Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 34
FLESTIR landsmenn hafa átt langa samleið með Morgunblaðinu og þótt það séu að öllu jöfnu mjög skiptar skoðanir á efn- isvali og efnismeðferð Morgunblaðsins þá er blaðið ein af slag- æðum íslensks þjóð- félags og það skiptir öllu máli að blaðið hugsi vel um heilsu sína svo ekki sé hætta á stíflum og vanda- málum í sjálfu hjarta blaðsins, hjarta þjóð- arinnar. Morgunblaðið hefur haft og hefur algjöra sérstöðu meðal blaða á Íslandi og önnur blöð komast ekki með tærnar þar sem Mogginn hefur hælana þrátt fyrir að mörgum finnist að styrkur blaðsins hafi slaknað á undanförnum árum, styrkst í útliti en slaknað í ritstíl og sem ankeri í íslensku þjóðlífi. Í samtali fyrir skömmu við eldri konu sagðist hún hafa sagt upp Morgunblaðinu til þess að spara, en kvaðst sakna þess og þótt hún hefði þjálfað sig að sækja efni blaðsins á netinu og ekki síst minn- ingargreinarnar þá vantaði eitt- hvað, einhverja tilfinningu sem skildi eftir tómleika hjá henni og vanlíðan. Það er löngu vitað að gamli grófi dagblaðapappírinn gef- ur ákveðið jarðsamband, tilfinningu og svörun án þess að menn hugsi mikið út í það. Það er einnig ljóst að blað eins og Morgunblaðið er fé- lagi landsmanna þótt mönnum líki misvel við félagann eins og gengur. Alveg eins og Rík- isútvarpið, Rás 1, er einhver öflugasta menningarstofnun landsins með ótrúlega kröftugu og fjöl- breyttu efnisvali, þá er Morgunblaðið sá póst- ur sem landsmenn hafa löngum litið til, þess staðreyndabanka með fjölbreyttu efni. Það er eins og fólk þurfi að lesa sumt með eigin augum til þess að taka endanlega mark á því, sjá það svart á hvítu, prentað og klárt. Morg- unblaðið hefur með sanni verið kallað blað allra landsmanna, mál- þing og fleira og fleira en kannski lýsir ekk- ert Morgunblaðinu eins vel og það þegar sagt er að Morgunblaðið sé það sem allir vilja og þrá í daglegu lífi fólks sem hefur vonir og þrár. Morgunblaðið er félagsskapur. Morgunblaðið er félagsskapur fólks Árni Johnsen skrifar um Morgunblaðið Árni Johnsen » Það er einnigljóst að blað eins og Morg- unblaðið er fé- lagi landsmanna þótt mönnum líki misvel við félagann eins og gengur. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. 34 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞEGAR ég sé niðurstöður skoð- anakannana síðustu vikna og set þær í samhengi við það sem ég hlera í heita pott- inum, þá finn ég bæði meðbyr og mikinn stuðning við málstað Vinstri grænna. En sam- tímis hljómar ein- kennilegur barlóm- ur sem fyrst og fremst virðist hafa þann tilgang að finna höggstað á Samfylking- unni. Einkum er voli og væli ætl- að að rýra málstað Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Það verður að segjast einsog er að formaður Samfylkingarinnar hefur verið afar óheppinn með eigið ágæti síðustu misserin. Hæst hafa farið nokkrar setn- ingar og ótti við ákvarðanir. En einnig hefur óeining og sundrung innan fylkingarinnar látið á sér kræla. Það er einsog menn séu ennþá að sleikja sár eftir for- mannsslag og svo er einsog margur kratinn ætli aldrei að sætta sig við það að hafa fengið Ingibjörgu Sólrúnu í sæti þess sem ferðinni ræður. Maður hefur meira að segja orðið þess áskynja að dyggir stuðningsmenn Össurar hafi farið mikinn við að reyna að koma framboði Framtíðarlands- ins á koppinn. Hvað er ég að velta mér uppúr óförum Samfylkingarinnar? Á ég ekki bara að vera sáttur og sann- færður um að ágætt gengi míns flokks muni vara um aldur og ævi? Það hryllilegasta sem getur gerst er það að Framsókn fái nokkra þingmenn, því það gæti hugsanlega nægt helminga- skiptaveldinu til áframhaldandi stjórnarsetu. Þetta má ekki ger- ast. Og við sem teljum okkur vinstrimenn verðum að reyna með öllum hugsanlegum ráðum að tryggja það að slíku óláni verði afstýrt. Og hvernig högum við mál- flutningi okkar þá? Jú, við styðjum við bak þeirra sem við teljum að standi okkur næst. Við hjálpum þeim, jafnvel þótt þar finnist menn sem vilja að Hægri græna eða Framtíðatland fari í stjórn með Sjálfstæðisflokki eftir kosningar. Já, við eigum að styðja við þá sem standa okkur næst, jafnvel þótt margur samfylkingarmað- urinn telji Vinstrihreyfinguna – grænt framboð ekki vænsta kost- inn í stjórnarsamstarfi. Við styðjum þá sem standa okkur næst. Íhaldið mun gefa Framsókn pening í kosn- ingamaskínuna ef það má verða til þess að halda völdum. Og við vitum að Framsókn hikar ekki við að selja þjóðarsálina fyrir stjórnartauma. Þess vegna segi ég: Ágætu Íslendingar, ef þið ætl- ið ekki að kjósa Vinstrihreyf- inguna – grænt framboð, þá ætt- uð þið að velja næst besta kostinn – sem er Samfylkingin. Saman til sigurs Kristján Hreinsson skrifar um alþingiskosningar Höfundur er skáld. Vegna mikils aðstreymis að- sendra greina í aðdraganda al- þingiskosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosn- ingunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir lesendur og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosn- ingar. Alþingis- kosningar ÁGÚSTA Gunnarsdóttir, rit- ari stjórnar Blindrafélagins, rit- ar ágæta grein í Morgunblaðið mánudaginn 12. mars þar sem hún fjallar um stöðu mála innan íslenska menntakerfisins með tilliti til blindra og sjónskertra barna. Hún minnist á nýlega úttekt á menntunarmöguleikum sjón- skertra nemenda á Íslandi og hugmyndir sem fram koma í skýrslu sem nýlega var gefin út í kjölfar þeirrar úttektar. Í þeirri skýrslu, sem unnin var af breskum sérfræðingum, koma fram margar góðar ábendingar um hvernig móta megi bætta þjónustu fyrir sjónskerta innan menntakerfisins. Þessar niðurstöður voru kynntar menntamálaráðherra, heilbrigðisráðherra, borg- arstjóra og Sambandi íslenskra sveitarfélaga á góðum fundi 26. febrúar sl., en allir koma þessir aðilar að þjónustu við blinda og sjónskerta innan mennta- kerfisins. Ég ákvað strax að eiga frum- kvæði að því að hrinda af stað vinnu til að bregðast við til- lögum í framangreindri skýrslu Blindrafélagsins með því að stofna framkvæmdanefnd undir forystu menntamálaráðuneytis með fulltrúum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, fé- lagsmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Reykja- víkurborgar og tveimur fulltrú- um frá Blindrafélaginu. Meginhlutverk nefndarinnar verður að gera áætlun um og annast framkvæmd þeirra til- lagna skýrslunnar sem sam- ráðsaðilar eru samþykkir. Nefndin skal leggja áherslu á uppbyggingu menntakerfis fyrir sjónskerta á Íslandi með vel skilgreinda og samþætta þjón- ustu að leiðarljósi og virku sam- starfi á öllum stigum. Sér- staklega skal huga að ráðgjafarþjónustu, grunn- og sí- menntun starfsfólks og þróun námsgagna. Var bréf þessa efnis þar sem jafnframt var óskað eftir til- nefningum í nefndina sent út 6. mars sl. Ég stefni að því að hægt verði að skipa fram- kvæmdanefndina fyrir lok þessa mánaðar og mun leggja áherslu á að störfum hennar verði hrað- að eins og kostur er. Mennta- málaráðuneytið mun ráða verk- efnisstjóra til starfa með framkvæmdanefndinni en eins og nafnið gefur til kynna á hún að koma hlutum í verk. Um það erum við sammála. Ég vil þakka Blindrafélaginu það frumkvæði sem það hefur sýnt í málinu og þá góðu vinnu sem lögð hefur verið í tillög- urnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Menntamál sjón- skertra – Tími til að framkvæma Höfundur er menntamálaráðherra. TRÚBOÐ kennt við konsept (hugmyndalist) hefur lagst yfir löndin eins og farsótt. Upphafið var í Bandaríkjunum fyrir áratugum og hljóp þaðan út um víðan völl. Nú skyldi öll hefð í myndlist slegin af og var því kirfilega fylgt eftir og allt utan konsepts dæmt frá lífi. Nú felst mynd- listin helst í kjaftav- aðli og drasli sem kastað er á gólf. Myndlista- og handíðaskólinn var sleginn af eins og horgemlingur og nokkrir nemendur MHÍ sem hangið höfðu iðjulausir í nokkur ár ráðnir pró- fessorar. Hversu mik- ið og lengi er hægt að misbjóða þeirri nafn- bót. Dýrmæt tæki, vefstólar og smíðaverkstæði o.fl. var keyrt á hauga. Þeir hlífðu nokkrum hæg- indastólum af kennarastofu og hafa líklega hugsað sér að þeir myndu duga þeim vel í djúp- hugsun. Ráðnir voru prófessorar, próf- lausir, til skólans. En mér er spurn, hvað eiga þessir vesalings nemendur að gera eftir fjögurra ára setu í skóla sem þeir héldu með nokkrum rétti að væri kaffi- stofa og athvarf fyrir kaffi- samkvæmi? Þeir eru flestir of gamlir til að endurhæfing komi að gangi Maður heitir Einar Garibaldi, prófessor að nafnbót. Hann tók að sér að skipuleggja og hengja upp sýn- ingu á verkum Kjar- vals. Garibaldi hefur trúlega haft spurnir af hversu launfyndinn Kjarval var og það eitt getur gefið til kynna hversu hæðinn Kjarval var í fyndni sinni. Sýningarstjór- inn hengdi eina stóra mynd á vegginn þann- ig að bakhliðin sneri mót salnum. Þetta hefði málarinn Kjar- val aldrei gert. Þetta átakanlega vindhögg á ekkert skylt við kímni Kjarvals og Garibaldi getur ekki að því gert að hann er bjöllu- sauður, þrátt fyrir nafnbótina. Og svo er það aulaskapur þorra íslenskra myndlistarmanna. Allir meiriháttar sýningarsalir eru þeim lokaðir og þeir þora ekki að opna munninn af ótta við ónáð, sem þeir hafa reyndar uppskorið ásamt fyrirlitningu og eiga það kannski skilið. Frændur okkar Danir hafa komið á fót háværum mótmælum og tekið opinber listhús herfangi og sama mun upp á teningnum víðar. En þorri íslenskra lista- manna er bljúgir aular sem halda að ef þeir eru bara nógu þægir fái þeir um síðir umbun síns erfiðis. Hvílík sjálfsblekking, hvílíkur aulaskapur. Sjálfsblekking Kjartan Guðjónsson skrifar um myndlist og menningu »… þorri íslenskra listamanna er bljúgir aular … Kjartan Guðjónsson Höfundur er listmálari. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Í FRÉTTASKÝRINGU að- stoðarritstjóra Morgunblaðsins á forsíðu í gær var enn gerð til- raun til að gera umhverfisstefnu Samfylkingarinnar tortryggi- lega. Nú með því að segja að Samfylkingin hafi þagað um um- hverfismálin í eldhúsdags- umræðum. Það er í fyrsta lagi ekki rétt, í öðru lagi hefur enginn flokkur sett umhverfisstefnu sína fram á jafn skýran hátt og Sam- fylkingin og í þriðja lagi er því miður nauðsynlegt að tala um fleira. T.d. að 400–600 aldraðir séu í brýnni þörf fyrir hjúkr- unarheimili, að 900 aldraðir hjúkrunarsjúklingar deili her- bergi með öðrum og að heilu landshlutarnir hafi búið við nei- kvæðan hagvöxt árum saman en borgi þó verðbólguskatt og ok- urvexti. Fyrir utan fjölmarga ritstjórn- arpistla aðalritstjórans sem hafa haft sama tilgang var þó ámát- legasta pólitíska misnotkunin á „blaði allra landsmanna“ 23. febrúar sl. Þá var búin til frétt um ekki neitt í þeim eina sýni- lega tilgangi að grafa undan Samfylkingunni í umhverf- ismálum. Það var ekki nóg. Á sömu forsíðu lét ritstjórnin því gera útdrátt fréttar um utan- dagskrárumræðu þar sem máls- hefjandi, Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, togaði upp úr umhverfisráðherra og þingmanni Sjálfstæðisflokks- ins að eignarnám væri stjórn- valdslegt ofbeldi sem ekki væri við hæfi að beita við virkjanir í Þjórsá. Hvergi var minnst á frumkvæði Samfylkingarinnar, einarða afstöðu hennar til máls- ins eða flokkinn yfirhöfuð. Gefið var í skyn að umhverfisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins hefðu vakið máls á þessu af sérstökum áhuga á umhverf- ismálum. Samfylkingin hefur mótað skýra stefnu og komið með til- lögur að lausnum á einu erfiðasta deilumáli samtímans – tillögur sem allir ættu að geta sæst á en gefa þó engan afslátt af nátt- úruverndarsjónarmiðum. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur því miður hvorki stefnu né tillögur í um- hverfismálum. Eina græna við- leitni Sjálfstæðismanna eru til- raunir Morgunblaðsins til að mála fálkann grænan. Fyrir kosningar í fyrra málaði blaðið hann bleikan. Örvæntingarfullar tilraunir Morgunblaðsins til að breyta ránfuglinum bláa í skræpóttan páfagauk verða hvorki til að auka á trúverðugleika blaðsins né Sjálfstæðisflokksins. Að breyta „blaði allra lands- manna“ í flokksblað korteri fyrir kosningar er gamli tíminn. Ný kynslóð ritstjórnar á ekki að taka þátt í því, það er of mikið í hana og blaðið spunnið til þess. Flokk- ur sem þarf á slíkum vörnum að halda ætti líka kannski að fara í frí. Dofri Hermannsson Málgagnið Höfundur er varaborgarfulltrúi og framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.