Morgunblaðið - 16.03.2007, Side 50

Morgunblaðið - 16.03.2007, Side 50
50 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Yngri spilarar – Íslandsmót Íslandsmót yngri spilara í sveita- keppni verður haldið laugardaginn 17. mars í Síðumúla 37, húsnæði Bridgesambands Íslands. Ástæða er til þess að vekja athygli á því að mót þetta er haldið kepp- endum að kostnaðarlausu. Spilamennska hefst klukkan 11:00 og lýkur á milli sjö og átta um kvöld- ið en mótslok ráðast af þátttakenda- fjölda. Spiluð verða a.m.k. 60 spil. Nánara spilaform verður auglýst síðar. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 6. mars var spilað á 16 borðum. Meðalskor var 312. Úrslit urðu þessi í N/S Sæm. Björnss. – Albert Þorsteinss. 394 Sverrir Jónss. – Skarphéðinn Lýðsson 391 Ragnar Björnss. – Eysteinn Einarsson 369 Bjarnar Ingimars. – Friðrik Hermanns. 356 A/V Björn Björnss. – Haukur Guðmss. 391 Magnús Oddss. – Óli Gíslason 373 Ægir Ferdinantss. – Örn Sigfúss. 359 Ragnar Ásmunds. – Aðalheiður Torfad. 346 Föstudaginn 9. mars var spilað á 15 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S Sigurður Herlufs.– Steinmóður Einars. 379 Sæmundur Björnss. – Albert Þorsteinss. 370 Jón Hallgrímsson – Bjarni Þórarinss. 349 Jóhann Benediktss. – Pétur Antonsson 348 A/V Jens Karlsson – Eyjólfur Ólafsson 371 Magnús Oddsson – Óli Gíslason 360 Ólafur Ingvarss. – Þorsteinn Sveinss. 348 Bragi V. Björnsson – Guðrún Gestsd. 340 Tvímenningur á 10 borðum í Borgarfirði Mánudaginn 5. mars spiluðu borg- firðingar Mitchel-tvímenning á 10 borðum. Félagssvæðið er sífellt að stækka og nú heimsótti okkur Sig- urður Helgason í Hraunholtum í Kolbeinsstaðahreppi og stóð sig vel. Formaðurinn var í miklu stuði þetta kvöld og landaði sigri í N-S en Jói á Steinum og Kópakallinn og Karvel á Hýrumel og Ingimundur í Deildar- tungu fylgdu í kjölfarið. Borgnesing- arnir Guðjón og Guðmundur héldu áfram þar sem frá var horfið í sveita- keppninni og fengu risaskor í A-V. Magnús í Birkihlíð og Sveinn á Vatnshömrum skoruðu einnig vel en aðrir áttu slakan dag. Röðin varð annars sem hér segir í N-S Jón Eyjólfsson – Baldur Björnsson 59,5% Jóhann Oddss. – Eyjólfur Sigurjónss. 54,5% Karvel Karvelss. – Ingimundur Jónss. 52,3% A-V Guðjón Karlsson – Guðm.Arason 66,3% Magnús Magnúss. – Sveinn Hallgrss. 62,0% Lárus Pétursson – Sveinbj. Eyjólfss. 55,0% Þriðjudaginn 6. mars var haldinn nýliðabrids fyrir þá sem hafa verið á námskeiði hjá félaginu. Spilað var á fjórum borðum og var keppnin jöfn og spennandi. Af öðrum báru þær stöllur Björk Lárusdóttir og Hrönn Jónsdóttir en þær eru fæddar árið 1995. Tóku þær eldri spilara í nefið og aldrei að vita nema að hér séu meistarar framtíðarinnar. Úrslit urðu annars sem hér segir: Björk Lárusdóttir – Hrönn Jónsdóttir 51 Þórdís Arnardóttir – Kristrún Snorrad. 47 Bryndís Brynjólfsd. – Hrafnhildur Guðmd. 47 Guðm. Jóhannss.– Kolbrún Sveinsd. 45 Briddsdeild Breiðfirðingafélagsins Þriggja kvölda hraðsveitarkeppni briddsdeild Breiðfirðingafélagsins lauk Sunnudaginn 4/3 með öruggum sigri sveitar Unnars Atla. Ellefu sveitir tóku þátt. Röð efstu sveita var eftirfarandi: Unnar Guðmundsson – Jóhannes Guðmarsson – Haukur Guðbjarts- son – Sveinn Kristinsson 1787 Gunnar Guðmundsson – Sveinn Sveinsson – Sigurjóna Björgvins- dóttir – Karólína Sveinsdóttir 1702 Dúfa Ólafsdóttir – Siguróli Jó- hannsson – Hörður Einarsson – Benedikt Egilsson 1700 Lilja Kristjánsdóttir – Sigríður Gunnarsdóttir – Óskar Sigurðs- son—Kristín Óskarsdóttir 1682 Næstu sunnudagskvöld verður spilaður tvímenningur Spilað er í Breiðfirðingabúð Faxa- feni 14 á sunnudögum kl. 19. Bestir í Borgarfirði Sigurvegarar í aðalsveitakeppni Bridsfélags Borg- arfjarðar. Talið frá vinstri: Guðjón Karlsson, Guðmundur Arason, Sig- urður Már Einarsson og Stefán Kalmansson. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is BMW3 lína www.bmw.is Sheer Driving Pleasure Með bílinn handa þér Bíll á mynd: BMW 318i með 17” álfelgum og krómlistum. * BMW 318i kr. 3.790.000. Útborgun 30% eða kr. 1.137.000. Lán í 84 mánuði. Kr. 39.990* á mánuði. B&L - Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - Sími 575 1200 - www.bl.is Brúðkaupsblað Í BRÚÐKAUPSBLAÐI Morgun- blaðsins 9. mars síðastliðinn láðist að geta þess að ómerktar myndir með viðtali við Hildi Stefánsdóttur og Sigurgeir Kjartansson eru eftir Grétu Guðjónsdóttur ljósmyndara. Þá féll niður nafn ljósmyndastofu í viðtali við Freyju Gylfadóttur ljós- myndara, en það er STUDIO 101, Hrísateigi 47, www.studio101.is og freyja@studio101.is. Beðist er velvirðingar á mistök- unum. HHÍ og Íslandsspil hafa einkaleyfi til reksturs spilakassa VEGNA fréttar um einkaleyfi til reksturs spilakassa í blaðinu í gær skal tekið fram að þeir tveir aðilar sem hafa einkaleyfi á rekstri spila- kassa hérlendis eru annars vegar Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) og hins vegar Íslandsspil, sem eru í eigu Rauða kross Íslands, Lands- bjargar og SÁÁ. Háspenna ehf. annast vissulega rekstur spilakassa í spilasölum sam- kvæmt samningi við Happdrætti Háskóla Íslands, en er aðeins einn af 29 slíkum rekstaraðilum sem hafa umsjón með spilakössum samkvæmt samningi við HHÍ. Vaktstöð siglinga RANGLEGA var í blaðinu í gær sagt að það hefði verið Varðstöð sigl- inga sem gaf út siglingaviðvörun vegna þeirra fimm gáma sem féllu útbyrðis þegar Kársnes fékk á sig brotsjó út af Garðskaga. Hið rétta er vitanlega að það var Vaktstöð sigl- inga sem gaf út þessa viðvörun. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessum leiðu mistökum. LEIÐRÉTT FRÉTTIR ÍBÚAR, listamenn og vinnustaðir í Álafosskvos í Mosfellsbæ standa fyrir uppákomum í Kvosinni gest- um og gangandi til fróðleiks og yndisauka laugardaginn 17. mars kl. 14-17. Álfyssingar hafa sett saman fjölbreytta dagskrá.Meðal atriða má nefna að kl. 14 syngur Álafosskórinn nokkur lög. Kl. 15 verður Bjarki Bjarnason, sagn- fræðingur með leiðsögn um svæð- ið sem hefur að geyma merka iðn- og menningarsögu Mosfells- bæjar. Í Þrúðvangi standa Álfyssingar fyrir ljósmyndasýningunni „1920- 2007“. Leikfélagið M.A.S sér um kaffigallerí í Ásgarði þar sem handverk Ásgarðsmanna verður til sýnis og sölu. Í Þrúðvangi kynnir Mannræktarstöðin ATORKA starfsemi sína og verð- ur Guðrún Ólafsdóttir hómópati einnig til viðtals á sama stað. Uppákomur í Álafosskvos SAMTÖK hernaðarandstæðinga gangast fyrir opnum fundi laug- ardaginn 17. mars kl. 14. Tilefnið er fjögurra ára afmæli Íraksstríðs- ins og ræðumaður er Elías Dav- íðsson. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu Vinstri grænna, Hafn- arstræti 98. Meðal spurninga sem verða til umræðu, og fram koma í fréttatilkynningu, er hvort hryðju- verkaógnin sé raunveruleg og að hve miklu leyti hún sé sett á svið. Hryðjuverka- ógnin og Íraksstríðið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.