Morgunblaðið - 16.03.2007, Page 31

Morgunblaðið - 16.03.2007, Page 31
Opnið túnfiskdósirnar og látið mestu olíuna renna af. Skerið eggin fínt með eggjaskera og hrærið sam- an við túnfiskinn ásamt vorlauk, sinnepi, karríi, salti, ólífum og ka- pers. Hrærið saman við eins mikilli olíu og sítrónusafa og þarf til að salatið verði meðfærilegt og gott. Smakkið til með dilli og svörtum nýmöluðum pipar. Rúllið brauðinu í sundur og smyrjið salatinu á það. Rúllið upp á ný og skreytið brauðið með græn- meti að vild. Ljósmynd/Jón Svavarsson KONUR sofa minna en karlar og upplifa oftar önnur vandamál tengd svefni en þeir. Ástæðan er tíma- skortur. Þetta kemur fram í tölum frá bandarísku svefnsamtökunum sem reglulega kannar svefnvenjur Bandaríkjamanna. Í könnun ársins 2005 kom í ljós að mun fleiri konur en karlar áttu við svefnleysi að stríða. Af þeim sökum ákváðu samtökin að helga könnun ársins 2007 sérstaklega svefni kvenna, að því er fram kemur á vef- síðu Berlingske tidende. 60% kvenna á aldrinum 18 til 64 ára segjast einungis fá góðan nætur- svefn tvisvar í viku eða sjaldnar. 67% glíma við algeng svefnvandamál og næstum helmingur segir skort á svefni bitna á daglegu lífi þeirra. Svefnleysið stafar fyrst og fremst af tímaskorti og hefur víðtæk áhrif á líf kvennanna. Þær upplifa ýmis- konar vandamál í vinnu vegna þreytu, finna til takmarkaðrar kyn- lífslöngunar, auk þess sem vinir og áhugamál hverfa því þær hafa ekki orku til að sinna þeim. Ekki kemur á óvart að konur með börn þjást öðr- um fremur af svefnleysi en jafnvel í þegar engin börn eru á heimili, virð- ist svefnleysið helst hrjá konurnar. Konur eru þreyttar og vansvefta Morgunblaðið/Þorkell Þreyttar Fjöldi kvenna á í vandræð- um í daglegu lífi vegna svefnleysis. heilsa neytendur MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 31 SAMKAUP hf. opna Strax-verslun nk. föstudag í Búðakór 1 í Kópavogi. Um leið mun Kökumeistarinn opna þar bakarí og verslanirnar Fiskisaga og Gallerí Kjöt bætast fljótlega eftir það í hópinn. Í til- efni opnunarinnar verða tilboð og veit- ingar í boði alla helgina, en opið verður virka daga kl. 9–22, laugardaga kl. 10–22 og á sunnudögum kl. 10–22. Þetta er þriðja verslun Samkaupa í Kópavogi og verður Þórhalla Grétars- dóttir verslunarstjóri þar, en fyrir eru Nettó-verslun á Salarvegi og Samkaup Strax-verslun í Hófgerði. ,,Við rekum samtals 7 verslanir á höf- uðborgarsvæðinu og hyggjumst opna fleiri á næstu misserum til þess að styrkja okkar stöðu á þessu fjölmennasta markaðssvæði landsins,“ er haft eftir Sturlu Eðvarðssyni, framkvæmdastjóra Samkaupa hf., í fréttatilkynningu frá fyr- irtækinu. Nýju versluninni í Búðakór er ætlað að þjóna þeim hverfum sem næst henni liggja, þ.e. Búðahverfi, Salahverfi, Linda- hverfi og Hvarfahverfi, en samtals búa nú á fjórða þúsund íbúar í þessum hverf- um. Morgunblaðið/Ómar Tilbúið fyrir opnun Þórhalla Grétarsdóttir verslunarstjóri raðar í grænmetishillurnar í Samkaup í Búðakór kvöldið fyrir opnun. Samkaup fjölga verslunum í Kópavogi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.