Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 2
                                          !    "  #$%& $&%' '(%( '$%( $&%# )*%+ $,%' )-%* )$%* )%' &*%$ &)%$ &(%' #%) &*%( &(%$ &(%) &(%, $%+ &&%- &+%+ &'%- &,%$ **%, -%- *&%) ,(%+ &*%' &)%& &$%+ &#%$ &#%, **%- &$%( &-%& &*%+ ÁHERSLA á umhverfisvernd hefur annaðhvort mjög jákvæð eða frekar jákvæð áhrif á hagvöxt að mati 56% aðspurðra í könnun Gallup sem gerð var vikuna 21.–27. mars. Tæp 16% aðspurða töldu áherslu á umhverfis- vernd annaðhvort hafa mjög neikvæð eða frekar neikvæð áhrif á hagvöxt, samkvæmt niðurstöðunum. 10,5% töldu áhrifin bæði jákvæð og nei- kvæð og 17,6% töldu að ekki væri um nein áhrif að ræða. Fleiri konur en karlar telja áhrif á hagvöxt jákvæð Mun fleiri konur en karlar töldu að áhersla á umhverfisvernd hefði já- kvæð áhrif á hagvöxt eða 63,5% sam- anborið við 49,2% hjá körlunum. Þá voru mun fleiri karlar á þeirri skoðun að áhrif af áherslu á umhverfisvernd væru neikvæð eða 21,4% samanborið við tæp 10% hjá konunum. Þegar skoðað er viðhorf aðspurðra eftir því hvaða stjórnmálaflokk þeir hyggjast kjósa kemur í ljós að mun fleiri stuðningsmenn Samfylkingar og VG en Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks telja að áhersla á um- hverfisvernd hafi jákvæð áhrif á hag- vöxt. Þannig telja 76% fylgismanna VG að áhersla á umhverfisvernd hafi jákvæð áhrif á hagvöxt og 62% stuðningsmanna Samfylkingar. 46% stuðningsmanna Framsóknar telja hins vegar áhrifin jákvæð og 43% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks. Úrtak í könnuninni var 1.210 manns á aldrinum 18–75 ára og var svarhlutfallið 61,7%. 56% töldu áhrif umhverfis- verndar á hagvöxt jákvæð Tæp 16% telja áherslu á umhverfisvernd hafa neikvæð áhrif á hagvöxt 2 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is UMFANG ferða- þjónustu hefur aukist hlutfalls- lega mest á Ís- landi síðustu ár af Norðurlanda- þjóðunum. Þá er virðisaukaskattur á öllum stigum lægri hér en í samanburðar- löndunum. Þetta kom fram í máli Sturlu Böðvars- sonar samgönguráðherra á aðal- fundi Samtaka ferðaþjónustunnar á Akureyri í gær en þar kynnti hann helstu niðurstöður nýrrar skýrslu sérfræðinga sem falið var að bera saman rekstrarumhverfi ferðaþjón- ustu á Íslandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Verkefnið var unnið á vegum Ferðamálastofu fyrir samgöngu- ráðuneytið. Um umfang ferðaþjónustu segir að það hafi aukist hlutfallslega mest á Íslandi af samanburðarlöndunum þegar skoðuð séu árin 1999 til 2005 eða um 32,5% í gistinóttum talið. Vöxturinn í Svíþjóð er 12,8%, í Nor- egi 7,5% en í Danmörku er engin aukning á þessu tímabili. Í skýrslunni kemur fram að þar sem hlutfall ferðaþjónustu á Íslandi af vergri landsframleiðslu sé hærra en í samanburðarlöndunum sé at- vinnugreinin mikilvægari í efna- hagslífinu en ferðaþjónustan í hinum löndunum. Umfang ferðaþjón- ustu eykst Sturla Böðvarsson FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar samþykktu á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi að heimila auglýsingu á tillögu á vegum skipulagsráðs að deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir nið- urrifi á húsunum Laugavegi 33 og 35 og Vatnsstíg 4. Tillagan var samþykkt með ágreiningi á fundi skipulagsráðs – og á fundi borgarráðs – fyrr í mánuðin- um, þar sem fulltrúar Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs og Frjálslynda flokksins lýstu sig and- víga niðurrifinu. Skipulagið verður auglýst í sex vikur og kemur síðan aftur til umsagnar ráðsins. Tillagan var fyrst samþykkt árið 2004. Niðurrifið í auglýsingu ÍBÚAR við Laugardal mótmæltu fyrirætlunum um að byggð yrðu tvö fjölbýlishús á grænu svæði í aust- anverðum Laugardalnum við Holtaveg á kynningarfundi fyrir íbúa í Langholtsskóla í gærkvöldi þar sem þessar fyrirætlanir voru til umræðu. Hildur Björg Hafstein, formaður foreldrafélags Langholtsskóla, sagði að félagið væri algerlega and- vígt byggingum á þessu græna svæði. „Það hefur verið svo þrengt að dalnum með byggingum og girð- ingum að okkur finnst komið nóg. Þetta er eitt af fáum opnum svæð- um sem eru í rauninni eftir í Laug- ardalnum,“ sagði hún í samtali við Morgunblaðið að fundinum loknum. Hún sagði að önnur svæði til- heyrðu annaðhvort íþróttafélög- unum eða borga þyrfti sig inn á þau, eins og t.a.m. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn. Þau skildu ekki heldur þá áráttu að byggja í daln- um, sem hefði verið skilgreindur sem mikilvægasta útivistarsvæði Reykvíkinga. Hildur Björg sagði að Langholts- skóli hefði notað þetta svæði til úti- vistar fyrir skólabörn og skólinn væri meira að segja nýbúinn að fá 500 þúsund króna styrk frá Reykja- víkurborg til þróunar verkefnis sem héti „útikennsla í túnfætinum“. Að auki hefðu á þessu túni verið smíðavellir, hverfamarkaðir og ým- islegt annað. „Það er hluti af lífsgæðum okkar íbúanna í hverfinu að hafa svona svæði. Ef maður skoðar Laugardal- inn eins og hann var í byrjun ní- unda áratugarins og eins og hann er í dag þá eru þau svæði sem mað- ur hefur aðgang að ekki nema svip- ur hjá sjón. Það er verið að þrengja að öðrum opnum svæðum í hverfinu þannig að það er gengið svolítið frekjulega fram gagnvart okkur íbúunum,“ sagði Hildur Björg. Morgunblaðið/ÞÖK „Okkur finnst komið nóg“ ♦♦♦ HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Pétur Þór Gunnarsson lista- verkasali eigi ekki rétt á bótum úr hendi ríkisins á þeim forsendum að honum var synjað um reynslulausn vegna þess að annað mál á hendur honum var í gangi í dómskerfinu. Pétur Þór var dæmdur í sex mán- aða fangelsi árið 2000 fyrir aðild að listaverkafölsunarmáli. Hann sótti um reynslulausn eftir að hafa af- plánað helming dómsins en því var hafnað á þeirri forsendu að annað mál gegn honum væri í gangi í dómskerfinu. Afgreiðsla ekki byggst á ólögmætum sjónarmiðum Fram kom að í þessu ólokna máli hefði ekki verið ákært fyrr en í jan- úarmánuði 2003 og því lauk með sýknu í dómi Hæstaréttar í maí 2004. Taldi Pétur Þór að synjun á umsókn hans um reynslulausn hefði verið grundvölluð á óloknu máli, sem ekki hefði verið ákært í fyrr en að liðnum tveimur árum og þremur mánuðum betur frá lokum fanga- vistar hans. Pétur Þór krafðist bóta þar sem hann taldi að sér hefði verið synjað um reynslulausn á ólögmætum grundvelli. Hæstiréttur féllst hins vegar ekki á að afgreiðslan á um- sókn Péturs hefði byggst á ólög- mætum sjónarmiðum. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Markús Sigur- björnsson. Ragnar Aðalsteinsson hrl. flutti málið fyrir Pétur Þór og Skarphéðinn Þórisson ríkislögmað- ur fyrir stefnda. Ríkið sýknað af kröfum Péturs Þórs ÁRLEG útgjöld Íslendinga í þróun- arsjóð EFTA munu aukast um 130 milljónir króna, en á móti kemur að tollfrjáls kvóti á innflutning á humri og karfa til landa Evrópusambands- ins eykst. Þetta er meðal annars niðurstaða af samningaviðræðum EFTA-land- anna við Evrópusambandið vegna stækkunar Evrópska efnahagssvæð- isins í framhaldi af inngöngu Rúm- eníu og Búlgaríu í ESB, en skrifað var undir bráðabirgðasamkomulag vegna þessa í gær. Samningaviðræður hafa staðið yf- ir frá því í júlí í fyrrasumar og hafa verið erfiðar vegna kröfu Evrópu- sambandsins um fjárframlög EFTA- landanna til fátækari ríkja sam- bandsins, í þessu tilviki þeirra tveggja ríkja sem nú voru að bætast við, þ.e.a.s. Rúmeníu og Búlgaríu. Samkomulagið felur í sér að EFTA- ríkin munu auka framlög sín í þróun- arsjóð EFTA um samtals 72 millj- ónir evra eða tæpa 6,5 milljarða króna fram til loka apríl 2009. Hlutur Íslands er um 130 milljónir króna á ári, en tollfrjáls markaðsaðgangur fyrir íslenskar sjávarafurðir eykst jafnframt og verður um 570 tonn fyr- ir humar annars vegar og hins vegar fyrir karfaflök sem nemur 750 tonn- um. Valgerður Sverrisdóttir utanríkis- ráðherra segir í fréttatilkynningu að niðurstaða viðræðnanna sé vel við- unandi og það felist tækifæri í því fyrir íslenskt atvinnulíf að sækja fram á þessum nýju mörkuðum í Rúmeníu og Búlgaríu. Þá sé einstak- lega mikilvægt að hafa náð fram auknum markaðsaðgangi fyrir sjáv- arafurðir, sérstaklega fyrir humar sem hafi borið háa tolla. Fagnaðarefni Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar í Vestmannaeyjum, sagði að niðurstaða samningaviðræðnanna væri góðar fréttir og fagnaðarefni, en Vinnslustöðin vinnur mikinn humar og er einnig talsvert í karfa. 130 milljónir til viðbótar í þróunarsjóð EFTA Samkomulag vegna stækkunar EES undirritað í gær Kynning Salur Langholtsskólans var þéttsetinn á fundinum í gærkvöldi þar sem skipulagsmál voru til umræðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.