Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ALÞINGI
Undarlegt ástand
FYRRI hluta gærdagsins var und-
arlegt ástand á Alþingi. Þetta átti að
vera síðasti starfsdagurinn en um 80
mál voru á dagskrá og þegar klukkan
var langt gengin í fimm var enn verið
að ræða 21. dagskrármálið, sauðfjár-
samningana, sem jafnframt voru
fyrsta málið sem var rætt, því tuttugu
fyrstu voru atkvæðagreiðslur. Ljóst
var að stjórnarandstæðingar voru
ákveðnir í að flýta sér hægt meðan
samningar höfðu ekki náðst um
hvaða mál yrðu kláruð fyrir þinglok.
Eiginlega má segja að stjórnarand-
staðan geti á svona stundum haldið
þinginu í gíslingu því ekki er hægt að
afgreiða tugi mála með hraði nema
vilji allra sé fyrir hendi.
Tvíeyki á hlaupum
ÞINGMENN, og kannski ekki síst
fjölmiðlamenn, biðu jafnframt í ofvæni
eftir niðurstöðu sérnefndar um stjórn-
arskrármál. Það jók enn á spennuna
þegar sást til formanns og varafor-
manns sérnefndarinnar, Birgis Ár-
mannssonar og Guðjóns Ólafs Jóns-
sonar á hlaupum um húsið. Fundi var
síðan frestað kl. 17 til að sérnefnd
um stjórnarskrármál gæti komið sam-
an. Niðurstaðan, að málið færi ekki
lengra á þessu þingi, kom fáum á
óvart enda var engin lending í sjón-
máli og þinghald hefði dregist mjög á
langinn ef ná ætti frumvarpinu í gegn.
Götóttur þingfundur
SEINNI partinn og fram á kvöld var
þingfundurinn heldur götóttur enda
þurfti að fresta fundi meðan aðrir
fundir stóðu yfir, s.s. fundur sér-
nefndar og samráðsfundir þingflokks-
formanna. Atkvæðagreiðslur geta að-
eins farið fram í upphafi fundar og því
þarf að slíta fundi og setja á ný áður
en atkvæði eru greidd. Þegar það var
gert í gærkvöld notuðu þingmenn
tækifærið og ræddu um auðlinda-
frumvarpið undir liðnum störf þings-
ins, sem jafnframt er aðeins leyfilegt í
upphafi fundar.
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
„ÉG TRÚI því og treysti að tími að-
gerða sé kominn, að menn bretti upp
ermarnar, og innan tíðar stofnum við
þekkingarmiðstöð til að sinna blind-
um og sjónskertum nemendum í
skólakerfinu,“ sagði Halldór Sævar
Guðbergsson, formaður Blindra-
félagsins, að loknum umræðum á Al-
þingi um menntamál blindra og sjón-
skertra.
Halldór var í þrjátíu manna hópi
sem fylgdist með umræðunum af
þingpöllum. Hann sagðist ánægður
með þann velvilja sem kom fram hjá
þingmönnum. Stofnun þekkingar-
miðstöðvar væri sérlega mikilvæg til
að sérhæfð þekking á kennslu
blindra og sjónskertra barna væri
samankomin á einum stað.
Málshefjandi var Helgi Hjörvar,
þingmaður Samfylkingarinnar, en
hann vakti athygli á að starfshópur
sem skilaði af sér í ágúst 2004 hefði
lagt til stofnun þekkingarmiðstöðv-
ar. Nú væru þrjú skólaár liðin en
ekkert hefði gerst.
Foreldrar flýja land
„Aðeins einn ráðgjafi sinnir ráð-
gjöf við kennara um hvernig kenna
skuli um eitt hundrað blindum og
sjónskertum nemendum á öllum
skólastigum,“ sagði Helgi og bætti
við að ástandið væri svo slæmt að
hér birtust viðtöl við foreldra blindra
barna sem sæju ástæðu til að flytjast
til útlanda til að tryggja börnum sín-
um almennilega menntun.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra sagði góðan
vilja fyrir hendi til að bæta úr þessu
en að hann þyrfti að vera til staðar
hjá mörgum aðilum, t.d. hjá ráðu-
neytum og sveitarfélögum. Hún
hefði ákveðið að grípa þennan góða
vilja, m.a. í samráði við Blindrafélag-
ið, og koma á fót framkvæmdahópi
sem hefur það hlutverk að setja
byggingu þekkingarmiðstöðvar í far-
veg. „Blindir, eins og allir aðrir í
samfélaginu, eiga að fá sína mennt-
un,“ sagði Þorgerður.
Stjórnarandstöðuþingmenn voru
misánægðir með að svarið skyldi fela
í sér „enn einn starfshópinn“. „Hér
þarf aðgerðir og það strax,“ sagði
Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður
Vinstri grænna, og rifjaði einnig upp
táknmálsfrumvarpið sem ekki er
komið út úr nefnd.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hlustað af þingpöllum Blindir og sjónskertir vilja að byggð verði þekkingarmiðstöð.
Blindir og sjónskertir
fjölmenntu á þingpalla
Menntamálaráðherra ætlar að skipa framkvæmdahóp
Magnús Stefánsson | 14. mars
Flensa og stress
Læknar hafa þá skýr-
ingu helsta á því sem
kom upp hjá mér í ræðu-
stóli Alþingis 8. mars sl.
að samfara langvarandi
álagi og streitu var að
hellast í mig inflúensa, það hafi vald-
ið vanlíðan minni sem olli því að ég
treysti mér ekki til að ljúka ræðu
minni. […] Þá get ég ekki látið hjá
líða að þakka samstarfsfólki mínu á
Alþingi fyrir umhyggju og aðstoð,
þegar svona tilvik koma upp kemur
alltaf í ljós að þrátt fyrir að stjórn-
málamenn séu á öndverðum meiði í
stjórnmálum þá er þingheimur og
starfsfólk þingsins eins og ein fjöl-
skylda sem hefur mikinn samhug
þegar á reynir.
Meira: magnuss.is
Kristinn H. Gunnarsson | 15. mars
Umdeildar breytingar
Formenn stjórnarflokk-
anna freista þess á loka-
dögum Alþingis að ná
fram umdeildum breyt-
ingum á stjórnarskrá
lýðveldisins. Þess finn-
ast vart dæmi síðustu hálfa öldina að
tveir stjórnmálaflokkar reyni að
breyta stjórnarskránni eftir eigin
höfði og án samráðs og sam-
komulags við aðra stjórnmálaflokka.
Ég veit aðeins um eitt dæmi þess að
forsætisráðherra hafi flutt frumvarp
til stjórnskipunarlaga í nafni rík-
isstjórnar. Það var fyrir 12 árum, en
þá var málið aðeins lagt fram til
kynningar […].
Meira: www.kristinn.is
FORMENN allra flokka hafa lagt
fram þingsályktunartillögu um að
forsætisráðherra skipi nefnd til
að undirbúa hvernig minnast eigi
þess 17. júní 2011 að 200 ár
verða liðin frá fæðingu Jón Sig-
urðssonar forseta. Í greinargerð
segir m.a. að þótt Jón hafi verið
best þekktur fyrir þátt sinn í
sjálfstæðisbaráttu Íslands hafi
hann líka verið með mestu fræði-
mönnum landsins.
Afmæli Jóns
forseta undirbúið
ALLSHERJARNEFND hefur
skilað áliti sínu á kynferðisbrota-
frumvarpinu og leggur m.a. fram
breytingartillögu um að samræð-
isaldur verði hækkaður um eitt ár,
úr 14 árum í 15. Upphaflega gerði
frumvarpið ekki ráð fyrir því en
nefndin telur, að fengnu samráði
við Barnaverndarstofu, að 14 ára
barn sé ekki fært um að ákveða
sjálft hvort það vill hafa mök við
sér eldri einstakling.
Minnihluti allsherjarnefndar
leggur einnig fram sérstakar breyt-
ingartillögur sem lúta m.a. að því
að fyrningarfrestur vegna brota
gegn börnum verði afnuminn og að
kaup á vændi verði gerð refsiverð.
Samkvæmt frumvarpinu verður
ekki lengur ólöglegt að stunda
vændi sér til framfærslu og í áliti
allsherjarnefndar segir að vændi sé
félagslegt vandamál og settar eru
fram efasemdir um að það verði
leyst með refsingum. „Vændi er ein
birtingarmynd kynferðisofbeldis og
þeir sem stunda það gera það að
jafnaði af neyð,“ segir í álitinu.
Samræðisaldur
verði 15 ár í stað 14
ÞETTA HELST … ÞINGMENN BLOGGA
fermingargjöf
Flott hugmynd að
Fermingartilboð
9.990 kr.
Verð áður 12.990 kr.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
36
39
0
02
/0
7
High Peak Sherpa
55+10
Góður göngupoki, stillanlegt
bak og stækkanlegt aðalhólf.
Einnig til 65+10
Fermingartilboð 10.990 kr.
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
Menntamála-
nefnd hefur ekki
afgreitt frum-
varp Sigurlínar
M. Sigurðardótt-
ur, sem sat á
þingi sem óháður
varaþingmaður,
um að táknmál
verði viðurkennt
sem fyrsta mál
heyrnarlausra. Frumvarpið verður
því að öllum líkindum ekki að lög-
um á þessu þingi en þetta var í
þriðja sinn sem það var lagt fram.
Sigurður Kári Kristjánsson, for-
maður menntamálanefndar og einn
flutningsmanna frumvarpsins, seg-
ir að mikil samúð hafi verið með
málstaðnum í nefndinni en að meiri
tíma þurfi til að fara yfir frum-
varpið og þær skyldur sem því
fylgja. Ljóst sé að lagabreyting-
arnar myndu verða mjög kostn-
aðarsamar og að auki leggi frum-
varpið skyldur t.d. á ljósvakamiðla.
„Það er of mörgum spurningum
ósvarað enn og það verður að meta
betur áhrif frumvarpsins á alla sem
það varðar,“ segir Sigurður Kári
og bætir við að kostnaðaráætlun
þurfi að liggja fyrir.
Táknmálið ekki í gegn
Sigurður Kári
Kristjánsson
ÞINGFUNDUR hefst kl. 10:30 í
dag. Í gærkvöld var enn óljóst
hvaða mál verða á dagskrá og hvort
þetta verður síðasti þingfundur á
þessu þingi eða hvort einnig verði
boðað til fundar á morgun.
Dagskrá þingsins