Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
TAKIÐ fram dansskóna, brillkremið
og bindin; hið árlega Spaðaball verð-
ur á Nasa í kvöld. Hinir ástsælu
hefja leik kl. 23 og lofa fjöri fram á
rauðanótt, meðan nokkur maður
stendur uppi. Spaðarnir spila ný lög
í kvöld, en lofa líka nokkrum góð-
kunningjum á borð við ítalska lagið
Obbobobb og Salóme.
Spaðaball
KAMMERSVEITIN Ísafold
gefur út sína fyrstu plötu um
þessar mundir. Þar er að finna
verk eftir Toru Takemitsu,
Arnold Schönberg, danska tón-
skáldið Bent Sörensen og
Hauk Tómasson, handhafa
tónlistarverðlauna Norð-
urlandaráðs 2004. Síðast-
nefnda verkið var samið
sérstaklega fyrir Ísafold og
var frumflutt síðasta sumar í
tónleikaferð hljómsveitarinnar. Árið 2005 var
sveitin ásamt stjórnanda sínum, Daníel Bjarna-
syni, tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna
sem bjartasta vonin í klassíkinni. 12 tónar gefa út.
Útgáfa
Ísafold með
óútgefin tónverk
Daníel
Bjarnason
„HUGLAUSAR hetjur og
grunsamlegir galdramenn,“ er
einn af níu forvitnilegum titlum
erindanna sem flutt verða á
málþingi Mímis á morgun.
Mímir er félag nema í íslensk-
um fræðum, en málþingið er
haldið í samvinnu við Reykja-
víkurakademíuna og hefst í
fundarsal hennar í JL húsinu
kl. 12 á hádegi. Meðal mælenda
eru Kristín Edda Búadóttir
sem fjallar um þágufallshneigð, og Atli Freyr
Steinþórsson sem fjallar um völvuna í Völuspá, en
það er Aðalbjörg Bragadóttir sem fer í ökutúr
með atómskáldunum.
Málþing
Bifreiðar í ljóðum
atómskáldanna
Atli Freyr
Steinþórsson
LISTHLAÐA Borgarbóka-
safnsins, Artótek, býður gest-
um og gangandi til sýningar á
verkum Kristínar Þorkels-
dóttur hönnuðar og myndlist-
arkonu. Sýningin kallast Hug-
lendur og verður opnuð í dag.
Kristín er hvað þekktust fyr-
ir hönnun íslensku pen-
ingaseðlanna, en mörg söfn,
stofnanir, félög og fyrirtæki
um allt land og erlendis eiga
verk eftir hana. Á sýningunni verða vatns-
litamyndir og myndband, en einnig portrett, með-
al annars af Vilborgu Dagbjartsdóttur. Vilborg
les úr ljóðum sínum í Artóteki á morgun kl. 16.
Myndlist
Huglendur
Kristínar í Artóteki
Kristín
Þorkelsdóttir
Baltasar að forsvarsmenn Barbic-
an vilji jafnvel framleiða verkefnið
í samstarfi við Þjóðleikhúsið.
„Þetta verkefni er runnið undan
rifjum Bergljótar Jónsdóttur,
fyrrverandi stjórnanda Bergen-
listahátíðarinnar, og hefur legið
fyrir nokkuð lengi. Eftir að hún
svo sá Pétur Gaut vildu hún og
leikhússtjórinn Luis Jeffrey endi-
lega fá mig til að taka leikstjórn-
ina að mér. Hugmyndin er að upp-
setningin yrði með íslenskum
leikurum en jafnvel erlendum
líka.“
Eftir Flóka Guðmundsson
floki@mbl.is
BALTASAR Kormákur hyggst
þekkjast boð þjóðleikhússins í
Litháen um að setja upp Pétur
Gaut á stóra sviði hússins. Ekki
yrði um leikferð íslenska Þjóðleik-
hússins að ræða heldur nýja upp-
færslu með litháskum leikurum og
öðru þarlendu listafólki. Er stefnt
að frumsýningu í upphafi næsta
árs.
Í nógu er að snúast hjá Baltasar
þessa dagana en auk þess sem lit-
háska þjóðleikhúsið hefur falast
eftir kröftum hans á hann í við-
ræðum við tvö leikhús í London
sem hafa farið þess á leit að hann
leikstýri sýningum á þeirra veg-
um. Er annars vegar um að ræða
tvær sýningar í Barbican-
menningarmiðstöðinni og hins
vegar sýningu í Young Vic-
leikhúsinu.
Sjón og Shakespeare
Sýningarnar í Barbican yrðu
báðar sýndar einhvern tíma á sýn-
ingartímabilinu 2008–2009. Þar er
annars vegar um að ræða Skugga-
baldur eftir Sjón og hins vegar
„stóra Shakespeare-sýningu“ sem
Baltasar segir ótímabært að úttala
sig um á þessu stigi málsins.
„Það er verið að ganga frá
nokkrum málum svo það er viss-
ara að segja sem minnst um það
um hvaða verkefni er að ræða og
nákvæmlega með hvaða hætti
þetta verður.“ Hann kveður þó
vera þar á ferðinni stórt alþjóðlegt
verkefni með samstarfsaðilum
m.a. frá Bandaríkjunum og Ástr-
alíu. Vel gæti verið að íslenskir
leikarar kæmu þar við sögu.
Í tilfelli Skuggabaldurs segir
Í kjölfar Péturs Gauts
Tilboð Barbican-menningar-
miðstöðvarinnar kom í kjölfar vel
heppnaðrar sýningahrinu leikhóps
íslenska Þjóðleikhússins á upp-
færslu Baltasars á Pétri Gauti.
Uppselt var á allar tíu sýning-
arnar og komust færri að en vildu.
„Það voru allir rosalega ánægðir
með komu okkar í Barbican. Okk-
ur var sagt að leikhúsinu hefði
aldrei borist jafn mikið af þakk-
arbréfum frá áhorfendum, þ.e.
fólk fann sig knúið til að skrifa og
lýsa hrifningu sinni,“ segir Baltas-
ar og kveður það sérlega
skemmtilegt að einn af vís-
indamönnunum á bak við getn-
aðarvarnapilluna hefði verið þar á
meðal.
Að lokum standa yfir viðræður
milli Baltasars og Young Vic-
leikhússins. Segir leikstjórinn þá
vinnu á byrjunarstigi en verið sé
að skoða nokkur verkefni.
Litháskur Pétur Gautur
Forsvarsmenn þjóðleikhússins í
Litháen settu sig upphaflega í
samband við Baltasar með það í
huga að fá leikhóp Þjóðleikhússins
íslenska í heimsókn með umtalaða
uppfærslu sína á Pétri Gauti. Það
hefði hins vegar fljótt orðið ljóst
að það fyrirkomulag væri leikhús-
inu fjárhagslega ofviða. Þess í stað
báðu þeir því einfaldlega um nýjan
Pétur Gaut úr smiðju Baltasars.
„Þetta er alveg frábært enda al-
veg stórkostleg leikhúshefð í
Litháen. Það er spennandi að ef
sýningar ganga vel í leikhúsinu þá
ganga þær þar svo árum skiptir,
en leikferð Þjóðleikhússins þangað
hefði aldrei getað varað lengur en
í eina viku.
Það yrði byrjað að æfa undir
lok þessa árs og frumsýnt í byrjun
þess næsta. Þeir vildu gera þetta í
haust en ég get það ekki, þar sem
ég er það bókaður,“ segir Baltasar
og upplýsir að uppsetningin yrði
byggð á leikgerð hans. Hann hafi
hins vegar ekki ákveðið að hve
miklu leyti hann vinni sýninguna
aftur.
Þetta er alveg frábært!
Baltasar Kormákur í viðræðum vegna fjögurra leikstjórnarverkefna í Englandi og Litháen
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Eftirsóttur Ef fram fer sem horfir mun Baltasar hafa í nógu að snúast á erlendri grund á næstunni.
Í HNOTSKURN
» Uppfærsla Baltasars Kor-máks á Pétri Gauti var
frumsýnd í Þjóðleikhúsinu 4.
mars 2006.
» Sýningin var tilnefnd til 12Grímu-verðlauna það árið
og hlaut á endanum fimm, m.a.
sem sýning ársins, auk þess sem
Baltasar var valinn leikstjóri
ársins.
» Sýnt var í tvígang á Ibsen-hátíðinni í Osló sl. haust og
tíu sinnum í Barbican-menning-
armiðstöðinni á upphafsdögum
marsmánaðar. Uppselt var á all-
ar þessar sýningar.
a
! !" " #$ %$ #&'
(
) *+ , #$ $
---$
$