Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
Nýtt frá
DINOMODA
Glæsilegar buxnadragtir,
stakir jakkar og bolir
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
Fyrir ferminguna
! "
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn á Laugalandi,
Holtum, föstudaginn 30. mars 2007 og hefst kl. 14:00.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins.
2. Önnur mál, löglega upp borin.
Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera
komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir
aðalfund.
Reykjavík, 12. mars 2007.
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf.
Aðalfundur
Sláturfélags Suðurlands svf.
Laugavegi 54
sími 552 5201
Árshátíðar-
kjólar
20%
afsláttur
Mikið úrval af
glæsilegum
kjólum
og
Útsölustaðir
FITNESS SPORT
Laugum
Slim Waist
Band
Komdu
mittinu
í lag á
auðveldan
og þægilegan
máta
Útsölustaðir
FITNESS SPORT
Laugum
Þýsku gæðainnleggin
Hönnuð af Dr. Metz’S
byggjast upp á punktanuddi
og örva alla líkamsstarfsemi
Fást í stærðum 35 - 47
Flottar kvartbuxur
og léttar peysur
Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460
Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15
Finnbogi Hilmarsson,
Einar Guðmundsson og
Bogi Pétursson
löggiltir fasteignasalar
www.heimili.is
Glæsileg 170 fm, 5-6 herbergja íbúð á efstu hæð í lyftuhúsi. Íbúðinni fylgja
tvö stæði í bílskýli og aukalega, ca 150 fm geymslu-/vinnurými í kjallara.
Íbúðin er glæsilega innréttuð með eikarinnréttingum og vönduðum tækjum.
Stórar flísalagðar svalir í vestur. Mikið útsýni er til vesturs
og austurs. Eigninni hefur verið breytt frá upprunalegri teikn-
ingu, herbergjum fækkað og stofur stækkaðar. Vönduð og
björt þakíbúð á einstökum útsýnistað. V. 48,9 m.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu í síma 5306500
ÞÓRÐARSVEIGUR - Glæsileg þakíbúð
Bogi Molby
Pétursson
Opið mán.- fös. frá kl. 9-17
Sími
530 6500
31 FYRIRTÆKI lýsti yfir áhuga á
að flytja inn landbúnaðarvörur
sem fluttar verða inn samkvæmt
samningi Íslands og Evrópusam-
bandsins um viðskipti með land-
búnaðarvörur. Fyrirtækin hafa nú
verið beðin um að senda inn tilboð
sem fela í sér hvað þau vilja flytja
inn mikið og á hvaða verði. Nið-
urstöður útboðsins munu liggja
fyrir eftir helgi.
Heimilt verður að flytja inn 200
tonn af frystum kjúklingum, 200
tonn af frystu svínakjöti og 100
tonn af frystu nautakjöti. Enn-
fremur verður heimilt að flytja inn
ost, rjúpur, pylsur og unnar kjöt-
vörur.
Ólafur Friðriksson, skrifstofu-
stjóri í landbúnaðarráðuneytinu,
sagði að nokkur fyrirtæki hefðu
óskað eftir að fá að flytja inn allan
kvótann. Það væri því erfitt að
meta nákvæmlega hversu mikil
eftirspurn væri eftir því að flytja
inn þessar vörur. Það lægi betur
fyrir þegar fyrirtækin væru búin
að senda inn tilboð í kvótana.
31 fyrirtæki vill
flytja inn búvörur
JÓHANNES Jónsson og börn hans, Kristín
Jóhannesdóttir og Jón Ásgeir Jóhann-
esson, gáfu á síðasta ári 300 milljónir
króna til styrktar reksturs hágæsluein-
ingar fyrir inniliggjandi börn á Barnaspít-
ala Hringsins. Jóhannes og Kristín af-
hentu hluta gjafafjárins í gær við athöfn á
barnadeild 22E. Um var að ræða 15 millj-
ónir króna en gjafaféð hefur verið notað
til kaupa á tækjabúnaði og til þjálfunar
starfsfólks til starfa við hágæslueininguna
og þannig unnið að uppbyggingu og skipu-
lagi slíkrar einingar á spítalanum.
Afhentu
barnaspítalan-
um 15 milljónir
VERIÐ er að kanna hvort grund-
völlur er fyrir því að taka upp í
grunnskólunum námsefni sem lýtur
að auglýsingalæsi barna.
Ingólfur Hjörleifsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands íslenskra
auglýsingastofa, upplýsti þetta á
fræðslufundi um börn og óbeina
markaðssetningu á vegum sam-
starfshóps um fræðslu- og fíkniefna-
mál, NÁUM ÁTTUM, sem haldinn
var á Grand hótel Reykjavík.
Ingólfur sagði í samtali við Morg-
unblaðið að námsefnið sé að erlendri
fyrirmynd og snúist um að kenna
börnum að lesa í auglýsingar og
meta þær með gagnrýnum huga.
Miðað er við kennslu á miðstigi
grunnskóla og notast verði við raun-
veruleg auglýsingadæmi. Samband
íslenskra auglýsingastofa er að
kynna verkefnið fyrir opinberum að-
ilum til að kanna hvort grundvöllur
sé á að innleiða námsefnið í íslenska
grunnskóla.
Þýtt og staðfært fyrir Ísland
Námsefnið, MediaSmart, hefur
ekki fengið íslenskt heiti, en um er
að ræða fullbúinn kennslupakka
með öllum gögnum og kennsluefni.
Efnið yrði síðan þýtt og staðfært
fyrir Ísland. Ingólfur segir kennslu-
efni eins og þetta eiga fullt erindi
inn í grunnskólanna enda sýni er-
lendar rannsóknir að börn allt frá 7
ára aldri skynji eðli auglýsinga.
Námsefnið er unnið af sérfræðing-
um í málefnum barna en að verkefn-
inu í Evrópu koma bæði opinberir-
og einkaaðilar.
Fyrirmyndin er bresk en náms-
efnið hefur verið þýtt og staðfært í
Svíþjóð, Finnlandi, Þýskalandi, Hol-
landi og Belgíu.
Börn læri að lesa auglýsingar