 6 - 8 LEYFÐ / KEFLAVÍK 300 kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára THE LAST KING OF... kl. 10 B.i. 16 ára BRIDGE TO TERABI... kl. 6 LEYFÐ NUMBER 23 kl. 8 B.i. 12 ára VJV, TOPP5.ISSV, MBL S.V. - MBL L.I.B. - TOPP5.IS VJV, TOPP5.IS – TR YGG ÐU ÞÉR MIÐ A N ÚNA – KVIKMYNDAUPPLIFUN ÁRSINS STÆRSTA OPNUN ÁRSINS Í BANDARÍKJUNUM UPPSELT UPPSELT V.J.V. Epic Movie „Tveir af sex handritshöf- undum Scary Movie halda áfram að draga sundur og saman í háði vinsælustu myndir síðustu missera.“ Erlendir dómar: Metacritic: 17/100 The New York Times: 40/100 Variety: 30/100 The Illusionist „Töfra- maður í Vín á 19. öld beitir öllum brögðum til að vinna hug konu sem er úr efri stigum þjóðfélagsins. Edvard Norton og Paul Giamatti leika aðalhlut- verkin.“ Erlendir dómar: Metacritic: 68/100 The New York Times: 80/100 The Hollywood Reporter: 80/100 Wild Hogs „John Travolta, William H. Macy, Tim Allen og Martin Lawrence þeysast um þjóðvegi Bandaríkjanna leðurklæddir á mótorhjólum og freista þess að lenda í ævintýrum.“ Erlendir dómar: Metacritic: 27/100 Variety: 50/100 The New York Times: 40/100 EINNIG FRUMSÝNDAR»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.