Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Yngri spilarar – Íslandsmót Íslandsmót yngri spilara í sveita- keppni verður haldið laugardaginn 17. mars í Síðumúla 37, húsnæði Bridgesambands Íslands. Ástæða er til þess að vekja athygli á því að mót þetta er haldið kepp- endum að kostnaðarlausu. Spilamennska hefst klukkan 11:00 og lýkur á milli sjö og átta um kvöld- ið en mótslok ráðast af þátttakenda- fjölda. Spiluð verða a.m.k. 60 spil. Nánara spilaform verður auglýst síðar. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 6. mars var spilað á 16 borðum. Meðalskor var 312. Úrslit urðu þessi í N/S Sæm. Björnss. – Albert Þorsteinss. 394 Sverrir Jónss. – Skarphéðinn Lýðsson 391 Ragnar Björnss. – Eysteinn Einarsson 369 Bjarnar Ingimars. – Friðrik Hermanns. 356 A/V Björn Björnss. – Haukur Guðmss. 391 Magnús Oddss. – Óli Gíslason 373 Ægir Ferdinantss. – Örn Sigfúss. 359 Ragnar Ásmunds. – Aðalheiður Torfad. 346 Föstudaginn 9. mars var spilað á 15 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S Sigurður Herlufs.– Steinmóður Einars. 379 Sæmundur Björnss. – Albert Þorsteinss. 370 Jón Hallgrímsson – Bjarni Þórarinss. 349 Jóhann Benediktss. – Pétur Antonsson 348 A/V Jens Karlsson – Eyjólfur Ólafsson 371 Magnús Oddsson – Óli Gíslason 360 Ólafur Ingvarss. – Þorsteinn Sveinss. 348 Bragi V. Björnsson – Guðrún Gestsd. 340 Tvímenningur á 10 borðum í Borgarfirði Mánudaginn 5. mars spiluðu borg- firðingar Mitchel-tvímenning á 10 borðum. Félagssvæðið er sífellt að stækka og nú heimsótti okkur Sig- urður Helgason í Hraunholtum í Kolbeinsstaðahreppi og stóð sig vel. Formaðurinn var í miklu stuði þetta kvöld og landaði sigri í N-S en Jói á Steinum og Kópakallinn og Karvel á Hýrumel og Ingimundur í Deildar- tungu fylgdu í kjölfarið. Borgnesing- arnir Guðjón og Guðmundur héldu áfram þar sem frá var horfið í sveita- keppninni og fengu risaskor í A-V. Magnús í Birkihlíð og Sveinn á Vatnshömrum skoruðu einnig vel en aðrir áttu slakan dag. Röðin varð annars sem hér segir í N-S Jón Eyjólfsson – Baldur Björnsson 59,5% Jóhann Oddss. – Eyjólfur Sigurjónss. 54,5% Karvel Karvelss. – Ingimundur Jónss. 52,3% A-V Guðjón Karlsson – Guðm.Arason 66,3% Magnús Magnúss. – Sveinn Hallgrss. 62,0% Lárus Pétursson – Sveinbj. Eyjólfss. 55,0% Þriðjudaginn 6. mars var haldinn nýliðabrids fyrir þá sem hafa verið á námskeiði hjá félaginu. Spilað var á fjórum borðum og var keppnin jöfn og spennandi. Af öðrum báru þær stöllur Björk Lárusdóttir og Hrönn Jónsdóttir en þær eru fæddar árið 1995. Tóku þær eldri spilara í nefið og aldrei að vita nema að hér séu meistarar framtíðarinnar. Úrslit urðu annars sem hér segir: Björk Lárusdóttir – Hrönn Jónsdóttir 51 Þórdís Arnardóttir – Kristrún Snorrad. 47 Bryndís Brynjólfsd. – Hrafnhildur Guðmd. 47 Guðm. Jóhannss.– Kolbrún Sveinsd. 45 Briddsdeild Breiðfirðingafélagsins Þriggja kvölda hraðsveitarkeppni briddsdeild Breiðfirðingafélagsins lauk Sunnudaginn 4/3 með öruggum sigri sveitar Unnars Atla. Ellefu sveitir tóku þátt. Röð efstu sveita var eftirfarandi: Unnar Guðmundsson – Jóhannes Guðmarsson – Haukur Guðbjarts- son – Sveinn Kristinsson 1787 Gunnar Guðmundsson – Sveinn Sveinsson – Sigurjóna Björgvins- dóttir – Karólína Sveinsdóttir 1702 Dúfa Ólafsdóttir – Siguróli Jó- hannsson – Hörður Einarsson – Benedikt Egilsson 1700 Lilja Kristjánsdóttir – Sigríður Gunnarsdóttir – Óskar Sigurðs- son—Kristín Óskarsdóttir 1682 Næstu sunnudagskvöld verður spilaður tvímenningur Spilað er í Breiðfirðingabúð Faxa- feni 14 á sunnudögum kl. 19. Bestir í Borgarfirði Sigurvegarar í aðalsveitakeppni Bridsfélags Borg- arfjarðar. Talið frá vinstri: Guðjón Karlsson, Guðmundur Arason, Sig- urður Már Einarsson og Stefán Kalmansson. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is BMW3 lína www.bmw.is Sheer Driving Pleasure Með bílinn handa þér Bíll á mynd: BMW 318i með 17” álfelgum og krómlistum. * BMW 318i kr. 3.790.000. Útborgun 30% eða kr. 1.137.000. Lán í 84 mánuði. Kr. 39.990* á mánuði. B&L - Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - Sími 575 1200 - www.bl.is Brúðkaupsblað Í BRÚÐKAUPSBLAÐI Morgun- blaðsins 9. mars síðastliðinn láðist að geta þess að ómerktar myndir með viðtali við Hildi Stefánsdóttur og Sigurgeir Kjartansson eru eftir Grétu Guðjónsdóttur ljósmyndara. Þá féll niður nafn ljósmyndastofu í viðtali við Freyju Gylfadóttur ljós- myndara, en það er STUDIO 101, Hrísateigi 47, www.studio101.is og freyja@studio101.is. Beðist er velvirðingar á mistök- unum. HHÍ og Íslandsspil hafa einkaleyfi til reksturs spilakassa VEGNA fréttar um einkaleyfi til reksturs spilakassa í blaðinu í gær skal tekið fram að þeir tveir aðilar sem hafa einkaleyfi á rekstri spila- kassa hérlendis eru annars vegar Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) og hins vegar Íslandsspil, sem eru í eigu Rauða kross Íslands, Lands- bjargar og SÁÁ. Háspenna ehf. annast vissulega rekstur spilakassa í spilasölum sam- kvæmt samningi við Happdrætti Háskóla Íslands, en er aðeins einn af 29 slíkum rekstaraðilum sem hafa umsjón með spilakössum samkvæmt samningi við HHÍ. Vaktstöð siglinga RANGLEGA var í blaðinu í gær sagt að það hefði verið Varðstöð sigl- inga sem gaf út siglingaviðvörun vegna þeirra fimm gáma sem féllu útbyrðis þegar Kársnes fékk á sig brotsjó út af Garðskaga. Hið rétta er vitanlega að það var Vaktstöð sigl- inga sem gaf út þessa viðvörun. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessum leiðu mistökum. LEIÐRÉTT FRÉTTIR ÍBÚAR, listamenn og vinnustaðir í Álafosskvos í Mosfellsbæ standa fyrir uppákomum í Kvosinni gest- um og gangandi til fróðleiks og yndisauka laugardaginn 17. mars kl. 14-17. Álfyssingar hafa sett saman fjölbreytta dagskrá.Meðal atriða má nefna að kl. 14 syngur Álafosskórinn nokkur lög. Kl. 15 verður Bjarki Bjarnason, sagn- fræðingur með leiðsögn um svæð- ið sem hefur að geyma merka iðn- og menningarsögu Mosfells- bæjar. Í Þrúðvangi standa Álfyssingar fyrir ljósmyndasýningunni „1920- 2007“. Leikfélagið M.A.S sér um kaffigallerí í Ásgarði þar sem handverk Ásgarðsmanna verður til sýnis og sölu. Í Þrúðvangi kynnir Mannræktarstöðin ATORKA starfsemi sína og verð- ur Guðrún Ólafsdóttir hómópati einnig til viðtals á sama stað. Uppákomur í Álafosskvos SAMTÖK hernaðarandstæðinga gangast fyrir opnum fundi laug- ardaginn 17. mars kl. 14. Tilefnið er fjögurra ára afmæli Íraksstríðs- ins og ræðumaður er Elías Dav- íðsson. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu Vinstri grænna, Hafn- arstræti 98. Meðal spurninga sem verða til umræðu, og fram koma í fréttatilkynningu, er hvort hryðju- verkaógnin sé raunveruleg og að hve miklu leyti hún sé sett á svið. Hryðjuverka- ógnin og Íraksstríðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.