Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 33
Ógnirnar sem nú er líkleg-ast að muni valdi okkurskaða eru ekki eingönguaf hálfu annarra ríkja,
þær stafa af hryðjuverkamönnum
og öðrum glæpamönnum sem at-
hafna sig innan einkageirans,“ segir
Alyson Bailes, fráfarandi forstöðu-
maður SIPRI, sænsku friðarrann-
sóknastofnunarinnar í Stokkhólmi.
„Hryðjuverkamenn fá að mestu að-
gang að vopnum, samgöngutækjum
og fjarskiptum í einkageiranum,
þeir misnota vettvang friðsamlegra
viðskipta á sama hátt og þeir mis-
nota friðsamlegt samfélag með því
að leynast innan um venjulega borg-
ara og gera þannig torveldara fyrir
yfirvöld að klófesta þá.“
Bailes, sem er bresk og heims-
þekktur fræðimaður á sínu sviði,
hélt fyrirlestur í vikunni í Odda en
hún hefur verið ráðin gestakennari
við Háskóla Íslands. Hún leggur
áherslu á að ógnir gagnvart öryggi
þjóða nú á tímum séu aðeins hluta til
hernaðarlegar; varnir hljóti að bein-
ast einnig að þáttum eins og nátt-
úruhamförum og farsóttum. En
hvers vegna vill hún kenna á Ís-
landi?
„Svarið er einfaldlega að fimm ára
samningurinn minn við SIPRI renn-
ur út í ágúst á þessu ári,“ segir Bai-
les. „Eftir fimm ár í starfi sem er
mjög sérstakt og oft erfitt var kom-
inn tími til að prófa eitthvað annað.
Ég beið í rauninni eftir tækifæri til
að koma hingað til Íslands og vinna
hér. Ég hef verið hugfangin af land-
inu alveg frá barnsaldri. Árið 1983,
þegar ég var diplómati í Bonn í
Þýskalandi, fékk ég í fyrsta skipti
tækifæri til að koma hingað í leyfi.
Síðan hef ég komið hingað á hverju
ári, stundum oftar á ári.
Starfið sem ég fékk heillar mig
mjög vegna þess að mig langar nú
ákaflega að vinna með ungu fólki.“
- Nú er komin upp ný staða, hér
eru engar sýnilegar varnir. Hvað
viltu segja um það, mun þetta verða
þannig lengi?
„Það er tilviljun að ég kem hingað
þegar þið horfist í augu við þessa
breyttu framtíð. En það er ljóst að
mér finnst þetta mjög áhugavert.
Sjálf nálgast ég öryggis- og varnar-
mál frá ákaflega víðu sjónarhorni, ég
tel að að varnir ríkis fari ekki ein-
göngu eftir því hvað það ræður yfir
miklum vopnabúnaði eða hve marg-
ar varnarstöðvar séu þar heldur leiki
þar hlutverk atriði eins og ástand fé-
lagsmála, samstaða þjóðarinnar,
hugmyndaflug, styrkur atvinnufyr-
irtækjanna og margir sértækir eig-
inleikar sem munu hafa áhrif á við-
brögðin gagnvart þeim ógnum sem
geta dunið yfir okkur.
Ísland eins konar tilraunastofa
Ég held að við munum ekki þurfa
að bregðast við innrás Rússa, tel að
um verði að ræða öryggisvanda sem
verði minni að umfangi, hugsanlega
hryðjuverk. En mun líklegra er að
við þurfum að kljást við náttúruham-
farir, loftslagsbreytingar og efna-
hagslegar og félagslegar afleiðingar
þeirra og sennilega farsóttir áður en
langt um líður. Getan sem þjóð þarf
að ráða yfir til að fást við ógnir af
þessu tagi er aðeins að nokkru leyti
af hernaðarlegum toga.“
- Við eigum engar hernaðarhefðir
hér. Telurðu að við munum samt
skipuleggja þessar nýju varnir á
grundvelli hefða eins og þær eru í
grannlöndunum?
„Ef litið er á þessi mál frá sjón-
arhóli hefðbundinnar hugsunar á
sviði varnarmála mætti vissulega
segja að það sé viss galli að þið séuð
ekki með öflugar hervarnir. Enginn
býst við því að nunna gefi ráð um
kynlíf! En ég tel að þetta sé fremur
gamaldags þankagangur. Vandinn
er að þjóð sem er með öflugan her og
hefur varið gríðarlegu fé í hann er
eiginlega þvinguð til að líta svo á að
hann sé mikilvægur, að nota verði
herinn. En þegar ógnirnar eru til
dæmis fuglaflensa eða félagsleg
ókyrrð eða sú staðreynd að meðal-
aldur þjóðarinnar er að hækka allt of
hratt er augljóst að þeir sem reyna
að beita hervaldi gegn slíkum vanda
eru á algerum villigötum.
Það er því harla gott að vinna að
þessum málum í landi þar sem fólk
hugsar á annan hátt. Ísland er frá
þessu sjónarhorni afskaplega spenn-
andi dæmi, finnst mér, jafnvel eins
konar tilraunastofa. Þið eruð ekki
takmörkuð af þessum hefðum, þess-
um fordómum sem kveða á um að
herinn sé mikilvægastur. Það er því
hugsanlegt að þið gætuð verið fljót-
ari en aðrir að finna leið til að koma
upp öflugum allsherjarvörnum þar
sem stuðst væri við svið þar sem þið
ráðið yfir mikilli getu, annarri en
herafla. Þið gætuð því á vissan hátt
kennt öðrum þjóðum, allavega gæt-
uð þið kennt þeim hvernig beri að
stilla viðfangsefninu upp.
Eitt af námskeiðunum sem ég
mun kenna hér fjallar um aðila sem
ekki heyra til neinu ríki og öryggis-
málaþætti sem ekki tengjast her-
vörnum. Það hefur ekki verið gert
mikið af því að fást við þessi atriði í
háskólakennslu, fólkið sem mótar
stefnuna hefur talið að þetta sé of
nútímalegt, of háþróuð nálgun til að
hægt sé að kenna ungu fólki hana.
Ég er algerlega ósammála. Ég held
að það sé einmitt unga kynslóðin í
herlausu landi eins og Íslandi sem sé
líklegust til að skilja hvað þetta sé
mikilvægt.
Einkafyrirtæki séu virkjuð
Mér finnst þetta því tækifæri
jafnt fyrir mig sem nemendur. Jafn-
framt vil ég að námskeiðin verði opin
fyrir alla svo að t.d. liðsmenn fyr-
irtækja í Reykjavík og víðar geti
fylgst með og fengið hér gögn. Mér
fyndist það stórkostlegt af því að við
þurfum að ræða líka við þá, þetta er
viðfangsefni sem er mjög brýnt að
fólk utan háskólans komi að.“
- Geturðu lýst stuttlega komu
einkafyrirtækja að þeirri nútíma-
legu varnarstefnu sem þú boðar?
„Mér finnst blasa við að við þurf-
um að fá hjálp einkafyrirtækjanna
til að finna og greina þessar ógnir.
Við þurfum líka aðstoð þeirra við að
átta okkur betur á aðferðunum sem
hryðjuverkamenn nota en þær
minna miklu fremur á aðferðir
einkafyrirtækja en þær sem ríki
nota. Þannig getum við reynt að loka
þeim leiðum sem hryðjuverkasam-
tök nota, reynt að skrúfa fyrir fjár-
streymi og hindra þá í að afla fjár
með afbrotum.
Við þurfum að finna leiðir til að
vinna með fyrirtækjunum að þessu
takmarki en við verðum að gæta
þess að drepa ekki gæsina sem verp-
ir gulleggjum. Við megum ekki kæfa
viðskiptalífið með öryggismála-
stefnu sem lamar einkageirann.
Fullkomið öryggi er ekki til og
verður aldrei til. Kannski ættum við
að sætta okkur betur við að við verð-
um alltaf á einhvern hátt berskjöld-
uð. Í stað þess að beita öllum hugs-
anlegum ráðum til að loka hverri
smugu sem gæti valdið hættu, hvað
sem það kostar, gætum við sagt að
annars vegar sé ekki hægt að útiloka
allar hættur og hins vegar myndi til-
raun af þessu tagi, slík ofurvörn,
verða of dýr og myndi hefta frelsi
okkar um of,“ segir Alyson Bailes.
kjon@mbl.is
Alyson Bailes er sér-
fræðingur í varnarmál-
um og hyggst kenna við
Háskóla Íslands næstu
tvö árin. Kristján Jóns-
son ræddi við Bailes um
nýjar ógnir gegn öryggi
og viðbrögð við þeim.
Morgunblaðið/Kristinn
Alyson Bailes „Þið eruð ekki takmörkuð af þessum hefðum, þessum for-
dómum sem kveða á um að herinn sé mikilvægastur.“
Í HNOTSKURN
»Alyson Bailes hefurgegnt starfi forstöðu-
manns SIPRI, sænsku frið-
arrannsóknastofnunarinnar.
Áður starfaði hún m.a. í
bresku utanríkisþjónnust-
unni og varnarmálaráðuneyt-
inu og hefur einnig unnið fyr-
ir þekktar hugveitur eins og
Chatham House í London og
EastWest Institute í New
York
» Bailes mun kenna nám-skeið í Háskóla Íslands á
sviði öryggis- og varnarmála
í meistaranámi í alþjóða-
samskiptum og BA-námi í
stjórnmálafræði. Einnig mun
hún vinna að rannsóknum og
leiðbeina nemendum í loka-
ritgerðum.
Vopnabúnaður ekki
lengur aðalatriðið
flugfélög eru í dag í fraktflugi innan-
rá höfuðborgarsvæðinu, Ernir og Flug-
slands. Flýgur Ernir á Hornafjörð,
r, Bíldudal og Sauðárkrók en Flugfélag
s til Vestmannaeyja, Ísafjarðar, Ak-
r og Egilsstaða, auk þess sem það hefur
öndum matvælaflutninga til Grænlands.
ur eftir því hvort fyrirtækið annaðist
laflutninga sagði Vigfús Vigfússon,
rstjóri fraktdeildar hjá Flugfélagi Ís-
að í sumum tilfellum bærist grænmeti,
og samlokur ekki í kældum, einangr-
umbúðum, hluti þeirra gerði það þó.
ús sagði sérstök kælirými ekki vera um
vélunum en að „mjög algengt“ væri að
li væru flutt í frauðboxum við viðeigandi
g.
rður nánar út í flutningana sagði Hörð-
ert bakarí vera á Bíldudal og því nauð-
t að flytja brauðmeti þangað, aðeins
oðið upp á kælt vöruhólf til Horna-
r, annars væri flutt í farþegarými. Flutn-
ingstíminn væri skammur og varan kæld fyrir
og eftir flug eftir þörfum.
Alls tóku fimm heilbrigðiseftirlit þátt í gerð
könnunarinnar og sagði Steinunn Hjart-
ardóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits
Norðurlands vestra, að hún teldi að matvæli,
einkum samlokur og brauð, væru flutt ókæld
með pósti, flugi og í rútum. Megnið færi þó
með kældum, sérútbúnum vöruflutn-
ingabílum.
Kollegi hennar Helga Hreinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Austurlands,
taldi óalgengt að vörur væru fluttar í ókældu
rými. Mestar líkur væru á að slíkt kæmi fyrir í
sendingum á áfangastaði sem væru á enda
dreifingarkeðjunnar, matvæli, einkum sam-
lokur, færu lokahnykkinn í ókældum bifreið-
um.
Böndin berast því að samlokunum og að-
spurður um flutninga sagði Alfreð Hjaltalín,
framkvæmdastjóri Sóma ehf., að megnið af
vörum fyrirtækisins væri flutt með flugi þar
sem vörurnar væru afgreiddar sem kælivara,
lítill hluti færi með rútum að ósk viðskiptavina.
Það treysti umræddu flugfélagi og „annaðist
ekki eftirlit með vörunni alla leið“.
Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri
Júmbó samloka ehf., sagði aðeins flutt með
rútum á tvo staði, það stæði þó til bóta. Jafnt
magn færi með Flugfélagi Íslands og Land-
flutningum, ekki væri kannað hvort þar væri
flutt í kældu rými.
m sektir vegna
meðferð matvæla
veðst treysta flugfélaginu sínu
NOTSKURN
Samlokur eru viðkvæm matvæli
sem þola illa flutning milli lands-
na án kælingar, í þeim eru sagðar
raðstæður fyrir bakteríur.
Ekkert bakarí er á Tálknafirði og
Patreksfirði.
gu í gær
r samspil
og svo-
knigarðar
kja og há-
og frum-
sjö ár
a sé kjör-
ði nýtt á
fyrir Suð-
egir Árni.
úr fram-
m og við
að tengja
háskóla á
apa þekk-
etur auð-
egist telja
ð af verði.
areksturs
krónu sem
álfa, þur-
r í ramm-
ann, svo sem aðbúnað nemenda,
húsnæði og búnað. Þess vegna tel ég
að þetta verði á margan hátt auð-
veldara en við aðrar kringumstæð-
ur. Þarna eru til dæmis allar þessar
íbúðir og leikfimiaðstaða, félagsað-
staða og annað í hverju húsi. Þetta
eru lúxusíbúðir fyrir nemendur, má
segja.“
Miðað er við að frumgreinadeildin
byrji strax næsta haust en horft til
næstu sjö ára. „Fyrstu þrjú árin yrð-
um við að styrkja stöðuna á þessum
sviðum sem tengjast styrkleikum
svæðisins og alþjóðaflugvallarins.
Með því sjáum við tækifæri til að
fara að flytja inn nemendur svo al-
þjóðablærinn yrði sterkari. Við
sjáum vel fyrir okkur að þarna yrði
komið um 1800–2000 manna sam-
félag eftir sjö ár.“
Runólfur segir áherslurnar
byggjast á því að háskólastarfsemi
hér á landi geti verið, og eigi að vera,
arðbær atvinnustarfsemi. „Háskóla-
starfsemi er verið að skilgreina sem
ört vaxandi og arðbæra alþjóðlega
atvinnustarfsemi. Við gerum ráð
fyrir að skólinn yrði hérlendis að
gera hluti sem ekki hafa verið gerðir
hér áður og þannig laða til sín nem-
endur, og hins vegar að byggja á
styrkleikum okkar Íslendinga og
þannig laða til sín erlenda nemend-
ur.“
HÍ yrði akademísk kjölfesta
„Aðkoma Háskóla Íslands verður
væntanlega með ýmsum hætti,“ seg-
ir Kristín Ingólfsdóttir rektor HÍ.
„Við gætum boðið stúdentum að
koma að einhverju leyti til okkar og
sjáum líka fyrir okkur að okkar
kennarar komi að kennslu í framtíð-
inni. Hugsanlegt er að okkar stúd-
entar gætu fengið að leigja þarna
góðar íbúðir á mun lægra verði en í
Reykjavík.“ Þá segir hún sterkt al-
þjóðatengslanet HÍ geta nýst vel í
samstarfinu. Aðspurð hvort mögu-
leiki sé á að um yrði að ræða einka-
rekinn háskóla sem HÍ ætti hlut í,
segir Kristín einfaldlega ekki búið
að ganga frá fyrirkomulaginu.
„Háskóli Íslands er auðvitað okk-
ar langstærsti og öflugasti háskóli
og aðkoma hans yrði þekkingarleg
kjölfesta,“ segir Runólfur. „Hann
gefur þessu akademíska vigt.“ Ekki
er nema um mánuður síðan HÍ kom
að þessari vinnu en þar hefur málið
verið unnið hratt og vel undir
öruggri forystu Kristínar, að sögn
Runólfs. „Við gerum ráð fyrir að HÍ
verði lykilaðili í þessu starfi.“ Árni
segist ekki útiloka samstarf við aðra
íslenska háskóla, en HÍ sé vissulega
kjölfestan.
Morgunblaðið/ÞÖK
stín Ingólfsdóttir takast í hendur.
víkurvelli
æði Bandaríkjahers
0 manna samfélag“
Í HNOTSKURN
» Lýst er vilja til stofnunarfélags um háskólarekstur
með eftirtalin markmið í
huga:
» Að efla alþjóðlegt há-skólanám hérlendis,
byggja upp háskólasamfélag
á svæðinu og laða að erlenda
nemendur og kennara
» Að efla háskólarann-sóknir og kennslu hér-
lendis í samstarfi við HÍ og þá
sérstaklega á tilteknum svið-
um
» Að efla starfstengt nám áháskólastigi
» Að styrkja Suðurnes meðstofnun frumgreinadeild-
ar til að hækka mennt-
unarstig á svæðinu