Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Eftir Rósu Erlingsdóttur rosaerlings@gmail.com ENN bætist í hóp íslenskra útrásar- manna á Norðurlöndum. Í gær fór fram undirritun kaupsamnings um meirihlutakaup tveggja íslenskra fjárfesta á ferðaskrifstofunni Kilroy Travels International á Norður- bryggju í Kaupmannahöfn. Fréttarit- ari Morgunblaðsins hitti fjárfestana Arnar Þórisson og Þóri Kjartansson stuttu eftir að þeir gerðust meiri- hlutaeigendur í Kilroy, leiðandi ferða- skrifstofukeðju í Norður-Evrópu, sem rekur rætur sínar allt aftur til ársins 1946 er samtök norrænna stúdenta stofnuðu ferðaskrifstofu. Kilroy í núverandi mynd hefur verið starfandi síðan 1991. Fyrirtæki Arnars og Þóris, Íslensk fjárfesting ehf., eignaðist með kaup- unum í gær 53% hlut í fyrirtækinu en þeir hafa auk þess kauprétt á 20% til viðbótar. Straumur-Burðarás fjár- festingabanki var ráðgjafi kaupanda og fjármagnaði kaupin að hluta. Kaupverð var ekki gefið upp. Aðrir eigendur eru framkvæmdastjóri fé- lagsins, lykilstjórnendur og finnska fjárfestingafélagið HYY Group, fyrr- verandi aðaleigandi félagsins. Stjórn- endateymi Kilroy verður óbreytt eftir kaupin en á hluthafafundi í gær var ákveðið að Arnar tæki sæti stjórnar- formanns fyrirtækisins. Á Norðurlöndum og í Hollandi rek- ur Kilroy 25 ferðaskrifstofur. Aðal- markhópur fyrirtækisins hefur verið ungt fólk og stúdentar og sala á íþrótta-, tómstunda-, ævintýra- og tungumálaferðum hefur verið aðals- merki fyrirtækisins. Kilroy velti ríf- lega 12 milljörðum króna á síðasta ári og starfsmenn eru um 300 talsins. Þekkja vel til félagsins Eins og áður sagði eru Arnar og Þórir nýir fulltrúar íslenskra fjárfesta í útrásinni. Þeir kynntust um miðjan síðasta áratug er þeir lögðu stund á MBA-nám við IESE í Barcelona það- an sem þeir útskrifuðust árin 1995 og 1996. Arnar og Þórir stofnuðu árið 1999 fjárfestingafélagið Íslenska fjár- festingu og árið 2002 fasteignafélagið Íslenskar fasteignir. Arnar vann að námi loknu í nokkur ár í Evrópu og var um tíma einn af framkvæmda- stjórum Kilroy. Hann þekkir því mjög vel til félagsins en hefur þekk- ingu og áhuga á ferðamarkaðinum einnig frá flugfélaginu Air Atlanta þar sem hann vann í þrjú ár sem fjár- málastjóri. Þórir starfaði um tíma hjá Icelandair þannig að ferðabransinn er honum einnig vel kunnugur. „Við höfum mikla þekkingu á þess- um geira og trúum að það séu mikil vaxtartækifæri á ferðaþjónustumark- aði í Norður-Evrópu. Kilroy er mjög sterkt vörumerki á sínu markaðs- svæði og hefur á að skipa mjög hæf- um og reyndum stjórnendum,“ segja þeir. Aðspurðir hver hafi verið ástæða þess að þeir höfðu áhuga á þessum kaupum segja þeir að reynsla Arnars, þekking hans á fyrirtækinu og per- sónuleg tengsl við stjórnendur þess hafi skipt mestu máli. Arnar bætir því við að hann hafi haft afar jákvæða reynslu og sterkar tilfinningar til Kilroy og því hafi hann lagt kapp á að kaupin gengju eftir. Þess má geta að í lok síðasta árs höfðu eigendur Kilroy samþykkt til- boð frá sænsku ferðaskrifstofunni Ticket, sem er í aðaleigu Fons, en ekkert varð af þeim kaupum. Íslenskir fjárfestar eignast meirihluta í Kilroy Travels Með 25 ferðaskrifstofur á Norðurlöndunum og í Hollandi og 12 milljarða veltu Nýir útrásarvíkingar Þórir Kjartansson og Arnar Þórisson hjá Íslenskri fjárfestingu eru orðnir meirihlutaeigendur í Kilroy Travels. ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● HLUTABRÉF héldu áfram að lækka í verði í gær í Kauphöll Íslands. Úr- valsvísitalan lækkaði um 0,91% og endaði í 7.264 stigum. Mest lækk- uðu bréf Exista, eða um 4,5%, en sú lækkun er einkum rakin til arð- greiðslna eftir aðalfund. Bréf allra bankanna lækkuðu í verði, bréf Kaupþings mest, eða um 1,3%. Glitnir lækkaði um 1,1% og Lands- bankinn um 0,63%. Mest hækkun varð á bréfum Atlantic Petroleum, 2,98% og bréf Marels hækkuðu um 0,67%. Áfram lækkun á hluta- bréfum í kauphöllinni ● REFRESCO, sem er í meiri- hlutaeigu FL Group, Vífilfells og Kaupþings, hefur fest kaup á breska drykkjar- vöruframleiðand- anum Histogram. Eru þetta fyrstu kaup Refresco í Bretlandi en nýlega keypti fyrirtækið pólskan framleiðanda. Histogram er í Durham á norðausturhluta Eng- lands, stofnað árið 1999 þegar þá- verandi framkvæmdastjórn keypti það af Coca-Cola-fyrirtækinu. Velta Histogram nam 2,7 milljörðum króna á síðasta ári en fyrirtækið er einkum þekkt fyrir framleiðslu á ávaxtasafa. Refresco er með framleiðslu á 13 stöðum í Evrópu. Kaupa fyrrverandi Coca-Cola verksmiðju ● MICROSOFT á Íslandi hefur vottað Tölvutek sem samstarfsaðila með sérþekkingu á sviði netlausna. Sú vottun felur í sér að fyrirtækið hefur sannað hæfni sína í þróun, dreifingu og aðlögun lausna sem miðast að því að efla innri netverk fyrirtækja byggð á lausnum Microsoft. Í tilkynn- ingu frá Microsoft segir að Tölvutek sé ungt fyrirtæki á íslenskum tölvu- markaði, formlega stofnað í ágúst 2006. Fyrirtækið er dreifingaraðili vörumerkja á borð við GIGABYTE, OCZ og Creative og auk fyrrnefndrar vottunar hefur fyrirtækið fengið við- urkenningu sem „Microsoft Small Business Specialist“. Fyrsta verslun Tölvuteks var opnuð 15. desember á liðnu ári og hefur fyrirtækið vaxið hratt síðan en þar starfa nú 15 manns. Tölvutek fær vottun frá Microsoft á Íslandi ● STJÓRN Plast- prents hf. hefur ráðið Ólaf Stein- arsson sem for- stjóra félagsins í stað Sigurðar Braga Guð- mundssonar, sem hætti nýlega störfum. Ólafur er rekstrarfræð- ingur að mennt og hefur starfað áður Samskipum, Ísfelli og Hans Pet- ersen, að því er fram kemur í tilkynn- ingu. Ólafur er kvæntur Regínu I. Stein- grímsdóttur fjármálastjóra og eiga þau þrjú börn. Ólafur Steinarsson nýr yfir Plastprenti Ólafur Steinarsson AÐALFUNDUR Símans samþykkti í gær að fjarskiptanet fyrirtækisins verði skilið frá annarri starfsemi. Hafa hluthafar Símans samþykkt tillögu um að stofnað verði sérstakt móðurfélag, Skipti, sem á að skrá á markað fyrir lok þessa árs. Er skipting Símans liður í skipu- lagsbreytingu sem gengur út á að hver rekstrareining; þ.e. Síminn, fjarskiptanetið og fasteignir, verði rekin sem dótturfyrirtæki í eigu Skipta. Móðurfélagið mun ekki hafa annan rekstur með höndum en þann sem fylgir eignarhaldi á öðr- um félögum, og að koma fram fyrir samstæðuna sem samnefnari. Skipti hf. á nú 95% í Símanum, Mílu ehf. og Fasteignafélaginu Jörfa ehf. en 100% í öðrum félögum eins og ANZA, Tæknivörum, Radio- miðun, Síríus IT og SkjáEinum. Hluthafar Símans eignast hlutabréf í Skiptum og láta í staðinn 95% hlutabréfa sinna í Símanum yfir til Skipta. Eftir skiptinguna munu hluthafar til viðbótar við 95% eign sína í Skiptum eiga áfram 5% í Sím- anum, Mílu og Jörfa. Stærsta verkefni Símans í dag er þróun þriðju kynslóðar far- símakerfisins. Fjárfest hefur verið í tæknibúnaði frá Ericsson og vinnur Síminn nú að uppsetningu búnaðar- ins. Stefnt er að því að þriðju kyn- slóðar farsímakerfið verði komið í fullan rekstur í lok sumars, að því er kom fram í ræðu Lýðs Guð- mundssonar, stjórnarformanns Símans, á aðalfundinum í gær. Skipti á markað LANDSBANKINN og Wachovia, fjórði stærsti banki Bandaríkjanna, hafa handsalað samstarfssamning um eignatengd lán í Evrópu og N- Ameríku. Voru það deildir innan bankanna sem gerðu samkomulagið; annars vegar Landsbankinn Com- mercial Finance, sem er hluti af Lundúnaútibúi bankans, og Wach- ovia Capital Finance, sem var einn af þremur stærstu veitendum eigna- tengdra lána í N-Ameríku á síðasta ári. Samkvæmt samkomulaginu munu bankarnir beina viðskiptum hvor til annars. Sigurjón Þ. Árnason, banka- stjóri Landsbankans, segir að þessi samvinna geri báðum fyrirtækjum kleift að styðja betur við bakið á við- skiptavinum sínum þegar þeir sækja fram á nýja markaði. Sú þróun sé alls ráðandi að fyrirtæki og fjárfest- ingasjóðir starfi þvert á öll landa- mæri og því sé mikilvægt að fjár- málastofnanir geti veitt þjónustu og ráðgjöf sem víðast. Samvinna bank- anna auki þannig verðmæti þjónustu þeirra. Wachovia starfrækir bankaþjón- ustu um öll Bandaríkin og rekur 3.375 útibú, auk þess sem bankinn starfrækir tryggingafélag, hluta- bréfamiðlun, húsnæðislánaþjónustu og fleira. Þá starfar bankinn í meira en 40 löndum og heildareignir Wach- ovia námu 707 milljörðum dollara í árslok 2006, 50.760 milljörðum kr. Lánasamstarf við Wachovia Samstarf Þeir innsigluðu samstarfið, f.v.: Bill Davis og Wayne Ehgoetz frá Wachovia og Brent Osborne, Sigurjón Þ. Árnason og Lárus Welding frá LÍ. SÍÐASTA ár kom ágætlega út í rekstri Norræna fjárfestingabank- ans, NIB, sem Ísland á aðild að sem kunnugt er. Í tilkynningu til kaup- hallar kemur m.a. fram að lán til fjármögnunar vatnsafls- og jarð- gufuverkefna hér á landi hafi tvö- faldast árið 2006 frá árinu áður. Hreinar vaxtatekjur NIB námu 179 milljónum evra, sem er 6% aukning milli ára. Ástæðan fyrir aukningunni er sögð stækkandi efnahagsreikningur. Hagnaður bankans nam 137 milljónum evra (12 milljarðar kr.) en var 165 millj- ónir evra árið áður. Minni hagn- aður kemur til af breytingum á markaðsverðmæti skuldabréfa sem lækkaði vegna hækkunar á vöxtum á alþjóðamarkaði. Stjórn bankans lagði til að 50 milljóna evra arður yrði greiddur aðildarríkjum bank- ans, eða um 4,4 milljarðar króna. Tvöföldun á orkulánum , - . /01  # "# $ $ * * 23 !4 " ! $ $" * * ! 5 674&8 # "" $"! $ * * 67498( ,  ! "! $ $"" * * : 34 1 &;<&   "" %# $ * *           ! " #$%& '(() "# $   +18( !  & 8( !(  8( !  0 & 0= !& & 8(   & 8( >& 8( ? 8( @(3 (A 'B - 9  C'? 8( > -? B -8( 7  8( 7&   8&8(  " D $D(?8( E8( % & #'(  3F 8(  ' & 8( :  - & @&-'8( :  - & 8( ,G8 $8( 674! 2 H8( 2H''' ""8( "8( ) &  D(A '" -( " ! '*  @ -8( @  "$ 8( +    " !     #  ! " "  " "# "     "  " "                                           )+ + ) 5) + ) +)1 +)1 I)1 +) )  ) )1 1) 1)1 I)+ 5) )+ )51 )  ) +) ) 1) 5 ) 5)+ ) 1 ) )5 @ -  "  - ' 2?&"J&- ' 9    15 5  +    515   555 1 +5  1+ 5II 1 5 ++ 51I   5 1 +I +I   555  1  1  +5I   5 1I++ 5I1 + 1+  I 15   51     +1 1     )+ + ) 5)+ + ) +)1 +)5 I)1 +) )  II ) )  1) 1)5 I)+  )1 )+ )51 ) +)I1 +)  1) 5   ) 1 )  )+5 +I) 5)5 +1) +)11 +)I I) +) )I ) )5 1)1 1)+ I)  1) ) )5 )  )1   1) + )1    ) " J% !2@L!8'  $- "     + + +1 II + 5 + 1I  +  5       J"  " "
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.