Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 57 ædd?Við hvað erumvið hrædd? ið hvað erumVið hvað erum við hr Hafnarfjarðarleikhúsið frumsýnir í kvöld Strandgata 50, Hafnarfirði. Miðasala í síma 555 2222 og á www.midi.is Leikverk byggt á metsölubók Andra Snæs Magnasonar „VIÐ ERUM svo vel undirbúnir að þetta er bara spurning um hvíldina og að koma vel stemmdir til leiks. Ef við svo náum gufu þá erum við í topp- málum,“ segir Birkir Már, liðsmaður ræðuliðs Borgarholtsskóla. Í kvöld munu Birkir og félagar hans þrír í liðinu etja kappi við ræðu- lið Menntaskólans við Hamrahlíð í úrlitum MORFÍS, Mælsku- og rök- ræðukeppni framhaldsskólanna. Keppnin fer fram í Háskólabíói og munu MH-ingar mæla fyrir því að mannkynið eigi að taka upp eitt sam- eiginlegt tungumál en Borgarholts- skóli mælir gegn slíkum hug- myndum. Rólegir ræðuskörungar Eitthvað virðast ræðulið hafa góða trú á gufuböðum, því til að gíra sig upp fyrir kvöldið ætla strákarnir í MH-liðinu einnig að skella sér í gufu. Mun það vera hefð sem MH-ingar hafa tileinkað sér fyrir MORFÍS. Kannski eru það góð áhrif guf- unnar á taugarnar sem liðin eru á höttunum eftir því MH-ingurinn Jón- as er eins pollrólegur og keppinautur hans Birkir. Hann segir ræðuskör- unga skólans engu kvíða, enda séu liðsmenn orðnir nokkuð sjóaðir í ræðumennsku. Það má þó ljóst vera að menn taka hlutina alvarlega þrátt fyrir rósemd- ina því samkvæmt heimildum vöktu Borgarholts-menn langt fram á morgun í gær til að undirbúa sig. Sigmar keppti fyrir 20 árum Þess má til gamans geta að Sigmar Guðmundsson, sjónvarpsmaður og spyrill í Gettu betur, tók þátt í MORFÍS fyrir hönd Fjölbrautaskól- ans í Garðabæ á því herrans ári 1987. Umræðuefnið þá var hvort taka ætti upp einræði á Íslandi í staðinn fyrir lýðræði. Lið Sigmars sigraði í þeirri keppni lið Menntaskólans í Reykja- vík. MH Birkir Blær Ingólfsson, Magnús Felix Tryggvason, Dagur Kári Gnarr Jónsson og Jónas Margeir Ingólfsson ætla í gufu og svo á Salatbarinn. Borgó Hrannar Már Gunnarsson, Elvar Orri Hreinsson, Arnór Pálmi Arn- arsson og Birkir Már Árnason eru afslappaðir og vonandi úthvíldir. Bæði lið treysta á gufuna Ræðulið Menntaskólans við Hamrahlíð og Borgarholtsskóla keppa til úrslita í MORFÍS í kvöld „ÉG ER búinn að vera þarna á laugardögum í sex ár og langar bara að fá helgarfrí,“ útskýrir einn vinsælasti útvarpsmaður þjóðarinnar til fjölda ára, Gulli Helga. Gulli und- irbýr nú brottför sína af öldum ljós- vakans en hann hefur starfað við út- varp frá 1984, þar af á Bylgjunni frá 1992. „Ég er sko í rúmlega fullri vinnu með þessu,“ heldur Gulli áfram en hann starfar sem bygg- ingameistari og að eigin sögn með menn í vinnu að smíða úti um allan bæ. Á Bylgjunni var Gulli m.a. einn af stjórnendum útvarpsþáttarins „Ísland í bítið“ og annar stjórn- enda hins geysivinsæla útvarps- þáttar „Tveir með öllu“ ásamt Jóni Axel Ólafssyni. Á heimasíðu téðs Jóns Axels kemur fram að hann eigi eftir að sakna félaga síns „úr loftinu“ en einnig lætur hann í það skína að það megi allt eins búast við því að Páll Magnússon útvarpsstjóri reyni að krækja í Gulla. Gulli hlær hins vegar við þegar hann er spurður hvort hann sé á leið- inni yfir á RÚV. „Nei. Palli hefur alla vega ekki sett sig í samband við mig ennþá.“ Hættur Gulli Helga Gulli Helga fær helgarfrí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.