Morgunblaðið - 16.03.2007, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 16.03.2007, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING TAKIÐ fram dansskóna, brillkremið og bindin; hið árlega Spaðaball verð- ur á Nasa í kvöld. Hinir ástsælu hefja leik kl. 23 og lofa fjöri fram á rauðanótt, meðan nokkur maður stendur uppi. Spaðarnir spila ný lög í kvöld, en lofa líka nokkrum góð- kunningjum á borð við ítalska lagið Obbobobb og Salóme. Spaðaball KAMMERSVEITIN Ísafold gefur út sína fyrstu plötu um þessar mundir. Þar er að finna verk eftir Toru Takemitsu, Arnold Schönberg, danska tón- skáldið Bent Sörensen og Hauk Tómasson, handhafa tónlistarverðlauna Norð- urlandaráðs 2004. Síðast- nefnda verkið var samið sérstaklega fyrir Ísafold og var frumflutt síðasta sumar í tónleikaferð hljómsveitarinnar. Árið 2005 var sveitin ásamt stjórnanda sínum, Daníel Bjarna- syni, tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem bjartasta vonin í klassíkinni. 12 tónar gefa út. Útgáfa Ísafold með óútgefin tónverk Daníel Bjarnason „HUGLAUSAR hetjur og grunsamlegir galdramenn,“ er einn af níu forvitnilegum titlum erindanna sem flutt verða á málþingi Mímis á morgun. Mímir er félag nema í íslensk- um fræðum, en málþingið er haldið í samvinnu við Reykja- víkurakademíuna og hefst í fundarsal hennar í JL húsinu kl. 12 á hádegi. Meðal mælenda eru Kristín Edda Búadóttir sem fjallar um þágufallshneigð, og Atli Freyr Steinþórsson sem fjallar um völvuna í Völuspá, en það er Aðalbjörg Bragadóttir sem fer í ökutúr með atómskáldunum. Málþing Bifreiðar í ljóðum atómskáldanna Atli Freyr Steinþórsson LISTHLAÐA Borgarbóka- safnsins, Artótek, býður gest- um og gangandi til sýningar á verkum Kristínar Þorkels- dóttur hönnuðar og myndlist- arkonu. Sýningin kallast Hug- lendur og verður opnuð í dag. Kristín er hvað þekktust fyr- ir hönnun íslensku pen- ingaseðlanna, en mörg söfn, stofnanir, félög og fyrirtæki um allt land og erlendis eiga verk eftir hana. Á sýningunni verða vatns- litamyndir og myndband, en einnig portrett, með- al annars af Vilborgu Dagbjartsdóttur. Vilborg les úr ljóðum sínum í Artóteki á morgun kl. 16. Myndlist Huglendur Kristínar í Artóteki Kristín Þorkelsdóttir Baltasar að forsvarsmenn Barbic- an vilji jafnvel framleiða verkefnið í samstarfi við Þjóðleikhúsið. „Þetta verkefni er runnið undan rifjum Bergljótar Jónsdóttur, fyrrverandi stjórnanda Bergen- listahátíðarinnar, og hefur legið fyrir nokkuð lengi. Eftir að hún svo sá Pétur Gaut vildu hún og leikhússtjórinn Luis Jeffrey endi- lega fá mig til að taka leikstjórn- ina að mér. Hugmyndin er að upp- setningin yrði með íslenskum leikurum en jafnvel erlendum líka.“ Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is BALTASAR Kormákur hyggst þekkjast boð þjóðleikhússins í Litháen um að setja upp Pétur Gaut á stóra sviði hússins. Ekki yrði um leikferð íslenska Þjóðleik- hússins að ræða heldur nýja upp- færslu með litháskum leikurum og öðru þarlendu listafólki. Er stefnt að frumsýningu í upphafi næsta árs. Í nógu er að snúast hjá Baltasar þessa dagana en auk þess sem lit- háska þjóðleikhúsið hefur falast eftir kröftum hans á hann í við- ræðum við tvö leikhús í London sem hafa farið þess á leit að hann leikstýri sýningum á þeirra veg- um. Er annars vegar um að ræða tvær sýningar í Barbican- menningarmiðstöðinni og hins vegar sýningu í Young Vic- leikhúsinu. Sjón og Shakespeare Sýningarnar í Barbican yrðu báðar sýndar einhvern tíma á sýn- ingartímabilinu 2008–2009. Þar er annars vegar um að ræða Skugga- baldur eftir Sjón og hins vegar „stóra Shakespeare-sýningu“ sem Baltasar segir ótímabært að úttala sig um á þessu stigi málsins. „Það er verið að ganga frá nokkrum málum svo það er viss- ara að segja sem minnst um það um hvaða verkefni er að ræða og nákvæmlega með hvaða hætti þetta verður.“ Hann kveður þó vera þar á ferðinni stórt alþjóðlegt verkefni með samstarfsaðilum m.a. frá Bandaríkjunum og Ástr- alíu. Vel gæti verið að íslenskir leikarar kæmu þar við sögu. Í tilfelli Skuggabaldurs segir Í kjölfar Péturs Gauts Tilboð Barbican-menningar- miðstöðvarinnar kom í kjölfar vel heppnaðrar sýningahrinu leikhóps íslenska Þjóðleikhússins á upp- færslu Baltasars á Pétri Gauti. Uppselt var á allar tíu sýning- arnar og komust færri að en vildu. „Það voru allir rosalega ánægðir með komu okkar í Barbican. Okk- ur var sagt að leikhúsinu hefði aldrei borist jafn mikið af þakk- arbréfum frá áhorfendum, þ.e. fólk fann sig knúið til að skrifa og lýsa hrifningu sinni,“ segir Baltas- ar og kveður það sérlega skemmtilegt að einn af vís- indamönnunum á bak við getn- aðarvarnapilluna hefði verið þar á meðal. Að lokum standa yfir viðræður milli Baltasars og Young Vic- leikhússins. Segir leikstjórinn þá vinnu á byrjunarstigi en verið sé að skoða nokkur verkefni. Litháskur Pétur Gautur Forsvarsmenn þjóðleikhússins í Litháen settu sig upphaflega í samband við Baltasar með það í huga að fá leikhóp Þjóðleikhússins íslenska í heimsókn með umtalaða uppfærslu sína á Pétri Gauti. Það hefði hins vegar fljótt orðið ljóst að það fyrirkomulag væri leikhús- inu fjárhagslega ofviða. Þess í stað báðu þeir því einfaldlega um nýjan Pétur Gaut úr smiðju Baltasars. „Þetta er alveg frábært enda al- veg stórkostleg leikhúshefð í Litháen. Það er spennandi að ef sýningar ganga vel í leikhúsinu þá ganga þær þar svo árum skiptir, en leikferð Þjóðleikhússins þangað hefði aldrei getað varað lengur en í eina viku. Það yrði byrjað að æfa undir lok þessa árs og frumsýnt í byrjun þess næsta. Þeir vildu gera þetta í haust en ég get það ekki, þar sem ég er það bókaður,“ segir Baltasar og upplýsir að uppsetningin yrði byggð á leikgerð hans. Hann hafi hins vegar ekki ákveðið að hve miklu leyti hann vinni sýninguna aftur. Þetta er alveg frábært! Baltasar Kormákur í viðræðum vegna fjögurra leikstjórnarverkefna í Englandi og Litháen Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eftirsóttur Ef fram fer sem horfir mun Baltasar hafa í nógu að snúast á erlendri grund á næstunni. Í HNOTSKURN » Uppfærsla Baltasars Kor-máks á Pétri Gauti var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu 4. mars 2006. » Sýningin var tilnefnd til 12Grímu-verðlauna það árið og hlaut á endanum fimm, m.a. sem sýning ársins, auk þess sem Baltasar var valinn leikstjóri ársins. » Sýnt var í tvígang á Ibsen-hátíðinni í Osló sl. haust og tíu sinnum í Barbican-menning- armiðstöðinni á upphafsdögum marsmánaðar. Uppselt var á all- ar þessar sýningar.                      a   !  !"  " #$  %$ #&' ( ) *+ , #$ $ ---$  $
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.