Morgunblaðið - 30.03.2007, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.03.2007, Qupperneq 2
                                          !    "  #$%& $&%' '(%( '$%( $&%# )*%+ $,%' )-%* )$%* )%' &*%$ &)%$ &(%' #%) &*%( &(%$ &(%) &(%, $%+ &&%- &+%+ &'%- &,%$ **%, -%- *&%) ,(%+ &*%' &)%& &$%+ &#%$ &#%, **%- &$%( &-%& &*%+ ÁHERSLA á umhverfisvernd hefur annaðhvort mjög jákvæð eða frekar jákvæð áhrif á hagvöxt að mati 56% aðspurðra í könnun Gallup sem gerð var vikuna 21.–27. mars. Tæp 16% aðspurða töldu áherslu á umhverfis- vernd annaðhvort hafa mjög neikvæð eða frekar neikvæð áhrif á hagvöxt, samkvæmt niðurstöðunum. 10,5% töldu áhrifin bæði jákvæð og nei- kvæð og 17,6% töldu að ekki væri um nein áhrif að ræða. Fleiri konur en karlar telja áhrif á hagvöxt jákvæð Mun fleiri konur en karlar töldu að áhersla á umhverfisvernd hefði já- kvæð áhrif á hagvöxt eða 63,5% sam- anborið við 49,2% hjá körlunum. Þá voru mun fleiri karlar á þeirri skoðun að áhrif af áherslu á umhverfisvernd væru neikvæð eða 21,4% samanborið við tæp 10% hjá konunum. Þegar skoðað er viðhorf aðspurðra eftir því hvaða stjórnmálaflokk þeir hyggjast kjósa kemur í ljós að mun fleiri stuðningsmenn Samfylkingar og VG en Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks telja að áhersla á um- hverfisvernd hafi jákvæð áhrif á hag- vöxt. Þannig telja 76% fylgismanna VG að áhersla á umhverfisvernd hafi jákvæð áhrif á hagvöxt og 62% stuðningsmanna Samfylkingar. 46% stuðningsmanna Framsóknar telja hins vegar áhrifin jákvæð og 43% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks. Úrtak í könnuninni var 1.210 manns á aldrinum 18–75 ára og var svarhlutfallið 61,7%. 56% töldu áhrif umhverfis- verndar á hagvöxt jákvæð Tæp 16% telja áherslu á umhverfisvernd hafa neikvæð áhrif á hagvöxt 2 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is UMFANG ferða- þjónustu hefur aukist hlutfalls- lega mest á Ís- landi síðustu ár af Norðurlanda- þjóðunum. Þá er virðisaukaskattur á öllum stigum lægri hér en í samanburðar- löndunum. Þetta kom fram í máli Sturlu Böðvars- sonar samgönguráðherra á aðal- fundi Samtaka ferðaþjónustunnar á Akureyri í gær en þar kynnti hann helstu niðurstöður nýrrar skýrslu sérfræðinga sem falið var að bera saman rekstrarumhverfi ferðaþjón- ustu á Íslandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Verkefnið var unnið á vegum Ferðamálastofu fyrir samgöngu- ráðuneytið. Um umfang ferðaþjónustu segir að það hafi aukist hlutfallslega mest á Íslandi af samanburðarlöndunum þegar skoðuð séu árin 1999 til 2005 eða um 32,5% í gistinóttum talið. Vöxturinn í Svíþjóð er 12,8%, í Nor- egi 7,5% en í Danmörku er engin aukning á þessu tímabili. Í skýrslunni kemur fram að þar sem hlutfall ferðaþjónustu á Íslandi af vergri landsframleiðslu sé hærra en í samanburðarlöndunum sé at- vinnugreinin mikilvægari í efna- hagslífinu en ferðaþjónustan í hinum löndunum. Umfang ferðaþjón- ustu eykst Sturla Böðvarsson FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar samþykktu á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi að heimila auglýsingu á tillögu á vegum skipulagsráðs að deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir nið- urrifi á húsunum Laugavegi 33 og 35 og Vatnsstíg 4. Tillagan var samþykkt með ágreiningi á fundi skipulagsráðs – og á fundi borgarráðs – fyrr í mánuðin- um, þar sem fulltrúar Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs og Frjálslynda flokksins lýstu sig and- víga niðurrifinu. Skipulagið verður auglýst í sex vikur og kemur síðan aftur til umsagnar ráðsins. Tillagan var fyrst samþykkt árið 2004. Niðurrifið í auglýsingu ÍBÚAR við Laugardal mótmæltu fyrirætlunum um að byggð yrðu tvö fjölbýlishús á grænu svæði í aust- anverðum Laugardalnum við Holtaveg á kynningarfundi fyrir íbúa í Langholtsskóla í gærkvöldi þar sem þessar fyrirætlanir voru til umræðu. Hildur Björg Hafstein, formaður foreldrafélags Langholtsskóla, sagði að félagið væri algerlega and- vígt byggingum á þessu græna svæði. „Það hefur verið svo þrengt að dalnum með byggingum og girð- ingum að okkur finnst komið nóg. Þetta er eitt af fáum opnum svæð- um sem eru í rauninni eftir í Laug- ardalnum,“ sagði hún í samtali við Morgunblaðið að fundinum loknum. Hún sagði að önnur svæði til- heyrðu annaðhvort íþróttafélög- unum eða borga þyrfti sig inn á þau, eins og t.a.m. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn. Þau skildu ekki heldur þá áráttu að byggja í daln- um, sem hefði verið skilgreindur sem mikilvægasta útivistarsvæði Reykvíkinga. Hildur Björg sagði að Langholts- skóli hefði notað þetta svæði til úti- vistar fyrir skólabörn og skólinn væri meira að segja nýbúinn að fá 500 þúsund króna styrk frá Reykja- víkurborg til þróunar verkefnis sem héti „útikennsla í túnfætinum“. Að auki hefðu á þessu túni verið smíðavellir, hverfamarkaðir og ým- islegt annað. „Það er hluti af lífsgæðum okkar íbúanna í hverfinu að hafa svona svæði. Ef maður skoðar Laugardal- inn eins og hann var í byrjun ní- unda áratugarins og eins og hann er í dag þá eru þau svæði sem mað- ur hefur aðgang að ekki nema svip- ur hjá sjón. Það er verið að þrengja að öðrum opnum svæðum í hverfinu þannig að það er gengið svolítið frekjulega fram gagnvart okkur íbúunum,“ sagði Hildur Björg. Morgunblaðið/ÞÖK „Okkur finnst komið nóg“ ♦♦♦ HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Pétur Þór Gunnarsson lista- verkasali eigi ekki rétt á bótum úr hendi ríkisins á þeim forsendum að honum var synjað um reynslulausn vegna þess að annað mál á hendur honum var í gangi í dómskerfinu. Pétur Þór var dæmdur í sex mán- aða fangelsi árið 2000 fyrir aðild að listaverkafölsunarmáli. Hann sótti um reynslulausn eftir að hafa af- plánað helming dómsins en því var hafnað á þeirri forsendu að annað mál gegn honum væri í gangi í dómskerfinu. Afgreiðsla ekki byggst á ólögmætum sjónarmiðum Fram kom að í þessu ólokna máli hefði ekki verið ákært fyrr en í jan- úarmánuði 2003 og því lauk með sýknu í dómi Hæstaréttar í maí 2004. Taldi Pétur Þór að synjun á umsókn hans um reynslulausn hefði verið grundvölluð á óloknu máli, sem ekki hefði verið ákært í fyrr en að liðnum tveimur árum og þremur mánuðum betur frá lokum fanga- vistar hans. Pétur Þór krafðist bóta þar sem hann taldi að sér hefði verið synjað um reynslulausn á ólögmætum grundvelli. Hæstiréttur féllst hins vegar ekki á að afgreiðslan á um- sókn Péturs hefði byggst á ólög- mætum sjónarmiðum. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Markús Sigur- björnsson. Ragnar Aðalsteinsson hrl. flutti málið fyrir Pétur Þór og Skarphéðinn Þórisson ríkislögmað- ur fyrir stefnda. Ríkið sýknað af kröfum Péturs Þórs ÁRLEG útgjöld Íslendinga í þróun- arsjóð EFTA munu aukast um 130 milljónir króna, en á móti kemur að tollfrjáls kvóti á innflutning á humri og karfa til landa Evrópusambands- ins eykst. Þetta er meðal annars niðurstaða af samningaviðræðum EFTA-land- anna við Evrópusambandið vegna stækkunar Evrópska efnahagssvæð- isins í framhaldi af inngöngu Rúm- eníu og Búlgaríu í ESB, en skrifað var undir bráðabirgðasamkomulag vegna þessa í gær. Samningaviðræður hafa staðið yf- ir frá því í júlí í fyrrasumar og hafa verið erfiðar vegna kröfu Evrópu- sambandsins um fjárframlög EFTA- landanna til fátækari ríkja sam- bandsins, í þessu tilviki þeirra tveggja ríkja sem nú voru að bætast við, þ.e.a.s. Rúmeníu og Búlgaríu. Samkomulagið felur í sér að EFTA- ríkin munu auka framlög sín í þróun- arsjóð EFTA um samtals 72 millj- ónir evra eða tæpa 6,5 milljarða króna fram til loka apríl 2009. Hlutur Íslands er um 130 milljónir króna á ári, en tollfrjáls markaðsaðgangur fyrir íslenskar sjávarafurðir eykst jafnframt og verður um 570 tonn fyr- ir humar annars vegar og hins vegar fyrir karfaflök sem nemur 750 tonn- um. Valgerður Sverrisdóttir utanríkis- ráðherra segir í fréttatilkynningu að niðurstaða viðræðnanna sé vel við- unandi og það felist tækifæri í því fyrir íslenskt atvinnulíf að sækja fram á þessum nýju mörkuðum í Rúmeníu og Búlgaríu. Þá sé einstak- lega mikilvægt að hafa náð fram auknum markaðsaðgangi fyrir sjáv- arafurðir, sérstaklega fyrir humar sem hafi borið háa tolla. Fagnaðarefni Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar í Vestmannaeyjum, sagði að niðurstaða samningaviðræðnanna væri góðar fréttir og fagnaðarefni, en Vinnslustöðin vinnur mikinn humar og er einnig talsvert í karfa. 130 milljónir til viðbótar í þróunarsjóð EFTA Samkomulag vegna stækkunar EES undirritað í gær Kynning Salur Langholtsskólans var þéttsetinn á fundinum í gærkvöldi þar sem skipulagsmál voru til umræðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.