Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 54
Þarna er gelgju- skeiðið náttúrlega í hámarki, við vorum rosalegar pæjur… 60 » reykjavíkreykjavík Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Á VEGAMÓTUM hitti ég fyrir gengið, fjóra vel sjóaða og einn spánnýjan. Þannig er mál með vexti að Tobbi, Þorbjörn Sigurðsson, hljóm- borðsleikari er hættur og hefur Jeff Who? því arkað um eyðilendur undanfarna mánuði í taugatrekktri leit að arftaka. Hann fannst loks fyrir nokkrum vikum, Valdimar Kristjónsson heitir hann, Valdi, og hefur helst unnið sér til frægðar að hafa spilað með Bang Gang. Valdi er það nýkominn í herbúðir Jeff Who? að hann hefur ekki einu sinni æft með sveitinni, en á engu að síður innslag í nýjasta lag Jeff Who?, sem fer í spilun eftir tvær vikur. Tobbi hætti í kjölfarið á Airwaves, blóðtaka á þeim tíma að sögn Jeff Who-ara. Það er Elís Pétursson bassaleikari sem hefur að mestu orð- ið og nær iðulega að hleypa spjallinu upp í helj- arinnar uppistand og vitleysu. Söngvarinn, Bjarni Lárus Hall, eða Baddi, nær þó að lauma vísdómi inn við og við en aðrir, þeir Þormóður Dagsson trymbill, Ásgeir Valur Flosason gít- arleikari og áðurnefndur Valdi, fylgjast með sposkir á svip enda lítið annað hægt. En að blóð- tökunni. „Við hefðum viljað finna hann Valda miklu fyrr,“ segir Elís og er óðamála. „Við komumst að því að góðir hljómborðsleikarar í þessum geira eru býsna vandfundnir. Það sem var í stöðunni var að hringja í gaurinn í Á móti sól … hvað heitir hann aftur … ég veit ekki einu sinni hvort hann er góður … eða þá í Grétar Örvars eða Jón Ólafs. Þetta var það eina sem manni datt í hug. Kalli, bróðir hans Grétars, hann var ekki einu sinni á landinu!“ Baddi undirstrikar að það hafi að sönnu verið mikil óvissa á þessum tíma. „Við vissum ekki neitt, það var mjög óþægi- legt. Í alvörunni, það var fáránlegt hvað þetta var mikið mál og fáránlegt að Jón Atli hafi ekki nefnt þetta við þig fyrr, Elís.“ Hér vísar Baddi í það að Jón Atli „Hairdoctor“ var maðurinn sem vísaði á Valda, en hann og Valdi störfuðu saman í Bang Gang um hríð og nú eru Jón Atli og Elís að vinna saman að tónlist fyrir söngleikinn Gretti. Nenntu ekki að æfa Elís segir að þetta tímabil aðgerðarleysis hafi þó verið meira en vel þegið. „Það var komin svakaleg þreyta í mannskap- inn, við spiluðum mjög mikið á síðasta ári. Þetta voru alltaf sömu lögin, við breyttum ekkert mik- ið til og vorum hættir að nenna að æfa undir rest.“ Jeff Who? var upprunalega hljómsveit nokkurra vina úr MR og það að sveitin skyldi slá í gegn, ekki bara hjá einhverjum nýbylgju- hundum heldur bara öllum, kom eins og köld vatnsgusa framan í félagana. „Það er ótrúlegt hvernig þetta þróaðist með „Barfly“,“ segir Baddi. „Pabbarnir fíluðu þetta. Bylgju- og FM-liðið líka. Og svo var þetta algjör tilviljun, við vorum búnir að setja tvö önnur lög í spilun sem gerðu ekki neitt. Gunni Palli ber ábyrgð á þessu, en hann gerði myndbandið. Hann langaði að gera myndband, gerði það ókeypis, og hann fékk að ráða við hvaða lag. Myndbandið gerði heilmikið fyrir lagið, við héldum að þetta væri dauður miðill, a.m.k. hér á landi.“ Elís tekur undir það að þetta hafi allt saman verið fremur furðulegt. „Við tökum bara upp plötu, sumarið 2005, og læðum henni í búðir. Svo fer hún að verða vin- sæl. Það er skrítið að ganga í gegnum það. Það skrítnasta er þó þegar ákveðinn hópur, sem þú lítur ekki einu sinni á, er farinn að fíla þetta. Þetta fólk er eins og vofur fyrir þér en svo vind- ur einhver Selfosshnakkinn sér upp að þér og segir: „Þið eruð geðveikir!“. Ég hefði aldrei tal- að við þennan mann! Fyrir þetta fólk er tónlist eitthvað sem fer í gang þegar þú ræsir bílinn þinn.“ Þeir félagar fara blessunarlega ekkert í grafgötur með að það hafi verið undarlegt fyrir 101-rottur að fá massaspilun á hnakkastöðvum. „Já, okkur er hleypt inn í byggingarnar núna og við getum því afhent þeim disk með nýja lag- inu,“ segir Elís. „En það tók smá tíma að venj- ast þessu. Læra nöfnin og svona. Það er Þröstur 3.000 t.d., ekki Brynjar 3.000. Við pössuðum okkur á því að koma vel undirbúnir á FM- verðlaunahátíðina.“ Nú er um að gera að semja annað „la la la laa laa la-la“-lag og sópa upp þessu ári líka. Eða hvað? Nei, Jeff Who-liðum er slétt sama um hvað gerist á þessu ári, og segjast ekki finna fyrir neinni pressu – og þó. „Þetta var alveg óvart,“ segir Ásgeir. „Fólk þarf bara að díla við það þegar það kemur „ekki“ smellur næst“. Baddi segist engu að síð- ur vera tilbúinn til að svara fyrir af hverju þeir hafi ekki samið annað „Barfly“. Það er mikið um hlátrasköll við borðið, kæru- leysislegur grallaraskapur ræður ríkjum frekar en að stjörnur í augum séu að trufla. Þeir fé- lagar segjast líka vera óttalegir imbar hvað út- löndin umtöluðu varðar. Þeir hafi spilað í Kaup- mannahöfn (fyrir fullum sal af Íslendingum) og í New York (m.a. á pólskum stað þar sem áhorf- endur voru fimm, og „mixerinn“ fjögurra rása). Þá var þeim boðið að hita upp fyrir hljómsveit- ina The Hold Steady, en þeir gátu ekki þegið það. „Það var möguleiki á því réttara sagt,“ segir Elís. „En það grátlega var að við gátum ekki einu sinni látið kanna möguleikann á því, þar sem við vorum hljómborðsleikaralausir en auk þess var Ásgeir nýorðinn pabbi þannig að tíma- setningin var ómöguleg.“ Plata í haust – eða hvað? „Vonandi,“ svarar Baddi. „Við sjáum til hvernig gengur að æfa og semja saman. En djöfull hlakka ég til að byrja aftur. Við erum ný- búnir að byggja okkur nýtt æfingahúsnæði og okkur klæjar í puttana. Þeir eru vel stirðir eftir þriggja mánaða aðgerðaleysi og fyrsta æfingin verður því eflaust skrautleg.“ JEFF WHO? Morgunblaðið/ÞÖK JEFF WHO? GLEYPTU SÍÐASTA TÓNLISTARÁR MEÐ HÚÐ OG HÁRI EN ÞÁ GLUMDI OFURSMELLURINN „BARFLY“ Í ÖLLUM VIÐTÆKJUM, VEISLUM, SJÓNVÖRPUM, BÍLUM OG GUÐ MÁ VITA HVERJU. ENGU AÐ SÍÐUR ER HLJÓM- SVEITIN BÚIN AÐ VERA Í MIKLUM VANDRÆÐUM SÍÐUSTU MÁNUÐI. HVERS VEGNA ÞÁ, SPURÐI BLAÐAMAÐUR, YFIR EINUM BJÓR OG NOKKRUM LATTE. www.myspace.com/jeffwhoband
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.