Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VOND NIÐURSTAÐA Það er vond niðurstaða aðstjórnarflokkarnir hafi ákveð-ið að afgreiða ekki á þessu þingi tillögur um breytingar á stjórn- arskrá lýðveldisins þess efnis, að ákvæði um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum verði tekið þar inn. Það þýðir ekkert fyrir Sjálfstæð- isflokk og Framsóknarflokk að kenna stjórnarandstöðunni um. Þessir tveir flokkar höfðu og hafa bolmagn á Al- þingi til þess að afgreiða þetta mál. Þeir lofuðu því við upphaf kjörtíma- bilsins að taka þetta ákvæði inn í stjórnarskrá og þeir hafa nú form- lega svikið það loforð. Verst er fyrir stjórnarflokkana að þeir hafa engin rök fyrir þessari ákvörðun. Þeir voru búnir að koma sér saman um orðalag og áttu að standa við það. Það þýðir ekkert að bera það fyrir sig að meiri tíma hafi þurft til að sam- eina ólík sjónarmið varðandi orðalag o.fl. Lögfræðingar eru margir miklir snillingar í sínum fræðum en það er alveg ljóst, að það er hægt að kaupa hvaða álit sem er hjá lögfræðingum. Að lokum er það Alþingi, sem setur lög og afgreiðir tillögur um breyting- ar á stjórnarskrá með sínum hætti. Innan Sjálfstæðisflokksins eru að verki ákveðin öfl, sem stefna að því að koma í veg fyrir að ákvæði um sam- eign þjóðarinnar að náttúruauðlind- um verði tekið í stjórnarskrá. Ástæð- an fyrir því er sú, að þessi sömu öfl vilja koma á einkaeignarrétti á fiski- miðunum. Gegn þeim áformum verð- ur að berjast af mikilli hörku. Það eru fyrst og fremst þessi öfl, sem hafa unnið sigur í þessari lotu. Framvinda þessara mála er með miklum ólíkindum. Fyrir skömmu lá við að Framsóknarflokkurinn sliti stjórnarsamstarfinu til þess að knýja á um framgang þessa máls. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formað- ur Sjálfstæðisflokksins, er algerlega heill í þeirri afstöðu að vilja taka þetta ákvæði upp í stjórnarskrá. Hvað veldur því að stjórnarflokk- arnir snúa nú allt í einu við blaðinu? Þessi vinnubrögð eru afleit. Það hefur enga þýðingu að vísa þessu máli á nýjan leik til stjórnarskrár- nefndar. Hún mun augljóslega leggja sig fram um að svæfa málið. Framsóknarflokkurinn átti lof skil- ið fyrir að vilja knýja fram að stjórn- arflokkarnir stæðu við gefið loforð við kjósendur. En nú hangir sá sami Framsókn- arflokkur í lausu lofti og veit ekkert hvað hann vill eða í hvaða átt hann stefnir. Fátt ef nokkuð skiptir meira máli í stjórnmálabaráttunni en að takast megi að koma í veg fyrir áform fá- menns hóps manna um að sölsa undir sig helztu auðlindir þjóðarinnar og það fyrir ekki neitt. Stuðningsmenn sameignar þjóðar- innar að náttúruauðlindum í öllum flokkum verða að taka höndum sam- an. MEÐHÖNDLUN MATVÆLA Það færist jafnt og þétt í vöxt aðfólk neyti tilbúins matar. Sam- lokan er ekki tekin með í vinnuna að heiman, hún er keypt úti í búð. Allur matur er viðkvæmur og fyllsta örygg- is verður að gæta við meðferð hans og geymslu. Fari það úr böndum er voð- inn vís. Viðkvæmasti hlekkurinn á leið matvæla frá framleiðslu til neyt- anda virðist vera flutningurinn. „Kælikeðjan getur hugsanlega rofn- að og þegar hún rofnar [...] er hætta á því að bakteríum fari að fjölga og þá náttúrulega skerðist geymsluþolið,“ segir Ingólfur Gissurarson, fagstjóri hjá Umhverfisstofnun, í samtali við Morgunblaðið í gær um mikilvægi þess að matvæli séu flutt við rétt hita- stig. Tilefni ummælanna er niður- stöður nýrrar könnunar Umhverfis- stofnunar á flutningi matvæla, sem leiddi í ljós að fimm af 26 fyrirtækj- um, sem könnuð voru, gættu þess ekki að kælivörur væru ávallt fluttar í bílum með kæliboxum. Að auki fylgdu hitanemar matvörunum aðeins hjá 10 fyrirtækjum og 17 kváðust ekki setja tímamörk fyrir sérhverja sendingu. Tilefni þess að ákveðið var að kanna þessi mál var kvartanir utan af landi, meðal annars frá hótelum og verslunum, sem töldu að vörurnar bærust ekki nógu kaldar til þeirra. Þegar matvæli eru ekki geymd við nægan kulda er hætt við því að sprenging verði í bakteríufjölda og geymsluþolið minnki um leið og hætt- an á matarsjúkdómum eykst. Neyt- andinn verður að geta treyst á það að matur, sem boðinn er til sölu, hafi verið rétt meðhöndlaður. Það hlýtur einnig að vera bæði framleiðendum og seljendum, sem leggja mikið upp úr hreinlæti og að uppfylla skilyrði um aðbúnað, kappsmál að fúsk í flutningum grafi ekki undan þeirra góða starfi. Það er heldur óskemmtileg reynsla að fá matareitrun. Neytendur eiga hins vegar erfitt með að veita aðhald vegna þess að það fréttist sjaldnast þegar eitthvað ber útaf í meðferð matvæla. Það þarf meira til en smá kveisu til að fólk hlaupi í fjölmiðla eða Neytendasamtökin. Aðeins alvarleg- ustu tilfellin komast í fréttir. Það hlýtur því að mega ætlast til þess að þessi mál verði leiðrétt hið fyrsta og þeir, sem í hlut eiga, láti vita þegar það hefur verið gert. Að baki því að það verði gert liggja bæði hagsmunir neytenda og framleið- enda. Neytendur vilja ekki eiga á hættu að fá óviðunandi vöru. Fram- leiðendur vilja ekki að neytendur hafi ástæðu til að draga í efa að óhætt sé að neyta matarins, sem þeir búa til. Eins og fram kemur í Morgunblaðinu í dag kveður á um það í matvælalög- um að beita megi matvælaframleið- endur þvingunarúrræðum ef reglum um kælingu matar er ekki fylgt. Von- andi kemur ekki til þess að það þurfi að grípa til slíkra úrræða. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Svona hefur þetta verið gert í þau rúm-lega 40 ár sem ég hef stundað flug áÍslandi,“ segir Hörður Guðmunds-son, forstjóri flugfélagsins Ernis, um flutning matvæla og annarra vara til lands- byggðarinnar með flugi. „Þetta kemur bara inn sem almenn frakt og við teljum okkur ekki ábyrga á því að öðru leyti en sem venjulegur flutningsaðili.“ Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær var komist að þeirri niðurstöðu í nýrri könnun Umhverfisstofnunar að nokkur mis- brestur væri á því að kælivörur væru fluttar við rétt hitastig alla leið til söluaðila. Þetta á meðal annars við um pakkaflutninga með hóp- ferðabifreiðum sem eru ekki búnar kælibún- aði. Á hinn bóginn bendir flest til að um sé að ræða smærri sendingar og að kjöt, fiskur og ferskmeti sé yfirleitt flutt með viðeigandi hætti. Aðspurður um hvers konar matvæli Ernir flytti nefndi Hörður brauðvöru, nýbökuð brauð og „sjálfsagt líka“ samlokur, í öllum til- vikum væri um að ræða flug sem væri skemmra en ein klukkustund. Þá flytti félagið mjólk frá Mjólkursamsölunni á Gjögur sem væri ekki í kælingu og taldi Hörður að hún væri það ekki heldur í bílum dreifingaraðila, hann vissi ekki til þess að um borð í þeim væri sérstakur kælir. Ekki væri um stórflutninga að ræða, t.a.m. byggju aðeins 25 til 30 manns á Gjögri. Heimilt að beita þvingunarúrræðum Samkvæmt matvælalögum er heimilt að beita matvælafyrirtæki sem dreifa matvælum þvingunarúrræðum, uppfylli þau ekki ákvæði matvælareglugerðar um kælingu matvæla sem þurfa hennar með, og jafnvel stöðva eða takmarka dreifingu ef nauðsyn krefur. Hins vegar kveða lög ekki á um stjórnvaldssektir vegna slíkra brota. Ekki skiptir máli hvort um er að ræða fyrirtæki sem framleiða matvæli eða flutningafyrirtæki sem dreifa þeim, lögin gilda jafnt um báða aðila. Tvö f lands fr félag Ís Gjögur Íslands ureyrar með hö Inntu matvæ deildar lands, a brauð o uðum u Vigfú borð í v matvæ hitastig Spur ur ekke synlegt væri bo fjarðar Lög kveða ekki á um brota á lögum um m Morgunblaðið/RAX Matvælaframleiðandi á höfuðborgarsvæðinu kv Í HN »Ss horn kjör »EP Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is Við erum að smíða plógjárnúr sverðunum,“ segirÁrni Sigfússon bæjar-stjóri í Reykjanesbæ. Í gær var undirrituð viljayfirlýsing um uppbyggingu háskólasamfélags við Keflavíkurflugvöll. Að yfirlýsingunni standa Reykja- nesbær, Þróunarfélag Keflavíkur- flugvallar og Háskóli Íslands í sam- starfi við fjölda fyrirtækja. Fyrirtækin eru m.a. Bláa lónið, Geysir Green Energy, Glitnir, Fast- eignafélagið Þrek, Fiskmarkaður Suðurnesja, Flugstoðir, Hitaveita Suðurnesja, Icelandair Group, Klasi, Sparisjóður Keflavíkur og VSB Fjárfestingarbanki. Mikilvægi alþjóðaflugvallar Runólfur Ágústsson, fyrrum rekt- or Háskólans á Bifröst, hefur unnið að því að kanna grundvöll þess hvort háskólastarfsemi sé vænlegur kost- ur. „Nákvæmlega hvernig akadem- ískt fyrirkomulag verður liggur ekki algjörlega fyrir. En menn miða við í fyrsta lagi að auka menntunarstig á Suðurnesjum, í öðru lagi að stórefla starfstengt nám en þar stöndum við flestum okkar nágrannalöndum langt að baki. Og í þriðja lagi að leggja áherslu á háskólanám á ensku til að laða að bæði nemendur og kennara frá útlöndum.“ Til stendur að samtvinna styrk- leika svæðisins, íslenskt atvinnulíf og skólastarf. Í fyrstu færi starfið fram í þremur klösum: Orku-, um- hverfis- og auðlindaklasa; Flug-, samgöngu- og þjónustuklasa og Ör- yggis-, alþjóða- og stjórnmálaklasa. Nálægð við alþjóðaflugvöllinn þykir mikill styrkur. „Við skynjum strax að fyrirtækin þekkja mikilvægi al- þjóðaflugvallar, sem tengingar við sína starfsemi,“ segir Árni. Og Run- ólfur útlistaði í kynning hvernig menn sjá fyrir sér háskóla, alþjóðaflugvallar kallaðra tæknigarða. Tæk eru n.k. brú milli fyrirtæk skóla, þar sem rannsókna- kvöðlastarf fer fram. 1800–2000 manns eftir „Það má segja að þetta staða. Þetta húsnæði yrð mjög ánægjulegan hátt, f urnes og landið allt,“ se „Það er mikið brottfall haldsskóla á Suðurnesjum sjáum þarna tækifæri til a frumgreinadeild inn í h svæðinu. Við erum að ska ingarsamfélag og nýta be lindir svæðisins.“ Hann se að allir möguleikar séu á að „Þeir sem þekkja til skóla segja að fyrir hverja eina k þú leggur í menntunina sj firðu að leggja fimm krónu Handsal Viljayfirlýsing var handsöluð í Kapellu ljóssins á Keflavíkurvelli í gær. Árni Sigfússon og Kris Sóknarliðið á Keflav  Stefnt að alþjóðlegri háskólastarfsemi í fyrra húsnæ  „Sjáum vel fyrir okkur að þarna yrði […] 1800–2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.