Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hanna Helga-dóttir fæddist í Reykjavík 2. sept- ember 1928. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 9. mars sl. Foreldrar hennar voru hjónin Helgi Björgvin Björnsson, póstmaður í Reykja- vík, f. 23. maí 1898, d. 28. júní 1986, og Sigrún María Eiríks- dóttir húsmóðir, f. 12. júlí 1888, d. 16. mars 1956. Hanna var einkabarn þeirra. Hinn 17. mars 1951 giftist Hanna Ásmundi J. Ásmundssyni, bókara hjá Sindra-Stáli, f. 23. júlí 1919. Hann lést 28. mars 1991. Foreldrar hans voru Ásmundur Sigurðsson frá Vallá á Kjalarnesi, f. 12. sept- ember 1868, d. 31. janúar 1919, og kona hans Kristín J. Þorleifsdóttir, f. 17. júlí 1887, d. 10. febrúar 1973. Börn Hönnu og Ásmundar eru Sig- ember 1949. Börn hennar eru Elín, f. 7. ágúst 1969, og Hjalti Parelius, f. 25. maí 1979. Sonur Elínar er Davíð, f. 24. ágúst 1992. Synir Hjalta eru Eyþór Atli, f. 8. maí 2001, og Benedikt Eysteinn, f. 30. nóvember 2002. Ásmundur og Hanna stofnuðu fyrst heimili í Hátúni 47. Síðar byggðu þau húsið í Stigahlíð 59 og bjuggu þar til ársins 1990. Frá 1991 bjó Hanna í Ásholti 2 í Reykjavík. Hanna ólst upp hjá foreldrum sínum við Reykjavíkurveg í Skerja- firði. Hún gekk í Miðbæjarskólann og síðan í Verslunarskólann. Þaðan lauk hún verslunarprófi árið 1946. Sama ár hóf hún störf á skrifstofu Ríkisspítalanna. Eftir að Hanna og Ásmundur stofnuðu heimili var Hanna heimavinnandi í 15 ár en sneri þá aftur til starfa á skrifstofu Ríkisspítalanna og starfaði sem fulltrúi í tæknideild um 25 ára skeið, til starfsloka 1998. Hanna var félagslynd og varð vel til vina. Auk þess að vera meðlimur í Kvenfélaginu Hringnum tók hún virkan þátt í margvíslegri fé- lagsstarfsemi. Útför Hönnu verður gerð frá Bú- staðakirkju kl. 13 í dag. rún, iðjuþjálfi á Akra- nesi, f. 17. desember 1951, gift Guðbjarti Hannessyni skóla- stjóra, f. 3. júní 1950, Helgi, myndlist- armaður í Reykjavík, f. 13. maí 1956, Ás- mundur Páll, vef- hönnuður í New York, f. 20. febrúar 1959, og Magnús Þór, framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 8. jan- úar 1963, kvæntur Soffíu Guðrúnu Brandsdóttur snyrtifræðingi, f. 4. janúar 1968. Dætur Sigrúnar og Guðbjarts eru Birna, f. 6. júní 1978 og Hanna María, f. 1. janúar 1988. Synir Magnúsar og Soffíu eru Ás- mundur Hrafn, f. 2. desember 1995, og Sveinbjörn Fróði, f. 31. maí 2003. Dóttir Soffíu og fóst- urdóttir Magnúsar er Sunna María, f. 30. maí 1985. Ásmundur áttir fyr- ir dótturina Ragnhildi, rekstr- arstjóra í Reykjavík, f. 20. sept- Það er áfall fyrir fjölskylduna þeg- ar miðpunkturinn og sú sem bindur hana saman fellur frá. Söknuðurinn er mikill og tilveran er breytt. Á hverjum degi rekumst við á eitthvað sem nú er öðruvísi. Börnin okkar áttu athvarf hjá ömmu sinni sem líka naut þess að um- gangast þau og útbjó allt með þeim hætti að ævintýri var að koma til ömmu. Best þótti þeim að hafa ömmu út af fyrir sig og við foreldrarnir átt- um helst að skreppa, lengi. Það voru búin til spil og leikir og öll smáatriði voru á sínum stað. Það var líka stolist til að kaupa nammi og ís og kexið og rúsínurnar voru alltaf á sínum stað, í krukkunni í neðstu skúffunni, einmitt þar sem börn ná til. Það voru allir litlu hlutirnir sem voru svo skemmtilegir, sniðugar gjafir, fallegur texti á korti, horfa saman á fjölskyldumynd, fá putta hjá ömmu og svo mætti lengi telja. Mamma reyndist okkur fjölskyld- unni afar vel og við hefðum viljað hafa hana lengur hjá okkur. Við hlökkuð- um til þess að hún flytti í hverfið okk- ar, eins og til stóð, til að vera í göngu- færi. Við fórum í ógleymanlegt sumarfrí saman á síðasta ári og við áttum eftir að fara í fleiri. Við ætl- uðum að halda upp á stórafmæli mömmu með stórfjölskylduferð til Ítalíu. Það verður ekki en við yljum okkur við allar góðu minningarnar. Elsku mamma og amma, þú verður alltaf í hjörtunum okkar. Í djúpi míns hjarta er örlítið leynihólf innst, sem opnast af skyndingu, þegar mig varir minnst og hugskotsins auga með undrun og fögnuði sér eitt andartak birtast þar mynd síðan forðum af þér. (Jón Helgason) Magnús Þór, Soffía, Sunna María, Ásmundur Hrafn og Sveinbjörn Fróði Það var mikið áfall að sjá Hönnu tengdamóður mína láta undan í stuttri sjúkdómsbaráttu við vægðar- lausan sjúkdóm. Nær þrjátíu og fimm ára vinátta lifir í minningunni. Minn- ingar um glæsilega vel menntaða konu, sem sinnti lengst af starfi utan heimilis um leið og hún bjó fjölskyldu sinni gott heimili, heimili þar sem ávallt var gott að dvelja. Á heimilinu ríkti líf og gleði, þar sem Hanna og Ásmundur tóku virkan þátt í lífi barna sinna. Hanna stýrði hlutunum af alúð og festu. Mér var sérlega vel tekið á heimilinu og ég varð strax einn af fjölskyldunni, þegar ég fór að venja komur mínar í heimsókn til dótturinn- ar í Stigahlíðinni. Þó ég kæmi seint og færi snemma fyrstu dagana þá fylgd- ist Hanna vel með öllu og gerði grín að okkur Sigrúnu síðar. Við sem héld- um að við hefðum komist óséð inn í norðurherbergið. Hanna var ætíð vakandi og sofandi yfir börnum sín- um. Samheldni, hlýja og glæsileiki einkenndu heimili Hönnu og Ás- mundar alla tíð. Mér eru ógleyman- legar samverustundirnar í Stigahlíð- inni, sunnudagsmáltíðirnar, spjallið við Helga Björgvin föður Hönnu, jóla- haldið, sumardagarnir í garðinum og ýmis ferðalög sem við fórum saman. Lífið tók stakkaskiptum þegar Hanna og Ásmundur fluttu í Ásholtið, þar sem Ásmundur féll frá skömmu síðar. Þrátt fyrir áfallið tókst Hönnu að skapa áfram fallegt heimili, fullt af hlýju og ástúð. Hanna sinnti fjöl- skyldunni, og þá ekki hvað síst barna- börnunum, af mikilli ánægju og ein- stakri natni. Gistinætur þeirra hjá Hönnu, þar sem kúrt var við sjón- varpið, spilað eða púslað, eru þeim ógleymanlegar. Þá voru spjallkvöldin okkar ómetanleg, þar sem við rædd- um um heimsmálin, pólitík, lífið og til- veruna. Við vorum ekki alltaf sam- mála um þjóðmálin en gagnkvæm virðing ríkti á milli okkar og aldrei bara skugga á okkar stundir saman. Það er erfitt að hugsa sér lífið án Hönnu. Við munum sakna fjölskyldu- veislunnar á annan jóladag í Ásholt- inu, laufabrauðsbakstursins, ára- mótagleðinnar og páskanna á Skaganum. Hanna vann lengst af á skrifstofum ríkisspítalanna, sinnti starfi sínu vel sem og öllum þeim verkum sem henni voru falin. Hún var vinamörg og ætt- rækin. Hún rækti sérlega vel vináttu við mágkonur sínar og var einstak- lega nærgætin og umhyggjusöm í öllu sem hún gerði. Þá voru vikulegir saumaklúbbsfundir vinkvennanna úr Versló einstakir. Missir fjölskyldunnar er mikill, ekkert okkar var undirbúið undir svo skjótan endi, en þakklætið fyrir ómet- anlegar samverustundir og fyrir allt sem Hanna gaf okkur, mun hjálpa okkur í sorginni og veita okkur styrk. Við munum varðveita minninguna um frábæra konu. Guðbjartur Hannesson. Nú er hún elsku amma farin frá okkur, alltof snemma finnst mér. Maður átti alls ekki von á að þurfa að kveðja hana svona fljótt. Amma var nefnilega alltaf svo ungleg, hress og nútímaleg. En alvarleg veikindi gera ekki boð á undan sér. Ásholtið hjá ömmu var fastur punktur í samskiptum fjölskyldunn- ar. Það var alltaf gott að koma í heim- sókn til ömmu. Ekkert mál að droppa inn bara til að spjalla um allt og ekk- ert og iðulega drógust samræður okk- ar fram á nótt þar sem við vorum báð- ar nátthrafnar. Það var líka voða gott að koma til ömmu til að hvíla sig frá lestrinum en hún fylgdist alltaf mjög vel með mér í náminu, var stolt og hvatti mig áfram. Það gerði hún líka í íþróttum, vinnu og öðru sem maður tók sér fyrir hendur. Við fórum reglulega saman á kaffi- hús, bíó og Laugavegsrölt þar sem amma vildi ólm vita hvað væri móðins hjá unga fólkinu á hverjum tíma. Hún var mjög nýjungagjörn og til í prófa nýja hluti. Þegar maður kom t.d. með taílenskan eða indverskan mat sem henni fannst ekki góður þá sagði hún gjarnan „ansi er þetta sniðugt“. Á unglingsárunum komu ég og vin- konur mínar í „borgarferðir“ frá Akranesi og þá tók amma að sér að vera gestgjafi, skutla okkur og dekra við okkur, það er mjög eftirminnilegt. Einnig fékk maður að gista ófár helg- ar á badmintonmótum. Á mínum yngri árum bjuggu amma og afi í Stigahlíðinni. Það var algjör paradís fyrir litla stelpu. Þar var hægt að fara á handahlaupum í stof- unni, leggja undir sig heilu herbergin í búðaleik með snyrtivörukössum sem amma geymdi fyrir mann. Krikket og badminton í garðinum með afa og draugaleikir í kjallaranum. Einnig er eftirminnilegt þegar ég og Hjalti frændi minn vorum í pössun og ætl- uðum aldeilis að standa okkur vel og koma ömmu og afa á óvart með morg- unmat í rúmið. Það tókst okkur ræki- lega þegar við færðum þeim rótsterkt kaffi og rúgbrauð með kindakæfu um miðja nótt. Eins og ömmu var von og vísa lék hún leikinn til enda og þóttist borða af bestu lyst. Ég á eftir að sakna ömmu óend- anlega mikið. Það verður aldrei neitt eins aftur og tómarúmið stórt. Ég vona bara að henni líði vel núna með Ása afa. Bless, elsku amma mín. Þín Birna. Ég trúi varla ennþá að amma Hanna sé farin frá mér. Allt gerðist svo hratt og allt í einu var komið að kveðjustund, mun fyrr en okkur óraði fyrir. Amma sparaði ekki fallegu hug- hreystandi orðin til okkar allra sein- ustu mánuði þegar við vissum í hvað stefndi. Það reyndi á að vera á Akra- nesi en ekki hjá ömmu, en ég kíkti eins oft suður og ég gat og við áttum margar ógleymanlegar stundir sam- an þar sem við bæði hlógum, grétum og spjölluðum saman. Þegar ég var yngri sóttist ég eftir að gista heilu helgarnar hjá ömmu Hönnu í Ásholtinu. Þá áttum við góð- ar stundir saman og fórum í ýmsa leiki sem við bjuggum til og vorum í þeim tímunum saman. Við spiluðum líka á spil, sem voru reyndar oft með ansi frumlegum reglum, reglum sem gerðu það að verkum að við veltumst um af hlátri saman. Ég og Sunna María frænka lékum okkur mikið saman í Ásholtinu og amma fylgdist með okkur. Síðan skriðum við allar upp í hjónarúmið þar sem ég fékk að vera í miðjunni og við völdum sögu sem amma las. Við amma byrjuðum líka snemma að fara saman á kaffihús og fengum okkur kakó og alltaf var jafn huggulegt hjá okkur. Amma var alltaf hjá okkur á Akra- nesi á áramótunum en þá var ég búin að raða jólagjöfunum mínum upp og hélt sýningu með tilheyrandi sýning- arskrá og skemmtiatriðum og amma hafði alltaf jafn gaman af. Þegar ég varð unglingur minnkuðu nú leikirnir en við spjölluðum oft fram á nótt. Ég gat talað um allt við ömmu og alltaf hafði hún jafn mikinn áhuga. Hún fylgdist vel með öllu sem var að ger- ast hjá mér og það var alltaf gaman að segja ömmu frá þegar mér gekk vel, hvort sem það var í badmintoninu eða í skólanum. Hún studdi mig alltaf og var rosalega stolt af mér. Þegar ég þreyttur unglingurinn kom til hennar þá lögðum við okkur stundum og nut- um þess að hafa það gott og hvíla okk- ur saman. Hún sagði að ég hefði góða nærveru sem hún hafði nú ekki síður. Ég finn fyrir svo miklu tómarúmi og það á eftir að verða skrýtið að geta ekki farið til ömmu í Ásholtið. Það er svo margt sem við áttum eftir að upp- lifa saman og það er erfitt að ímynda sér áframhaldið án þín, en góðar minningar eiga alltaf eftir að fylgja mér. Ég er mjög stolt og ánægð með að bera Hönnu-nafnið þitt áfram og á eftir að sakna þín svo ótrúlega mikið, elsku amma mín. Þín, Hanna María Ég kynntist Hönnu Helgadóttur þegar ég hóf störf á tæknideild Rík- isspítalanna fyrir uþb. aldarfjórðungi. Hún tók einstaklega vel á móti mér og milli okkar tókst mikil og djúp vin- átta, sem hefur haldist æ síðan. Hef ég oft hugsað til þess síðan, hve mik- ilvæg Hanna var mér og öðrum, sem með henni unnu, vegna þess hve örlát hún var á hlýju sína og hvatningu, greiðvikni og frábæra kímnigáfu. Hún setti mikinn svip á vinnustað okkar, fáguð í öllu fasi og framgöngu, en Hanna var einstaklega myndarleg kona og yfir henni var ákveðinn tign- arleiki og reisn. Á seinni árum höfum við nokkrar fyrrverandi samstarfskonur haldið vinahópinn og spannar aldur hópsins frá fertugu til rúmlega áttræðs. Alltaf hefur verið mikið hlegið og aldurs- munurinn horfið þegar við hittumst. Við nutum þess að hlusta á Hönnu segja frá, í sínum skemmtilega frá- sagnarstíl, með sinni einstöku kímni- gáfu og skemmtilegu sýn á lífið, en nú er stórt skarð höggvið í okkar hóp. Ég minnist eiginmanns Hönnu, Ás- mundar heitins, sem var einstakur heiðursmaður. Börn þeirra bera ást og virðingu foreldra sinna fagurt vitni. Votta ég þeim og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Hönnu, þessari einstak- lega vönduðu konu og fyrir þau já- kvæðu áhrif og ánægjulegu minning- ar, sem ég uppskar af okkar kynnum. Ég bið Guð að blessa minningu Hönnu Helgadóttur. Karólína Guðmundsdóttir. Nú þegar komið er að leiðarlokum langar okkur með örfáum orðum að minnast Hönnu Helgadóttur, vinkonu okkar og fyrrum samstarfsfélaga á skrifstofu Ríkisspítala. Það fyrsta sem kemur upp í hug- ann er mynd af glæsilegri konu sem vakti athygli hvar sem hún fór. Það var eitthvað tignarlegt við þessa háu, grönnu og hnarreistu konu sem alltaf var svo vel til höfð. Aftur kemur upp í hugann mynd af Hönnu þar sem hún situr við skrif- borðið sitt yfirveguð og hlý, en samt svo glettin að segja sögur. Við velt- umst um af hlátri. Hún hafði einstakt lag á að sjá spaugilegar hliðar á dag- lega lífinu, frásagnarhæfileiki hennar og leikræn tjáning voru með eindæm- um. Hún var efni í frábæra leikkonu. Minningin um ógleymanlegar sam- verustundir með Hönnu á skrifstof- unni yljar okkur nú. Hanna var mikill fagurkeri, heimili hennar bar þess glöggt merki, allt svo fágað, smekklegt og vel ígrundað. Þá var hún höfðingi heim að sækja, hvort heldur hún bauð okkur vinnufélögun- um heim í Ásholtið í hádegis-brunch eða þegar eitthvað meira stóð til. Undanfarin ár höfum við fyrrum samstarfskonur á Ríkisspítölum hist reglulega. Skemmtilegar konur á öll- um aldri. Hanna var næstelst í hópn- um og u.þ.b. þrjátíu árum eldri en við sem þetta skrifum, þrátt fyrir það vorum við jafnöldrur. Á vorin, haustin og jafnvel fyrir jólin dregur jafnan til tíðinda, þá hefur „stóri hópurinn“, með Glúntrasystur innanborðs, hist og átt saman notalega stund. Þá hefur minni hópurinn hist þess utan, gjarn- an í heimahúsi og átt saman skemmti- lega kvöldstund. Það er alltaf til- hlökkunarefni að hittast, endur- fundirnir alltaf jafn ljúfir. Þegar stóri hópurinn hittist síðast um miðjan des- ember sl. boðaði Hanna forföll, náin frænka hafði kvatt. Kannski var hún að undirbúa hópinn fyrir það sem koma skyldi? Þegar við hittumst í vor verður Hanna vinkona okkar enn fjarri góðu gamni. Við munum sakna hennar. Ástvinum Hönnu sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur, við vitum að missir þeirra er mikill. Guðrún og Hrönn. Fyrir tæplega 65 árum hófu mörg ungmenni nám í undirbúningsdeild Verslunarskóla Íslands, ein af þeim var Hanna. Þetta var í gamla Versl- unarskólahúsinu við Grundarstíg. Ári seinna hófst hið eiginlega nám í Versl- unarskólanum og síðan þá hafa leiðir okkar legið saman. Við stofnuðum saumaklúbb þegar við vorum í fjórða bekk og upp frá því höfum við hist vikulega á mánudagskvöldi í öll þessi ár. Við vinkonurnar viljum með örfá- um orðum votta Hönnu virðingu okk- ar og þakklæti fyrir órofa tryggð og vináttu. Mánudagskvöldin voru okkar kvöld og fátt gat hindrað að við mætt- um ekki allar, segja má að klúbburinn hafi verið eins konar ventill fyrir amstur hins hversdagslega lífs. Þar ríkti fyrst og fremst gleði og mikið var oft hlegið. Þó komu tímar þar sem sorgin kvaddi dyra og einhver þurfti á huggun að halda. Nú finnst okkur klúbburinn okkar aldrei verða samur þegar Hönnu vantar, hún skilur eftir sig stórt skarð sem aldrei verður fyllt. Sautjánda mars 1951 giftist Hanna Ásmundi Ásmundssyni, öðling- smanni. Þau voru alla tíð samstiga í lífinu og sköpuðu sér og börnum sín- um fallegt og hlýlegt heimili, þangað var alltaf notalegt að koma. Ásmund- ur andaðist 28. mars 1991. Hanna var glæsileg kona sem sóp- aði að, hún var mörgum góðum hæfi- leikum gædd, sérlega vel ritfær skrif- aði m.a. frábærar lýsingar á ferða- lögum okkar og var kjörin til að taka til máls fyrir hönd okkar við ýmis tækifæri. Þá var hún driffjöðrin í því að gömlu skólafélagarnir hittust til að gleðjast og rifja upp gamlar minning- ar. Hanna hafði marga listræna hæfi- leika, sem komu m.a. fram í fallega heimilinu þeirra, þar sem allt bar vott um natni hennar og fágaðan smekk. Það var alltaf gaman að koma í klúbb til Hönnu, þar kom manni oft eitthvað á óvart, fallegt blóm í vasa matborðið svo listilega skreytt og allt var svo „Hönnulegt“. Nú er komið að kveðjustund sem okkur gat ekki órað fyrir að bæri svo brátt að. Að baki eru margar ógleym- anlegar samverustundir bæði í gleði og sorg. Við getum vart hugsað okkur klúbbinn okkar án hennar. Við mun- um sakna hennar sárt, en sárastur er þó söknuðurinn hjá börnum hennar, tengdabörnum og barnabörnum, meðal þeirra var Hanna alltaf mið- punkturinn. Við vottum fjölskyldu hennar okk- ar dýpstu samúð, megi guð veita þeim styrk. Valdís, Guðrún, Ingunn, Sigrún. Elsku amma mín, það er svo sárt að þú sért farin frá okkur. Eftir standa ótal margar minningar sem ég mun varðveita um ókomna tíð. Ég var svo heppin að fá að kynnast þér og eiga þig sem ömmu, í mínum augum varst þú og verður alltaf besta amma í heimi. Það var alltaf svo gott að koma í Ás- holtið í pössun, það var svo notalegt hjá okkur, hvort sem við vorum að spila rommý eða lesa ævintýri. Þú hafðir einstakt lag á að láta manni líða vel og þó að maður hætti að koma í pössun var alltaf svo gott að hitta þig og spjalla. Þú tókst alltaf svo vel á móti manni og kvaddir mann með fal- legum orðum. Ég á eftir að sakna þess að fá ekki fleiri kort frá þér þar sem þú skrifar með þinni fallegu skrift „ljósið mitt“. Ég kveð þig með miklum söknuði en er jafnframt þakklát fyrir að hafa kynnst þér elsku amma mín. Þú varst alltaf svo ynd- isleg og glæsileg. Sunna María. Hanna Helgadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.