Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Her- mannsson fréttastjóri gummi@mbl.is UPPRÖÐUN efnis í Morg- unblaðinu tekur nokkr- um breyting- um í dag. Fyrst er að nefna nýjan blaðhluta, Reykjavík- Reykjavík, aftast í blaðinu. Þar verð- ur margvíslegt dægurmenningar- og afþreyingarefni. Dægradvöl, stjörnuspá og mynda- sögur verða nú á sömu opnu í aftur- hluta blaðsins, framan við Reykja- vík-Reykjavík. Ferdinand verður þar í góðum félagsskap annarra teiknimyndapersóna. Fréttayfirlitið, sem áður var á bls. 2, færist á baksíðu blaðsins ásamt töflunni um gengi gjaldmiðla. Víkverji færist úr dagbókinni og fram fyrir miðju blaðsins; framtíð- arheimili hans er í Daglegu lífi. Fastir liðir á nýjum stöðum Reykjavík-Reykjavík nýr blaðhluti sem forystumenn stjórnarflokkanna vonuðust til þegar þeir lögðu frum- varpið fram hafi ekki verið fyrir hendi. Því þurfi mun meiri tíma til að vinna málið vel. Birgir telur þó ágætt að málið hafi komið fram og fengið umfjöllun. „Þó að við höfum ekki komist að niðurstöðu í þessari lotu þá held ég að okkur hafi miðað áfram.“ Stjórnarskrárnefndin frá 2005 fær málið í sínar hendur Jón Kristjánsson, formaður stjórn- arskrárnefndarinnar, sem hefur starfað frá ársbyrjun 2005 og fær auðlindamálin í sínar hendur, segir helstu breytinguna vera að nefndin eigi að fjalla sérstaklega um auðlindir í stjórnarskrá. Hingað til hafi nefndin aðeins haft það verksvið að endur- skoða stjórnarskrána í heild en nú verði auðlindir sérstaklega teknar fyrir. Aðspurður um hvernig málið horfir við Framsóknarflokkinum seg- ir Jón: „Við hefðum að sjálfsögðu helst viljað ganga frá þessu nú fyrir kosningar en það gengur ekki allt eft- ir og það þarf að vinna málið í þeim farvegi sem menn hafa komið sér saman um.“ Ágreiningurinn hlýtur að hafa legið fyrir í upphafi Kristinn H. Gunnarsson, fulltrúi Frjálslynda flokksins í nefndinni, segist hallast að því að málið hafi ver- ið sjónarspil frá upphafi til enda og að það hljóti að hafa legið fyrir í upphafi að ágreiningur yrði til staðar. Frjáls- lyndi flokkurinn hafði lagt fram breytingartillögur til að tryggja raunverulega þjóðareign á sjávar- auðlindinni. „En það eru hagsmunir LÍÚ sem liggja að baki í báðum flokkunum og það er ástæðan fyrir því að þetta gengur ekki eftir,“ segir Kristinn. Pólitísk skyndimarkmið „Það sem eftir situr er sú tilfinning að þetta hafi verið sjónarspil til að þjóna pólitískum skyndimarkmiðum, sérstaklega Framsóknarflokksins,“ segir Ögmundur Jónasson, fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í sérnefndinni. Ögmundur segir niðurstöðuna vera falleinkunn yfir frumvarpinu. „Nánast allir sér- fræðingar sem komu fyrir nefndina lýstu því yfir að það væri óljóst, van- reifað og myndi jafnvel valda réttaró- vissu,“ segir Ögmundur en bætir við að stjórnarandstaðan hafi boðið að þinghald yrði framlengt svo frum- varpinu yrði tryggð vönduð umfjöll- un. Því hafi verið hafnað. Lögspekingar ekki á einu máli „Það er greinilegt að stjórnarand- staðan gengur á bak orða sinna,“ seg- ir Jón Sigurðsson, formaður Fram- sóknarflokksins, og er óánægður með að málið hafi ekki farið í gegn. Ábyrgðin sé hins vegar stjórnarand- stöðunnar sem hafi ekki sýnt þá sam- stöðu sem hún lofaði á blaðamanna- fundi fyrir skemmstu. „Tillaga okkar formanna stjórnarflokkanna sam- rýmdist tilboði stjórnarandstöðunnar en þegar hún kom fram kom brátt í ljós að það var ekki ætlun hennar að standa við það. Það var auðvitað ekki vilji stjórnarinnar að knýja fram stjórnarskrárbreytingu í stórdeilum rétt fyrir kosningar.“ Jón segir engin áður ókunnug lagarök hafa komið fram í málinu og lögspekingar hafi ekki verið á einu máli. „Ég tel að með skýrri ákvörðun löggjafans þá sé skorið úr um þau fræðilegu ágreiningsefni sem eru uppi.“ Aðspurður segist Jón vilja trúa því að hefði stjórnarandstaðan ekki staðið í vegi fyrir málinu hefði það getað farið í gegn þótt hvorki hann né forsætisráðherra hafi útilokað að fara yfir ýmis álitamál. Höfðu þing og þjóð að leiksoppi „Þetta er skipbrot formanna stjórnarflokkanna sem lögðu fram frumvarp sem er stjórnskipulega ótækt,“ segir Össur Skarphéðinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í sér- nefndinni. „Þeir höfðu þing og þjóð að leiksoppi og þá sérstaklega Sjálf- stæðisflokkurinn sem bersýnilega ætlaði sér ekkert með málið. Mest er þó sneypa Framsóknar,“ segir Össur og bætir við að Sjálfstæðisflokkurinn hafi dregið Framsókn á asnaeyrun- um. Össur segir að niðurstaðan hafi komið á óvart í ljósi þess að ekki var liðinn sólarhringur frá því að formað- ur Framsóknarflokksins ákallaði stjórnarandstöðuna í eldhúsdagsum- ræðum um stuðning til að ná fram þjóðareignarákvæði í stjórnar- skrána. Ákvörðun um að bíða með málið hafi ekki verið tekin á fundi sérnefndar heldur hafi stjórnarþing- menn borið hana upp á nefndarfundi. „Stjórnarandstaðan vildi ræða þetta mál og komast að efnislegri niður- stöðu en það var enginn áhugi eftir á því í stjórnarliðinu.“ Bara spurning um raunsæi í ljósi umræðunnar „Þetta var bara spurning um raunsæi í ljósi þeirrar umræðu sem átti sér stað inni í nefndinni,“ segir Birgir Ármannsson, formaður sér- nefndar um stjórnarskrármál, sem hafði auðlindafrumvarpið til um- fjöllunar. Birgir segir að samstaðan Auðlindir ekki í stjórnarskrá núna Morgunblaðið/Sverrir Þingflokksformenn fóru yfir stöðuna með forseta Alþingis í gærkvöldi. Össur Skarphéðinsson Birgir Ármannsson Jón Kristjánsson Kristinn H. Gunnarsson Ögmundur Jónasson Jón Sigurðsson  Skipbrot og sjónarspil, segir stjórnarandstaðan  Stjórn- arandstaða gengur á bak orða sinna, segir Jón Sigurðsson Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is VIÐSKIPTAHALLINN og hlutfall hreinna erlendra skulda Íslands af bæði landsframleiðslu og útflutn- ingstekjum endurspegla mjög skuld- sett hagkerfi sem er illa búið undir aukna áhættufælni á alþjóðamörk- uðum og/eða hærra alþjóðlegt vaxta- stig. Þetta er mat sérfræðinga matsfyr- irtækisins Fitch Ratings sem í gær lækkaði lánhæfiseinkunnir ríkis- sjóðs Íslands í erlendri og innlendri mynt. Meiri aðlögun en þekkst hefur Sérfræðingarnir telja auknar lík- ur á harðri lendingu í íslensku efna- hagslífi sem hefði í för með sér mik- inn og langvarandi samdrátt enda þurfi meiri aðlögun en nokkurn tíma áður í sögu landsins til þess að ná jafnvægi á milli erlendra afborgana og útflutningstekna. Nýtt mat Fitch Ratings á ríkis- sjóði var birt um hálftíma fyrir lokun markaða en á svipuðum tíma stað- festi matsfyrirtækið lánshæfisein- kunnir viðskiptabankanna þriggja og Straums-Burðaráss Fjárfestinga- banka. Krónan féll strax í kjölfar birtingar á mati Fitch Ratings eða um 1% og sóttust erlendir fjárfestar eftir að selja krónur fyrir lokun markaða. Eftir því sem næst verður komist brast þó ekki á neinn stór- flótti úr krónunni og hefur staðfest- ing á lánshæfiseinkunn bankanna væntanlega vegið upp á móti lækkun á einkunnum ríkissjóðs. Allt eins er reiknað með að Moody’s muni lækka eða í besta falli staðfesta lánshæf- iseinkunnir viðskiptabankanna í kvöld þannig að margir gera ráð fyr- ir áframhaldandi óróleika í kringum íslensku krónuna á gjaldeyrismark- aði í dag. Ber að taka alvarlega Davíð Oddsson seðlabankastjóri varaði við að gert væri of lítið úr mati Fitch Ratings: „Viðskiptahallinn er gríðarlega mikill og vaxtabyrðin fer vaxandi og aðstæður til vaxtaburðar erlendis ekki jafngóðar og áður var og fara kannski versnandi. Þannig að það er full ástæða til þess að taka að- vörunarskot af þessu tagi mjög al- varlega,“ sagði Davíð. Þegar Standard & Poor’s lækkaði einkunnir ríkissjóðs skömmu fyrir áramót var sérstaklega bent á að- haldsleysi í ríkisfjármálum; sérfræð- ingar Fitch Ratings taka undir þetta og segja efnahagsstefnuna gefa að- haldi í ríkisfjármálum lítinn gaum á kosningaári þannig að aðlögunar- byrðin muni hvíla að mestu á pen- ingastefnunni í formi æ hærri stýri- vaxta. Árni M. Mathiesen fjármálaráð- herra gefur ekki mikið fyrir þessar aðfinnslur og minnir á að fjárfest- ingaskeiðinu fyrir austan sé senn að ljúka og menn hafi við ákvörðun fjár- laga viljað dempa það högg sem ella kynni að hafa orðið. Fitch Ratings segir Ísland mjög skuldsett Lækkar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs og telur auknar líkur á harðri lendingu Í HNOTSKURN » Greiðslujöfnuður og hreinerlend skuldastaða íslenska þjóðarbúsins hefur versnað og það eykur á áhyggjur um sjálf- bærni erlendu skuldastöð- unnar og um leið hættuna á harðri lendingu. »Efnahagsstefnan gefur að-haldi í ríkisfjármálum lít- inn gaum á kosningaári þannig að aðlögunarbyrðin mun að mestu hvíla á peninga- stefnuninni í formi æ hærri vaxta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.